Tíminn - 18.08.1994, Side 6
6
Fimmtudagur 18. ágúst 1994
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
SunnCemka
FRÉTTABLAÐIÐ
SELFOSSI
Nýja fangelsis-
byggingin á
Litla- Hrauni á
undan áætlun
„Verkiö gengur vel og viö er-
um aöeins á undan áætlun,"
segir Sæmundur Skúli Gísla-
son byggingameistari, einn
verktaka viö nýja fangelsiö á
Litla-Hrauni.
Veriö er aö steypa upp þriöju
og efstu hæö hússins þessa
dagana og byrjaö á aö klæöa
neöri hæöirnar aö utan. Viö
húsiö veröur einn hár turn
sem mun ná vel upp fyrir
þriöju hæöina.
Sæmundur og félagar hans,
Valgarö Stefánsson, Runólfur
Þór Jónsson, Magnús Gíslason
og Þrösur Stefánsson, eiga aö
skila húsinu nánast fullbúnu
af sér í júní á næsta ári. Allir
eru þeir úr Hvarageröi.
Milli 12 og 15 manns hafa
aö jafnaöi unniö viö verkiö í
sumar og kvaöst Sæmundur
eiga von á aö svipaöur fjöldi
yröi viö vinnu í vetur. Meöal
starfsmanna eru tveir fangar
af Litla Hrauni.
Rangárþing:
Töbugjalda-
hátíbin um
næstu helgi
Tööugjaldahátíöin í Rangár-
þingi hefst meö veglegri sæl-
keraveislu sem bændur bjóða
til aö Laugalandi í Holtum nk.
föstudag, á morgun, 19. ágúst.
Hátíðin mun síðan standa
linnulaust laugardag og
sunnudag og er frítt inn á
mótssvæöiö á Gaddstaðaflöt-
um.
Meöal rétta í sælkeraveisl-
unni veröa Reykjagaröspaté,
skyrterta úr Ásahreppi meö
Versalachampagne sósu, ran-
gæskir hrekkjusvínabógar og
Húnakotsfrauö. Eftir borðhald
leika KK-sextett, Ellý Vi 1-
hjálms og Raggi Bjarna fyrir
dansi.
Á laugardeginum og sunnu-
deginum veröur fjölbreytt
dagskrá á Gaddstaðaflötum
við Hellu á Laugalandi, golf-
vellinum Strönd, flugvellinum
á Hellu og víöar.
Meðal atriða má nefna hesta-
sýningar, flugsýningar, fall-
hlífastökk, rafmagnsgiröinga-
stökk, kraftakeppni, Heklu-
göngu, grillveislu og dansleik
með Pláhnetunni og harm-
onikkuball. Börn og fullorönir
geta komist á hestbak, opiö
hús veröur í Gunnarsholti og
á nokkrum sveitabæjum. Há-
tíöin hefst með því aö dráttar-
vélalest mætir á svæöið.
Á Hellu verður fjölbreyttur
handsverks- og grænmetis-
markaöur og margt aö skoöa,
meðal annars píramídi sem
Egill Sigurðsson á Berustööum
vinnur þessa dagana að áö
reisa.
Að sögn Birgis Þóröarsonar á
Heiöi á Rangárvöllum, eins
forsvarsmanna Tööugjald-
anna, hefur undirbúningur
gengiö vel og aðeins er eftir
að tryggja velvild veöurguö-
anna.
Naut ræbst
á mann í
Berjanesi
„Ég er svona að jafna mig
núna á þessu, en hann hefur
laskað mig eitthvað. Ég var
heppinn að ekki fór verr, það
er ómögulegt að segja hvað ég
hef átt langt eftir," segir Jón
Guðmundsson, bóndi í Berja-
nesi, en fyrir nokkru varð
hann fyrir þeirri óskemmti-
legu lífsreynslu aö tveggja
vetra boli á bænum réöst á
hann, haföi hann undir, og
ýtti honum á undan sér eftir
túni a.m.k. 10 metra.
Þaö varö Jóni til happs aö
hann náði tvívegis í átökun-
um taki á miðsnesi bola sem
reyndi hvað eftir annað aö
hnoöa manninn niöur og
stanga í brjóstkassa hans.
Jón var aö ná í kýrnar þegar
bolinn, sem hefur verið alveg
meinlaus og gæfur fram að
þessu, réöst allt í einu á hann.
Að sögn Jóns er líklegt aö boli
hafi ekki kannast við hann,
þar sem ekki er algengt að
hann sæki kýrnar á bænum.
Bolinn stangaði Jón niöur en
Jón náöi taki á miðsnesinu
sem er aumasti blettur nauts-
ins. Meö því gat hann varnað
nautinu aö troða ofan á
brjóstkassanum og eins því aö
nautið næöi að ganga yfir
hann en skepnan er yfir 200
kg þung. Nautiö ýtti Jóni þá
um 10 metra veg á undan sér
en féll þá vegna mishæðar og
Jón missti takið. Síðan réðst
hannn aftur á Jón og af enn
meiri vonsku og þegar kona
Jóns kom á vettvang var hann
oröinn aðframkominn. „Þegar
konan mín kom þá hlýddi
hann bara eins og kálfur,"
segir Jón. „Þaö ætti enginn að
hafa skepnur sem þessar laus-
ar úti, þab er a.m.k. nauðsyn-
Iegt aö hafa hring í þeim."
Eftir óhappiö, sem var 30.
júní sl., var Jón alveg óvinnu-
fær en þaö er fyrst núna sem
hann er að jafna sig almenni-
lega.
fyrir skömmu vakti óskipta at-
hygli viöstaddra. Aðstæður
voru líka hinar sérkennileg-
ustu, veöur var gott en þær
stöllur, Amí, Jonna, Helga og
Sigurdís voru kappklæddar í
lopapeysum. Og það sem
meira var, þær sátu á ísstólum
og drukku rauövín.
„Með þessari uppákomu vilj-
um við einfaldlega lífga upp á
torgið," sagði Sigurdís. „Viö
stóöum einnig fyrir gjörningi
í fyrra og vonandi verður
þetta árlegt.
Quðurnesja
Q^UxxS
Mynd: íþróttasvœöib eins og þaö
mun líta út skv. teikningum.
Sandgeröi:
Nýttog
glæsilegt
íþróttasvæöi
í undir-
búningi
Miklar framkvæmdir standa
nú yfir í Sandgerði viö upp-
byggingu íþróttasvæöis. Aö
framkvæmdunum standa
Sandgeröisbær ásamt íþrótta-
félaginu Reyni í Sandgerði.
Aö sögn Sigurbar Vals Ás-
bjarnarsonar, bæjarstjóra í
Sandgeröi, er hér um að ræöa
stóran og góöan knattspyrnu-
völl sem veröur 120x120
metrar í ummál, auk eins
minni knattspyrnuvallar sem
ætlaður er yngra fólkinu og
verður hann 60x60 metrar í
ummál.
Upphækkanir veröa í kring-
um völlinn þannig aö hann
ætti að verða mjög skjólgóður.
Einnig verður lögð hlaupa-
braut í kringum stærri völlinn
og munu Sangeröingar því fá
framtíöaríþróttasvæöi, auk
þess sem æfingasvæði knatt-
spyrnufélagsins Reynis mun
batna verulega.
ísgjörningur á
Raöhústorgi
ísgjörningur á Rábhústorgi
Elsti íbúi
Suöurnesja
látinn
Elsti íbúi
Suöurnesja,
Erlendsína
Helgadóttir,
lést 2. ágúst
sl. á Garö-
vangi. Er-
1 e n d s í n a
heföi oröiö
105 ára 8. ág-
úst sl.
Erlendsína
var fædd í Litlabæ á Vatns-
leysuströnd og bjó lengst af í
Vatnsleysustrandarhrepp, síö-
ustu þrjú árin hjá dóttur
sinni, Lovísu Magnúsdóttur,
og manni hennar, Guömundi
Björgvinssyni. Hún var jafn-
framt heiöursborgari Vatns-
leysustrandarhrepps.
Bœjarstjórinn í Kópavogi, Siguröur Geirdal, lengst til hœgri, afhendir hér
fulltrúum Sunnuhlíbarsamtakanna, Páli Bjarnason (t.v.) og Ásgeiri jó-
hannessyni, viöurkenningu fyrir umhverfi fjölbýlishúsanna viö Kópavogs-
braut la og Ib. Tímamynd JAK
Kópavogur:
Snyrtimennska
og útlit garða
verðlaunuð
Lionsklúbburinn Muninn,
Lionsklúbbur Kópavogs, Lions-
klúbburinn Ýr, Rotaryklúbbur
Kópavogs og umhverfisráö
Kópavogs afhentu í gær viður-
kenningar fyrir fallega garöa og
umhverfi stofnana og fleira.
Eigendur garða aö Holtagerði
58, Þingholtsbraut 61, Daltúni
27, Vogatungu 19 og Hlíðar-
hjalla 37 fengu allir viðurkenn-
ingu fyrir garða sína. Þá veitti
umhverfisráð Kópavogs fulltrú-
um Sunnuhlíðarsamtakanna
viðurkenningur fyrir umhverfi
fjölbýlishúsa að Kópavogsbraut
la og lb og Geir G. Gunn-
laugssyni bónda fyrir bætt um-
hverfi bújarðarinnar Lundar
viö Nýbýlaveg. ■
Hólahátíöin var
núna 14. ágúst
Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara á
Saubárkróki.
Hólahátíðin, sem að venju er
haldin um miðjan ágúst, var
haldin sunnudaginn 14. ágúst í
dómkirkjunni á Hólum.
Séra Sigurður Guðmundsson,
fyrrv. vígslubiskup, prédikaði,
en sr. Sigurður var fyrsti vígslu-
biskupinn sem sat að Hólum og
átti hann mikinn þátt í þeirri
ákvörðun ab biskupsembættið
var flutt til Hóla. Kirkjukór Gler-
árkirkju annaöist söng viö Guös-
þjónustuna og organisti kórsins
er Jóhann Baldursson. Sviss-
neskur kór, Kammerkór Winter-
hur, söng einnig í kirkjunni við
altarisgöngu og ab Guösþjón-
ustu lokinni söng Kammerkór-
inn ýmis skemmtileg lög inni í
Bændaskólanum, meöan hátíö-
argestir sátu að kaffiboði.
Kl. 16.30 hófst hátíðarsam-
koma í kirkjunni, Sigurbjörn
Einarsson biskup flutti erindi
um lif og starf séra Friöriks Frib-
rikssonar — frábært erindi um
frábæran mann — sem kirkju-
gestir fylgdust með af mikilli at-
hugli. Á hátíðarsamkomunni
söng kór Glerárkirkju enn undir
stjórn Jóhanns Baldurssonar
sálma eftir séra Friðrik sem hann
hafði ýmist þýtt eöa frumsamib.
Lokaorö flutti svo Bolli Gúst-
afsson vígslubiskup og flutti
þakkir öllum þeim sem lagt
höföu fram krafta sína í máli og
tónum og gert þennan fagra
sumardag á Hólastað ógleyman-
legan.
Síðan risu allir úr sætum og
sungu sálminn Gefðu að móöur-
málið mitt.
■
Samkeppni um
hönnun minjagripa
„Handverk - reynsluverkefni"
beitir sér fyrir samkeppni um
hönnun á minjagripum og
smærri nytjahlutum úr íslensku
hráefni, að því er segir í frétta-
tilkynningu. Þar segir einnig að
veitt verði 11 verðlaun, hver ab
upphæö allt að 100 þúsund
krónur. Frestur til ab skila til-
lögum í keppnina er til 4. nóv-
ember nk.
Þátttakendur geta verið ein-
staklingar og hópar, en hug-
myndum má ýmist skila sem
tilbúnum hlutum eða teikning-
um ásamt sýnishorni af því hrá-
efni sem ætlunin er aö nota, en
skilyrði fyrir þátttöku er að hrá-
efnið sé að mestum hluta ís-
lenskt.
Keppnin skiptist í fimm hluta,
eftir uppruna hráefnis, og verða
veitt tvenn verölaun í hverjum
flokki, ein fyrir minjagrip og
önnur fyrir nytjahlut, en þar aö
auki veröa veitt sérstök verb-
laun fyrir þjóðlegasta hlutinn
eöa hugmyndina.
Áherzla verður lögö á aö aö-
stoöa verðlaunahafa meö aö
koma hugmyndum sínum í
framleibslu.
Smáverkefnasjóöur landbúnað-
arins, Þjóöhátíbarnefnd, Skóg-
rækt ríkisins, Skinnaiönaöur og
Landgræöslusjóöur hafa lagt
fram fé til verðlaunaveitingar,
en formaður dómnefndar er
Eyjólfur Pálsson. Handverk er
til húsa að Laufásvegi 2 og eru
nánari upplýsingar um keppn-
ina fáanlegar þar. ■
V t * ♦