Tíminn - 20.07.1994, Qupperneq 6
6
ffitfWftrr-a'ifrift-arrfcrtr
Mi&vikudagur 20. júlí 1994
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Egilsstabaflugvöllur:
Notabur sem
varaflugvöllur í
fyrsta sinn
Austurrísk þota frá Air Med-
sjúkraflugsþjónustunni varö að
lenda á Egilsstaóaflugveli ný-
lega eftir aö hafa oröiö aö snúa
frá flugvellinum á Akureyri
vegna þoku. Þetta mun vera í
fyrsta sinn sem Egilsstaöaflug-
völlur er notaöur sem alþjóöleg-
ur varaflugvöllur eftir aö nýi
völlurinn var tekinn í notkun.
Þessi þota, sem er sérinnréttub
til sjúkraflugs, kom til aö saekja
slasaöan austurrískan feröa-
mann til Akureyrar, en hann
haföi slasast í Mývatnssveit.
Tryggingafélag, sem sjúkra-
tryggöi manninn, taldi ódýrara
að flytja hann heim en að láta
hann gangast undir aögerð hér-
lendis.
Ný sundlaug á
Hallormsstaö
Nýlega var ný sundlaug tekin í
notkun á Hallormsstaö, en nú
er ár liðið frá því að fram-
kvæmdir hófust vib hana.
Hjörtur Kjerúlf, formaður bygg-
ingarnefndar, sagði í samtali við
blaöið aö sundlaugin, sem er
útisundlaug, væri kostuð af
þremur hreppum: Fljótsdals-
hreppi, Vallahreppi og Skriö-
dalshreppi. Þessir hreppar
standa ab rekstri Hallormsstað-
arskóla og veröur sundlaugin
notuö í tengslum viö sund-
kennslu skólans.
Sundlaugin, sem stendur fast
viö nýtt íþróttahús skólans, er
12,5 m á lengd og rúmlega 8,5
m á breidd og umhverfis hana
er góö sólbaösaðstaða. Búnings-
aðstaða er fyrir samtals 65
manns.
Vatnið er hitab með olíukynd-
ingu og sagði Hjörtur að meö
góðum einangrandi dúk, sem
breiddur væri yfir laugina eftir
notkun á hverjum degi, væri
hægt aö spara umtalsveröan
hitunarkostnaö. Hann sagbi aö
gert væri ráð fyrir heitum potti
viö laugina í náinni framtíð.
Bygging laugarinnar var boðin
út á sínum tíma og hafa margir
aðilar komiö þar við sögu. í dag
er hún opin þrisvar sinnum á
dag, alla daga, í tengslum við
Edduhótelið á staðnum, og
sagði hótelstjórinn ab mjög góð
aösókn hefði verið fyrstu dag-
ana í laugina.
Víkurfréttir
KEFLAVIK
Öflugar þríkrækj-
ur skemma laxinn
Öflugar þríkrækjur, spúnar og
önglar, hafa síðustu daga verið
aö safnast upp í hafbeitarstöð-
inni Vogalaxi viö Voga. Þessi
veiðibúnaður hefur komið með
laxinum í stöðina síðustu daga.
Veiðimenn hafa síðustu daga og
vikur verið í hópum á bryggjun-
um í Keflavík og Njarðvík og í
Helguvíkurhöfn viö laxveiðar
og það með misjöfnum árangri.
Nokkrir hafa fengið lax, en
Þotan frá Air Med-sjúkraflugsþjónustunni á Egilsstabaflugvelli.
margir sett í og ekki náð.
Öflugar þríkrækjur veiðimann-
anna hafa í mörgum tilfellum
stórskemmt laxinn, sem síðan
gengur í hafbeitarstööina við
Voga. Þar er daglega tekiö á
móti laxi. Fjölmargir einstak-
lingar eru illa farnir. Margir lax-
ar eru illa rifnir á holdi eftir þrí-
krækjur og öngla. Þá er einnig
ab koma selbitinn fiskur og lax
sem hefur verið í netum.
Illa sœrbur eins árs fiskur eftir
stórar og öflugar þríkrœkjur
veibimanna.
Sesselja Guðmundsdóttir,
stöðvarstjóri Vogalax, sagöi í
samtali við Víkurfréttir ab
starfsfólk stöðvarinnar væri orö-
ið langþreytt á þessum veiði-
þjófnaði og einnig væri það
mikið tjón fyrir stöðina að fisk-
ur væri að koma mikið
skemmdur eftir þríkrækjur og
önnur veibarfæri „sauöaþjófa
nútímans".
Sesselja sagöi aö lögreglan
heföi ekki skipt sér af veiðiþjóf-
unum á bryggjunum. Nú væri
veriö að semja ný lög um lax-
veiðar og í framhaldi af því
vonuðust menn til að tekið yrði
af meiri festu á veiðiþjófnaði og
ólöglegri laxveiði í sjó.
Ofnasmiðja Suöurnesja:
Flytur út ofna til
Kamtsjatka
Ofnasmiöja Suðurnesja hf. hef-
ur selt 70 ofna til Kamtsjatka-
skaga í Rússlandi. Viðskiptin
fara fram í gegnum verkfræði-
stofuna Hnit hf., en verkfræöi-
stofan hefur haft yfirumsjón
meö ýmsum framkvæmdum á
Kamtsjatka síðustu mánuði.
Þar má nefna virkjun borholu,
lagningu hitaveituæðar, bygg-
ingu sundlaugar á svæðinu og
framundan eru ýmsar fram-
kvæmdir, eins og bygging bað-
húss, seiðaeldisstöðvar og end-
urbyggingu á hóteli. í hótelið
verða notaðir ofnar frá Ofna-
verksmiðju Suðurnesja hf. og
fer sendingin utan í þessari
viku.
DAGBLAÐ
AKUREYRI
Bóknámshús Fjölbrautaskól-
ans á Sauöárkróki:
Fyrri áfanga lokib
Fyrsti áfangi bóknámshúss Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra
á Sauöárkróki (FNváS) veröur
tilbúinn hinn 1. ágúst nk. og er
frágangur byggingarinnar á
áætlun að sögn Valgeirs Kára-
sonar, deildarstjóra rafiðnaöar-
deildar FNváS.
Þá veröa efri hæbir hússins til-
búnar til uppsetningar innrétt-
inga og búnaöar áöur en
kennsla hefst hinn 1. septem-
ber. Neðsta hæðin, kjallari og
lóðin veröa ekki tekin í notkun
fyrr en á næsta ári en alls er
húsið 2.464 fm. Trésmiðjan
Borg er yfirverktaki en arkitekt-
ar eru Albína og Gubfinna
Thordarson. í nýja húsinu eru
þrettán kennslustofur og aö-
staða fyrir nemendur og kenn-
ara auk stjórnunarrýmis. Þá er
fyrirlestrasalur á neðstu hæð.
Nýja sundlaugin á Hallormsstab.
Vigdís forseti þiggur blóm eftir ab hafa afhjúpab minnisvarbann.
Minnisvaröi um mæög-
inin Guöríöi Þorbjam-
ardóttur og Snorra Þor-
finnsson afhjúpaöur
Frá Guttormi Óskarssyni, Saubárkróki
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, afhjúpaði minnis-
varöann um hin frægu mæðgin
Guðríði Þorbjarnardóttur og
Snorra Þorfinnsson (karlsefnis).
Mikið fjölmenni var við athöfn-
ina aö Glaumbæ 9. júlí.
Guðríður var mjög víöförul og
talið er að hún hafi siglt 6 sinn-
um yfir Atlantshafið. Á elleftu
öld sigldi hún til Ameríku og þar
eignaðist hún Snorra 1002 eða
1003. Síðar fluttu þau til íslands
og bjuggu að Glaumbæ í Skaga-
firði þar sem reisti Snorri fyrstu
kirkjuna. Trúaráhugi Guðríöar
var svo mikill að hún réöst til
Rómarferðar á fund páfa. Minnis-
varðinn er afsteypa af höggmynd
Ásmundar Sveinssonar, sem
hann geröi 1939 og sýnd var á
heimssýningunni í New York
1940. Minnismerkiö sýnir Guö-
ríbi standandi á víkingaskipi meö
Snorra son sinn á öxlinni.
Athöfnin í Glaumbæ hófst með
gubsþjónustu í
kirkjunni. Sr. Gísli
Gunnarsson sókn-
arprestur flutti
ávarp og hugleiö-
ingu, dr. Hjalti
Hugason flutti er-
indi og rakti sögu
Guðríðar og
Snorra, kirkjukór-
inn söng. Er frú
Vigdís forseti
hafði afhjúpað
minnisvarðann,
flutti hún stutt er-
indi. í máli Vigdísar kom fram að
hún hefði jafnan haft miklar
mætur á Guðríði Þorbjarnardótt-
ur, síðan hún kynntist sögu
hennar, og taliö hana mikinn
kvenskörung og eina af merkustu
konum fyrri tíöar.
Einnig töluðu Vigfús Vigfússon,
fyrrverandi formaöur Feröamála-
ráös, og Magnús Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Héraðsnefnd-
ar Skagfirbinga, og flutti þakkir
öllum þeim sem lagt hefðu þessu
máli lið með fjárframlögum og
annarri fyrirgreiðslu. Sérstaklega
þakkaöi Magnús Vestur-islend-
ingum fyrir rausnarleg fjárfram-
lög. Að lokum söng Karlakórinn
Heimir nokkur lög.
Héraösnefndin bauö svo aö lok-
um öllum viöstöddum til kaffi-
samsætis þama á Glaumbæjar-
túni. Þaö haföi veriö fyrirhugaö í
Ásstofunni, en hún skemmdist af
eldi, sem kunnugt er, nokkrum
dögum áöur.
Samkomugestir hlýba á Karlakórinn Heimi syngja vib
athöfnina. Minnisvarbinn fremst á myndinni.
Neytendasamtökin átelja stjórnvöld fyrir ab láta 700
milljóna gjaldtöku bankanna afskiptalausa:
700 milljóna „skatt-
lagning" á neytendur
Neytendasamtökin átelja stjórn-
völd fyrir aö láta afskiptalausa þá
ákvörbun banka og sparisjóða að
leggja vibbótarálögur á neytend-
ur sem nema um 700 milljónum
króna á ári. En þab er sú fjárhæð
sem áætlab er að þau færslugjöld,
sem bankarnir tóku nýlega upp á
tékka (19 kr.) og debetkort (9,50
kr.), skili þeim í viðbótartekjur.
Jafnframt benda samtökin á að
bankarnir hafi tekið sameigin-
lega ákvörðun um þessa gjald-
töku, og um sömu fjárhæð í nán-
ast öllum tilvikum, sem bendi til
náins samráðs banka og spari-
sjóða. Samráðs sem sé andstætt
samkeppnislögum. Þess er krafist
að stjórnvöld komi nú þegar í
veg fyrir þessa samræmdu og
órökstuddu gjaldtöku lánastofn-
ana.
Neytendasamtökin mótmæla
þessari gjaldtöku harblega, bæði
vegna þess hve gjöldin eru há og
mismunar sem hún feli í sér milli
greiösluforma. Gjaldtakan sé ein-
hliöa ákvöröun lánastofnana og
full ástæða til að ætla ab hún sé
ekki í samræmi við raunkostnað.
Lánastofnanir hafi heldur ekkert
samráð haft við fulltrúa þeirra
sem eigi að borga þessar 700
milljónir árlega.
Neytendasamtökin krefjast þess
að lagðir veröi fram þeir útreikn-
ingar, sem liggi ab baki ákvöröun
um gjaldtöku bankanna fyrir
debetkort og ávísanafærslur.