Tíminn - 02.07.1994, Side 8

Tíminn - 02.07.1994, Side 8
8 Laugardagur 2. júlí 1994 — hlaupabrautin veröur glansandi rauö! molar . . . ... Fyrsta Iandsmótiö fór fram 17. júní árió 1909 á Akureyri. Síöasta landsmót fór fram í Mosfellsbæ fyrir fjórum árum og þá sigraði UMSK, HSK lenti í ööru sæti og UMSE í því þriðja. ... Aöalkostunaraðili mótsins á Laugarvatni er Olís, en önnur fyrirtæki og stofnanir, sem standa myndarlega á bakviö mótiö, eru: íslandsbanki, Sjóvá- Almennar, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Kjörís, Mjólk- urdagsnefnd og umhverfis- málaráöuneytiö. ... Áherslan á þessu landsmóti verður á kjarna landsmótanna, íþróttir, samstarf ungmennafé- laganna, fjölskylduna og um- hverfismál. ... Umhverfismálin veröa í há- vegum höfð á landsmótinu. Landgræðslureitur verður opn- aöur við hellinn á Laugarvatns- völlum á vegum Landgræöslu ríkisins og Olís og verða gestir á landsmótinu hvattir til aö koma og vinna aö landgræöslu. ... Laugarvatn hefur sérstakan staö í hugum manna, enda ró- maöur fyrir uppeldis- og íþróttamál. T.d. hefur íþrótta- kennaraskóli íslands aösetur sitt á Laugarvatni. ... Hitabylgja var á Laugarvatni 1965, þegar landsmótið fór þar fram síðast, og segja kunnugir að hitinn hafi farið upp í 27 gráður. Það má því segja að það sé hefö fyrir góöu veöri á lands- móti UMFÍ á Laugarvatni. ... Hljómar ætla aö taka aftur saman og leika fyrir dansi á ballinu, sem fer fram laugardag- inn 16. júlí í einu af stóru tjöld- unum sem voru á þjóðhátíö- inni á Þingvöllum 17. júní síð- astliðinn. ... Hljómar spiluöu einnig und- ir við miklar vinsældir áriö 1965 á Laugarvatni og haföi Rúnar Júlíusson úr hljómsveit- inni þá nóg aö gera. Hann keppti fyrir UMFK í fótbolta á daginn og spilaði fyrir sam- komugesti á kvöldin. Hljómar voru geysivinsælir á þessum ár- um og þurfti lögregluvernd til aö æstir áhangendur hljóm- sveitarinnar gleyptu hljóm- sveitarmeðlimina hreinlega ekki í sig! ... Sundlaugin á Laugarvatni er glæsilegt mannvirki og til ab gera hana enn glæsilegri verður sett upp stúka öðrum megin viö hana. ... Starfsíþróttir hafa alltaf veriö vinsælar á landsmótum, enda greinarnar sérstakar. M.a. verö- ur keppt í línubeitingu, pönnu- kökubakstri og dráttarvéla- akstri. ... Nýjung verður á mótinu, en þá verður keppt í stafsetningar- keppni og veröur hún opin öll- um. Þessi keppni gefur ekki stig. ... Glíma hefur alltaf veriö vin- sæl grein á landsmóti og nú í fyrsta sinnið er keppt í kvenna- flokki. Undirbúningur fyrir 21. landsmót Ungmennafélags íslands á Laugarvatni hefur staöib í tvö ár. Nú, þegar tólf dagar eru þar til mótið hefst, er ljóst a& allt gengur sam- kvæmt áætlun og Laugar- vatn á eftir a& skarta sínu fegursta, þegar þúsundir landsmótsgesta mæta til leiks á eina glæsilegustu íþróttahátiö í sögu landsins. Landsmótiö hefst 14. júlí og lýkur sunnudaginn 17. Hér- a&ssambandiö Skarphéðinn er mótshaldari a& þessu sinni. Tvísýnt var hvort hlaupa- brautin á nýja íþróttavellin- um, sem sérstaklega var byggbur fyrir landsmótiö, yrði að fullu tilbúin, en eins og framkvæmdum mibar í dag er öruggt aö hlaupabrautin verð- ur glansandi rauð þegar mótið hefst. Á tímabili var haldið að það yrði ekki tími til að leggja rauða lagið á hlaupabrautina, vegna vandræöagangs hjá þýsku fyrirtæki sem átti að sjá um þann hluta framkvæmd- anna. Olafur Örn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri landsmótsins, sagði þegar Tíminn hitti hann á Laugarvatni að þetta væri farsæll endir á málinu. „Við vorum alltaf bjartsýn á að völl- urinn yröi að fullu tilbúinn og það er því einkar ánægjulegt að sjá framkvæmdirnar við hlaupabrautina ganga svona vel," sagði Ólafur Örn. Tilhlökkun í fólki „Það er mikil tilhlökkun í fólki og vib finnum fyrir mik- illi landsmótsstemningu. íþróttafólkið er að ljúka sínum undirbúningi og margt af því er afreksfólk sem tímastillir æfingar, keppnir og mataræbi við þessa landsmótsdaga, til ab vera þá á toppnum." íbúatala Laugarvatns á eftir ab margfaldast Það er fullvíst að Laugarvatn á eftir að iða af meira mannlífi en venjulega, þegar landsmót- ið fer fram. Má reikna með ab til Laugarvatns eigi eftir að koma þúsundir manna og íbúatala stabarins margfaldast, en þar búa um 200 manns í dag. „Það verba um 2000 keppendur, 1000 starfsmenn og fylgifiskar, sem er fólk starf- andi við mötuneyti, þjálfarar, liðsstjórar og klapplið. Síðan er starfsfólk frá HSK, sem vinnur á fjórskiptum vöktum allan sólarhringinn og á hverri vakt eru vel á annað hundrað manns. Þessir starfsmenn sjá m.a. um vinnu á skrifstofu landsmótsnefndar, gæslu svæðisins, eftirlit í húsum, ruslatínslu og margt fleira. Þá er talan komin upp í fjögur þúsund manns sem einungis snúa að mótinu, en þá á eftir að telja til áhorfendur. Þó rigni hér eldi og brennisteini má reikna meb 2000 áhorf- endum. Ef veðrib verður okkur hlið- hollt, eins og 1965 þegar landsmótið var haldið hér síð- ast, má alveg eins reikna með því að fólksfjöldinn nálgist 9- 10 þúsund manns um lands- mótshelgina eða þar yfir, en þá er ég að tala um fólk sem kemur hér einhvern tímann á landsmótinu, en ekki á einum og sama deginum. En við megum ekki gleyma að við bú- um á íslandi og hér er allra veðra von. Ég hef því sagt að þá stefnum við ab því að mót- ið sé fokhelt, þ.e. við stillum áhættu og umfangi í hóf, þannig að verði vont veður þá verði engin fjármálaslys." Kostnabur vib mótib á annan tug miljóna „Kostnaður við mótið er vel á annan tug miljóna, en við er- um með ýmsan varning til sölu, sem ætlað er að reyna að hafa upp í kostnaðinn. Þaö verða eingöngu íslenskar vör- ur sem við verðum með til sölu, og vert ab taka fram. Við veröum með til sölu peysur og boli, gos og sælgæti, ab ógleymdum pylsunum og pítsunum. Pylsurnar verða býsna margar og sjálfsagt handhægara að slá metramáli á þær heldur en telja þær í stykkjum!" sagði Ólafur Örn Haraldsson að lokum. ■ Ólafur Örn Haraldsson, framkvœmdastjóri 21. landsmóts UMFÍ, heldur hér á landsmótsmerkinu fyrir framan Hérabsskólann á Laugarvatni, en þar verba abalbœkistöbvar landsmótsnefndar dagana sem mótib fer fram. Tímamynd CS Landsmóts- IÞROTTIR • KRISTjÁN GRÍMSSON • IÞROTTIR Hér sést yfir þab glœsilega íþróttamannvirki sem nýi völlurinn á Laugarvatni er. Efglögglega er skobab, sést ab hlaupahringurinn á vellinum er Ijós ab hluta, næst húsunum á myndinni, en þab er sá hluti rauba lagsins á brautinni sem búib var ab leggja í gœr. Tímamynd GS Undirbúningur fyrir 21. landsmót UMFÍ heldur áfram aö ganga vel. Ólafur Örn Haralds- son, framkvœmdastjóri UMFI: íþróttavöllurinn verður að fullu tilbúinn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.