Tíminn - 02.07.1994, Síða 20
mmm
Laugardagur 2. júlí 1994
Ve&riö í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær)
• Su&urland og Suövesturmi&: Sunnan gola og þokuloft á miö-
um en skýjaö aö mestu til landsins.
• Faxaflói, Breiöafjör&ur, Faxaflóamiö og Breiðafjar&armi&:
Vestan og síöan sunnan gola. Sums staðar dálítil súld, en annars
skýjaö og úrkomulaust.
• Vestfir&ir, Strandir og Nor&urland vestra, Vestfjar&ami& og
Nor&vesturmiö: Suövestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi í fyrstu
og skýjaö að mestu. Síöan hæg breytileg átt og sunnan gola.
• Noröurland eystra, Austurland a& Clettingi, Norbausturmiö
og Austurmib: Suöaustan gola eöa kaldi og léttskýjaö.
• Austfir&ir, Su&austurland, Austfjar&amib og Su&austurmib:
Suövestan kaldi og skýjaö meö köflum. Þokuloft á miöum.
Útflutningur aukist um 14% á föstu gengi en innflutningur nœr staöiö í staö:
Fiskurinn gefið 4 milljöröum
meiri gjaldeyri en í fyrra
Tímamynd CS
Hljóp á
hestamót
Ragnar Tómasson, lögfræðing-
ur og hestamaður, sést hér Ijúka
síðasta sprettinum í þriggja
daga hlaupi þegar hann kom
trimmandi á landsmót hesta-
manna á Hellu í gær. Ragnar
hljóp í þremur áföngum frá
Reykjavík að Hellu. A mánu-
daginn fór hann að Skíöaskál-
anum í Hveradölum, þaöan til
Selfoss á miðvikudag og í gær
lauk hann ferðinni með því að
skokka frá Selfossi að Hellu. ■
GÓ6 byrjun
Lonuveiði hófst í gær og voru 26
skip farin til veiða síðdegis.
Húnaröst RE frá Reykjavík land-
aði í Raufarhöfn í gærkvöldi,
fyrst skipa til að landa loðnu að
þessu sinni. Hákon Magnússon,
skipstjóri á Húnaröst, sagði að
byrjunin hefði verði góð hjá sér
þótt ekki væri þar með sagt að
nóg væri af loðnu á miðunum. ■
Sjávarafurðir voru fluttar út
fyrir 35,8 milljaröa króna á
fyrstu fimm mánuðum þessa
árs, borið saman við rúmlega
29 milljarða í fyrra, sem er
nær fjórðungs aukning í krón-
um talið. Þegar tekið hefur
verið tillit til þess að meðal-
verö erlends gjaldeyris er 9,5%
hærra í ár verður niðurstaðan
sú ab gjaldeyrisverðmæti út-
fluttra sjávarafurða hefur auk-
ist um 4 milljarba króna
(13%) á tímabilinu janú-
ar/maí.
Útflútningur á áli hefur á sama
tíma aukist um þriðjung og um
fimmtung á kísiljárni. Heildar-
útflutningurinn er því 45,3
milljaröar á tímabilinu, sem er
rúmlega 14% aukning á föstu
gengi.
Þar sem innflutningur hefur á
sama tíma aukist sáralítið, eða
tæplega 1% miðað við fast
gengi, er vöruskiptajöfnuður-
inn (fob/fob) nú jákvæður um
11,5 milljarða króna, eba um
tvöfalt hærri upphæð en á sama
tíma í fyrra. Heildarinnflutning-
urinn þessa fimm mánuði er
33,8 milljarðar, þar af almennur
innflutningur, annar en olía,
28,6 milljarðar.
Innflutningur fólksbíla hefur
enn haldib áfram ab dragast
saman, og er nú um 17% minni
heldur en á sama tíma í fyrra. .
Innflutningur matvæla hefur
aftur á móti aukist um 10%
milli ára, reiknað á föstu gengi.
Ekki þarf það þó endilega að
þýða aukið át og drykkju lands-
manna, því benda má á ab svo-
kallaðan „Rússafisk", sem flutt-
Hann lcetur lítiö yfir sér varöturninn á Litla-Hrauni og er ótrúiegt aö þetta skuli vera varöturn stœrsta ríkisfangeis-
is á íslandi.
Vinnumiölun Reykjavíkur flutt í nýtt húsnœöi:
Hægt aö bæta þjónustu
við atvinnulausa
Nýtt húsnæði Vinnumiðlunar
Reykjavíkurborgar og
Vinnuskóla Reykjavíkur að
Engjateig 11 var afhent í gær.
Með nýju húsnæði verbur
unnt ab bæta þjónustuna við
atvinnulausa en meb auknu
atvinnuleysi undanfarinna
ára hefur starfsemin svo til
eingöngu snúist um atvinnu-
leysisskráningu.
Nýja húsnæðið að Engjateigi
11 er tæpir 640 fm að stærð
auk sameignar. Húsið var
keypt tilbúið undir tréverk
þann 2. febrúar á þessu ári.
Kaupverö var 45 milljónir
króna og heildarkostnaðar-
áætlun fyrir frágang húsnæðis-
ins er 30 milljónir.
Hlutverk Vinnumiðlunar er
að hafa með höndum vinnu-
miðlun og atvinnuleysisskrán-
ingu. Þá skal vinnumiölunin
fylgjast með framvindu at-
vinnumála í sveitarfélaginu og
safna og dreifa upplýsingum
um framboð og eftirspurn
vinnuafls. Einnig á hún að að-
stoða atvinnuumsækjendur
við atvinnuleit og atvinnurek-
endur við útvegun hæfra
starfsmanna, leiðbeina um
starfsval og aðstoða við at-
vinnuleit fatlaðra. Á síðast-
liðnu ári hafa um þrjú þúsund
einstaklingar heimsótt stofn-
unina í hverri viku. Þegar at-
vinnuleysið var mest í vetur
voru 3.606 manns skráðir at-
vinnulausir í Reykjavík og hef-
ur þeim fjölgað ár frá ári und-
anfarin ár. Álagið hefur því
verið mikið á Vinnumiðlunina
(sem áður hét Ráðningarstofa
Reykjavíkurborgar) og við
óbreytt húsnæbi ekki hægt ab
sinna þjónustu við atvinnu-
lausa eins og æskilegt væri.
Helstu breytingarnar sem
verða á þjónustunni í nýja
húsnæðinu eru nýtt númera-
kerfi í afgreiðslu sem mun
koma í veg fyrir ab biðraðir
myndist við afgreiðslubása.
Umsækjendur geta þá notað
tímann til að fara í upplýsinga-
hornið þar sem hanga uppi
auglýsingar, m.a. um laus störf
og námskeið í bobi. Ráðning
tveggja atvinnuráðgjafa sem
taka til starfa í byrjun ágúst
mun einnig auka þjónustuna
til muna. Hver einstaklingur
sem er að koma í fyrsta sinn til
skráningar fær þá einkaviðtal
við ráðgjafa þar sem farið er yf-
ir umsókn hans, upplýst um
réttindi og skyldur og gefin ráb
varðandi störf og nám. Einnig
verða þeir sem eru atvinnu-
lausir í langan tíma kallaöir
reglulega í viðtöl til ráðgjafa.
Vinnumiðlunarþáttur stofn-
unarinnar veröur einnig efld-
ur.
Á vegum Vinnumiðlunar
Reykjavíkurborgar er einnig
rekin atvinnudeild fatlaðra og
Vinnumiðlun skólafólks. ■
ur er inn til vinnslu á íslandi,
flokkar Hagstofan með öðrum
matvælainnflutningi til lands-
ms.
„Kóngur vill sigla en byr
hlýtur ab rába"
Varð af
Eyjaferð
„Kóngur vill sigla en byr hlýt-
ur að ráða." Enn sannaðist
þetta gamla máltæki í gær þeg-
ar þoka og súld kom í veg fyrir
að flugvél Landhelgisgæslunn-
ar gæti lent með Beatrix Hol-
landsdrottningu og Claus
prins í Vestmannaeyjum í gær,
eins og fyrirhugað var. Þau
lögðu af stab með fríðu föru-
neyti og voru komin vel áleib-
is þegar lendingarskilyrði í Eyj-
um versnuðu skyndilega svo
ljóst varð að lending var úti-
lokuð. Var þá í skyndingu
ákveðið að fara með okkar
tignu gesti í útsýnisflug yfir
Suðurlandi, m.a. yfir Gullfoss,
Geysi og fleiri fallega staði.
Fyrri hluta dagsins gekk dag-
skráin samkvæmt áætlun. Far-
ið var í skoðunarferö til Þing-
valla og Nesjavalla og drottn-
ingin plantaði trjám í Vina-
skógi. I ávarpi forsætisrábherra
í hádegisveröarboði í Perlunni
sagði hann m.a.: „Samskipti
þessara tveggja landa hafa um
langa hríð verið með miklum
ágætum og ísland og Holland í
flestu átt samleið í mati
og viðhorfum til þróunar al-
þjóðamála á síöustu áratug-
um".
Hinni opinberu heimsókn
lauk með því ab Beatrix
drottning og Claus prins buðu
forseta Islands ásamt fjölda
gesta á tónleika og í góðgjörðir
í Borgarleikhúsinu í gær. ■
BEINN SIMI
AfGREIÐSLU
TIMANS ER
631*631
LADA SAMARA
HEraKs
1