Tíminn - 18.08.1994, Síða 15

Tíminn - 18.08.1994, Síða 15
Fimmtudagur 18. ágúst 1994 LANDBÚNAÐUR 15 Útflutningar á íslenskum hestum til Bandaríkjanna: Þribja sendingin vestur innan tíbar Nú hafa þegar verib fluttir út 32 íslenskir hestar til Bandaríkj- anna og innan tíðar fer þriðja sendingin þangað. Ab sögn Ax- els Ómarssonar hestaútflytj- enda, en hann stendur fyrir þess- um útflutningi ásamt Sigurbirni Bárðarsyni, er ekki ljóst hve margir hestar verða í þessari sendingu og veröur ekki fyrr en hestarnir fara. Hann sagöi þó raunhæfa tölu vera um 16-20 hestar og eru þeir sendir með flugi. Axel segir það ekki hægt aö spá um framhaldið á þessum mark- aði. Útflutningurinn sé rétt ab byrja og stefnt sé að því að vinna hann í rólegheitunum. Hann segir Bandaríkjamarkaðinn vera stöðugan sem muni á endanum skila sér, en það sé langt í það og það þurfi að vinna mikla vinnu og vanda þurfi til valsins á þeim hestum sem sendir eru. Þeir hestar sem nú eru að fara fara ekki allir á sama staðinn, heldur verða þeir dreifðir um landið. ■ AFRIJLLARI fyrir allar stærðir af heyrúllum Einnig á lager rafmagnsiyftarar 600-3.500 kg. Mjög hagstætt verð! Til afhendingar strax. Lyftarar með afrúllara. Einnig lyftaragálgar og gafflar í úrvali. 20 ára reynsla í lyftara- þjónustu og nýsmíði. STEINBOCK ÞJÓNUSTAN HF. Kársnesbraut 102 - Kópavogur Sími 91-641600 AUG LÝSING-------- Aubhumla "94 dagana 20.-27. ágúst Opib er frá klukkan 13.00 til 19.00 fyrstu 7 sýningar- dagana og á lokadegi sýn- ingarinnar er opið frá kl. 10.00. Veitingasala verður á syn- ingarsvæðinu og er hún opin frá kl. 15.00 og fram á kvöld alla dagana. Miðaverö er sem hér segir: Fullorðnir kr. 1250.- Börn fædd 1979 til og meb 1983, kr. 400.-. Börn fædd 1984 og seinna, frítt. Gestir kaupa sig inn einu sinni og sá miði gildi fyrir viðkomandi alla sýningar- dagana, þannig að vilji menn koma oftar þurfa þeir ein- ungis að gæta mibans og framvísa honum aftur. Landbúnaöarsýning Á útisvæði sýna vélainnflytj- endur og ýmsir þjónustuaðil- ar. Grænfóbur og kornrækt er í sýnireitum og verður sýnd- ur kornskurður þegar abstæð- ur leyfa. Húsdýrasýning verður á vegum Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. Hestvagn verður í förum um svæðið. Eldisfiskur verður í kerjum. íslenskt grænmeti og garbá- vextir verða á útimarkaði. Garðplöntur og tré verða til sýnis og sölu. Á staðnum verða fjórar kynslóbir mjólk- urbíla og Félag búvélasafnara i ........... ' ....... við Eyjafjörð sýnir uppgerðar eldri búvélar. Þá verður saga jeppans til sveita á árunum 1946 - 1966 rakin á vegum Bílaklúbbs Akureyrar. Sýndar verba búvélar sem eyfirskir hagleiksbændur hafa smíðað. Laugardaginn 20. ágúst og sunnudaginn 21. ágúst ann- ast félagar í bílaklúbbnum 4 x 4 sýningu á bílum sem búið er að breyta. Þá sömu daga mun bílabúð Benna einnig sýna bíla. í íþróttasal kynna afurðasölu- og þjónustufyrirtæki vöru sína og þjónustu. Bænda- samtökin og stofnanir land- búnaðarins kynna starfsemi sína. í kennsluhúsnæbi tengdu íþróttahúsi fer einnig fram margháttab kynningar- starf. Ýmsar deildir Rann- sóknastofnunar landbúnað- arins kynna starfsemi sína svo sem gróðurkortagerð, niðurstöður úr fóður- og um- hverfisrannsóknum og fleira. Einnig setur RALA á Möðru- völlum upp þemaverkefni sem ber yfirskriftina „Frá moldu til manns". Mánu- daginn 22. og fimmtudaginn 25. ágúst verða fyrirlestrar um landbúnabarmál í stofum 1-2. Þar verða einnig sett upp verk norðlenskra alþýðu- myndlistarmanna. Þar má og sjá handverk eldri borg- ara. Blómasýning verbur í áhorf- endastúku íþróttahússins. í tengslum við sýninguna verður Tilraunastöðin á Möbruvöllum opin almenn- ingi til sýnis. Gestum býðst að ganga um byggingar og tilraunareiti með leiðsögn heimamanna. Grundarreitur verður opnabur almenningi. Opið fjós verbur hjá Benedikt á Hrafnagili og gefst sýning- argestum færi á ab líta inn. Mjaltir eru kl. 16.30. - Lát frumstofninn haldast, en nýtt þó tengja vib kjarnann - í stofum í kjallara íþrótta- hússins verður sýning er hlotið hefur hendingar úr Aldamótum Einars Ben að yf- irskrift, - lát frumstofninn haldast, en nýtt þó tengja við kjarnann - Sýndur verður listiðnaður og handverk úr fortíð og nútíð. Þar verða sýnishorn af vinnu nemenda handverksbrautar VMA og brot af vinnu náms- meyja frá Húsmæðraskólan- um á Laugalandi. þá verða sýnd verkefni nemenda úr Hrafnagilsskóla sem gerb voru í tilefni lýðveldisafmæl- isins. Sýningardagana verður handverksfólk að störfum í handavinnustofu. Laugardagur 20. ágúst Laugardaginn 20. ágúst og sunnudaginn 21. ágúst ann- ast félagar í bílaklúbbnum 4 x 4 sýningu á bílum sem búið er ab breyta. Þar verða einnig bílar frá Bílabúð Benna. Kl. 13.00 Svæðið opnað. Kl. 13.30 Harmonikuleikur. Kl. 14.00 Setning. Setningar- athöfn: Ingibjörg Sólrún, Halldór Blöndal, Haukur Halldórsson, einsöngur, kór- söngur og fl.. Kl. 15.00 Konungar norð- lenskra gæðinga. Hrímnir frá Hrafnagili og Þorri frá Hösk- uldsstöðum mæta á svæbið í fylgd gæðinga frá Létti og Funa. Kl. 21.00 Söngskemmtun í Laugarborg. Karlakórinn Hreimur, Óskar Pétursson og Baldvin Kr. Baldvinsson. Miöaverö er kr. 800.- Sunnudagur 21. ágúst Sýning bílaklúbbsins 4 x 4 og Bílabúbar Benna. Kl. 13.00 Jeppaleikur 4 x 4 og Bílabúðar Benna. Kl. 16.00 Hjónin á Tjörn: Kristján Hjartarson og Krist- jana Arngrímsdóttir syngja og leika. Mánudagur 22. ágúst Þennan dag verða tveir tor- færubílar til sýnis á svæðinu. Torfærukapparnir Helgi Schiöth og Einar Gunnlaugs- son mæta með Frissa fríska og Norðdekk Drekann. Kl. 14.00 „Staðreyndir um ís- lenskan landbúnað". Hákon Sigurgrímsson framkv.st. Stéttarsambands bænda. Fyr- irlesturinn, sem er í stofum 1-2, er öllum opinn. Kl. 15.00 Torfærukappar taka rispu. Kl. 15.00 Vélsleöaakstur á Eyjafjarðará. Kl. 16.00 "Áhrif EES og GATT á íslenskan landbúnað - Ei- ríkur Einarsson - landbúnað- arhagfræðingur. Fyrirlestur- inn, sem er í stofum 1-2, er öllum opinn. Kl. 16.00 Götukörfubolti. Kl. 17.00 Lifandi tónlist í veitingasölu. Unglinga- hljómsveitin "Gylfi" leikur. Þribjudagur 23. ágúst Þennan dag efnir Lifandi land hf. ásamt Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar og Ferða- málafélagi Eyjafjarðar til ráð- stefnu um sameiginlega hags- muni landbúnaðar og ferba- þjónustu. Ráðstefnan verður haldin í Laugarborg og hefst skráning gesta kl. 9.30. Á sýningarsvœði: Kl. 15.00 Útimarkaður. Kl. 18.00 Lifandi tónlist í veitingasölu, leiklist, harm- onikuleikur. Miövikudagur 24. ágúst Félag aldraðra í Eyjafirði syn- ir gömul vinnubrögb þennan dag. Gestur dagsins veröur Guðmundur Ingi Kristjáns- son skáld og bóndi Kirkju- bóli. Kl. 15.00 Þjóðdansar. Félag aldraðra Dalvík og nágrenni. Kl. 21.00 Kvöldvaka í Laugar- borg. Kórsöngur, ávörp, ljóðalestur, fiðla og harmon- ika, upplestur og fleira. Miðaverð kr. 500.-. Fimmtudagur 25. ágúst Kl. 14.00 „Bændamenning". Bjarni Guöleifsson, rábunaut- ur. Fyrirlesturinn, sem er í stofum 1-2, er öllum opinn. Kl. 15.00 Vélsleðaakstur á Eyjafjarðará. Kl. 16.00 „Útflutningsmögu- leikar á íslenskum landbún- abarvörum undir merkjum hreinleika - Baldvin Jónsson almenningstengslaráðgjafi. Fyrirlesturinn, sem er í stof- um 1-2, er öllum opinn. Kl. 18.00 Harmonikusíðdegi, lifandi tónlist í veitingasölu. Föstudagur 26. ágúst Þennan dag mun Bændaskól- inn á Hvanneyri, Ullarnefnd og Búnaðarsamband Eyja- fjarðar kynna námskeið í rúningi, og meðferð og flokk- un ullar. Kl. 15.00 Hestar: Gæðinga- syning. Fjögur hrossaræktar- bú í Eyjafjarðarsveit sýna. Konungar norðlenskra gæð- inga, Hrímnir og Þorri. Laugardagur 27. ágúst Kl. 10.00 Svæbið opnað. Kl. 14.00 Fótboltaleikur. Úr- valslið þingmanna kjördæm- isins og fjölmiðlamenn á Norðurlandi eystra. Kl. 19.00 Kvöldvaka í veit- ingasölu: Lokahátíb með karnivalstemmningu um kvöldið, söngur, leiklist, harmónikuleikur, varðeldur og fleira. Alla dagana verður lifandi tónlist við útiveitingasölu þar sem fram koma norö- lenskir alþýðulistamenn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.