Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1994, Blaðsíða 4
4 mitmirati Mi&vikudagur 24. ágúst 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& ílausasölu 125 kr. m/vsk. Þjóðkirkjan í nútíma samfélagi Nýbirt skoðanakönnun Gallup um afstööu fólks til aðskilnaðar ríkis og kirkju sýnir verulegt fylgi við þá skipan mála. Þetta vekur til umhugsunar um stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu. Það vekur einnig athygli í könnuninni að mikill meirihluti fólks telur trúna skipta miklu máli í lífi sínu. Það hefur löngum verið svo að íslendingar hafa ekki borib trú sína á torg, né verið ákaflega kirkju- ræknir. Kirkjusókn almennings hefur verið bund- in við stórhátíðir og viðburði í lífi fjölskyldunnar, en í annan tíma er þorri fólks tómlátur um kirkju- sókn og safnaðarstarf. Það breytir því þó ekki að ákveðinn hópur fólks rækir kirkju sína og vinnur mikið starf innan vébanda safnaðanna í landinu. Hins vegar veit almenningur af kirkjunni á sínum stað, og leitar þangað á stórum stundum gleði og sorgar í lífinu. Kirkjan tengist því tilfinningum fólks í ríkum mæli. Hið mikla fylgi við aðskilnað ríkis og kirkju vek- ur spurningar. Á þessi afstaða rætur að rekja til al- mennra viðhorfa um að takmarka umsvif ríkisins sem mest, eða er hún tilkomin vegna óánægju með störf og starfshætti kirkjunnar sem þjóð- kirkju? Það má fullyrða að með núverandi fyrirkomulagi er þjóðkirkjan sameign mikils meirihluta þjóðar- innar. Það kann að skapast samkeppnisandi ef meiri ábyrgð er lögð á herðar safnaðanna, en eðli kirkjunnar mun breytast og hún mun ekki í sama rnæli verða sameign þjóðarinnar og nú er. Þrátt fyrir slaka kirkjusókn á stundum, stendur fólki alls ekki á sama um kirkjuna. Öll deilumál sem upp koma varðandi hana eru viðkvæm, svo ekki sé meira sagt. Hin hljóðláta sambúð almenn- ings við kirkju sína er reist á tilfinningum. Söfnuðir landsins með ríkið að bakhjarli hafa unnið gríðarlega mikið starf, m.a. í byggingu guðs- húsa sem hafa risið hvert örðu vandaöra víða um land. í framhaldi af því vaknar sú spurning hvort hugað sé nægilega að innra starfi kirkjunnar. Hafa kraftar leikmanna verið of bundnir við bygginga- framkvæmdir í stað uppbyggingar trúarlegs starfs. Þörfin fyrir slíkt starf blasir alls staðar við. Kirkjan þarfnast þess ab nálgast trúarneistann sem býr í fólki, og þarf að sinna því án þess að hætta að vera traust athvarf hinu öfgalausa fólki sem vill veg hennar mikinn þrátt fyrir allt. Ný dæmi sýna að trúarsöfnuðir eiga greiða leið að mjög mörgu fólki. Þetta er umhugsunarefni fyrir kirkjunnar menn. Greinilegt er að í hinum harða heimi samtímans hefur fólk þörf fyrir athvarf. Kirkjan verður að skilgreina hvort hún er slíkt at- hvarf meb starfsháttum sínum nú, hvort þeir ríma við það þjóðfélag sem við búum í. Hér er því ekki haldið fram að kirkjan eigi að fylgja tískusveiflum. Hún á að vera traust athvarf, hún á að sameina gamalt og nýtt og höfða til nú- tímamannsins og aðstoöa við að veita trúarlegt uppeldi. Tíminn dregur í efa að hún ræki þetta hlutverk betur með því að gera hana að stofnun óháða ríkisvaldinu, en umræðu er þörf um starfs- hætti kirkjunnar í nútíma samfélagi. Kyrrstöburof og reikningsskekkja Einn allra vinsælasti orðáleppur íslenskra stjórnmálamanna á undanförnum misserum hefur verið frasinn „að rjúfa kyrrstöð- una". Menn hafa viljað rjúfa kyrrstööuna í íslenskum stjórn- málum með því að „stokka upp íslenska flokkakerfið" (sem er annar ofnotaður frasi) eða menn hafa talað um að rjúfa kyrrstöðuna í efnahagslífinu og brjótast út úr stóra hagvaxtar- stoppinu. Sá sem einna ákafast hefur tal- að um að rjúfa kyrrstöðu er Jón Baldvin og raunar aðrir kratafor- ingjar líka. Þeirra efnahagslegu kyrrstöðurof hafa yfirleitt falist í einhverju einu lausnarorði sem þeir þreytast ekki á að hafa yfir á torgum. Einu sinni átti nýtt ál- ver að rjúfa kyrrstöðuna. Núna á innganga í ESB að rjúfa kyrr- stöðuna í efnahagsmálum. Garri er eiginlega búinn að gleyma hversu miklar upphæðir hag- fræöingar og aðrir sérfræðingar em búnir reikna íslendingum til tekna ef þeir ganga í ESB. Ávinn- ingurinn er, samkvæmt þessum útreikningum, stórfenglegur, og hingað mun streyma glás af gulli og grænum skógum ef viö bara göngum inn. Forsendur sérfræbinga í ljósi allra þessara stóryröa um bættan efnahag er fróðlegt að velta því fyrir sér hversu áreið- anlegar forsendurnar eru fyrir þessum loforðum og hversu mikið mark er — þegar allt kem- ur til alls — takandi á útreikn- ingum sérfræðinganna. Þórður Friðjónsson, einn af efnahagssérfræöingunum, hefur einmitt verib að velta þessu máli fyrir sér samkvæmt Tímanum í gær. í grein sem hann ritaði fyr- ir Fjármálatíðindi Seðlabankans nefnir Þórður spádóma færustu efnahagssérfræðinga þeirra tíma um efnahagslegan ávinning fyr- GARRI ir iðnaðinn af því að ganga í EFTA. Þá eins og nú reiknuðu menn út að gríðarlegar upphæð- ir myndu fylgja abildarumsókn landsmanna að nánara evr- ópsku samstarfi. Raunin varð hins vegar öll önnur en spáð var og samkvæmt fréttum munar 32 milljörðum á ári á því sem raun- verulega varð og því sem spáð var. Það munar vissulega um minna og þó Garri vilji á.engan hátt gera lítið úr þeim ávinning- um sem hlutust af a&ild íslands að EFTA, þá má nú minna gagn gera. Smá reiknings- skekkja í ljósi þess ab virtustu sérfræð- ingar misreiknuöu sig um 32 milljarba ávinning á ári vegna EFTA aðildarinnar þá verður vart komist hjá þeirri tilhugsun að reikningsskekkjan sé ábyggilega alveg eins stór þegar fræðing- amir segja okkur íbyggnir frá gullförmunum sem væntanlegir em til landsins við inngöngu í ESB. í sjálfu sér segir það þó ekk- ert um ágæti þess að ganga í ESB þó sérfræðingar og áhugamenn um aðild setji fram óraunhæfar tölur og sjái ávinning aukinnar evrópusamvinu í hyllingum. Hins vegar er gott að fá það fram — frá ekki minni manni en sjálf- um forstjóra Þjóðhagsstofnunar — að allt þetta sjálfumglaða tal evrópuspámanna er ekkert meira en „skot út í loftiö", eins og hjá Davíð þegar hann ætlaði að láta Rábhúsið kosta 700 millj- ónir. í það minnsta er ljóst að næst þegar Jón Baldvin ætlar að rjúfa kyrrstöðuna í íslensku efnahags- lífi með því að njóta ávinnings- ins af því að ganga í ESB, þá mun Garri hugsa um 32 millj- arða reikningsskekkju á ári sem aldrei rauf kyrrstööuna í ís- lensku efnahagslífi með þeim hætti sem talað var um. Garri Skilabobaskjóbur Lækningar guðs á himnum gegnum mælsku hárprúðs sjón- varpspredikara frá henni Amer- íku hafa veriö aðalafréttaefni loftmiðla um skeið. Má ekki á milli sjá hvort er auðviröilegra bullið úr Hinn eða fréttafólki, sem notar efniviðinn, trúgirn- ina, á sömu nótum. Verkfærin eru hin sömu, hinn ómissandi hljóðnemi sem blaðurskjóður og milligöngumenn guba og manna nota til ab magna boð- skap sinn og útbreiba. Garri hérna á efri hæbinni fjallaði spaklega um kraftaverk- in í Hafnarfirði í gær og er ekki á umfjöllunina bætandi, en staldrað við spurningu sem Garri lagbi fyrir sjálfan sig án þess að svara. „Áleitin er t.d. sú spurning hvernig standi á því að Drottinn allsherjar velji sér einmitt leið hins „ameríska showbusiness" til að koma skilabobum sínum á framfæri." Allir eins Svarið hlýtur að vera ab þab sé vegna þess að drottinn veit að það er eina aðferðin til að vekja á sér athygli og efla trú og koma skilaboöum tii mannanna barna. Þau taka ekki mark á öðru en því sem bullaö er eða öskrað í hátalara, helst á sviði og fyrir framan myndavélar. Mannkynsfrelsarar nútímans vita þetta alveg eins vel og guð og þess vegna æða þeir allir um svib með hljóbnema og mikinn rafmagnstækjaslátt sem undir- leik. Það er sama hvort þeir nefnast Jackson, Benny Hinn, Jagger, Bubbi, Madonna eöa Ca- stro. Fyrirgangur, ryþmískur há- vaöi og ljósasjóv sefja og negla skilaboö inn í höfuð safnaö- anna hver sem þau svo kunna að vera. Amerísku sjónvarps- predikararnir eru dáðir og elsk- aðir af aðdáendum sínum sem draga óskeikulleika þeirra aldrei í efa. Kollegar þeirra, poppar- arnir, eru líka sérfræðingar í „amerískum showbusiness" og em aöferöirnar og tæknin næst- um eins og þeir sem kunna vel til verka verða milljarðamær- ingar. Á vibavangi Vestur í Ameríku leggja svona aðilar áhrif sín á pólitískar vog- arskálar og þykir flokkum og frambjóðendum mikill akkur að liðsstyrk þeirra. Það er auðvitað vegna þess að Drottinn allsherj- ar hefur fyrst og fremst valið „amerískan showbusiness" til að koma skilaboðum á fram- færi. Eða hver mundi svosem hlusta á boðorð sem snauöur karl væri að þylja hljóðnema- laust uppi í fjallshlíð? Kærleikurinn fundinn upp Fyrir aldarfjórðungi var haldin messa vestur í USA þar sem söfnuður talaði tungum og hljóðaði hljóðum. Þar var frið- urinn fundinn upp, kærleikur- inn og virðingin fyrir mannin- um. I næstum mannsaldur hafa áhangendur trúarbragðanna frá Woodstock talið sjálfum sér og öðrum trú um að maríjúana- víman þar hafi breytt veröld- inni til hins betra. Þeirra miklu tímamóta er minnst víða um heim og mis- jafnlega af látið. Ríkissjónvarpið hefur ekki mátt vatni halda vegna hátíðarinnar og er þar mikið talað um kempur og goð og snillinga og hvaðeina sem tilheyrir „amerískum showbusi- ness". Miklar dagskrár eru send- ar út í tilefni afmælisins. Mið- aldra mannkynsfrelsarar kom- ast í vímu við að rifja upp hin merku tímamót í sögu mann- kynsins, en stálpuð börn þeirra spyrja þurrlega þegar þeim fer að leiðast mónótóm prógrömm- in: Var þetta nú allt of sumt? Hvort heimurinn hafi batnað svo um munar eða hvort ást mannanna hvers á öbrum eða þjóðanna hafi aukist er umdeil- anlegt. En á meban kynslóðin, sem trúir á að hún hafi fundið upp mannkærleikann og túlkar hann með magnaðri dægurlaga- síbylju, er svona ánægb með sjálfa sig, hefur hippamennskan ekki orðið til einskis. Aðferbir drottins allsherjar og Benny Hinn til að koma skila- boðum á framfæri eru þraut- reyndar og margnotaðar til ab afla fylgis, aödáunar og síðast en ekki síst peninga. Benny Hinn hefur ekki þurft að eyða eyri í auglýsingar til að trekkja inn á kraftaverkasjóv sín. Um það sjá vinir hans á fjölmiðlun- um sem líka eiga hljóbnema aö bulla í. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.