Tíminn - 18.08.1994, Qupperneq 4

Tíminn - 18.08.1994, Qupperneq 4
4 pnfiiií Fimmtudagur 18. ágúst 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfuféiag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sfmi: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk. Vinnubrögb sem ekki mega endurtaka sig Skoðanakannanir eru löngu komnar til þess að vera í íslensku samfélagi, og löngu er ljóst að þær hafa veruleg áhrif. Skoðanakannanir um fylgi flokkanna eru gerðar reglulega og eru það einkum fjórir aðilar sem við þær fást, það er Gallup, Félags- vísindastofnun, DV og Skáís. Það er því orðinn atvinnurekstur að gera skoð- anakannanir og einstaklingar og fyrirtæki geta keypt einstakar kannanir’ og einnig er algengt að fjölmiðlar geri það. Nú nýverið keyptu nokkrir áhugamenn um sam- fylkingu félagshyggjuaflanna skoðanakönnun af fyrirtækinu Skáís um það hvert fylgi sameiginleg- ur listi Alþýðubandalags, Kvennalista og Jóhönnu Sigurðardóttur mundi fá ef kosið væri nú. Sam- kvæmt upplýsingum starfsmanns Skáís, sem komu fram í DV þann 23. ágúst, var beðið um 600 manna úrtak af höfuðborgarsvæðinu og afhenti fyrirtækið þessa könnun eins og um var beðið. Eftirleikurinn er alvarleg áminning um það hvernig ekki á að meðhöndla kannanir. Af ein- hverjum ástæðum kom það ekki fram í umfjöllun fjölmiðla að könnunin væri ekki á landsvísu og það var ekki fyrr en Tíminn fékk það staðfest að svo væri ekki í síðustu viku að leiðréttingar komu í fjölmiðlum um málið. Þeir einstaklingar sem þarna áttu hlut að máli virðast einhverra hluta vegna ekki hafa látið það koma fram við kynningu á niðurstöðunum hvar könnunin var tekin, og fyr- irtækið sem gerði hana látið það gott heita. Nú er fullkunnugt að samsetning á fylgi flokk- anna er allt önnur hér á höfuðborgarsvæðinu en á landinu í heild og því er kynning könnunarinnar tilraun til þess að byggja upp umræðu á fölskum grunni. Það eru ekki trúverðug vinnubrögð. „Áhugamennirnir" svokölluðu hafa áreiðanlega haft í huga könnun sem gerð var á síðasta hausti um fylgi minnihlutaflokkanna í Reykjavík. Sú könnun hafði veruleg áhrif til sameiginlegs fram- boös R listans. Tilgangurinn með könnuninni nú hefur greinilega verið að hrinda af stað einhverri viðlíka atburðarás á landsvísu. Ómar Kjartansson hjá Skáís segir í viðtali við DV í gær eftirfarandi: „Þegar einkaaðilar óska eftir könnun eins og að þessu sinni þá veit ég ekki hvort er rétt af Skáís að skipta sér af því þótt einhverjir mistúlki könnun- ina". Það er skoðun Tímans að hér sé Skáís á hættulegri braut. Taki fyrirtækið sig alvarlega hlýtur forráða- mönnum þess að bera skylda til þess að skýra frá því hvernig kannanir eru teknar ef það er mistúlk- að. Það jgildir einu þótt einstaklingar kaupi könn- unina. I þessu tilfelli drógu fjölmiðlar ályktanir, spurðu stjórnmálaforingja og fjölluðu um málið eins og um landskönnun væri að ræða, án nokk- urra athugasemda þeirra sem gerðu hana. Skoðanakannair hafa löngu fest sig í sessi í ís- lensku þjóöfélagi, en bæði kaupendur þeirra og fyrirtækin sem gera þær verða að átta sig á þeirri ábyrgð sem því fylgir að gera þær og koma réttum upplýsingum um forsendur þeirra til almennings. Slík vinnubrögð sem höfð voru í þessu tilfelli mega ekki endurtaka sig. WBBMSBm iitenriks' niiiiistci' meiifti' IVorge liavrctt«n Jón gæjó Hann er gæjalegur, íslenski ut- anríkiráðherrann, í viötali við dagblaðiö Verdens Gang í Noregi fyrr í vikunni. Jón er hvergi banginn í þessu viötali og dreginn upp mynd af Jóni sem hálfgerðum togarajaxli sem er tilbúinn að bjóða Norð- mönnum byrginn hvenær sem er. Þessari ímynd til árétt- ingar er birt meö viðtalinu mynd af afslöppuðum manni, sportlegum til fara í skræpótt- um hægindastól með rettuna milli fingranna. Engum dylst að þar situr maður sem er til alls líklegur og órætt brosið gefur ekkert til kynna um hug- arástand hans eða hugsanleg útspil. Jón gæjó, utanríkisráð- herra íslands, svarar hins veg- GARRI ar norska blaðamanninum fuilum hálsi og kallar Norð- menn heimsvaldasinna. Og sem fyrrverandi rauðliða verð- ur Jóni ekki skotaskuld úr því að hallmæla heimsvalda- stefnu norska herveldisins þannig að gagn sé að og eng- um dylst að hin „imperíalíska aggressíón" Norðmanna er hið versta mál. Þannig skín í gegn í viðtali VG við Jón gæjó að þar fer raunverulegur töffari, pólitísk- ur Rambó, sem skotið gæti stirðnuðum embættismönn- um norska kanselísins skelk í bringu. Þetta mat VG á Jóni verður enn greinilegra þegar skoðuð er umfjöllun blaðsins um stýrimannin á Hágangi, Anton Ingvason, þann sem skaut púðurskotinu úr hagla- byssunni upp í loftið úti á rúmsjó og gerði þar með allt vitlaust. Hann er afgreiddur sem vingjarnlegur náungi sem ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af, hann sé í raun- inni „bangsalegur" Noregsvin- ur. Nú er bara að sjá hvernig Jóni gæjó tekst til í viðskiptum sín- um við Norðmenn og hvort töffarastíllinn sé sú leið sem skila mun árangri. Garri Flýgur fiskisaga Um nokkurra vikna skeið hafa fréttir af fiskiríi í Smugunni og á Svalbarðasvæði dunið yfir rétt eins og að hvergi sé dreg- inn afli úr sjó nema í því fjar- læga Ballarhafi. Annars staðar eru skip ekki að veiðum, að minnsta kosti verða frétta- menn fjölmiðlanna ekki varir á öðrum miðum. Þetta helgast af því að örvasa útgerðir frá Suður-Ameríku og aðskiljanlegum offjárfestingar- sjóðum klóra í bakkann og forða gjaldþrotum með því að fiska á þessum slóðum. Geng- ur það allt fyrir sig með slíku brauki og bramli að ekki þykir það merkilegur fiskur sem fæst á öðrum miðum. Enda er stundum látiö að því liggja að ekki sé á aðra fiskislóð að róa frá verstöðvum á íslandi. Er það sjónarmið út af fyrir sig, að minnsta kosti fyrir þá sem nóg eiga af brúttóíestun- um en þeim mun minni kvóta. Talinn er hver túr sem skip fara á norðurslóð og draga björg í bú, hve mikið þau fiska og hve vel þetta komi sér fyrir útgerðina, plássið og síðast en ekki síst þjóðarbúið. Hrotur og rokur En síðan fjölmiðlun óx fiskur um hrygg hafa fiskisögur geng- ið yfir eins og holskeflur og er þá sjaldnast í frásögur færandi nema fréttir af einni fiskteg- und í einu. Loðnuveiðin er dæmi þar um. Þegar sú vertíö gengur vel eru blöð og loft- miðlar svo fleytifullir af loðnu að við borð liggur að þeir sökkvi eins og aflaskipin sem koma að landi. Þegar sumarvertíð hófst var sjór svartur af göngunum fyrir norðan og í nokkra daga var sagt fyrir um mestu loðnuver- tíð í manna minnum með meðfylgjandi útreikningum á þjóðarhag. Snögglega hvarf loðnan og hefur ekki sést síð- an. Einhverjum þykja það mikil tíðindi. En fæstir taka eftir því en telja aftur á móti upp hvern þorsktitt sem fiskast í Barents- hafi. Á víbavangi Norðurlandssíldin var á fleygiferð upp aö landinu í vor, en hún hefur ekki sést hér við land í rúman aldarfjórðung. Flotar fóru á móti henni og þjóðarhagurinn var reiknaður og ný gullöld hófst með venju- legum fyrirgangi. Nokkrir skipsfarmar náðust. Þegar norsk-íslenski síldar- stofninn var komin aö 200 mílunum kærði hann sig ekki um frekari ferðalög í vesturátt og þannig fór um sjóferð þá. Smáletursfrétt fannst þó um að nú séu um 40 skip að veið- um í síldarsmugunni, rétt við okkar auðlindalögsögu, og er ekkert þeirra íslenskt. Þjóbarhagur? Sjálfsagt er það eðli veiði- mannaþjóðfélaga að tapa glór- unni þegar vel veiðist af ein- hverri tegund einhvers staðar og löngu áður en nútímaleg fjölmiðlun varð til flaug fiski- saga þegar svo bar undir. En þjóðarhagur byggist á fleiru en meira og minna mis- skildum og upplognum upp- gripum. Minni bátar skila miklum afla á land, margfalt meiri en togararnir í hinu ást- kæra Ballarhafi. Rækjuafli eykst ár frá ári og verðmæti hans að sama skapi. Og von- andi gefur loðnan sig á ný til aö hugga upp á þjóðarhaginn. Mun fleiri togarar eru að veið- um á íslenskri slóð en fyrir norðan og sætir engum tíðind- um. Þá vekja litla athygli þau ný- mæli að erlend fiskiskip eru farin að landa fiski hér á landi í umtalsverðum mæli og til dæmis fæst verulegur afli úr Barentshafi hingað til lands með þeim hætti. Ekki er svo að skilja að ekki sé sagt frá veiðum og aflabrögð- um flestra stærða skipa og teg- unda sjódýra. En þegar fjöl- miðlungar leggast á eitt lang- tímum saman um að básúna út að efnahagur landsmanna standi og falli með einhverjum aflahrotum tiltekinna veiði- skipa er verið að villa um fyrir fólki og ofmeta þýðingu ein- stakra útgerða. Þótt smuguveiði bjargi gjald- þroti einhverra Suður-Amer- íkuútgerða um skeið skiptir hún þjóðarhag sáralitlu máli. Að minnsta kosti ekki til hins betra. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.