Tíminn - 19.07.1994, Side 4

Tíminn - 19.07.1994, Side 4
4 @Mtw Þribjudagur 19. júlí 1994 fllWKflW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Absúrd leikhús Framganga forustumanna stjórnarflokkanna í Evr- ópumálum veldur meiri furöu meö hverjum degin- um sem líöur. Síöastliöinn vetur tilkynnti forsætis- ráöherra þaö á Alþingi aö hann færi til Brussel innan tíöar til viöræöna viö Evrópusambandiö. Utanríkis- ráöherra vissi þá ekkert um þá ákvöröun. Nokkru síöar var tilkynnt aö utanríkisráöherra hygöi á slíka ferö. Nú er henni lokiö af hans hálfu, og erindrekst- urinn var meö þeim hætti aö stjórnarflokkarnir eru komnir í hár saman vegna þessa mikilvæga máls, rétt einu sinni. Evrópumálin liggja þannig fyrir íslendingum aö nokkrir mánuöir eru síöan EES-samningurinn tók gildi. Þegar hann var samþykktur var reiknaö meö aö aöstæöur gætu fljótt breyst, vegna aðildarum- sókna Norðurlandaþjóðanna. í ljósi þessa samþykkti Alþingi stefnumótun vorið 1993 þar sem ríkisstjórn- inni var falið að undirbúa tvíhliða viðræður um stööu okkar, ef aörar Norðurlandaþjóðir gerðust að- ilar. Þessi samþykkt var gerð í ljósi þess að hér er engin pólitísk samstaöa um aö ganga í Evrópubandalagið. Ef þaö hefði verið, hefði þingsályktunin á vordögum 1993 aldrei orðiö til. Ef aöildarumsókn hefði haft fylgi, heföum við sótt um aðild með öðrum Norður- landaþjóöum. Þaö þótti óhugsandi, meðal annars vegna þess afsals yfirráöa yfir auölindum og afsals fullveldis sem þaö hefur haft í för með sér. Þaö má vel vera að utanríkisráðherra hafi veriö ósammála þessari stefnumótun í hjarta sínu. Það kom hins vegar ekki fram á vordögum 1993. Hins vegar virðist hann með öllu móti reyna að komast hjá því aö kanna möguleikana á aö framfylgja þess- ari stefnu. Jón Baldvin Hannibalsson tókst ferö á hendur til Brussel sem utanríkisráðherra ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Það er staöreynd. Hann hefur ekkert umboð frá ríkisstjórninni til þess að ræða aðild ís- lands eöa aðildarumsókn aö ESB. Hann hefur ekki einu sinni umboð frá flokki sínum til þess. Þetta vita forustumenn Evrópubandalagsins, og því er ferö Jóns Baldvins til Brussel gagnslaus og mark- laus, og þaö sem verra er aö hún dregur það fram aö ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk í þessu stóra máli og þaö veikir stöðu okkar. Kjarni þessa máls snýst um sjávarútveginn. Engin þjóö hefur samiö sig frá Rómarsáttmálanum um sameiginlega yfirstjórn auðlinda. Það geröu Norö- menn ekki, þrátt fyrir fullyröingar um hagstæðan sjávarútvegssamning þeirra. Þjóðin þarf í raun að svara tveim spurningum, sem snerta þetta lykilat- riði. Er hún tilbúin til þess aö hleypa veiðiskipum frá Evrópubandalaginu inn í tvöhundruð mílna land- helgi okkar, og aö heildarafli og skipting hans væri ákveðin í Brussel í staö þess aö íslensk stjórnvöld tækju ákvörðunina? Þaö er enginn vafi á því aö yfir- gnæfandi meirihluti þjóöarinnar mundi segja nei viö þessari spurningu. Enginn stjórnmálaflokkur hefur aöild að Evrópubandalaginu á stefnuskrá sinni. Formaöur utanríkisnefndar lætur svo um mælt í viötali viö vikublaðið Eintak aö sér finnist þessi mál eins og absúrd leikrit. Tíminn er sammála. „Þarna koma nashyrningarnir" Jón Baldvin Hannibalsson segir ab íslendingar verbi aö gera upp hug sinn gagnvart aöildarum- sókn aö ESB, enda sæki engin þjóö um aöild nema vera búin aö ákveöa hvort hún vill aöild eöa ekki. Davíö Oddsson segir umræöuna um aöildarumsókn vera út í bláinn. Matthías Bjarnason er heldur ekkert að skafa utan af hlutunum í vibtali við Tímann um helgina, en þar segir hann aö utanríkisráðherra ætti heldur aö vera að vinna aö stefnumálum ríkisstjórnarinnar og Alþingis en tala um ESB-aö- ild íslands í útlöndum. Matthías segir reyndar aö stjórnarsam- starfiö hafi verið „svona heldur fjölskrúöugt og miklar hræring- ar, sérstaklega í Alþýðuflokkn- um eins og allir vita. Allar þær uppákomur hafa ekki styrkt stjórnina," eins og þessi gamli stjórnmálaforingi oröaöi það. Bókmenntirnar og Björn Björn Bjarnason, formaöur ut- anríkismálanefndar, talar um frumkvæði Jóns Baldvins sem „absúrd- leikrit" í blaöinu Ein- taki í gær, og á Bylgjunni í há- deginu kom flokksbróöir þeirra Björns og Davíðs, Vilhjálmur Egilsson, og segir aö íslendingar veröi aö fara aö undirbúa aðild- arumsókn, enda sé rúmur meiri- hluti fyrir aöildarumsókn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnun sem hann hefur gert. Ekki veit Garri hvort Vilhjálmur talaði viö Eggert Haukdal, en í síðustu viku sagöi Eggert viö Tímann aö Sjálfstæð- isflokkurinn hefði fyrir löngu átt að vera búinn að slíta stjórn- arsamstarfinu til aö hægt væri aö mynda betri stjórn. „En tjón- iö af ríkisstjórnarveru Jóns Bald- vins verður íslensku þjóðinni óbætanlegt," sagöi Eggert orð- rétt. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr- verandi félagsmálaráöherra og formlega séö væntanlega ennþá GARRI einn af stuðningsmönnum rík- isstjórnarinnar, telur sem kunn- ugt er ekki tímabært ab sækja um aðild að ESB. Hún lætur sitt þó ekki eftir liggja í yfirlýsinga- kórnum og segist í DV í gær hugsanlega vera aö undirbúa sig fyrir sérframboð, en það sé tölu- veröum erfibleikum bundið aö starfa innan Alþýöuflokksins. Þessi fyrrum ráðherra í ríkis- stjórninni og nú óbreyttur stjórnarþingmaöur (eða hvaö?) segist hins vegar alveg eins bú- ast við haust- kosningum og þegar innanbúð- arfólk til langs tíma í þessari rík- isstjórn metur stööuna með þessum hætti, þá er eðlilegt að leggja viö hlustir. Absúrdleik- húsið Eins og þessi samantekt á nokkrum helstu og augljósustu yfirlýsingum stjórnarliða síöustu dagana bendir til, þá þjáist ríkisstjórnar- samstarfið ekki af yfirþyrmandi samhygö og markvissri stefnu- mörkun. Þvert á móti er það í rauninni hálfgert grín aö kalla þetta samstarf, því veruleikinn er allur annar. Þess vegna er þaö rétt hjá Birni Bjarnasyni þegar hann talar um uppákomur í stjórnarliðinu í Evrópumálum sem absúrdleikrit. Sannleikur- inn er hins vegar sá aö það er ekki bara í Evrópumálunum sem sýningar eru í absúrdleik- húsi ríkisstjórnarinnar. Allt samstarfiö er oröiö aö samfelldu absúrdleikriti og ótrúlegt aö nokkur myndi lengur taka eftir því, þó nashyrningarnir úr Ieik- riti Eugenes Ionesco birtust í Stjórnarráðinu og færu mikinn. Viðbrögð ráðherranna eru í þaö minnsta fyrirsjáanleg, því þeir myndu einfaldlega segja eins og Tarzan um fílana: „Þarna koma nashyrningarnir." Garri Sólskinseyjan ísland Aö markabssetja ísland krefst ekki mikils hugmyndaflugs. Safn- aö er saman nokkrum myndum af sólgylltum vötnum gjarnan meö öndum í forgrunni, fossum í sólskini, grasgrænum högum meö heiðbláum fjöllum, böðuö- um í sól, í fjarska, mosaþembum á hrauni og svo kannski lamb í grænum haga og stúlka með sól- skinsbros og fólk að busla í sund- laug fá að vera meb til uppfylling- ar. Myndir af sólskinseyjunni Is- landi eru teknar síðla júnímánað- ar og fram í júlí, á þeim tíma sem plönturnar blómstra. Það er sama hvort sólskinseyjan er ljósmynd- ub eða kvikmynduð, hún er alltaf eins. Bankar markaössetja pen- ingana sína meb sólskinsmynd- unum af bunulækjum og fífil- brekkum og látið er í veöri vaka ab búvörur séu framleiddar beint af grundum grónum fjallagróöri. Sölumenn brennsluefna og smur- olíu setja vöru sína í beint sam- band viö jaröargróöa og um- hyggju fyrir sólbaöaöri náttúru. Aö minnsta kosti gefa auglýsinga- stofur þeirra þaö í skyn. Auglýsingavebur Þegar sólskinseyjan er markaös- sett fyrir íslendinga, er þaö gert á nákvæmlega sama hátt og þegar verið er að auglýsa bensín, pen- inga og hrossakjöt. Þulan „ísland, sækjum þaö heim" meö tilheyrandi sólskins- myndaskrumi er orðin álíka leiði- gjörn og sígilda veöurspáin í gegnum tíðina: „Skýjab, úrkomu- laust ab mestu." Þótt kostnaðurinn við markabs- setninguna miklu sé sjálfsagt far- inn að slaga upp í einnota hand- boltahöll, þá er árangurinn eng- inn. Þeir, sem annast þjónustu við ferðamenn, sjá engan mun á traffíkinni nú og í fyrra og ferða- mannastraumurinn til útlanda er síst minni. Fram kemur í viðtölum viö fólk, sem m.a. býöur uppá svokallaða Á víbavangi bændagistingu sem margir hafa lagt drjúgan kostnað í, aö engin fjölgun sé á ferðalöngum sem til þeirra sækja. Einhver aukning mun vera af útlendum feröa- mönnum, en þaö er opinbert leyndarmál að langflestir þeirra kaupa sér pakkaferðir til landsins og um það og borga mun minna fyrir allar ferðir og þjónustu en aðrir ferðalangar. Markaðssetning fyrir hverja? En vel getur veriö aö hamagang- urinn við aö markaössetja ísland fyrir íslendinga hafi haft mikil áhrif án þess að þess sjái mikinn stab í svokölluðum feröamanna- iðnabi. Hjón, sem nýkomin eru úr tveggja vikna ferbalagi um tvo landsfjóröunga í eigin bíl, ætluðu að njóta lífsins og marglofaðrar þjónustu. Strax á öörum sólar- hring sáu þau fram á greiðsluþrot eftir örfáa daga, ef þau ekki breyttu ferðamáta sínum og fyrir- huguðum lífsháttum. Þau létu sér nægja svefnpokapláss, sem henta skólakrökkum prýðilega, og svo fengu þau sér ódýran prímus og keyptu viöurgjörning sinn í kaup- félagsbúðunum. Ferðalagið heppnaöist vel og hjónin komu alsæl til baka, höföu séö drjúgan hluta af land- inu og höföu ekki eytt nema um fimmtíu þúsundum, aöallega í bensín. En fyrir utan olíufélögin græddu ekki aðrir á för þeirra. „Feröaþjón- ustan" varö af öllum tekjum vegna sumarfrís þessara tilteknu íslendinga, vegna þess að þau höföu einfaldlega ekki efni á aö að nýta sér hana, þrátt fyrir góö- an vilja. Markaössetningin „ísland, sækj- um þaö heim" er rándýr della frá upphafi til enda. Fyrir þaö fyrsta ferðast íslendingar mikiö um eig- ib land. Jeppaliöið alit er á þeyt- ingi um byggðir sem óbyggðir. Þúsundir sumarbústaðaeigenda fara í lengri og skemmri feiöir frá húsum sínum, veiöimenn dvelja viö ár og vötn og fjöldinn allur ferðast um með tjald og prímus. í öbru lagi er vandséb hverjum auglýsingafarganið á að koma til góöa. Sé þaö sett á koppinn fyrir feröamannaiönabinn, hlýtur hann aö átta sig á greiöslugetu hins almenna feröalangs og hverjar eru hans raunverulegu óskir og þarfir. Svo væri ráb ab fara aö kynna landiö eins og þaö er, því sól- skinseyjan litfagra er einna helst til þess fallin aö mæla meö stór- framleiðslu koltvísýrings. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.