Tíminn - 19.07.1994, Side 7

Tíminn - 19.07.1994, Side 7
Þri&judagur 19. júlí 1994 7 LANDSMOT UIVIFI KRISTJAN GRIMSSON Aö afloknu landsmóti. Þórir Jónsson, formaöur UMFÍ: Besta landsmótið Tíminn hitti Þóri Jónsson, formann Ung- mennafélags íslands, a& máli á lokadegi lands- mótsins og spuröi Borgfir&inginn hvort hann væri ánæg&ur me& hvernig til hef&i tekist á þessu 21. landsmóti. „Ég er mjög ánæg&ur me& þetta mót og ver& að segja það aö mótiö er Ungmennahreyfingunni til sóma og ekki sí&ur heimaaðilunum hér, þ.e. mótshöldurunum í HSK. Mótiö gekk mjög vel fyr- ir sig og engir hnökrar komu upp sem máli skipta. Það er bara ekki hægt aö gera neina athugasemd viö eitt eöa neitt á þessu móti," sagði Þórir. Aðspurður hvort þetta væri besta landsmótið sem Þórir heföi komið á sagði hann: „Það er alltaf erfitt a& gera upp á milli landsmótanna, en í dag er þetta landsmót það besta í huga mér. Það er nú reyndar þannig með mig að í huga mínum finnst mér síðasta landsmót hverju sinni alltafþað besta og það á einnig við hér á Laugarvatni. Eg er ekk- ert svekktur með veðrið. Við búum á íslandi og ég var bara undirbúinn undir það að brugöiö gæti til beggja vona í því sambandi. Þegar veðrið var sem leiðinlegast og rigningin mikil, þá kom það lítið niður á keppendum, því keppnisgreinarnar fóru yfirleitt fram í þurrviðri." Þórir sagði Borgfirðinga geta lært mikið af þessu móti, en næsta mót fer einmitt fram í Borgarnesi. Þegar er búið að undirskrifa samning þess efnis að byggja nýjan íþróttavöll og sagði Þórir að það væri einungis spurning um hvort hann yrði með 4 eða 6 hlaupabrautum. „Skipulagið hér á Laugar- vatni hefur gengið alveg upp og tímasetningar nánast sta&ist, en það er spurning hvort við för- um út í breytingar á t.d. einhverjum atburðum og styttum þá eður ei einsog opnunarhátíðina. Það kemur í ljós eftir þrjú ár hvort breytingar veröa einhverjar," sagöi Þórir Jónsson, formaður UMFÍ. Fimm met féllu í frjálsum -sjá bls. 8 Fríða Rún setti tvö met -sjá bls. 9 Lokastaðan á landsmótinu -sjá bls. 8 6000 manns voru á Laugar- vatni -sjá bls. 8 Sunna stóð sig vel -sjá bls. 9 Átta met féllu í sundi -sjá bls. 10 Yfirburðir UMSKíhand- bolta -sjá bls. 10 Úrslit í öllum greinum -sjá bls. 8-10 Stórsigur HSK í stigakeppninni Vésteinn Hafsteinsson, HSK, setti landsmótsmet í kringlukasti er hann kastaöi 63.00 metra, og sá árangur var valinn besti árangur hjá körlunum í frjálsum: íslandsmet áárinu „Eg er sérstaklega ánægður með að setja þetta landsmóts- met og sannast sagna þá bjóst alveg við þessu. Eg er búinn að vera lengi í Ungmenna- hreyfingunni og stílaði upp á að setja met hér á mínum eig- in heimavelli. Þetta er 3. besti árangurinn hjá mér í ár, en minn besti árangur dugar í sjötta til sjöunda sæti í heim- inum. Eg er mjög ánægður með hvernig til hefur tekist hjá mér á þessu ári og þetta ár er miklu betra en í fyrra. Köstin hafa ver- ið jöfn og ég býst við að setja ís- landsmet á árinu og drauma- kastið er því í augsýn. Ég kastaði 67 metra á æfingu í síðustu viku og ef ég get kastað svo langt á æfingum, þá ætti ég alveg eins að geta það í keppnum. Stefnan er að kasta um og yfir 68 metra, U en íslandsmetið er 67.64 metr- ar," sagði Vésteinn við Tímann. Hann keppti fyrst á landsmóti 1975 á Akranesi og lenti þá í 9. sæti í kringlu og kastaði þá 32 metra aðeins 14 ára gamall, þannig að framfarirnar eru þó- nokkrar! Mótið á Laugarvatni var fimmta mót hans og annað sinn sem hann tryggir sér lands- mótstitil; sá fyrri kom á Akureyri 1981, einnig í kringlukasti. ■ Sundkeppnin: Eðvarð og Hrafnhildur með mestu afrekin í sundkeppni landsmótsins vann Eövarö Þór Eðvarðsson, HSK, mesta afrekiö sem var reiknað samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Afrekiö hlaut Eð- varð Þór fyrir lOOm baksund sem hann synti á tímanum 59.5 sekúndum, en gamla metið var 1:00,08 sem hann setti sjálfur á landsmótinu 1987 á Húsavík. Eövarð Þór var einnig stigahæsti sund- karlinn ásamt Ægi Sigurðs- syni, HSK, meö 18 stig. Mesta afrekið í kvennaflokki kom í lOOm skriðsundi, en þar synti Hrafnhildur Hákonar- dóttir, UMSK, vegalengdina á 1:02,8 mínútum. Gamla met- ið var 1:01,33 mínútur, sett í Mosfellsbæ fyrir 4 árum. Stigahæsta sundkonan var aftur á móti Vilborg Magn- úsdóttir með 18 stig.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.