Tíminn - 24.08.1994, Page 11
Hrakspár í upphafi íslandsmótanna í knattspyrnu er eitthvaö sem Vest-
mannaeyingar kannast vel viö en nú viröast þeir vera öruggir meö sœti
sitt í deildinni, aldrei þessu vant. Snorri Rútsson, þjálfari IBV:
Erum ab uppskera
þab sem höfum sáb
Þrátt fyrir miklar hrakspár í
upphafi keppnistímabilsins hef-
ur Vestmannaeyingum gengið
vel í 1. deildarkeppninni til
þessa og eru nær örugglega
sloppnir við fall. Snorri Rúts-
son, þjálfari ÍBV, sagði við Tím-
ann að stefnan í upphafi móts
hafi verið að ná 5. sætinu, þrátt
fyrir hrakspárnar, og í dag liti
vel út með að það markmið
næðist.
Á bjargbrúnni síb-
ustu ár
„Já, þetta lítur alveg þokkalega
út eins og staðan er í dag. Þetta
er annað árið í röð þar sem okk-
ur er spáð niður og vorum
reyndar alveg á bjargbrúninni í
fyrra og hittiðfyrra. Það var því
ákveðið að taka sig saman í and-
litinu og reyna að gera betur og
markmiðið var að vera um
miðja deild," sagði Snorri. Að-
spurður sagði hann að gengi
liðsins kæmi honum ekki mikið
á óvart því liðið hafi byrjað
undirbúninginn óvenju-
snemma (1. nóv.) fyrir þetta
keppnistímabil enda hafi verið
lögð áhersla að ná góðum ár-
angri. „Við erum í raun að upp-
skera það sem viö höfum verið
að sá."
jafn og samstilltur
hópur
í liði ÍBV em ekki margir kunn-
ir leikmenn og má segja að þar
ráði meðalmennskan ríkjum.
Friðrik Friðriksson, markvörður,
er sjálfsagt kunnasta nafnið og
kemur vel til greina í landsliðs-
hóp íslands hverju sinni. „Það
er alveg rétt að í liðinu eru ekki
margir þekktir leikmenn eða
einhver sem er algjör stjarna og
því hægt að segja að hópurinn
sé mjög jafn og samstilltur. Það
fóru fjórir fastamenn úr liðinu
frá í fyrra og við fáum fjóra
neðrideildarleikmenn í staðinn
og þeir hafa staðið fyrir sínu."
Hin libin vilja okkur
nibur
Snorri segir að alltaf sé eitt-
hvert mark tekið á spánni sem
birt er á vorin um gengi lið-
anna. „Spá er alltaf spá, en
svona spá eins og síðast hleypir
bara grimmd í menn um að láta
hana ekki rætast. Það er þó allt-
af tilhneiging hjá liðunum fyrir
sunnan að vilja okkur niður.
Ætli það sé ekki vegna þess að
þau þurfa brölta út í Eyjar og
möguleiki sé á að leiknum verði
frestað. Fyrir mig kemur hrak-
spáin þannig út að það er ekki
eins mikil pressa að þjálfa lið
sem ekki er spáð velgengi."
Framtíbin ekki björt
„Þaö verður að halda vel um
þennan hóp sem er í meistara-
flokknum núna svo ekki fari illa
því það er ekki neitt glæsilegt að
koma upp úr yngri flokkunum
sem eiga að taka við. Ástæðan
fyrir því er fyrst og fremst að
það er mjög illa haldið á málum
hérna hvað varðar framtíðar-
uppbyggingu knattspyrnu-
manna. Maöur er búinn að bíða
lengi eftir því að það verði tekið
á þessum málum en það er ægi-
leg lognmolla og deyfð í þessu
ennþá."
Snorri segir að margir leik-
menn í sínu liöi sem hann hafði
búist við að myndu standa sig
vel hafi ekki staðið sig sem
skyldi án þess að hann vilji
nefna nokkur nöfn. „Svo hafa
leikmenn blómstrað sem ég átti
ekki von á að myndu gera."
Sigrarnir gegn KR
og ÍBK standa
uppúr
„Það var mjög gaman að vinna
Snorri Rútsson, þjáifari ÍBV, segir aö frammistaöa iiösins komi ekki á óvart
enda sé árangur uppskera mikillar vinnu. Tímamynd cs.
KR í þriðju umferðinni, sem var
mjög sætur sigur. Eins var ljúft
að taka Keflvíkingana, sem hafa
á að skipa mjög sterku liði,
enda var það ákveðinn tíma-
mótaleikur um framhaldið.
Þetta voru tveir mjög mikilvæg-
ir sigrar fyrir liðið. Nú eru 12
stig eftir í pottinum og ég vildi
gjarna vilja sjá þau öll en hvort
það er raunhæft er erfitt að
segja til um. Síðustu leikir allra
liða verða miklir baráttuleikir
og ég held að það skipti ekki
máli hvað liðin heita þegar
lokaspretturinn hefst," sagði
Snorri að lokum og sagði fram-
tíð hans hjá liðinu vera alveg
órædda.
■
Hvernig tóku þýskir fjölmiölar sölunni á Klinsmann til Tottenham?:
Þýskir fjölmiölar segja aö peningasjónarmiöiö hafi ráöiö mestu þegar
Klinsmann ákvaö aö ganga til Tottenham.
Fram
á lygn-
um sjo
Framarar eru nú á lygnum sjó í
1. deild karla í knattspyrnu eftir
2-1 sigur á UBK á Laugardal-
svelli. Helgi Sigurðsson skoraði
á 44. mínútu fyrir Fram og
þannig var staðan í hálfleik.
Willum Þór Þórsson jafnaði á
55. mínútu fyrir Blika en Rík-
harður Daðason skoraði sigur-
markið alveg undir blálokin, sitt
8. í deildinni til þessa. ■
Passarella
tekur vib
argentínska
landslibinu
Daniel Passarella, einn frægasti
knattspyrnumaður allra tíma,
skrifar líklega undir samning
þess efnis í vikunni að hann taki
við þjálfun argentínska lands-
liðsins í knattspyrnu. Passarella,
sem er 41 árs og hætti að þjálfa
lið River Plate nýverið vegna
agavandamála leikmanna, er
sagður henta vel í þetta starf
enda náð mjög góðum árangri
með River Plate og gert þá að
meisturum þrjú síðustu ár. Pass-
arella var fyrirliði argentínska
landsliðsins þegar liðið varð
HM-meistari 1978. ■
Júrgen Klinsmann var seldur til Tot-
tenham frá Monakó fyrr í sumar og
stóð hann sig vel í fyrsta leik liðsins
í deildinni á laugardag og gerði m.a.
eitt mark. Þýskir fjölmiðlar eru hins
vegar heldur vantrúaðir á að gengi
Klinsmanns verði eitthvað til að
hrópa húrra fyrir en segja aö hann
hafi aðeins farið til Tottenham pen-
ingana vegna og kalla hann því
MarkMann í höfuðið á þýska gjald-
miðlunum.
Bild-Zeitung tók þannig til orða
eftir að gengið hafði verið frá kaup-
unum: „Klinsmann hlýtur að hafa
boðist svo himinháar peninga-
greiðslur að hann gæti ómögulega
sagt nei." Blaðib segir reyndar líka
að Klinsmann hafi ómögulega getað
stabist þá freistingu að spila í enska
boltanum sem er líkamlega erfið-
asta deildin í Evrópu og það sé eitt-
hvað sem Klinsmann hafi verið að
leita eftir, en þó hafi peningasjónar-
miðið ráðið meiru. Bild am Sonntag
heldur því fram ab Klinsmann, sem
hefur leikið 65 landsleiki með Þjóð-
verjum, hafi fengið úm 50 miljónir
íslenskra króna við undirskrift
samningsins og fái að auki 100 þús-
und krónur fyrir hvert skorað mark
sem leikmaðurinn neitaði þó stað-
fastlega. Þá er Klinsmann sagður
hafa 1,5 miljónir íslenskra króna í
fastakaup á viku. Blabið segir að
ekkert þýskt félag geti boöib svipaö-
ar upphæðir og bætir við: „ekkert
þýskt félag væri heldur tilbúið, ef
þab gæti, að borga svona upphæðir
sitt besta á ferlinum. Gangi þér sem
best Klinsmann, þú átt það skiliö.
Og gangi Tottenham líka sem best,
en liöið þarf svo sannarlega á þess-
háttar óskum að halda."
Undirbúningur körfuknatt-
leiksmanna fyrir komandi ver-
tíð stendur nú sem hæst yfir og
m.a. verður haldið hraömót um
Svo er bara ab sjá hvernig Klins-
mann gengur með Tottenaham en
liöið spilar gegn Everton í deildinni
í kvöld.
fyrir í íþróttahúsinu við Austur-
berg. í A-riðli leika Grindavík,
Keflavík, ÍR og Þór en í B-riðli
leika Akranes, Valur, Skalla-
Molar...
... Eyjólfur Sverrisson skoraði
tvö mörk fyrir Besiktas í 1.
deildinni á Tyrklandi um síð-
ustu helgi en liðiö sigraði Kays-
erispor 7-1 f leiknum. Eyjólfur
er markahæstur í deildinni
með 3 mörk.
... Skallagrímur vann Hauka
4-1 í 3. deildinni í knattsyrnu í
fyrrakvöld. Þá vann Völsungur
BÍ 4-0 og Tindastóll vann Dal-
vík 1-0. Fjölnir er efstur með
31 stig, Skallagrímur hefur 29
stig og Víðir og Völsungur hafa
28 stig. Þrjár umferðir eru eftir
í deildinni.
... Notthingham Forest og
Man. Utd. gerðu 1-1 jafntefli í
ensku úrvalsdeildinni á mánu-
dagskvöldið. Kanchelskis gerði
mark meistaranna en Colly-
more mark Forest.
... Tíminn birti í síðustu viku
hvernig áminningar skiptast
milli liðanna í 1. deild karla í
knattspyrnu. Þá kemur í Ijós að
leikmenn ÍBV spila fastast allra
liða í deildinni og hafa í kjölfar-
ið fengið flest gul spjöld í
deildinni. í leiknum gegn ÍBK
um síðustu helgi bættust við
þrjú gul spjöld og í heildina
eru þau nú orðin 41 talsins.
Einn af þeim sem fékk gult
spjald var Dragan Manoljovic
og verður því í banni f næsta
leik gegn Stjörnunni.
... Pete Sampras, frá Banda-
rfkjunum,
hefur unnið til sem svarar 140
miljónum íslenskra króna á
mótum alþjóðatennissam-
bandsins á þessu ári og er
einnig efstur á stigalista sam-
bandsins. Næstur kemur Sergi
Bruguera frá Spáni meb rúmar
90 miljónir en hann er þriðji ab
stigum.
Hraðmót Vals í körfu