Tíminn - 18.08.1994, Síða 7

Tíminn - 18.08.1994, Síða 7
Fimmtudagur 18. ágúst 1994 7 Þekktur 7 7 ára fimleikamaöur sœkist eftir íslenskum ríkisborgararétti og mun því keppa fyrir íslands hönd á alþjóöamótum: / Kemur Islandi á fimleikakortið Þessa dagana standa yfir miklar æfingar hjá fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi undir stjórn Eistanna Mati Kirmes og Viktor Saaron sem hafa áunnið sér við- urkenningu um heim allan og eiga glæstan keppnis- og þjálfun- arferil í heimalandi sínu. Nánast er frágengið að Mati Kirmes verði þjálfari piltanna í Gerplu í vetur og er mikill fengur í þeirri ráð- stöfun. Þá tekur þátt í æfingabúð- unum, sem eru í 8 tíma á hverj- um degi í tvær vikur, Ruslan Outchinnkov, 17 ára eistlensk- ur/rússneskur fimleikamaður á heimsmælikvarða. Ruslan mun dvelja hér við æfingar í vetur og keppa með Gerplu á mótum. Hann stefnir jafnframt að því að setjast hér ab áður en langt um líður og mun þá geta keppt fyrir íslands hönd á alþjóðamótum. Hér er því um að ræða einstakling sem getur komið íslandi á fim- leikakortið sem yrði vissulega mikil lyftistöng fyrir félagið. Ruslan er mjög efnilegur og til marks um það náði hann 10. sæti á tvíslá á síöasta Evrópumeistara- móti í Aþenu sem er mjög góður árangur miðað við svo ungan fimleikamann. Það er ótryggt ástand í Eistlandi sem veldur því að stuðningur vib fimleika þar í landi er mun minni nú en ábur og því er Ruslan að leita sér ab framtíð fyrir fimleika- ibkun sína. Að sögn Einars Sig- urðssonar, framkvæmdarstjóra Gerplu, mun félagið standa straum af kostnaði Ruslans á Evr- ópubikarmótum en hann þarf að sækja tvö þessháttar mót til aö eiga möguleika á öblast keppnis- rétt á Evrópumeistaramótinu á næsta ári. „Hann er fyrst og fremst að leita ab tryggri framtíb og hana teljum við okkur geta veitt honum hér á landi," sagbi Einar vib Tímann. ■ Landsliðib leikur 16 leiki fram að HM - stórmót hér á landi í byrjun nóvember Undirbúningur íslenska lands- libsins í handknattleik fer bráð- lega ab hefjast. Að sögn Einars Þorvarbarsonar, aðstoðarlands- liðsþjálfara, er ráðgert að spila samtals 16 leiki fram að HM á næsta ári og þar af fara fram 13 leikir hérlendis. Reykjavík Inter- ' national er heiti á stórkeppni sem haldin verður hér á landi í byrjun nóvember. Verður 8 lið- um sem taka þátt í mótinu skipt í tvo riðla. „Þetta mót er hugsað sem generalprufa fyrir HM og verður spilað á sömu stöðum og íslenska A-landsliðið í knatt- spyrnu átti ekki í miklum erfið- leikum meö Eistlendinga þegar liðin mættust í vináttuleik á Ak- ureyri. Niðurstaban varð 4-0 sigur íslands og má segja ab Þor- valdur Örlygsson hafi séb um Eistana því hann skoraði þrennu í leiknum, öll í fyrri hálfleik. Þórður Guðjónsson skoraði fjórða markið í seiririi í HM, þ.e. í Laugardalshöll, Hafnarfirði, Akureyri og Kópa- vogi," sagði Einar. í A-riðli leika Svíþjóð, Sviss, Frakkland og Noregur en í B-riðli leikur ísland 2. nóvember vib Ítalíu, þann 3. við Danmörk og 4. nóvember við Spánverja. Daginn eftir er síðan leikið um öll sætin á mót- inu. Að afloknu þessu móti verba leiknir þrír leikir gegn Rúmenum milli jóla og nýárs og fer líklega einn leikurinn fram á Akureyri. „Hinn eiginlegi undir- búningur mun síðan hefjast 27. hálfleik en hann kom inn á sem varamaður á 47. mínútu. Allir íslensku leikmennirnir fengu að spreyta sig i leiknum. Næsti vin- áttuleikur íslands er gegn Sam- einuðu arabísku furstadæmun- um í lok mánabarins og verður það síðasti undirbúningur landslibsins fyrir stórleikinn gegn Svíum í undankeppni EM. mars þegar íslandsmótinu er lokið og þá spilum við 2-3 leiki við Portúgali og síðan allavega tvo leiki við Egypta og fara allir þessir leikir fram hér á landi. Opna NM-mótið hefst 3. janúar í Linköping í Svíþjóð og eru þrír leikir þar fyrir íslenska liðið. Þetta eru því alls um 16 leikir sem íslenska liðið leikur fram ab HM. Við höfum einfaldlega ekki meiri tíma til að spila fleiri landsleiki enda þurfum vib að hugsa um íslandsmótið, bikar- keppnina og Evrópukeppnina og koma landsleikjunum þar á milli. Ég er nú ekki í nokkrum vafa um að þaö hefði verið betra að spila eins og þremur leikjum fleira og þá á miðjum vetrinum en þá værum við að slíta mótin í sundur þannig að það er margt að hugsa um," sagði Einar ab lokum. ■ Molar... ... Coventry hefur hafnað 3,5 miljónum punda tilboði í Phil Babb en bæði Tottenham og Liverpool sækjast eftir kappan- um. Coventry heldur þó dyr- unum opnum fyrir hærri til- bobum í n-írska landslibs- manninn. ... Maradona var í gær gert ab greiba 40 þúsund dollara ef hann vildi vera frjáls ferba sinna eftir ákæru um líkams- meiðingar í febrúar. Þá skaut hann púðurskotum úr loftrifli ab blabamönnum og særbi 4. Hámarksrefsing fyrir svona at- hæfi er 2 ára fangelsisvist. Dæmt verbur í málinu bráb- lega. Þá er Maradona skylt ab mæta fyrir dómstó! FIFA seinna í þessum mánubi vegna lyfja- mála hans á HM í sumar. ... Jim Courier féll úr keppni á stórmóti í tennis í gær fyrir Iftt þekktum Spánverja. Hann sagbi eftir tapib ab nú tæki hann sér frí frá íþrótt sinni og mundi jafnvel ekki keppa á opna bandaríska mótinu,, Héöinn Cilsson og félagar hans ííslenska landsliöinu hefja undirbúning sinn fyrir HM á stórmóti hér á landi í nóvember. Tímamynd c.s. Þorvaldur sá um Eista Ruslan Outchinnkov, hinn 17 ára efnilegi fimleikamaöur sem veröur lík- legast íslenskur ríkisborgari, er hér í miöiö en viö hliöina á honum eru þjálfarar hans og samlandar frá Eistlandi, Viktor Saaron til vinstri og Mati Kimes sem þjálfar hjá Cerplu í vetur. Tímamynd /ak Reykjavíkurmaraþoniö haldiö í ellefta sinn: Hlaupið hlotið almenna viður- kenningu erlendis Undirbúningur margra fyrir 11. Reykjavíkurmaraþonið hefur staðið yfir í langan tíma en nú nálgast stundin mikla von bráb- ar því á sunnudag hefst hlaupið í mibbænum. Hlaupið hefst klukkan ellefu og er boðið upp á mismunandi vegalengdir en vin- sælast í gegnum árin hefur verið skemmtiskokkið sem nú er 3km. Abrar vegalendir eru: lOkm, 21km og 42,2 km þannig að flestir ættu ab finna eitthvað við sitt hæfi. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening en að auki verða peningaverölaun fyrir þá sem hampa titlunum í mara- þoni og hálfmarþoni hjá bábum kynjum. Fyrir þá sem eru mikiö að hugsa um hvernig veðrið verður þennan dag þá fengust þær upplýsingar hjá veðurstof- unni að búist væri við hlýju og hægu veðri og án rigningar. Þetta er draumaveður fyrir hlaupara. Síðasti skráningadag- ur er á laugardag í Kringlunni og í íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal. Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdarstjóri hlaupsins, sagði við Tímann ab hlaupib hefði hlotið almenna viðurkenningu erlendis. „Vib erum aðilar að al- þjóðasamtökum maraþon- hlaupa, AIMS, þar sem við fáum góða kynningu. Það voru blaða- menn staddir hér fyrra frá „Running Distance" sem sögðu frá hlaupinu í máli og myndum og var umsögninni um hlaupib m.a. stillt upp við hliðina á New- York hlaupinu þannig að kynn- ingin er mikil," sagöi Sigurður. Hann sagðist búast vib ab fjöldi erlendra hlaupara yrði um 200 frá um 16 þjóbum sem er svipað og í fyrra. „Veðrib kemur til með að skipta miklu máli um hve margir verba í heildina í hlaup- inu en ef það veröur gott þá býst ég við að ekki verði færri en í fyíra (3600) en þá varb 800 manna aukning í hlaupinu," sagði Sigurður viö Tímann. ■ ilIiLUIil 3600 manns hlupu í Reykjavíkurmaraþonhlaupinu ífyrra íblíöskapar- veöri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.