Tíminn - 15.06.1994, Page 13

Tíminn - 15.06.1994, Page 13
Mibvikudagur 15. júní 1994 13 Auglýsing um umferð vegna þjóðhátíðar á Þingvöllum 17. júní 1994 Einstefna verður um Mosfellsheiði (Þingvallaveg) frá mótum Vesturlandsvegar að Kárastööum í Þingvalla- sveit frá ki. 07.00 til kl. 13.00. Þó verður vegurinn lok- aður allri umferð frá kl. 09.30 til kl. 10.00. Mosfellsheiði verður opin allri umferð í báðar áttir frá kl. 13.00 til kl. 15.00. Mosfellsheiði verður lokuð allri umferð frá kl. 15.00 til kl. 16.00. Einstefna verður um Mosfellsheiði frá Þingvöllum að Vesturlandsvegi frá kl. 16.00 til kl. 19.00. Nesjavallaleið frá Hafravatni og Grafningsvegur frá Ljósafossi að Þingvöllum verður lokuð almennri umferð frákl. 07.00 til kl. 16.00. Opið verður um Hellisheiði og Grímsnes allan tímann. Opió verður um Lyngdalsheiði. Sýslumaðurinn á Selfossi Lögreglustjórinn í Reykjavík Veðurstofa Islands Ritari Laus er staða ritara veðurstofustjóra á Veðurstofu íslands. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á íslensku, ensku og helst einu Noróurlandamáli. Þá er þekking átölvum og rit- vinnslu nauðsynleg (Word eða WordPerfect og Excel). Nauðsynlegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfió eru gefnar á Veóurstofu íslands í síma 600600. Umsóknarfrestur er til 24. júní 1994. Umsóknir skulu sendar Veðurstofu íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík. Það er alveg rétt, að til eru ódýrari dýnur en DUX-dýnur. Munurinn finnst líka á endingunni. Venjulegar dýnur endast í 5 - 8 ár. DUX-dýnur endast oft í 30 - 40 ár. Við hjá DUX leggjum nefnilega aðaláhersluna á gæði og endingu. Þegar dæmið er reiknað til enda kemur því í ljós að DUX-dýnur eru ekki dýrari en aðrar dýnur. Miðað við 30 ára endingu, kostar DUX-nóttin 10 krónur. Það er stundum dýru verði keypt að kaupa ódýrt. ■f Á harðri dýnu Iiggur Hryggsúlan í sveig Á Dux-dýnu liggur hryggsúlan bein Ásamt móbur sinni í Flórída. Spretthlauparinn Colin Jackson um leiöina aö takmarkinu: Öllu fórnað fyrir íþróttina Sigurstund. Spretthlauparinn Colin Jackson varb þjóbhetja á heimalandi sínu, Bretlandi, þegar hann vann 110 metra grindahlaup á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Stuttgart í fyrra. Þab minnk- abi ekki hrifningu samlanda hans ab Colin setti nýtt heimsmet í sigurhlaupinu. Colin er 27 ára gamall Walesbúi. Hann var af mörg- um afskrifaður eftir Ólympíuleikana í Barcelona en þá nábi hann abeins 7. sætinu sem var langt undir væntingum. Hann lét þær raddir sem vind um eyru þjóta og eftir heimsmeistaratignina í Stuttgart hefur hann verið í stöbugri framför. Hann hefur m.a. sett heimsmet í 60 metra grindahlaupi síban. Nýverið festi Jackson kaup á glæsilegu húsi í Flórída en íþróttamaður í heimsklassa í frjálsum íþróttum þarf ab æfa mikið allan ársins hring, og því hentar Bretland ekki til æfinga nema yfir sumartímann. Að hans sögn kemur þetta til með að gerbreyta æfinga- aðstöbunni fyrir hann og reyndar hefur allt ger- breyst eftir hlaupið í Stuttgart í fyrra, Colin er kóng- ur í dag. En hver er lykillinn að þessum glæsilega árangri? „Æfingar; agi, keppnisharka og sífelldar fórnir," segir Colin. „Eg æfi gríöarlega, lifi reglulífi, hvorki reyki né drekk, og borða hollan mat. Það er samt ekki nóg eitt og út af fyrir sig, einbeitingin skiptir gríðarlegu máli og þá eru sumir búnir erfðafræbilegum eigin- leikum sem eru nauðsynlegir til ab komast í hóp þeirra bestu," segir Colin. Colin segir að helstu vonbrigðin í lífinu til þessa hafi verib hinn slaki árangur í Barcelona. Hins vegar sé æösta takmarkið í lífinu nú ab ná gullverölaunum í Atlanta 1996, en þar verba Ólympíuleikamir haldnir næst. „Það er forgangsatriði númer eitt, tvö og þrjú að sigra á þessum leikum. Þab eina sem ég er Algeng staöa. í spegli Tímans Sífellt í kappi vib klukkuna. óánægður með er hve langt er enn í þá," segir Colin. Hann segist þó gera sér grein fyrir því að hann sé undir miklum þrýstingi en það styrki hann bara í trúnni á sjálfan sig. Hvað meb einkalífið? „Blessunarlega er ég einn á báti, reyndar hef ég engan tíma til að eiga kærustu," segir Colin og hlær. „Eg átti í erfiðleikum í síðasta ástarsambandinu vegna þess ab þab fór hreinlega ekki saman, allur sá tími sem ég varbi í íþ'róttina og ab ætla að vera vinkonu minni eitthvað. Þrátt fyrir þab er ég ekki einmana, ég á marga vini og hef sam- neyti vib þá eftir þörfum. Þessi bransi er hreinlega þannig að þab kemst ekki neima eitt ab, maður verð- ur ab fórna öllu öbru." ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.