Tíminn - 02.07.1994, Page 6

Tíminn - 02.07.1994, Page 6
6 SöíiijliMuiElCSu. wywyyww r 2. júlí 1994 Hagyrbingaþáttur Aö gefnum tilefnum Allir vilja vera skáld í voru landi, sérhver auli yrkir bögur eða þylur lygasögur. En hófer best að hafa á sér í hverju eina, og ekki láta úr sér buna endalausa skáldsprœnuna. (GH) Rétt er það hjá GH og ekki skal því mótmælt að hóf sé á flestu best, jafnvel yrkingum. En heldur eru hagyrðingar farnir að láta deigan síga og verða þeir að spjara sig og senda vísur, ef takast á að halda úti þessum þætti í þeirri mynd sem hann hefur búið við til þessa. Það er að birta nýortar vís- ur, gjarnan um atburði líðandi stundar. Þó eru engin skilyrði sett um hvað prentað er, og er allur góður vísnakveðskapur vel þeginn. Þyrlukaup Þorsteinn Daníelsson er ekki við eina fjölina felldur í kveðskap sínum og er jafnvígur á fer- skeytlur og limrur. Birtist hér sín af hvoru tagi: Um þyrlukaup rœðast við reiðir ráðherrar, flestöllum leiðir. Jón fór til Kína með konuna sína. Hún Bryndís þá svarthœrðu seiðir. Hlekkir Vandinn eykst en vitið ekki valdhöfunum hjá. Fjötraðir í hugans hlekki Hrafni og Baldri frá. Þórður Kárason ættfræðingur setti eftirfarandi inn í formála Hjarðarfellsættar: Um hrúta og kýr við höfum skrá, um hestakyn bœkur geyma. En hvaðan vér sjálfir komum frá kynslóðir stundum gleyma. Eftirfarandi orti Þórður að gefnu tilefni, en kveð- skapurinn gæti átt við þau mörg: Þjóöarplottið Efí blöðum satt ég sé, sýnist málið þjóðarplott. Þingmenn gefa og þiggja fé, það er ekki nógu gott. Atómljóðin Áður fyrr við lásum Ijóð og lifðum djúpt í speki-djúpi. Nú yrkjum við atómljóð í ömurlegum hvunndagshjúpi. Hagmœlskan var honum gyrt, og hvergi gylling. Vísan ort og aðeins birt sem eyðufylling. Bragi Björnsson sendir nýjan botn við gamlan fyrripart. Heil er vísan svona: Hljóma finnst mér furðu snjallt ferskeytlunnar háttur. Þess vegna — og þrátt fyrir allt þœr við ég er sáttur. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4. 105 Reykjavík. P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA! Stúlka spyr hvort það sé allt í lagi að fullorðnar konur klæði sig eins og ungar stúlkur og kvartar yfir því að mamma sín sé alltaf að herma eftir sér og hún megi varla kaupa flík án þess að mamma kaupi eitthvað svip- að. Gildir sama tíska fyrir ungt fólk og fullorðið? Svar: Ef fólk fylgist betur með tísku yfirleitt og lætur ekki bara matast af því sem hér ber mest á, þá er auövitað tíska fyrir allan aldur. Ef maður til dæmis horfir á tískusýningar eða myndir frá tískuhúsum eins og Chanel, Yves St. Laur- ent og öðrum þessum stóru nöfnum, þá er þar í raun og veru um að ræða tísku vor og haust fyrir alla aldurshópa. Það eru til tvítugar stúlkur, sem hafa valið þann kostinn að giftast eldri mönnum til að hljóta fjárhagslegt öryggi. Þær klæða sig gjarnan á glæsilegan máta eins og fimmtug kona. Síðan eru fimmtugar konur sem örvast aðeins við það að yngri menn líti til þeirra. Og hafi þær góðan og unglegan vöxt, freistast þær.til að klæða sig eins og ungar stúlkur og getur farið það vel. En tíska fer miklu meira eftir vexti en aldri. Þá á ég ekki við að það sé sérlega skemmtilegt að ganga á sólarströnd á eftir reglulega vel vaxinni konu, sem klæðist eins og unglingur, og horfa. Svo snýr hún sér við og er þá hrukkótt og sjötug. Þetta skeð- ur og þetta kemur engri tísku við. Þetta er ósmekklegt. Aldur og tíska En kona, sem er kannski sex- tug, falleg og vel vaxin, getur farið í tískuverslun og fundið þar ýmsa hluti við hæfi — ekki endilega stelpupúffermakjóla — og verslað sömu vöru og tvítug kona kann að gera. Svo getur verið tuttugu og fimm ára kona með tvö börn, sem misst hefur þann vöxt sem ungar konur yfirleitt hafa. Sú kona þarf að leita að fötun- um sínum, þar sem ætlast er til að fimmtugar konur versli. En í tískuheiminum er gert ráð fyrir að æskublóminn fari af jafnt og þétt, frá unglings- aldri fram á fullorðinsár. En í reyndinni skeöur það ekkert svona, því að stúlkur, jafnvel á gelgjuskeiði, fá sumar fullorð- insvöxt og það eru margar sex- tugar eða sjötugar konur sem hafa unglingaskrokk. Og að sjá unglega vaxna sextuga konu í gamalmennafötum er ekki smekklegt. Og að sjá unga stúlku, sem hefur ekki góðan vöxt, kunna ekki að klæða sig miðað við aldur og vöxt og vera komin í það sem sextuga konan ætti að vera í, er ekki smekklegt heldur. Það er mjög erfitt að gefa út nokkra yfirlýsingu um hvaða tíska hæfi hverjum aldri, held- ur verður hver og einn að nota sínar gáfur og smekk og gera sitt besta til að klæða sig vel. Eins og með annað eru allar öfgar af hinu verra og allt óhóf í klæðaburði og förðun fer engum vel. ■ / m e> 3 / MSE’’"" Hvernig áég að vera? HEIÐAR JÓNSSON SNYRTIR svarar spurningum lesenda

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.