Tíminn - 02.07.1994, Side 17
Laugardagur 2. júlí 1994
17
t ANDLAT
Hermína Sigvaldadóttir
frá Kringlu í Torfalækjar-
hreppi andaöist á Héraðs-
sjúkrahúsinu á Blönduósi
þriðjudaginn 28. júní.
Katrín Axelsdóttir
Ásbraut 5, Kópavogi lést í
Landspítalanum laugardag-
inn 25. júní.
Ólafur Hafsteinn Jóhannesson
Skerjabraut 9, Seltjarnarnesi,
lést í Landspítalanum 25.
júní.
Garðar Jensson,
veggfóðrari og dúklagning-
armeistari, Fornastekk 14,
Reykjavík, andaöist í Landa-
kotsspítala aðfaranótt 27.
júní.
Gunnlaugur Eggertsson
frá Einholti lést í Borgarspít-
alanum 25. júní.
Svea María Normann,
Reynigrund 51, Kópavogi,
áður Múla, Vestmannaeyj-
um, andaðist í Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 26. júní.
Hólmfríður Guðmundsdóttir
Kleppsvegi 56, Reykjavík,
lést í Landspítalanum 23.
júní.
Sigurjón Guðni Sigurðsson
Skógum, Austur-Eyjafjöllum
andaöist í Borgarspítalanum
föstudaginn 24. júní.
Sigurbjörg Sighvatsdóttir
Flókagötu 47, Reykjavík, lést
í Landspítalanum 25. júní.
Ólafur Ingvi Eyjólfsson
bóndi, Sólheimum, Dala-
sýslu, lést í Landspítalanum
25. júní.
Ágústa Einarsdóttir
Álfaskeiði 27, Hafnarfirði,
lést 27. júní í St. Jósefsspít-
ala.
Ragnhildur Eiríksdóttir
lést á Hrafnistu í Hafnarfirbi
27. júní.
Ólafur Eyjólfsson,
forstöðumaður hjá Pósti og
síma, lést á hjartadeild Land-
spítalans laugardaginn 25.
júní.
Sigurbjörg Alexandersdóttir
Krossnesi, Árneshreppi, lést
á Reykjalundi miðvikudag-
inn 29. júní.
Guðmunda Margrét
Guðjónsdóttir
Hofteigi 34, Reykjavík, lést á
heimili sínu 28. júní.
Guðbjörg Erlendsdóttir
Borgarbraut 65a, Borgarnesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 29.
júní.
Magnús Böðvarsson
bóndi, Hrútsstöðum, Dala-
sýslu, lést í Borgarspítalan-
um 23. júní.
Dýrfinna Gunnarsdóttir
Máná, andaðist í Sjúkrahúsi
Húsavíkur 23. júní.
Ásgrímur Jón Benediktsson
bifreiðastjóri, Laugateigi 4,
Reykjavík, lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans 23. júní.
Valgerbur Sveinsdóttir
frá Langholti, Meballandi,
síöast til heimilis aö Hrafn-
istu, Reykjavík, andaöist 22.
júní.
Guömunda Regína
Sigurðardóttir
frá Látrum í Aðalvík, lést í
sjúkrahúsinu á ísafirði 23.
júní.
Bjarni Ólafsson
blikksmíðameistari lést 22.
júní.
Auglýsing
eftir ábendingum um borgarlista-
mann 1994
Samkvæmt reglum, sem samþykktar voru í borgar-
stjórn 3. maí 1990, er heimilt að veita árlega starfs-
laun til listamanns eóa listamanna í allt að 12 mánuði.
Menningarmálanefnd velur listamennina sem starfs-
laun hljóta.
Þeir einir koma til greina við úthlutun starfslauna sem
búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir
ganga fyrir sem ekki geta stundað listgrein sína sem
fullt starf. Listamennirnir skuldbinda sig til að gegna
ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna.
Menningarmálanefnd auglýsir hér með eftir rökstudd-
um ábendingum frá Reykvíkingum, einstaklingum
sem og samtökum listamanna eða annarra, um hverjir
hljóta skuli starfslaunin. Menningarmálanefnd er þó
ekki bundin af slíkum ábendingum.
Ábendingar, sbr. ofanritað, sendast menningarmála-
nefnd Reykjavíkurborgar, að Kjarvalsstöðum, fyrir 1.
ágúst 1994.
Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Ólafur Ingvi Eyjólfsson
bóndi Sólheimum, Dalasýslu
verður jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju 5. júlí kl. 14.00. Ferð verður frá
B.S.Í. kl. 9.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna,
Helga Áslaug Guðbrandsdóttir
■ : ■■■.1 ■ - ' -------------------------------1
r—:----
><
I
Dóttir Rogers Moore reynir aö hasla sér völl:
Ætlar ab feta í
fótspor föðurins
Deborah Moore heitir ung og
vaxandi leikkona vestanhafs,
sem hægt og rólega hefur þok-
ast inn á stjörnusviðið á síð-
ustu árum. Það þætti ekki í
frásögur færandi nema vegna
þess að hún er dóttir stórleik-
arans Rogers Moore.
„Það fylgja því bæði kostir og
gallar aö vera dóttir jafn frægs
leikara og faðir minn er," segir
Deborah. „Það hjálpar nokkuð
við kynninguna, en kröfurnar
eru jafnframt meiri og það gefst
ekkert rými til mistaka."
Deborah segir að enginn kom-
ist áfram í þessum bransa án
hæfileika, hvað sem öllum ætt-
artrjám líður. Hún segist vera
vongóð um að hafa það sem
þurfi til að slá í gegn, m.a. hefur
hún fengið tækifæri í vinsælum
sjónvarpsþáttum.
Sögusagnir hafa verið á kreiki
um aö Roger Moore sé ekki heill
heilsu og hefur krabbamein í
blöðruhálskirtli verið nefnt í
þeim efnum. Deborah hvorki
játar því né neitar, en segir að
hún verði þeirri stund fegnust
þegar fjölmiðlafólk fer að spyrja
hana sjálfa spurninga um henn-
ar Iíf, því þótt hún sé dóttir föð-
ur síns, sé hún fyrst og fremst
sjálfstæður einstaklingur sem
„vonandi verður eitthvað úr",
eins og hún segir sjálf, hógvær
og kurteis eins og hún á kyn til.
■
Deborah Moore.
í SPEGLI
TÍIVIANS
Ásamt hinum þekkta
leikara, föbursínum
Roger Moore.