Tíminn - 18.08.1994, Blaðsíða 8
8
WUatoM LANDBÚNAÐUR
Fimmtudagur 18. ágúst 1994
ísland
í forystu
Meistaramótinu í
hestaíþróttum í Finn-
landi lauk með glæsi-
legum sigri íslendinga. For-
keppnin gaf strax til kynna að
landinn kæmi sterkur út úr
mótinu en þó var nokkur
spenna í sumum greinum.
Eftir fyrri umferðina í 250 m
skeiöinu var ljóst að Eitill frá
Akureyri og Flinrik Bragason
yrðu varla sigraðir. Eitill rann
þá skeiðið á 22.32 sek. í
seinni umferðinni bætti hann
svo um betur og hljóp þá á
22.14 sek. Hann sigraði
einnig í gæðingaskeiðinu og
var þá búinn að tryggja sér tit-
ilinn sem stigahæsti knapi
mótsins. Hann varð í 5. sæti í
fimmgangi.
Eitill, sem er undan Náttfara
frá Ytra-Dalsgerði og
Dimmalimm frá Gilsbakka í
Eyjafiröi, hefur verið mjög
sigursæll á þessu ári og í fyrra
varð hann heimsmeistari í
250 metrum. Hinrik Bragason
hefur setib hann í öllum
_keppnum undanfarið.
í fimmganginum var Magnús
Lindqvist Svíþjóð efstur eftir
forkeppnina á hryssunni
Söndru frá Kúskerpi. íslend-
ingar röðuðu sér svo í fjögur
næstu sæti. Einar Öder Magn-
ússon sem var í öðru sæti
hafði þrisvar ábur unnið
gullið í fimmgangi og nú var
treyst á að hann kæmist upp
fyrir Lindqvist í úrslitum. Þab
varð líka reyndin því hann
hreppti fyrsta sætið og missti
þó skeifu undan Háfeta í öbr-
um skeiösprettinum. Háfeti
frá Hoftúni er rauðskjóttur
undan Gáska frá Hofstöðum
og Stjörnu frá Hóli. Einar varð
í öbru sæti í samanlögðu. Eig-
andi Háfeta er Erling Rist
Kristjansen Svíþjóð. Magnús
Lindqvist hrapaði niður í
sjötta sæti eftir misheppnað
skeið og auðsætt var að hryss-
unni Söndru var farið að
þykja nóg um alla þessa
spretti. íslendingar röbubu sér
þarna í fimm efstu sætin.
I tölti fullorðinna gerðist þau
óvæntu úrslit að Sveinn Ragn-
arsson, nýliði í landsliðinu,
sigraði á hestinum Fleyg sem
líka er undan Gáska frá Hof-
stöðum eins og Háfeti. Hann
fékk jafn bestar einkunnir fyr-
ir alla þætti. Sigurbjörn og
Brjánn urðu í öðru sæti.
Brjánn hefur ekki verið í mik-
illi æfingu og þeir félagar
hefðu þurft lengri tíma saman
til að hæfileikarnir gætu betur
notið sín. ia Lindholm sem
er íslendingum að góðu kunn
vann sig upp í þriðja sætið á
hryssunni Tyru sem er undan
Byl frá Kolkuósi. Hún keppti
fyrir Svíþjóð.
Sveinn sigraöi einnig fjór-
ganginn og kemur því út með
miklum glæsibrag á þessu
móti og hlýtur að teljast lík-
legur knapi í landslibinu til
lengri tíma litið.
Sigurbjörn var eini íslending-
urinn sem tók þátt í hlýðni-
keppninni og varð þar í
fimmta sæti. I þessari grein
eru Finnar mjög sterkir en sig-
urvegari var Satu Paula frá
Finnlandi á Eitli frá Hnausum
í A'-Hún. Hún vann líka 'vába-1
Nýliöinn í landslibinu stóö sig vel á
Noröurlandamótinu. Sveinn Ragn-
arsson á Fleyg, sigurvegari í tölti
og fjórgangi.
vangshlaupið á þessum sama
hesti og tryggði sér þannig
tvö gull. Aðeins fjórir tóku
þátt í víðavangshlaupinu, en
Islendingar voru þar ekki
með.
í tölti við slakan taum sigraði
Jóhann G. Jóhannesson á
Galsa frá Skarði. Þetta er
keppnisgrein sem tekin var
upp fyrir nokkrum árum, mis-
vel liðin af keppendum en
hefur þó heldur verið að
sækja á. Galsi er undan Ófeigi
frá Flugumýri. Galsi og Jó-
hann urðu númer tvö í fimm-
gangi og númer þrjú í gæð-
ingaskeiði og nábu fjórða sæti
í samanlögðu.
Unglingarnir
snjallir reiðmenn
Nú var í fyrsta sinn keppt í
unglingaflokki á Noröur-
landamóti. Fimm keppendur
komu frá íslandi. Þeir voru
allir á lánshestum og því
nokkuð óljóst hvernig þeim
myndi ganga. Margir af þess-
um ungu knöpum höfbu þó
verulega keppnisreynslu.
Enda sýndu þeir það á mótinu
því það var bara einn kepp-
andi frá hinum löndunum
sem eitthvað stóð í þeim en
það var Caroline Dreijer frá
Svbíþjóð á hestinum Sókratesi
frá Gunnarsholti en hann er
undan Hrafni frá Holtsmúla.
Caroline sigraði í fjórgangi og
hlýðnikeppni og náði þannig
að verða sigahæsti unglingur-
inn og hlaut þrjú gull. Guð-
mar Þór Pétursson sigraði í
tölti á Ottó frá Vindási á
Rangárvöllum og varð annar í
fjórganginum. Sandra Karls-
dóttir fylgdi honum fast eftir
og þau urðu númer tvö og
þrjú í samanlögðu. íslensku
unglingarnir stóbu sig allir
frábærlega vel í sinni fyrstu
keppni erlendis og mjög gam-
an fyrir þau að fá þetta tæki-
færi.
Það vakti athygli hve full-
orðnu knaparnir létu sér annt
um hina yngri og reyndu að
aöstoða þá í stóru sem smáu.
Úrslitin í þessu móti sýna að
íslendingar hafa talsvert for-
skot og keppikeflið er að
halda því. Næsta Norður-
landameistaramót verður í
Svíþjóð að tveimur árum liðn-
um.
Fréttamolar -
Harbur agi
Á laugardagskvöldið var hald-
• ' in hátíð, svonefnd Ritterfest, ■
Þessi auglýsing er ætluð ástföngnu
fólki til sjávar og sveita
Kæru elskendur! Vió í Gulli og Silfri getum gert ykkur þaó kleift aó hringtrúlofast innan nokkurra daga,
hvar sem þió eruó stödd á landinu.
1. Hringió eða skrifiö eftir okkar fjölbreytta myndalista, sem inniheldur eitt fállegasta úrval trúlofunar-
hringa sem völ er á, og verður sendur ykkur samdægurs.
2. Meö myndalistanum fylgir spjald, gatað í ýmsum stæróum. Hvert gat er númeraó og meó því að stinga
baugfingri í þaó gat, sem hann passar í, finnió þió rétta stæró hringanna sem þió ætliö aö panta.
3. Þegar þiö hafió valiö ykkur hringa eftir myndalistanum skuluó þió skrifa nióur númerió á þeim, ásamt
Stæróamúmerunum, og hringja ti! okkar og vió sendum ykkur hringana strax í póstkröfu.
Með bestu kveðjum,
Laugavegi 35, Reykjavík - Sími 20620