Tíminn - 02.07.1994, Síða 12

Tíminn - 02.07.1994, Síða 12
12 Laugardagur 2. júlí 1994 Saga um bilaö straujárn og afleiöingar þess: Systurnar frá Le Mans að var að kvöldlagi 2. febrú- ar 1933, sem René Lancelin læsti dyrunum að lög- mannsskrifstofu sinni í Le Mans, Frakklandi, og lagði af stað heim. Kvöldið var hráslagalegt og dimmt yfir. Lögfræðingurinn hneppti frakkann betur að sér og hraðaði göngu sinni til eiginkon- unnar og 27 ára gamallar dóttur. Hann hlakkaði til aö komast inn í hlýjuna og njóta kvöldverðarins. Þegr Lancelin kom heim, sá hann sér til undrunar að alstaðar var dimmt í húsinu. Hann gekk úr skugga um að 1. hæðin væri mannlaus og hugsaði málið. Fjöl- skyldan var mjög vanaföst og hann fékk strax illt hugboð um að eitthvaö hefði komiö fyrir. Skömmu síðar ákvað hann að kanna kjallarann, en hafði ekki nema rétt opnað dyrnar þegar hann sá rauöan blóðpoll. ✓ Ohugnanleg aðkoma Lancelin var fremur viðkvæmur maður og hann treysti sér ekki til að kanna málið frekar, en hringdi í lögregluna sem kom þegar á vettvang. Fulltrúi kom ásamt aðstoðar- manni og lýsti upp kjallarann. Þar var alstaðar blóð. Á gólfi, veggjum, húsgögnum og jafnvel i loftinu. Líkin af frú Lancelin og ungfrú Lancelin lágu hlib við hlið á miðju kjallaragólfinu. Þær höfðu veriö myrtar á viöurstyggilegan hátt. Dóttirin, Geneviéve, lá á grúfu. Kjóllinn hafði verið dreg- inn upp, en undirfötin toguð nið- ur, þannig að hún lá allsnakin frá mitti og niöur úr. Á fótum henn- ar, baki og þjóhnöppum voru djúpir skurðir og sár. Lík móbur- innar var engu betur farið. Þab vantaði augun í höfuðið og allar tennurnar höfðu verið slegnar úr henni. Auk þess virtist sem var- irnar hefbu verið skornar burt. Þegar ungfrúnni var velt við, kom einnig í ljós aö augun höfðu verið rifin úr henni. Blessunarlega var hr. Lancelin hlíft við að verða vitni ab óhugn- aöinum, en hinir frönsku lög- reglumenn áttu fullt í fangi með aö halda stillingu sinni. Þeir höfðu aldrei orbið vitni að öðru eins. Tólin, sem höfðu verið notuð viö verknaðinn, lágu einnig á kjallaragólfinu. Þau voru hamar, beittur eldhúshnífur og þungt kú- bein. Lancelin og frú höfðu tvö hjú á heimili sínu og nú vaknaöi spurn- ingin hvar þau væri að finna. í fyrstu óttaðist lögreglan að lík þeirra væri aö finna á efstu hæð- inni, því þjónustustúlkurnar tvær hlutu að hafa verið heima þegar morðin áttu sér stað. Það var með hálfum huga sem frönsku lög- reglumennirnir héldu að her- bergjunum á þriðju hæðinni. Tvö þeirra reyndust tóm, en þriöja herbergið, svefnherbergi þern- anna tveggja, sem reyndar voru systur, reyndist læst. Systurnar Lögreglufulltrúinn bankaði á hurðina, en enginn svaraði. Var mögulegt að morbinginn væri ennþá í húsinu? E.t.v. leyndist hann í læsta herberginu. Kallaö var á aukinn mannafla og síöan réðust fjórir fílefldir lögreglu- menn inn í herbergib með því að brjóta hurðina. Sjónin, sem við þeim blasti, kom þeim gjörsam- lega í opna skjöldu. Það lágu tveir naktir kvenlíkamar á gófinu, syst- urnar Christine og Lea Papin, en þær voru með fullri meðvitund og ekki einn áverka aö sjá á þeim. Fulltrúinn velti því fyrir sér hvernig stæði á því aö húsmóbir- in og dóttir hennar týndu lífinu, en þjónustustúlkurnar hefðu sloppið án þess að fá skrámu og lægju sallarólegar í ástarleik á gólfinu í svefnherberginu. Þær hlutu að hafa gert sér grein fyrir því sem hafði gerst og af hverju höföu þær þá ekki haft samband við lögregluna? Var hugsanlegt ab þær sjálfar væru morðingjarnir? Svarið virtist vera já. Þegar aö var gáð, komu alblóðug klæði þeirra í ljós í einu horninu og vaskurinn, sem þær höfðu notab til að þvo af sér blóðið, var alblóbugur. Syst- urnar héldu hvor utan um aðra og horfðu á lögreglumennina, tómu og annarlegu augnaráði. Þaö kom síðar í ljós ab systurnar SAKAMÁL höfðu aðeins verið í þjónustu Lancelin-hjónanna í þrjá mán- uði. Skömmu fyrir morðin hafði frú Lancelin kvartað undan því við eiginmanninn að systurnar hefðu nánast sjúklegan áhuga hvor á annarri. Dóttirin, Geneviéve, eyddi þó öllum vangaveltum þar um og því var ákveðið að fastráöa þernurnar. Þær voru 23 og 28 ára gamlar og hin eldri, Christine, var ráðandi aöilinn, enda hafbi hún komiö yngri systur sinni í móður stað, þar sem foreldrar þeirra dóu ungir af slysförum. Nú hafði hins vegar enginn móðurkærleikur ráðið ríkjum. Á meðan fulltrúinn beiö þess að systurnar klæddust, velti hann því fvrir sér hvab hefði getað or- sakað þessi hrobalegu morð. Þær 'virtust sannarlega ekki vera þær manngeröir sem fremdu jafn kaldrifjaðan glæp og þennan og þá virtust þær ekki heldur vera vanheilar á geði. „Af hverju?" spurði fulltrúinn skyndilega og beindi orðum sín- um ab Christine. Stutt þögn og síðan svaraði hún: „Þab var út af straujárninu, það bilaði." Hinor alrœmdu Papin-systur. Bakgrunnurinn Á meðan systurnar biðu réttar- haldanna var bakgrunnur þeirra skoöaður. Fabir þeirra hafði verið drykkjumaður og móðir þeirra látist er þær voru ungar. Þá var þeim komið fyrir á munaðarleys- ingjahæli, en upp úr því höfðu þær vistast á ýmsum heimilum við ýmis störf. Þær skiptu nokkuð ört um starf, enda fengu þær tíð- um tilboð frá öbru fólki um betri kjör og þeim var lýst af flestum húsbændum þeirra sem ákveðn- um, harðduglegum og heiðarleg- um starfskröftum. Systurnar neituðu því ekki að Lancelin-hjónin hefðu verið þeim góð. Þær fengu góð laun, sömu máltíöir og fjölskyldan, auk þess sem herbergi þeirra var upphitað með rafmagni, sem þótti lúxus á þeim tíma. Við rannsókn kom í ljós að syst- urnar voru haldnar innbyrðis þrá- hyggju og grunur lék á samkyn- hneigð þeirra. Þær áttu enga vini, en vörðu svo til öllum frístund- um sínum einar í eigin svefnher- bergi. Lífið snerist aðeins um vinnuna og eigin samverustund- Tvö atvik innan fangelsisveggj- anna urbu til að styrkja þá trú að þær hefðu átt í nánu ástarsam- bandi hvor við aðra. Hið fyrra var þegar þær hittust í fyrsta skipti eftir mánaöa aðskilnað innan fangelsisveggjanna. Þá faðmaði Christine Leu að sér og kyssti hana „blautum" kossi. Hún sagð- ist jafnframt elska hana og þrá áð- ur en fangavörður stöðvaði þær. í seinna skiptið, sem þær hittust, virtist það engu máli skipta þótt þær væru umkringdar samföng- um og starfsmönnum fangelsis- ins. Lea dró upp um sig pilsið og bað Christine að „koma einu sinni enn til sín, í allra síðasta sinn". Þrátt fyrir þessi atvik, var það mat lækna, sem rannsökuðu syst- urnar, að þær væru ekki lesbíur í eðli sínu og heföu engan raun- verulegan kynferðislegan áhuga hvor á annarri. A.m.k. var Lea tal- in laus vib þá hvöt. Læknarnir töldu helst að þær væru að gera sér upp slíka hluti, til að verða taldar andlega vanheilar að ein- hverju leyti svo að refsing þeirra myndi mildast, en á þessum tíma var samkynhneigð ekki viður- kennd og þóttu samkynhneigðir nánast vanheilir á geði, opinber- lega a.m.k. 20. september 1933 gengu syst- urnar inn í réttarsalinn í Le Mans. Dagblöðin voru búin ab skíra þær „Ófreskjurnar frá Le Mans" og máli þeirra var sýndur gífurlegur áhugi. Þeir, sem höfðu komið meb löngum fyrirvara og bebið fyrir utan dómhúsið til ab sjá systurnar með berum augum, urðu fyrir vonbrigðum. Þær voru sakleysið uppmálað í fasi og fram- göngu og það var mjög erfitt að gea sér í hugarlund að þær gætu verið kaldrifjabir morðingjar. Þeg- ar Christine Papin fór til vitna- stúku varð hinsvegar öllum ljóst að þær voru með sanni sekar. Christine vitnaði að 1. febrúar hefði frú Lancelin dregið fimm franka frá kaupi hennar vegna viðgerðar á straujárni, sem hún sagði hana hafa skemmt vegna aðgæsluleysis. 2. febrúar fóru frú og ungfrú Lancelin í innkaupa- ferð og skildu systurnar tvær eftir með hlaða af óstraujuðum þvotti, enda hafði ekkert verið straujað á meðan járnið var í viðgerð. Þeim var ætlað ab ljúka verkinu meðan frú Lancelin væri ab versla, en það reyndist ógerlegt, að sögn Christine. Þegar mæðgurnar sneru aftur, var ennþá haugur eft- ir af óstraujuðum þvotti. Frú Lancelin bjóst til að löðr- unga Christine fyrir „letina", þeg- ar „eitthvað gerðist innra með mér og ég fylltist skyndilegri heift," sagði Christine. Hún réðst að frúnni og „klóraði augun úr henni," eins og Christine oröaði það sallaróleg. Ungfrúin fékk sömu meðferö af hálfu Leu. Síðan náðu þær í hamar og hnífa, og ráku blindaðar mæbgurnar eins og lömb til slátrunar niður í kjall- ara. Lýsingarnar á morðunum sjálf- um er ekki hægt að hafa eftir, en þab olli viðstöddum hvað mest- um óhugnaði hvað Christine var róleg og skipulögð í frásögn sinni. Lea sat aftur á móti og skalf. Eftir morðin gengu þær til her- bergis síns, afklæddust og þvoðu af sér blóðiö og biðu síðan lög- reglunnar. „Ég sé ekki eftir neinu ... frúin kom illa fram við okkur og hún fékk það sem hún átti skil- ib," sagði Christine. „Hvernig tókstu úr frúnni aug- un," spurði sækjandi. „Með fingr- unum," var svarið. Þegar þessi orð féllu, varð mikil háreysti í réttarsalnum og áhorf- endur stóöu upp og kröfbust dauðarefsingar. „Líflát, líflát, þær eru ófreskjur," hrópaði lýðurinn og lögreglan átti fullt í fangi með að hafa stjórn á fólkinu. Lea Papin staðfesti síðar fram- burð systur sinnar. Hún lagbi hinsvegar áherslu á aö þær heföu ekki ætlað sér að myrða mæðg- urnar, en gagnkvæm heift hefði gripið þær báðar, þegar frú Lanc- elin fór ab skammast yfir að þvotturinn væri ekki straujaður. Lea tók það fram að ungfrúin heföi veriö saklaus af öllu og hún sæi eftir aö hafa myrt hana. Dómurinn Dómurinn kvað á um sekt beggja um morb að yfirlögöu ráöi, en þáttur Leu var talinn sýnu minni en Christine. Talib var sannað ab hún hefði verið undirokuð af systur sinni alla sína tíð og jafnvel þótti ekki ljóst að Lea hefbi átt þátt í morðunum sjálfum. Hún fékk því aðeins 10 ára dóm. Christine Papin var aftur á móti dæmd til dauða með hengingu. Eftir dóminn voru systurnar leiddar út úr dómhúsinu og sáust þær aldrei aftur. Dómur Christine var hins vegar mildaður í ævi- langa fangelsisvistar, en hún lést á geðsjúkrahúsi árib 1937. Lea tók út refsingu sína og lifði til hárrar elli.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.