Tíminn - 20.07.1994, Page 11

Tíminn - 20.07.1994, Page 11
Mi&vikudagur 20. júlí 1994 11 h. IK Jón Guðmundsson frá Sveinseyri, Tálknafiröi Fæddur 14. apríl 1905 Dáinn 13. júlí 1994 Jón Gubmundsson var fœddur á Sveinseyrí í Tálknafiröi. Hann lést á sjúkrahúsi Patreksfjarbar 13. júlí síöastliðinn. fón var nœstelst- ur afsjö systkinum sem upp kom- ust, hann átti einnig fjögur fóstur- systkini. Foreldrar hans voru hjón- in Guðmundur S. Jónsson og Guð- ríður Guðmundsdóttir. Hann kvœntist 27.08. 1946 Hólmfríði Jónsdóttur, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust eina dóttur, Guð- ríði Bimu, f. 3.1. 1949, húsmóð- ur, kvaenta Hannesi Bjamasyni ftamkvœmdastjóra. Hann tók einnig að sér tvö böm Hólmfríðar frá fyrra hjónabandi hennar: Halldóm Bjamadóttur, f. 16.06. 1935, húsmóður, kvœnta Magn- úsi Guðmundssyni bónda; og Pét- ur Bjamason, f. 12.06. 1941, frœðslustjóra, kvæntan Grétu Jónsdóttur skrifstofumanni. Okkur langar aö minnast afa okkar, sem við vorum svo lán- söm aö eiga samleið meö. Viö þekktum hann sem rólegan og hæverskan mann, sem alltaf reyndist okkur vel. Viö minn- umst hans meö þakklæti fyrir þann fróðleik og þá þekkingu sem hann miðlaði okkur frá gamalli tíö, sem við munum æt- t MINNING íö varöveita og fræða okkar börn um. Hann sagöi okkur oft sögur sem einkenndust af dugn- aði, hörku og haröri lífsbaráttu. Sjálfur var hann hár vexti og þrekinn og þótti meö hraustari mönnum. Það, sem aö okkar mati ein- kenndi afa mest, var vand- virkni, þolinmæöi og framsýni. Hann bar mikla virðingu fyrir náttúrunni og kenndi okkur mikilvægi þess. Hann fékkst viö ýmis störf um ævina, meðal annars sjómennsku sem hann stundaöi frá unga aldri, og land- búnaö sem hann stundaði lengst af. Hann fékkst einnig viö bátasmíðar og almennar smíðar, æðarrækt skipaði stóran sess í huga hans og síðustu 30 árin kom hann upp stóm æöar- varpi á Sveinseyrarodda og sinnti hann því af mikilli natni. Afi var frumkvöðull að fiskeldi í Tálknafiröi, sem hann hóf 1978 á Sveinseyri og hefur þaö síðan eflst mikið og fiskeldi orðið að mikilvægri atvinnugrein í Tálknafirði. Honum þótti vænt um fjörðinn sinn og vildi hag hans og íbúa hans sem mestan. Við munum alltaf sakna ■’fa okkar og minnast hans meb þakklæti fyrir allt það sem hann veitti okkur. Við biðjum Guð að styrkja ömmu okkar, sem reyndist honum og okkur öllum alltaf svo vel. Efsárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir, þá líður sem leiftur afskýjum ljósgeisli afminningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgrímsson) Hanna, Jón, Bjarni og Finnur Bogi Siöanefnd Blaöamannafélags íslands: Alvarlega skortir á í vinnubrögðum Kærandi: Ólína Þorvarðardótt- ir, fyrrverandi borgarfulltrúi, Framnesvegi 36, Reykjavík. Kærði: Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Eintaks. Kæruefni: Stök ómerkt kiausa í Eintaki 6. júní 1994. Máiið var kært með bréfi dag- settu 13. júní 1994 og tekið fyrir á fundum nefndarinnar 22. júní og 23. júní. Kærði sendi ekki greinargerð og kom ekki á fund hjá nefndinni, þótt honum væri gefinn kost- ur á því. Einn siðanefndar- manna ræddi við kæranda í síma og einnig símleiðis við Gunnar Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar Reykjavíkur. Málavextir Ólína Þorvarðardóttir, borgar- fulltrúi Nýs vettvangs í Reykjavík 1990-1994, fór um miöjan desember í sex mán- aða barnsburðarleyfi til loka kjörtímabilsins. Við störfum hennar tók varaborgarfulltrú- inn Guðrún Jónsdóttir. í borg- arstjórnarkosningunum í maí í vor bauð Nýr vettvangur ekki fram, en meöal aðstandenda Reykjavíkurlistans voru flestir helstu aðilar Nýs vettvangs 1990. Hvorugur borgarfulltrúi Nýs vettvangs (Ólína og Krist- ín Ágústa Ólafsdóttir) var þó þar í framboði. Kærandi er ósáttur við „slúö- urfrétt" sem birtist í Eintaki 6. júní, rúmri viku eftir kosning- ar. Þar segir frá því að Ólína og Kristín hafi talið sig „hafa komiö ár sinni vel fyrir borð" með framboðinu 1990 og talið að næst yrði „lag fyrir þær inn- an flokka sinna". Framboð Reykjavíkurlistans hafi hins- vegar sett „öll slík plön úr skorðum". Eftir kosningar hafi Ólína „áttað sig á því að nú færi hver að verða síðastur að komast í feitt" og hafi hún því beðið Guðrúnu Jónsdóttur um að „fá að sitja" síðustu fundi fráfarandi borgarstjórnar eftir kosningar. Guðrún hafi hafn- aö þessari málaleitan, en Ólína brugðist „þunglega við", því hún sæki „mjög stíft að fá einhvern bitling frá R- listan- um" og helst „stöðu umboös- manns barna, enda fimm barna móðir". Kærandi segir að sér séu í þessari frásögn „eignaðar fyrir- ætlanir og hugsanir sem hvergi fyrirfinnast í veruleik- anum". Umfjöllun Ljóst er að nafnlausar klausur með smáfréttum, frásögnum eða útleggingum einsog sú sem hér er kærð — oft kallaðar „slúður" á fagslangri blaða- manna — eru skrifaðar á ábyrgð ritstjóra. Þær flokkast þrátt fyrir sérstöðu sína með öðru frétta- og umfjöllunar- efni blaðanna, og við gerð þeirra, bæði heimildaöflun og framsetningu, eiga blaðamenn aö taka tillit til siðareglna ein- sog um annað efni. Það er algengt í fréttum, fréttaskýringum og öðrum skrifum um stjórnmál og stjórnmálamenn aö atferli, hugsanlegum fyrirætlunum og meintum tilgangi flokka, hópa og einstaklinga sé lýst með nærgöngulli hætti og hvassara orbalagi en tíðkast á öðrum samfélagssviðum. Inn- an ákveðinna marka er þessi hefð vel við hæfi í lýðræðis- samfélagi þar sem til umfjöll- unar eru kjörnir fulltrúar al- mennings og verk þeirra. Hinsvegar er eblilegt að álykt- anir og tilgátur blaðamanna í þessa veru séu rökstuddar ein- sog kostur er, og einnig er eðli- legt ab blaðamenn gæti sér- stakrar árvekni um heimildir sínar, þar sem í þessum leik er fár annars bróðir. Fréttaefni hinnar kærðu klausu er að Ólína Þorvarðar- dóttir hafi viljað sitja síðustu tvo fundi fráfarandi borgar- stjórnar, en Guðrún Jónsdótt- ir, sem við tók, hafi hafnaö þessari beiðni. Að sögn Ólínu hefur það komið til tals milli hennar og Guörúnar að Ólína sæti annan eða báða af fund- unum eftir kosningar. Ólína segir ástæðuna þá að um tíma leit út fyrir að ella fengi hún ekki greitt að fullu fæðingaror- lof sitt, en réttur borgarfull- trúa til fæðingarorlofs hefur ekki verið ljós til þessa. Ólína vekur athygli á því að hún hafi sjálf ráðib því sem kjörinn að- alborgarfulltrúi hvort hún tæki á ný sæti sitt í borgar- stjórn, þar sem hún hafi í des- ember farið í leyfi, en ekki sagt af sér störfum borgarfulltrúa. Skrifstofustjóri borgarstjórnar hefur fyrir sitt leyti staðfest þetta við fulltrúa sibanefndar, og segir einnig að Ólína hafi á sínum tíma nefnt vib sig hugs- anlega endurkomu í borgar- stjórn með tilvísun til fæðing- arorlofsins. Sjálfur fréttakjarn- inn í klausu Eintaks, að Gub- rún Jónsdóttir hafi „hafnab málaleitan Ólínu", er því án undirstöðu, þar sem slíkt var einfaldlega ekki á valdi Guö- rúnar sem varamanns Ólínu. Engin frekari skýring er gefin á þessu í klausu Eintaks. í klausunni er tilgangur Ólínu með því að hugleiða setu á borgarstjórnarfundun- um í júní sagður sá að „komast í feitt" og „fá einhvern bitling frá R-listanum". Blaðið upp- lýsir ekki hvernig seta Ólínu á síðustu fundum fráfarandi borgarstjórnar eftir kosningar hefði getað leitt til þess að hún kæmist „í feitt" og er óhægt að ímynda sér hvernig í því gæti legið. Hinn meinti tilgangur Ólínu er því rakalaus af hálfu blaðsins. í fréttaklausunni er ennfrem- ur sagt að Ólína og Kristín Ág- ústa hafi talið lag fyrir sig inn- an flokka sinna í kosningun- um í vor, en framboð Reykja- víkurlistans hafi sett þau „plön" úr skorðum. Blaðið rökstybur ekki þessa ályktun sína. Þess hefbi þó verið sér- stök þörf, annarsvegar af því að báðir borgarfulltrúarnir gáfu yfirlýsingu um ab þeir ætluðu ekki aftur í borgar- framboð löngu áður en ljóst Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina ÍSLAND — Landið hlýja í norðri eftir Sigur- geir Sigurjónsson ljósmyndara og Torfa Tulinius dósent. í bókinni eru 75 litljósmyndir af íslenskri náttúru og íslend- ingum við leik og störf, og fylgir stutt umfjöllun hverri mynd. I inngangi bókarinnar segir: „Ljósmyndirnar sem prýða þessa bók eru eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Þær eru ná- kvæmar í öllum smáatriðum og blæbrigðum, litir þeirra tærir og bjartir. Sigurgeir kann varb hvert stefndi í framboðs- málum í kosningunum voriö 1994, en hinsvegar vegna þess ab bæbi Ólína og Kristín Ág- ústa voru opinberir stuðnings- menn R-listans, og hafa báðar lýst þeirri skoðun í ræðu og riti síðustu misseri að þær teldu slíka skipan frambobsmála æskilegasta kostinn fyrir pólit- íska samherja sína. í þessu ljósi hlutu lesendur, sem og þær Ólína, að eiga rétt á því ab Eintak skýrði kenningar sínar um „plön" borgarfulltrúanna og samhengi þeirra við fram- boðsmálin í vor. , í lok fréttaklausunnar segir að sá „bitlingur frá R-listan- um", sem Ólína hafi haft í huga, sé „staða umboðsmanns barna". Embætti umboðs- manns barna er enn ekki til í landinu, en lög nr. 83/1994 um umboðsmann barna ganga í gildi 1. janúar nk. Þar er kveðið á um að forseti ís- lands skipi umboðsmann barna til tiltekins tíma, að til- lögu forsætisráðherra. Þetta embætti er því borgarstjórn og R-listanum óviðkomandi, og bar umboðsmann barna lítt á góma í kosningabaráttunni í Reykjavík. Þar var raunar gerb tillaga um að stofna embætti umboðsmanns borgarbúa, en Fréttlr af bókum þá list að laða fram formin sem búa í landslaginu og túlka víbáttu þess. Því eru myndir hans eins og gluggi út í lifandi landið, út í þessa veröld sem við byggjum og sem býr í okk- ur." Þetta er fjórba ljósmynda- bókin sem kemur út með myndum Sigurgeirs; meðal þeirra fyrri er hin glæsilega ís- landslag, sem kom út 1992. Torfi H. Tulinius hefur auk myndatextanna ritað formála um þab er ekki fjallað í klausu Eintaks. Verður ekki betur séð en að frásögn Eintaks um meinta ásókn Ólínu í stöðu umboðsmanns barna hjá Reykjavíkurborg sé fullkom- lega úr lausu lofti gripin. Þá skal þess getið að í klaus- unni er farið rangt meb föður- nafn Ólínu Þorvarðardóttur. Virkir þátttakendur í stjórn- málum hljóta einsog áður sagði ab verba að sætta sig við gagnrýnni og nærgöngulli umfjöllun en allur almenning- ur. Hin kærða frásögn Eintaks er hinsvegar í veigamiklum at- riðum beinlínis röng, og um- fjöllunin um meintan tilgang og markmið borgarfulltrúans fyrrverandi er sett fram án nokkurs rökstuönings eba skýringar. Klausan ber í heild sinni þess merki ab alvarlega skortir á í vinnubrögðum við upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu. í því ljósi hlýtur það að vekja sérstaka athygli að blaðið skuli ekki hafa brugðist við ítrekaðri ósk kær- anda um leiðréttingu mála sinna. Úrskurbur Kærði telst með Eintaksklaus- unni hafa brotið í bág við fýrri málsgrein 3. greinar siðareglna Blaðamannafélags íslands. Brot- ið er alvarlegt. Reykjavík, 23. júní 1994 Mörður Ámason Guðjón Amgrímsson Ólafur Eyjólfsson Róbert Haraldsson Sigurveig Jónsdóttir að bókinni og fróðlegan eftir- mála um land og þjóð. ÍSLAND — Landið hlýja í norðri fæst einnig á ensku, þýsku, frönsku og sænsku. El- ísabet Ann Cochran hannabi bókina og annaðist umbrot og umsjón með prentvinnslu, sem fór fram í Prentsmiðjunni Odda hf. Þessi vandaöa bók er seld á sérstöku kynningar- verði, 1.980 kr. ■ Siöadómar B.í. Tíminn hefur markað þá stefnu að reyna að birta þá siðadóma B.í. þar sem úrskurður siðanefndar telst „alvarlegur" eða „mjög alvarlegur". Sýknudóma eða dóma, sem aðeins teljast „ámælisverðir", birtir blaðið ekki nema í und- antekningartilfellum, enda fela slíkir úrskurðir ekki heldur í sér birtingar- skyldu fyrir þá sem slíkan dóm fá. ísland — Landið hlýja í norbri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.