Tíminn - 20.07.1994, Qupperneq 7

Tíminn - 20.07.1994, Qupperneq 7
Miðvikudagur 20. júlí 1994 I tilefni leiklistar 1894-1994 4.-10. júlí s.l. á Bíldudal Frá Pétri Bjarnasyni, fréttaritara Tímans á Vestfjörbum Félagar úr Baldri taka lagiö. Vikuna 4.-10. júlí var haldin listahátíð á Bíldudal, sem bar nafn- ið „í tilefni leiklistar 1894- 1994", en í ár eru 100 ár síðan fyrsta leiksýning á Bíldudal, sem sögur fara af, var sett upp í svonefndu Bryggjuhúsi. Árið 1897 var svo byggt þar veglegt samkomu- og leikhús, sem hlaut nafnið Baldurshagi. Pétur Thorsteinsson hafði þá mikil umsvif á staðnum og studdi við leikstarf og aðra menningarstarfsemi þar. Meðal þekktra íslendinga, sem störfuðu aö leiklistarmál- um, má nefna Þorstein Er- lingsson, sem einnig ritstýrði blaðinu Arnfirðingi sem gefið var út á Bíldudal, og Ásgrím Jónsson, sem málaði leiktjöld. Leikstarf hefur jafnan verið öflugt á Bíldudal og er svo enn, en leikfélagið Baldur, sem verður 30 ára næsta vetur, hefur sett mörg þekkt verk á svið, auk þess sem það gengst árlega fyrir kabarettsýningu og árshátíð þar sem ávallt er heimasamið efni á boðstólum. Frá útimarkabi. Á þaö jafnt við um tónlist og talað mál. Listahátíðin tókst afar vel og fjölbreytt dagskrá var alla daga vikunnar. Barnaleikritið Kar- íus og Baktus var sýnt tvisvar sinnum, auk þess sem þeir fé- lagar voru á kreiki meðal barm anna við önnur tækifæri. Golfmót voru haldin, götu- bolti og fjölsóttir dansleikir með Siggu Beinteins, bæði fyr- ir börn og fullorðna. Hámarki náði skemmtunin laugardaginn 9. júlí, en þá var útimarkaður, þar sem m.a. Valdimar B. Ottósson, Ijósmyndari m.m., meö sýnishorn af minjagripaframleiöslu. mátti fá sýnishorn af minjagripafram- leiðslu heima- manna; seldir voru áprentaðir bolir með merki hátíðarinnar og ýmsum gullkornum úr leik- sögunni; flóamarkaðir voru starfandi og ýmislegt fleira. Grillað var um kvöldið og síð- an hófst skemmtun Leikfé- lagsins Baldurs þar sem m.a. var rifjuð upp saga leiklistar á staðnum og flutt atriði frá fyrri dögum leikfélagsins. Á sunnudag lauk svo þessari listahátíö með veglegu kaffi- samsæti þar sem á borðum var risaterta sem bökuð var á heimilum leikfélagsmanna og sameinub í eina stóra, sem rann ljúflega niður í hátíðar- gesti meb kaffinu. Málverkasýningar voru uppi alla vikuna þar sem alls 17 listamenn frá Bíldudal sýndu verk sín. ■ Skrudda, félag íslenskra móöurmálskennara á Noröurlöndum: Islenskukennsla á í vök aö verjast ing Skruddu, félags íslenskra móðurmálskennara á Norð- urlöndum, var haldið í Berg- en í Noregi 22.-24. apríl s.l. og var það haldiö í alþjóðlegu menning- armiðstöö borgarinnar. Þingiö sóttu 19 kennarar frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og ís- landi, þar af sjö fyrirlesarar frá ís- landi. Fyrirlesurunum gafst í ferð- inni auk þess kostur á ab sækja námskeiö um nýbúakennslu og skoöa stofnanir og skóla sem tengjast nýbúafræðslu með ein- hverjum hætti. Síöan félagiö Skrudda var stofnað árið 1984 hafa nær árlega verið haldin þing. Heiti þingsins að þessu sinni var: íslenskukeimsla erlendis. Vinna við ráðgefandi námsskrá. í upphafi þingsins voru drög aö námsskrá Skruddu afhent og rætt um hvernig best væri að vinna vib hana. Menntamálaráöuneytib hefur veitt félaginu styrk til aö vinna drög aö námsskrá, sem móöurmálskennarar erlendis geti stuöst viö, og jafnframt aö taka saman lista yfir námsgögn, sem henta við kennsiuna, og góðar handbækur. Allmiklar umræður voru um störf móðurmálskennara á Noröurlöndum og stefnu í menntamálum á Noröurlöndum. Rætt var um stöðu móðurmáls- kennslunnar á Norðurlöndum, en á undanförnum árum hefur hún átt í vök að verjast: hópar hafa sums staðar veriö stækkaðir og börnum gert erfiðara aö sækja kennslu, þar sem þau þurfa oft að feröast langar leiðir til að sækja móðurmálskennsluna. Búseta barna ræður því í mörgum tilvik- um hvort þau fá tilboð um móöur- málskennslu eða ekki og getur til- boðið verið gjörólíkt í nágranna- sveitarfélögum (stærö sveitarfélag- anna viröist ekki rába því hvort boðiö er upp á móðurmáls- kennslu). Aöalfyrirlesari var Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Villingaholts- skóla, og talaði hann um áherslur í móöurmálsnámi. Margrét Harð- ardóttir, sérkennari í Æfingaskól- anum í Reykjavík, kynnti nýleg námsgögn frá Námsgagnastofn- un, Máli og menningu og Bjöll- unni til lestrarkennslu og lestrar- þjálfunar. Hrefna Birna Björns- dóttir og Þorgerður Gubmunds- dóttir, kennarar í Vesturbæjarskól- anum í Reykjavík, kynntu náms- efnispakkann Ótrúleg eru œvintýr- in, sem nýlega er kominn út hjá Námsgagnastofnun, og auk þess nokkur tölvuforrit frá sömu stofn- un. Guöni Olgeirsson viö grunn- skóladeild Menntamálaráðuneyt- isins, Ásta Kristjánsdóttir og Ingi- björg Hafstaö, verkefnastjórar í kennslu nýbúa, greindu frá ný- búaverkefninu á Islandi. Fyrirles- ararnir tóku auk þess virkan þátt í Skruddu-þinginu og kynntust að- stöðu íslenskra móðurmálskenn- ara á Norðurlöndum. Þátttakendur höföu mikinn áhuga á aö kynna sér ný kennslu- gögn á íslandi og kennsluaðferðir. Jafnframt höföu þeir mikinn áhuga á að fylgjast með þróun ný- búamála á Islandi og að fá vitn- eskju um hvernig íslendingum gengur í skóla, þegar þeir flytja aft- ur heim eftir langdvöl erlendis. Anna Helga Hannesdóttir hjá Norrænni málstöö var gestur þingsins. Hún sagöist ekki vita til að aðrir kennarar á Norðurlönd- um haldi slík þing og þótti fram- tak Skruddu með gerö ráðgefandi námsskrár til fyrirmyndar. Hún kynnti starfsemi Norrænu mál- stöövarinnar og bauð Skruddu að senda tvo fulltrúa á þing í Kaup- mannahöfn 21.-23. okt. n.k. þar sem fjallab veröur um hvernig að- stööu Norðurlandaþjóðir búa hver annarri í móöurmálskennslu og hvernig hugsanlega megi bæta og samræma aðstöbu þjóðanna. Vinnu við námsskrána veröur haldið áfram næsta skólaár og veröur stuðst við athugasemdir og ábendingar frá þátttakendum þingsins. Á aöalfundi Skruddu var kosin fimm manna stjórn, formaöur og einn kennari frá hverju landi sem jafnframt er tengiliöur stjórnar viö aðra kennara starfandi í land- inu. í stjórn eru: Bára Björgvins- dóttir formaöur, Ingileif Ástvalds- dóttir tengiliður í Noregi, Elínborg Ólafsdóttir tengiliöur í Finnlandi, Elín Karlsdóttir tengiliöur í Sví- þjób og Jónhildur Valgeirsdóttir tengiliður í Danmörku. Tengiliðir Skruddu á íslandi eru Gubni Ol- geirsson, grunnskóladeild Menntamálaráðuneytisins, og Sig- urlín Sveinbjarnardóttir, norrænn skólamálaráðgjafi í Norræna hús- inu. Félagiö gefur út 2-3 fréttabréf á ári. Skruddu-þing eru dýr og óhugs- andi að halda án góöra aöila sem styrkja félagiö. Betur tókst að fá styrki til þingsins en búist var vib og þurfti félagiö að afþakka einn styrkinn (frá Letterstedtska fören- ingen). Skruddu-félagar standa í þakkarskuld við eftirtalda styrktar- aðila og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir ab gera félaginu mögu- legt að halda þingið. Einnig vill fé- lagiö þakka starfsfólki grunnskóla- deildar Menntamálaráðuneytisins fyrir ómetanlega aðstoð við undir- búning og framkvæmd þingsins. Styrktarabilar voru: Norræni menningarsjóðurinn, Clara Lach- mansfond, Endurmenntunardeild Kennaraháskóla íslands, íslenska landssambandið í Svíþjóð, Menn- ingarnefnd SÍDS, Menntamála- ráðuneytið, Reykjavíkurborg, ís- lendingafélagib í S-Noregi og tvær erlendar fræðsluskrifstofur. Bókagjafir bárust frá: Náms- gagnastofnun, Máli og menningu og Bjöllunni. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.