Tíminn - 19.07.1994, Síða 5

Tíminn - 19.07.1994, Síða 5
Þriöjudagur 19. júií 1994 Wmúm& 5 — Þátttakendur í námskeibi Hólaskóla og Sibfrœbistofnunar Háskóla íslands. s Þorvaröur Arnason: Náttúra, siöferöi og umhverfismál Helgina 24.-26. júní komu um þrjátíu manns saman á námskeið um Náttúru, sidferði og umhverfismál sem fram fór á Hólum í Hjaltadal. Nám- skeiöið var haldiö á vegum Hóla- skóla og Siöfræöistofnunar Há- skóla íslands, en þessar stofnanir hafa lagt æ ríkari áherslu á fræðslu og rannsóknir á sviði um- hverfismála og hafa jafnframt haft talsvert samráð sín á milli. Námskeiöið var fyrsta formlega samstarfsverkefni þeirra og jafn- framt hiö fyrsta sinnar tegundar hérlendis en stofnanirnar telja námskeið af þessu tagi mikilvæg- an lið í fræðslustarfi sínu á sviöi umhverfissiðfræði. Námskeiðið skiptist í tvennt. í fyrri hlutanum gerði Páll Skúla- son, prófessor, grein fyrir við- fangsefnum siðfræðinnar og helstu sérkennum hennar sem fræðigreinar. Þá rakti hann ýmsar áhrifamiklar kenningar um upp- sprettu og eðli siðferðis, meðal annars kenningar þeirra Aristótel- esar og Kants. í máli Páls kom fram að siðfræði væri í raun fyrst og fremst hagnýt fræðigrein, sem ieitaðist við að skilja og skilgreina forsendur mannlegrar breytni og samskipta. Þá væru siðferði og gildismat nátengd fyrirbæri, því spurningin um „hið góða líf", þ.e. hugleiöingar um „lífsins gögn og gæði" og mat manna á þeim, hafi verið grunnviðfangsefni siðfræð- inga frá upphafi. Páll greindi síð- an frá því að á síðustu 2-3 áratug- um heföu siðfræðingar í auknum mæli beint sjónum að samskipt- um manns og umhverfis og þá sérstaklega aö samspili gildismats manna og umgengni þeirra við náttúruauðlindir af ólíkum toga. Síðari hluti námskeiðsins var byggður upp af sjö fyrirlestrum sem hver um sig fjallaði um ein- stakan málaflokk þar sem sam- skipti manns og umhverfis eru í brennidepli. Fyrirlesarar áttu upphaflega að vera níu en tveir þeirra forfölluöust á síðustu stundu. Páll Skúlason tók fyrstur til máls í þessum síðari hiuta og rakti þá nánar kenningar um verðmæti og forsendur gildis- mats. Meginefnið í fyrirlestri hans laut síðan að ólíkum afstöð- um manna til náttúrunnar og því hvernig þær tengdust gildismati og hugmyndum manna um nátt- úruna og sjálfa sig. Þá ræddi Páll um hugtakið „menning" og þau gagnvirku tengsl sem eru á milli einstaklinga, menningar og nátt- úru. Bjarni Guðleifsson, náttúru- fræðingur, tók næstur til máls í erindi um þróun bændamenning- ar. Bjarni benti á aö orðin „menn- ing" og „ræktun" væm bæði sprottin af sama stofni og að ræktun jarðar, mannlífs og mannshugans hefðu löngum haldist í hendur. Bjarni greindi frá helstu einkennum bændasam- félagsins og ræktunarinnar til forna og rakti síðan þær breyting- ar sem urðu á þessu tvennu með tilkomu vélvæðingarinnar. í máli Bjarna kom meðal annars frarn að hið breytta eðli ræktunarinnar hafi fyrst og fremst verið afleiðing af hugsjóninni um betra mannlíf en að ýmsir þættir hennar, eins og framræsla mýra, hefðu þó gengið of langt. Hin vélvædda ræktunarstefna hefði því að nokkru Ieyti skert bæði menn- ingu og land, bæði vegna þess að mönnum hætti til að fara offari og vegna þess að tengsl manna sín á milli, sem og við jörðina sem þeir ræktuðu, hefðu dofnaö eftir að vélvæðingin kom til sög- unnar. Hilmar J. Malmquist, vatnalíf- fræðingur, ræddi því næst um þá hlið menningar okkar sem að nýtingu sjávarfangsins snýr. Hið svokallaða „jafnvægi í hafinu" var meginefnið í fyrirlestri Hilm- ars. Sú kenning hefði tiltölulega nýverið skotið upp kollinum að „jafnvægi" þessu væri nú ógnað af hvölum og selum og að þeir myndu eyðileggja það eða „éta okkur út á gaddinn" ef veiöar hæfust ekki bráðlega á ný. í máli Hilmars kom fram að kenning þessi hafi nánast enga fræðilega umfjöllun fengið, enda væri ljóst að forsendur hennar byggðust á ofureinföldunum og jafnvel rang- hugmyndum um eðli jafnvægis, hinn flókna fæðuvef sjávarins og hina vistfræðilegu stöðu sjávar- spendýra. Sjávarspendýr hvorki ógni þessu jafnvægi né keppi, svo nokkru nemi, viö manninn um fæðu en séu hins vegar hentugir blórabögglar fyrir ofveiði okkar á ýmsum nytjafiskum. Gerður Stefánsdóttir, vistfræð- ingur, tók næst til máls í erindi um framtíð landbúnaðar. Gerður ræddi um þá misjöfnu reynslu sem menn hefðu af iðnaöarland- búnaði erlendis, einkurn hinar slæmu afleiðingar hans fyrir bændamenninguna, umönnun dýra og landið sjálf. í máli hennar kom fram að nú þegar íslenskur landbúnaður stæði á krossgötum væri brýnt aö gaumgæfa alla þá kosti sem byðust á gagnrýninn og ábvrgan hátt. I.andbúnaður með iönaöarsniði væri varasamur og í ýmsan hátt í ósamræmi við þær hefðir sem hér hefðu lengst af tíökast. Stefnumörkun i landbún- aði þyrfti bæöi að efla og aðlaga að breyttum aöstæöum. Þa yröí að endurskoöa lán- og styrkveit- ingar með það fyrir augunt aö auðvelda mönnum að þróa ýmsar nýjungar eins og til dæmis líf- ræna ræktun. Skúli Skúlason, dýrafræðingur, fjallaöi í sínu erindi um nýtingu fallvatna og stöðuvatna hérlend- is, einkum þó í tengslum vib fisk- rækt og veiðar. í máli Skúla kom mebal annars fram að víðast hvar erlendis reyndu menn nú að end- urheimta þau náttúrulegu gæöi Þorvarbur Árnason. vatnavistkerfa sem að mestu hafa farið forgöröum vegna inngripa af hálfu mannsins. Mönnum hefði nú skilist að hinnnáttúrlegi erfðafjölbreytileiki, sem og fjöl- breytileiki vistkerfanna, væri auö- lind sem okkur bæri að varðveita. Skúli greindi síðan frá hinum mikla fjölbreytileika íslensku bleikjunnar og tengsl þess við ungan aldur landsins og óvenju fjölbreytt búsvæði í ám og vötn- um. Þessi fjölbreytileiki væri nú farinn aö vekja heimsathygli og hefði bleikjunum meðal annars nýlega verið líkt við finkur þær á Galapagos-eyjum sem léku veiga- mikið hlutverk við tilurð þróun- arkenningar Darwins. Björn Guöbrandur Jónsson, umhverfisfræðingur, tók næstur til máls í erindi um tengsl hag- kerfa og vistkerfa. Björn Guö- brandur benti á það að oröin „hagfræði" og „vistfræði" ættu sér sameiginlegan stot'n í gríska orðinu „oikos" eða hus. Hann rakti síðan þann mun sem sja ntá á „hússtjórnarlistinni" í þessunt ólíku kerfum. í rnáli hans kom fram að hagkerfið þyrfti í aukn- um mæli ab taka vistkerfið sér til fyrirmyndar, meðal annars með því að auka endurvinnslu og minnka þannig sóun og úrgang. Þá ræddi Björn Guðbrandur um framtíðarhorfur og færði rök fyrir því að hagvöxtur myndi í fram- tíðinni snúast æ meira um aukn- ingu í gæðum þess sem framleitt er og neytt en ekki aukingu í magni eins og verið hefur fram til þessa. Síðasta fyrirlesturinn á nám- skeiðinu flutti Þorvaröur Árna- son, líffræðingur og kvikmynda- geröarmaöur, og fjallaði hann um náttúrufegurð. Þorvarður gat þess í upphafi aö svo virtist sem nátt- úruskynjun islendinga hefði tek- ið stakkaskiptum um og eftir síð- ustu aldamót, ekki síst fyrir til- stilli þeirra landslagsmálara sem þjóðin hefði þá í fyrsta skipti eignast. Meginefnið í fyrirlestrin- um snérist síðan um eðli náttúru- fegurðar, mismunandi mat á henni og gildi hennar fyrir mann- inn. Þorvaröur lét meðal annars í ljós þá skoðun að fagurfræði nátt- úrunnar væri einn mikilvægasti grunnurinn að heilbrigðri nýt- ingu náttúruauðlinda. „Bók nátt- úrunnar" væri ef til vill erfið af- lestar en í henni dyldust þó ýms- ar veigamiklar upplýsingar sem hvergi væri annars staðar að hafa. Þá bók yrðum við að læra að lesa til að öðlast skilning á náttúrunni jafnt sem á okkur sjálfum. Þátttakendur bjuggu við gott atlæti í Hólaskóla. Þá var um miðbik námskeiðsins farið í nátt- úruskoðunarferð til Drangeyjar en sú ferð verður mönnum örugg- lega minnisstæö. Leiðsögumaöur í feröinni var Jón Eiríksson bóndi á Fagranesi og sagöi hann meöal annars skemmtilega frá örlögum Grettis Ásmundarsonar og dvöl hans í eynni. Var það almennt mál manna að ferbin, sem og námskeiðið í heild, hefðu heppn- ast éinstaklega vel. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.