Tíminn - 03.09.1994, Qupperneq 1

Tíminn - 03.09.1994, Qupperneq 1
SIMI 631600 78. árgangur Arthúr Morthens um uppsögn tíu starfs- manna SVR: Kaupið var hækkað upp úr öllu valdi Arthúr Morthens, stjórnarfor- maður SVR, segir að ástæðan fyrir uppsögnum tíu yfirmanna hjá SVR sé ab kaup þeirra hafi verið hækkað upp úr öllu valdi mánuði fyrir kosningar. Tíu varðstjórar hjá SVR hafa fengið uppsagnarbréf frá for- stjóra fyrirtækisins. Um leib er þeim boðin endurráðning á öörum kjörum sem eru lakari en þau sem þeir búa við núna. Varbstjórarnir eru allir í öðrum stéttarfélögum en Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar og hafði SVR hf. gert við þá fast- launasamning í vor. í uppsagn- arbréfunum er mönnunum jafnframt gert að ganga aftur í Starfsmannafélag Reykjavíkur. Arthúr Morthens segir lögfræð- inga borgarinnar telja nauðsyn- legt ab samningar hlutafélags- ins við starfsmennina falli úr gildi þegar SVR sé aftur orðið borgarfyrirtæki. „Kaup þessara manna var hækkað upp úr öllu valdi mánuði fyrir kosningar í skjóli hlutafélagsins sem þá var. Um leið og SVR varb aftur borg- arfyrirtæki eru þessir menn aft- ur orðnir borgarstarfsmenn. Ef þeir eru meb einhver allt önnur laun en aðrir borgarstarfsmenn erum við auðvitað komnir í mjög erfiba stöbu." Arthúr segir að hann telji ebli- legt að skoba máliö óski menn- irnir eftir því að vera áfram í Verkstjórafélaginu. ■ Sparnaöur í heilbrigöis- kerfínu: Lækkun heimildar- bóta Hagræðing í sjúkrahúsum, veruleg lækkun heimildarbóta og kostnaðar vegna sérfræði- þjónustu lækna eru þeir liðir þar sem gert er ráð fyrir sparn- aði á næstu fjárlögum, að sögn Sighvats Björgvinssonar heil- brigðis- og tryggingarábherra. Hann segir ab svonefndar heimildarbætur, sem Trygg- ingaráð afgreiðir skv. sérstökum umsóknum, hafi hækkað mjög að undanförnu og sigli nú í að verða 700 milljónir á þessu ári. Sighvatur segir að reynt verði að losna vib þau útgjöld úr al- mannatryggingakerfinu sem telja megi félagslega abstoð, og einn heimildamaður Tímans sem vinnur ab fjárlagagerðinni orðar þaö svo að markmibið sé að setja út af fjárlögum félags- legar rábstafanir sem komi sem búbót ofan á lífeyri og aðrar greibslur úr tryggingakerfinu. Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti STOFNAÐUR 1917 Laugardagur 3. september 1994 Gaman aö byrja í mennto ■ . Framhaldskólarnir eru byrjabir og þœr Adda Ingólfsdóttir (t.v.) og Bríet Konrábsdóttir voru í gœr fyrir utan MH þar sem þœr eru ab hefja nám. Framtíbin brosir vib ungmeyjum sem eru ab byrja í menntó enda brosa þoer breitt til baka. Tímamynd cs 164. tölublað 1994 Náttúruverndarráö segir lög um mat á umhverfis- áhrifum meingölluö: Óeðlilegt aö menn meti eisin verk Lög um mat á umhverfisáhrif- um, sem tóku gildi fyrr á þessu ári, eru meingölluö að mati Náttúruverndarrábs. Á fundi ráðsins í gær var fjallað um úrskurö skipulagsstjóra frá 26. ágúst sl. um lagningu Vest- fjarbavegar nr. 60 um Gilsfjörð. Þetta er eitt fyrsta máliö sem kemur til umfjöllunar Náttúru- verndarráðs eftir að lög um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi. í tilkynningu frá rábinu segir að mebferb þessa máls sýni að lögin séu meingölluð aö því leyti að framkvæmdaraðila sé faliö að meta umhverfisáhrif eigin verka. Náttúruverndarráð leggur þunga áherslu á að lögunum verði breytt á þann veg að fram- kvæmdaraðila verði aðeins í undantekningartilvikum heimil- aö ab meta umhverfisáhrif. Ráð- ið telur eölilegast að embætti skipulagsstjóra framkvæmi mat- ið þar sem framkvæmdaaðilar búi sjaldnast yfir þeirri víðtæku þekkingu sem þab krefjist. Þann- ig muni víðtæk sérþekking og reynsla safnast saman hjá einum aðila og þá megi gera ráð fyrir að matið verði óvilhallt. Náttúruverndarráð vekur at- hygli á því aö Náttúruverndar- ráö, Náttúrufræðistofnun ís- lands og skipulagsstjóri hafa bent á að vænlegra sé að leggja Vestfjarðaveginn frá Ólafsdals- eyri að Múla, þar sem sá kostur sameini bæði hagkvæmnis- og náttúruvemdarsjónarmið. ■ Skógrækt er gób! - fyrir bœndur • Sjá viötal við Jón Loftsson skógræktarstjóra á bls 10 og 11 Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga samþykkir yfirfœrslu grunnskólans en hefur skýra fyrirvara á afstööu sinni: Samningar þurfa að nást fyrir árslok Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga samþykkti í gær ab sveitarfélögin yfirtaki aö fullu rekstur grunnskólans á næsta ári. Landsþingiö hefur þó fyrirvara á þessari afstööu sinni og m.a. aö samningar vib ríkib og kennara hafi náöst fyrir árslok. . í ályktun þingsins er lögð þung áhersla á mikilvægi þess ab góð samstaða ríkis, sveitarfélaga og kennara náist um þessa þýöing- armiklu verkefnatilfærslu, sem mun e'fla sveitarstjórnarstigið og auka ábyrgð þess. Til að yfir- færslan geti komið til fram- kvæmda á næsta ári, telur þing- ið að það þurfi að nást fullt sam- komulag milli ríkis og sveitarfé- laga um flutning verkefna og tekjustofna til sveitarfélaga svo þau geti staðiö undir öllum þeim aukna kostnaði sem yfir- tökunni fylgir. Lögð er áhersla á að grunnskólanám allra barna verði tryggt og minnt á að markmiðið með flutningi grunnskólans til sveitarfélaga sé að bæta menntun grunnskóla- barna. Landsþingib telur einnig að vanda sveitarfélaga, sem yfirtaka hlutfallslega háan grunnskóla- kostnað miðað við tekjur, verði mætt meb jöfnunaraðgerðum. Jafnframt ab samkomulag náist á milli ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga kennara um kjara- og réttindamál kennara og þar er meðferð lífeyrisréttinda ekki undanskilin. í ályktun þingsins er lagt til að kjarasamningar viö kennara verði á einni hendi og ab Sam- band ísl. sveitarfélaga verði eflt fjárhagslega til að geta sinnt því verkefni, ásamt faglegri ráðgjöf til sveitarfélaga um málefni grunnskólans. Ennfremur bein- ir þingið því til sveitarfélaga í hverjum landshluta fyrir sig að þau komi sér saman um yfir- töku þeirra verkefna sem fræbsluskrifstofur eiga ab sinna samkvæmt lögum. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.