Tíminn - 18.08.1994, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.08.1994, Blaðsíða 12
12 tKHIÍat* LANDBÚNAÐUR Fimmtudagur 18. ágúst 1994 Fimmtudagur 18. ágúst 1994 WhHfam LANDBÚNAÐUR 13 Hlunnindabúskapur er ab nýju vaxandi samhliba hefbbundnum búskap: Nýting hlunninda ofarlega í huga bænda í kjölfar samdráttar inda á jöröum, sem nýtt voru talsvert á árum áöur, en á síö- ustu áratugum ekki veriö nýtt af ýmsum ástæöum. Sem dæmi má nefna aö sala á æöardún til útlanda viröist vera aö glæö- ast, eftirspurn eftir timbri úr rekaviö er á uppleiö, útflutn- ingur á sölvum er hafin og framleiösla á afuröum úr fjallagrösum er á næsta leiti, svo eitthvaö sé nefnt. Árni Snæbjörnsson, hlunninda- ráöunautur Búnaöarfélags ís- lands, hefur fingurinn á púlsin- um í þessum málaflokki. „Það má segja að upp á síðkastið hafi almenningur hér á landi veriö meira spenntur fyrir þeim nátt- úrulegu afuröum sem til verða þegar hlunnindi jarba eru nýtt og það má segja aö þær hafi ekki veriö í tísku ábur. Nú er margt af þessu orðiö viburkennd holl- ustuvara og almenningur er mun opnari fyrir því." Almennt talaö um hlunninda- búskap segir Árni að, aö undan- förnu hafi þrengt að á flestum sviöum og þá sé um aö gera aö reyna aö nýta sem flestar smug- ur. „Þaö er sem betur fer þannig að landiö býður upp á ýmislegt sem nýta má enn betur. Sumt er tímabært, eins og fjallagrösin og sölin og margt fleira, en annað veröur kannski að bíða síns tíma." Árni segist að sjálfsögðu finna fyrir miklum áhuga bænda í þessum málum, en á hitt ber að líta að það að framleiöa þessar vörur og skapa þeim markað tek- ur talsverðan tíma og menn verða að sýna þolinmæði. Um sé að ræða þrotlausa vinnu. Það er ljóst að stuðningur og aðstoð við hlunnindabúskap er mikilvægur og Búnaðarfélag ís- lands hefur mikinn skilning á því, þar sem þær greinar sem um ræbir geta verið bændum mikill stuðningur. Eftirspurn eftir æðardún ab glæbast? Eftirspum eftir æbardún er nú hugsanlega að glæðast, eftir tals- verða lægö undanfarin ár. Ab sögn Árna Snæbjörnssonar, hlunnindarábunauts Búnbarfé- lags íslands, fá bændur greiddar um 25 þúsund krónur fyrir kg. Þegar best lét, um 1990, fengu bændur greiddar um 43 þúsund krónur fyrir kg. „Síðan 1991 hef- ur eftirspurnin verið minni og verðið lækkað, en nú virbist eft- irspurnin vera að glæðast og æðardúnn viröist sejast vel núna. Mest er flutt út, en einnig hefur mikið farið á innanlands- markað upp á síðkastið," segir Árni Snæbjörnsson. Þýskaland er elsti og traustasti markaðurinn fyrir æðardún, en á tímabili fór mikib magn til Jap- ans og þá hefur Taiwan verið að koma inn í myndina. Alls hefur útflutningur á æðardún numið um þrjú þúsund kg. á ári, en erf- itt er að gera sér grein fyrir því hversu mikið hefur farið á inn- anlandsmarkað. Æðardúnninn er að mestu leyti riótaður í sængur og kodda og þá er einhver hluti notabur í kulda- fatnað. Æðardúnstekjan er mikil og góð búbót fyrir bændur, sem sjá má á því að þegar best lét var fluttur út dúnn sem nemur um 140 milljónum króna. Undanfar- in þrjú ár hefur verðmætið að sama skapi minnkað með lækk- andi veröi. Unnib að því ab hefja selskinnib til vegs og virbingar Undanfarin ár hefur verið að rofa til hvað varðar nýtingu á selskinnum. í samvinnu nokk- urra innlendra aöila er unnið að þessu verkefni, auk þess sem dá- lítib hefur verið flutt út af sel- skinnum undanfarið. Árni Snæ- björnsson segir að unnib sé ab því hægt og bítandi að skapa sel- skinninu þann sess sem það hafði áöur, en fyrir um 15 árum fengust góð verð fyrir skinnin er- lendis og mikib var flutt út. Selveiðar og nýting skinnanna voru áöur fyrr mikil hlunnindi fyrir bændur, en upp úr 1980 eyðilögöust markaðir erlendis, vegna áróburs svokallaðra nátt- úruverndarsinna, gegn selveið- um. Þetta var talsvert áfall því áður en svo fór, var eitt þurrkab kópskinn jafn verðmætt og inn- legg af einum dilk. Allt þar til fyrir nokkrum árum, hefur ekk- ert verið flutt út, en á undan- förnum árum hefur verið unnib í því að hefja selskinn til vegs og virðingar á ný. Hér á landi eru í gangi verkefni hjá Eggerti feld- skera og fleiri innlendum abilum í samvinnu samtaka selabænda og er farið að nota verulegt magn af selskinnum fyrir innan- landsmarkað. í framhaldi af þessu hefur dálítið verið flutt út af selskinnum og einmitt fyrir skömmu fór sending til Dan- merkur. „Þetta er svona rétt að byrja og það er dálítib þungt fyr- ir fæti með útflutninginn, en þetta er allt í áttina," sagði Árni Snæbjömsson. Bændurnir fá nú um tvö þús- und krónur fyrir skinniö af landselskópum og útselskópum, en Hringormanefnd greibir auk þess verðlaun fyrir útsel. Fjallagrös flutt út í verulegu magni Fjallagrös hafa lengi verið nýtt af bændum til eigin neyslu og til sölu á innanlandsmarkabi. Eins og kemur fram annars staðar í blaðinu hyggjast forráðamenn íslenskra fjallagrasa hf. setja á markaðinn afurðir úr fjallagrös- um á markaðinn á næsta ári. Þá hefur abili á Homafirði, Heimir Þór Gíslason, flutt út fjallagrös í verulegum mæli um nokkurt skeið og hefur það gengib vel. Samkvæmt heimildum Tímans hefur hann flutt út magn, sem nemur nokkrum tonnum á ári. Heimir hefúr bæbi aflað fjalla- grasanna sjálfur og selt fyrir abra aðila. „Þab er alveg ljóst ab í þessu sambandi eru menn að átta sig á vannýttum-möguleikum, sem gætu skapað bændum einhverjar tekjur af sölu innanlands og jafnvel á erlenda markaöi," segir Árni Snæbjörnsson. Aukinn áhugi á hráefni úr rekavið Rekaviöur er einn þáttur hlunnindabúskapar og fyrr á öldum skipti hann verulegu máli um afkomu manna. Þab er alveg ljóst að talsverður rekaviður berst enn á strandir á sumum stöbum á landinu og það eru enn margir sem sjá sér hag í ab l.liða hann og vinna í hágæða- timbur og með hækkandi timb- urverði hlýtur þab að vera fýsi- legur kostur, en um talsvert magn er ab ræba. Smiðir og fleiri aðilar hafa sýnt aukinn áhuga á að kaupa þab hágæðatimbur sem unnið er úr rekavið. Nú er í gangi talsvert átak í þessum mál- um og hefur verið stofnab hluta- félag sem hefur nýtingu á reka- við á sinni stefnuskrá. Þetta er gert undir forystu Péturs Guö- mundssonar í Ófeigsfirði. Félagið hefur keypt stórvirka og fullkomna sögunarsamstæðu, sem þegar hefur hafib starfssemi sína á Ströndum. Þegar er fariö ab vinna timbur í samstæðunni og sá árangur sem þegar hefur náðst lofar mjög góðu. Vélin er mjög afkastamikil og býður upp á fjölbreytta kosti í úrvinnslu. í kjölfarið hafa abrir bændur farib að huga að eða þegar hafið aukna nýtingu á þessu hráefni, sem rekaviður er. Samstæban er færanleg og er gert ráð fyrir að farið verði með vélina á milli staða og bændum boðiö upp á úrvinnslu á rekavið. í framhaldi af aukinni nýtingu rekavibar í hágæðatimbur er í bí- gerð ab koma upp einhvers kon- ar skráningarmiðstöð, þar sem bændur geti látið skrá þab magn sem þeir hafa af fullunnu timbri, þaðan sem hægt væri að miöla upplýsingum til kaupenda. Útflutningur á sölvum Hafinn hefur veriö útflutningur á söbmm til Bandaríkjanna. Söl eru ein af þeim hlunnind- um sem hafa fylgt landinu alla tíð og hafa verið nýtt hér á landi, en þó hefur nýtingin í gegnum tíðina farið minnkandi. Undanfarib hefur þó eftirspurn eftir sölvum farið vaxandi á inn- anlandsmarkaði og hefur hann tekið við mest öllu magni sem í boði hefur verið. í fyrra tókst einnig að koma á útflutningi fyr- ir all þokkalegt verb. Þab hefur þó alltaf veriö markaöur fyrir söl erlendis og þá sérstaklega í V- Evrópu, Bandaríkjunum og SA- Asíu, en hins vegar hefur verið erfitt að keppa við þau verb sem þar ríkja. Þaö eru aballega tveir bændur sem stunda þennan út- flutning og eru sölin seld til Bandaríkjanna. „Þó að heima- markaðurinn sé góður, þá er hann ekki endalaus og nú eru fleiri bændur ab koma inn í verkun á sölvum og þá er nauð- synlegt aö finna og skapa .mark- aði erlendis- fyrir þau.-Ab feng-' Landselskópur. í kjölfar samdráttar í hefð- bundnum landbúnaði aö und- anförnu hafa bændur í aukn- um mæli reynt að Ieita á ný mið. Einn þáttur í þeirri við- leitni er aukin nýting hlunn- inni reynslu af útflutningnum hingað til er ekki sjáanlegt ann- að en ab hann geti haldið áfram," sagði Árni Snæbjörns- son. Sölin eru flutt út þurrkuð, verkub, hreinsuð og pökkuð í stórar pakkningar. Þeim er síðan pakkað í neytendapakkningar í Bandaríkjunum, en Árni segir það hljóta að vera framtíðin að fullvinna þau hér heima og pakka í neytendapakkningar. ■ Æbardúnstekja virbist vera ab glœbast. A LAUGARDAG Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt að skoða virkjanir Landsvirkjunar. Laugardaginn 20. ágúst kl. 13-17 verða eftirtaldar stöðvar til sýnis: • Ljósafossstöð og Steingrímsstöð við Sog. • Blöndustöð. c LANDSVIRKJUN •a' Meö þessum nyja Lada Sport færðu kærkomið tækifæri til aó eignast kraftmikinn og góðan bíl sem hefur alla burði ávið margfalt dýrari jeppa. Bíllinn er þægilegur í akstri, með rúmgóðu farangursrými og í alla staði mun betur útbúinn en áður. Líttu á Lada Sport áður en þú heldur lengra. Það borgar sig... ... í beinhörðum peningum LADA SPORT Öflugriog betur útbúinn Stærra og aðgengilegra farangursrými Ný og kraftmeiri 1700 cc vél Betri sæti • meö ullaráklæði Ný og breytt innrétting Léttara stýri Aúkaounapuf a rnýnd: alfelgur og toppqrina jfMb*”-*i***'' fS?% ^öp^p.t6b,t^tf.~ \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.