Tíminn - 20.07.1994, Síða 1
SÍMI
631600
78. árgangur
Miðvikudagur 20. júlí 1994
Stakkholti 4
Inngangur frá
Brautarholti
134. tölublað 1994
0,4% hœkkun lánskjara-
vísitölunnar:
Methækkun
launavísi-
tölunnar
Hækkun lánskjaravísitöl-
unnar um 0,4% í ágúst er
mesta hækkun hennar í
tæpt ár, eöa síöan í septem-
ber í fyrra. (Um 275 millj-
aröa kr. skuldir heimilanna,
sem nær allar eru verö-
tryggöar, hækka þar af leiö-
andi kringum 1.100 milljón-
ir milli mánaöa).
Astæðan er sú að grunnvísi-
tölurnar þrjár hækka nú
nokkru meira en algengt hefur
veriö um langt skeið. Fram-
færsluvísitalan hækkaöi fyrst
um 0,2% (aðailega kartöflur
og síðan um 19,50 kr. í þókn-
un fyrir tékka). Byggingavísi-
talan hækkaöi um 0,3% sem
Hagstofan skýrir ekki frekar.
Langmest hækkar þó launa-
vísitalan, eða um 0,7% milli
júní og júlí. Þetta er frá 3-4-
föld meiri hækkun en nokkru
sinni hefur orðið á launavísi-
tölunni um meira en tveggja
ára skeið, eða frá því í maí
1992.
Verður væntanlega fróðlegt
að fylgjast með áliti ASÍ, BSRB
og fleiri aðila á þvi hver hafi
fengið þær launahækkanir
sem þessu valda. ■
Kvikmyndagerö er núorbib heilmikill atvinnuvegur á íslandi og þessa dagana er verib ab taka a.m.k. tvær leiknar kvikmyndir á ísiandi og inn-
an skamms munu hefjast tökur á myndinni Benjamín Dúfa. Önnur myndin sem nú er verib ab taka heitir „ Ein stór fjölskylda " sem jóhann Sigmarsson
leikstýrir en hin er mynd um jón Leifs sem fyrirtœkib Tónabíó framleibir. Þab er Hilmar Oddsson sem leikstýrir myndinni en mebal aballeikara er Þröstur
Leó Cunnarsson. Kvikmyndalibib er allt á leib til Þýskalands í nœsta mánubi þar sem tökur munu fara fram. Á myndinni er Hilmar Oddsson ab gefa leik-
urum nokkur gób ráb vib tökur í gœr. Tímamynd cs
Utgerb dœmd í Héraösdómi Reykjaness til aö endurgreiöa sjómanni 290 þúsund krónur
vegna kvótakaupa:
S j ómenn fagna dómi
en útvegsmenn áfrýja
„Við fögnum aö sjálfsögöu
þessum dómi og ég tel aö
hann sé í samræmi viö þann
málflutning sem viö höfum
haldið fram varöandi þetta
kvótabrask á undanförnum
árum," segir Óskar Vigfús-
son, formaður Sjómanna-
sambands íslands.
Héraðsdómur Reykjaness hef-
ur dæmt útgerð til að endur-
greiða sjómanni 290 þúsund
krónur vegna kvótakaupa,
þrátt fyrir aö viðkomandi sjó-
maður hafði skrifað undir yfir-
lýsingu um þátttöku í kvóta-
kaupum útjgerðarinnar á sín-
um tíma. LIÚ hefur fyrir hönd
útgerðarinnar áfrýjað dómi
undirréttar til Hæstaréttar en
formaður SSÍ segir að sam-
kvæmt dómnum sé búið að
tryggja að eftirleiðis verði út-
gerðarmenn að fara eftir gild-
andi kjarasamningum.
Óskar segir að samkvæmt
dómnum sé brotið blað í
kvótabraskinu og í samskipt-
um sjómanna og útvegs-
manna. Hann segir að dómur-
inn hljóti að verða mjög sterk
viðvörun til útgerðarmanna
sem hafa verið og ætli sér aö
þvinga sjómenn meö einum
eða öðrum hætti til þátttöku í
kvótakaupum.
Þrátt fyrir að Alþingi hafi sam-
þykkt breytingar á lögum um
skiptakjör og greiðslumiðlun í
sjávarútvegi sl. vor, þar sem
„Jóhanna
í gær heimsótti Jóhanna Sigurö-
ardóttir, fyrrverandi félags-
málaráöherra og varaformaöur
Alþýöuflokksins, vinnustaöi í
umdæmi Gunnlaugs Stefáns-
sonar, prests í Heydölum og
þingmanns krata á Austurlandi.
Jóhanna hélt vinnustaöafundi á
Breiðdalsvík og Stöövarfirði eftir
hádegi í gær. Gunnlaugur Stefáns-
son sagöist þurfa aö mæta á
vinnustaðafundi er blaðamaöur
ræddi viö hann í gær, en aðspurð-
ur hvort hann væri að funda sér-
staklega með Jóhönnu svaraði
hnykkt var enn frekar á ákvæð-
um þágildandi Iaga um aö
bannaö sé að draga kostnað
vegna kvótakaupa frá heildar-
aflaverðmæti við skipti, virðist
sem ekkert lát sé á kvótabrask-
inu. Meðal annars mun hin
nýja samstarfsnefnd sjómanna
og útvegsmanna vera að búa
ekki langt
Cunnlaugur Stefánsson
sig undir að taka á einu slíku
máli og eins mun einhverjum
málum vera enn ólokið sem
Sjómannasambandið höfðaði
á sínum tíma. En kostnaður
sambandsins vegna mála-
rekstrar vegna kvótabrasks er
talinn nema um tveimur mi-
ljónum króna. ■
frá mér"
hann bæði játandi og neitandi.
„Jóhanna er ekkert langt frá
mér," sagði Gunnlaugur, en kenn-
ingar hafa verið uppi meöal Aust-
firðinga um að Gunnlaugur geti
hugsað sér aö fara í sérframboð
með Jóhönnu ef af því verður á
landsvísu.
Á skrifstofu Alþýðuflokksins í
Reykjavík fengust engar upplýs-
ingar um fundarferð Jóhönnu Sig-
uröardóttur um landið, aðrar en
þær að Jóhanna hefði ekki óskað
eftir aðstoð flokksins við að skipu-
leggja hringferö sína. ■
Borgarráö varpar bolt-
anum til H5Í:
Vill leggja út
270 milljónir
Borgarráö samþykkti í gær aö
lýsa sig reiðubúið til að verja
allt að 270 milljónum króna til
byggingar fjölnota íþróttahúss,
austan Laugardalshallar, sem
verði tilbúið fyrir heimsmeist-
arakeppnina í handknattleik á
næsta ári. Áætlað er aö bygging-
in muni kosta 520-540 milljón-
ir og er fjárframlag borgarinnar
háð því að Handknattleikssam-
band íslands geti tryggt þátt-
töku ríkisvaldsins og annarra
aðila með samsvarandi fjár-
framlagi. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir lagði ofangreinda
tillögu fram á fundi borgarráðs í
gær og var hún samþykkt. Ingi-
björg Sólrún sagði í samtali við
Tímann í gær að hún biði við-
bragða fjármálaráöherra við
hugmyndum um byggingu nýs
íþróttahúss en hann hefur lýst
því yfir í fréttum að ríkisvaldið
sé ekki tilbúið til að taka þátt í
kostnaði við bygginguna. ■
Ekibá
bam
Átta ára gamall drengur varð
fyrir bíl á gangbraut við Hamra-
borg í Kópavogi í gær. Drengur-
inn var fluttur á slysadeild til
skoðunar en meiðsli hans
reyndust minniháttar. ■
jóhanna Siguröardóttir fundar í umdœmi Heydalaklerks: