Tíminn - 24.08.1994, Qupperneq 7

Tíminn - 24.08.1994, Qupperneq 7
Mi&vikudagur 24. ágúst 1994 7 Rábstefna á vegum Skotveiöifélags íslands um rjúpuna: Leggja til yfirvegaða stjórn á rjúpnaveiöum Skotvei&ifélag íslands efnir til rábstefnu um rjúpuna þann 27. ágúst n.k. Ráöstefn- an ver&ur haldinn á Holiday Inn og er öllum opin en skot- veibimenn eru sérstaklega hvattir til ab fjölmenna. Nokkrar sviptingar hafa verib í málefnum skotveiba á undan- förnum misserum, einkum varbandi rjúpnaveibar. Skot- veibimönnum er í fersku minni aðgerðir umhverfisráðherra varbandi styttingu veiðitíma rjúpunnar á síbasta hausti. Tilgangur rábstefnunnar er ab leggja drög að skynsamlegri nýtingu rjúpnastofnsins í ljósi nýrra laga um friðun, vernd og veiðar á fuglum. Fjallað verður um málefnib af fuglafræðing- um, fulltrúum stjórnvalda og hagsmunaabilum. Einnig verða almennar umraeður. Skotveiöfélag íslands vill með þessari rábstefnu leggja grunn ab yfirvegaðri stórn rjúpna- veiða en verib hefur að undan- förnu. í þessu sambandi er rétt ab hafa í huga ab umhverfis- rábherra hefur ekki staðfest til- lögu ráðgjafanefndar um villt dýr varðandi rjúpnaveiðitím- ann næsta haust, en nefndin leggur til að veibitíminn verði eins og venja hefur verib síð- ustu áratugi þ.e. frá 15. október til 22. desember. Gerbubergsgleði Sú merka menningarstofnun, Ljóðatónleikar Gerðubergs, sem Jónas Ingimundarson hefur haft af veg og vanda í sex vetur, fagn- aði 50 ára afmæli lýðveldisins með stórtónleikum í Borgarleik- húsinu fimmtudagskvöldið 18. ágúst. „íslenska einsöngslagið" var yfirskrift tónleikanna; þar sungu sjö einsöngvarar 45 íslensk sönglög vib undirleik Jónasar, auk þess sem Sverrir Guðjónsson kontratenór flutti níu þjóðlög án undirleiks. Þetta sýnishorn, sem aö umfangi gæti virst all óárenni- legt fyrir eins kvölds dagskrá, er ekki nema ofurlítið úrtak úr safni töluvert á þribja þúsund íslenskra sönglaga sem þeir Jónas og Trausti Jónsson veðurfræðingur hafa dregið saman á undanförn- um árum og hyggjast nú gefa út að hluta til á nótum. í inngangi að efnisskrá, sem hef- ur að geyma öll ljóöin sem sungin voru, segir Jónas Ingimundarson að sér kæmi á óvart ef tónleika- gestir gjörþekktu öll lögin. Og satt ab segja held ég, ab fyrsta lagib sem ég þekkti hafi veriö hið fimmtánda í röðinni, Þei, þei og ró, ró eftir Björgvin Guðmunds- son. Þó var þá búið að syngja lög eftir Bjarna Þorsteinsson, Svein- björn Sveinbjörnsson, Sigfús Ein- arsson, Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson, auk níu ann- arra tónskálda. Af þessu má sennilega marka, að sum þessara laga hafi ekki staöist tímans tönn, en einnig kann tilviljun að hafa ráðið: hvort þau lentu í sýnisbók- um eins og Fjárlögunum, eða á söngskrám vinsælla söngvara. Að minnsta kosti er áhugavert aö „gefa þeim annað tækifæri" nú á vorum tímum þegar allt er leyfi- legt annað en að vera leiöinlegur, og sífellt þarf að koma með eitt- hvaö nýtt til að erta þreytt og dof- in skynfæri í síbylju massafjöl- miðlunarinnar. Efnisskráin var annars þannig saman sett, að þar var aðeins eitt lag eftir hvert tón- skáld önnur en Sigvalda Kalda- lóns og Loft Guðmundsson (!), sem áttu tvö lög hvor. TONLIST SIGURÐUR STEINDÓRSSON Þessi sungu: Rannveig Fríða Bragadóttir, Kolbeinn Ketilsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Sólrún Bragadóttir, Garðar Cortes og Sverrir Guðjóns- son. Rannveig Fríða hefur sem kunnugt er starfað einkum í Vín- arborg, en komið við sögu hér á landi í sívaxandi mæli á seinni ár- um. Söngur hennar er mjög vand- aður og atvinnumannlegur, en á þessum söngleikum þótti mér hana skorta „útgeislun" auk þess sem textarnir voru nánast óskilj- anlegir í meðförum hennar. Sama má segja um Sólrúnu Bragadótt- ur, sem einnig hefur haslað sér völl á þýska málsvæðinu: hún söng fallega en mjög „innhverft" og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en undir lokin, í lagi Jóns Þórarinssonar við Jeg elsker dig! eftir Magdalene Thoresen — var það hún sem var ástmey Gríms Thomsen? Kolbeinn Ketilsson hafði ég ekki heyrt áður; hann hefur létta ten- órrödd og vasklega framkomu og mjög skýran textaframburð. Því miður var Kolbeinn með háls- bólgu og gat því ekki sýnt sína allrabestu hlið. Sigrún Hjálmtýs- dóttir sveiflaði sér til hæða í fjórða lagi sínu, „Maður hefur nú ..." — lag og texti eftir Gunnar Reyni Sveinsson — og söng af sprækleik eftir það. Stjarna tón- leikanna var Kristinn Sigmunds- son, sem aldrei hefur sungið bet- ur, og einnig er í essinu sínu á sviöi vegna sinna ágætu hæfileika og tjáningarríka andlits. Meistar- stykki tónleikanna var flutningur hans á Hringrásum Reynis Axels- sonar vib ljóð Kristjáns Karlsson- ar. Garðar Cortes var öruggur og vörpulegur að vanda, og söng m.a. í dag eftir Sigfús Halldórsson og Sigurð frá Arnarholti með miklum tilþrifum. Tónleikarnir voru frábærlega vel svibsettir, svo sem vel hæfir í leik- húsi: miðsviðib eitt með Stein- way-flyglinum var lýst upp, og söngvararnir komu gangandi úr ýmsum áttum utan úr myrkrinu, en á milli atriða söng Sverrir Guð- jónsson þjóðlög í almyrkri — hann er sagður vera kominn í röð meiri háttar kontratenóra. Og Jónas stýrði öllu af öryggi og lítil- læti. í lokin brutust út gífurleg fagn- abarlæti, og stóð Jónas þá fyrir 7 aukalögum þar sem flytjendur voru valdir meb hlutkesti. Var þab samdóma álit manna ab söngleikar þessir hefðu verið af- burða skemmtilegir og ab öllu leyti ágætir, og vel hæfandi á fimmtugsafmæli. ^JRARIK ■k TFlAFMAGNSVErTUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboóum í að stækka stöðvarhús aóveitustöðva við Flúóir í Hruna- mannahreppi og Hellu á Rangárvöllum. Útboósgögn veróa afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins við Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli og Laugavegi 118, Reykjavík frá og með fimmtudeginum 25. ágúst 1994 gegn kr. 15.000 í skilatryggingu. Tilboóum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins á Hvolsvelli fyrir kl. 14.00, fimmtudaginn 8. sept- ember n.k. og verða þau þá opnuð í vióurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: „RARIK-94012 Flúðir og Hella — Byggingarhluti“ Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 REYKJAVÍK Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboóum í stækkun útivirkis aðveitustöðvar að Hryggstekk í Skriðdal. Út- boðið nær til byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jarð- vinnu og byggingu undirstaða fyrir stálvirki. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins Laugavegi 118, Reykjavík og Þverklett- um 2, Egilsstöðum frá og með fimmtudeginum 25. ág- úst 1994 gegn kr. 10.000 í skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins á Egilsstöðum fyrir kl. 14.30, þriðjudaginn 6. sept- ember n.k. og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: „RARIK-94013 Hryggstekkur — aðveitustöð" Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 REYKJAVÍK A Félagsmálastofnun Kópavogs Tilsjónarmaður óskast í athvarf unglingamið- stöðvar hjá Félagsmálastofnun Kópavogs. Um er að ræða 25% starf. Reynsla af vinnu með unglingum og/eða menntun, sem nýst gæti í þessu starfi, nauðsynleg. Upplýsingar gefur Hildur í síma 42902. Illf FRAMSÓKNARFLOKKURINN Héraðsmót framsóknarmanna Héraðsmót Framsóknarmanna I Skagafirði verður haldið ( Miðgarði laugardaginn 27. ágúst og hefst kl. 21. Dagskrá: Stutt ávörp flytja alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Tjarnarkvartettinn skemmtir með kvartett og Ijóðasöng. Hinn landskunni Jóhannes Kristjánsson kitlar hláturtaugarnar. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leiðir fjörið (dansinum. Allir (stuði og allir velkomnir. Stjórnin FAXNÚMERIÐ ER 16270

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.