Tíminn - 03.09.1994, Blaðsíða 2
2
Wmáwu
Laugardagur 3. september 1994
Einar Svansson á Sauöárkróki sér ailt Noröurland fyrir sér sem miöstöö matvœlaiönaöar:
Það næst enginn
árangur í Rey k j a ví k
Matvælaibnabur er sú ibngrein
sem margir álíta ab eigi hvab
mesta sóknarmöguleika á ís-
landi. Fram hafa komib hug-
myndir um þróun matvælaibn-
abar víba á landinu. í Reykjavík
hefur verib unnib ab hugmynd-
um um sérstakan tæknigarb á
svibi matvælaibnabar og nýver-
ib samþykkti rikisstjórnin ab-
stob til uppbyggingar matvæla-
ibnabi í Eyjafirbi. Á Saubár-
króki hafa menn einnig velt
fyrir sér möguleikum á þessu
svibi og þar þykir mörgum sem
Skagfirbingar hafi allt sem til
þarf til ab verba framarlega á
þessu svibi. Einn þeirra sem
hefur látib í ljós áhuga á mat-
vælaibnabi í Skagafirbi er Einar
Svansson, framkvæmdastjóri
Fiskibjunnar Skagfirbings.
Einar hefur lengi verib þeirrar
skobunar að Skagfiröingar eigi að
huga að uppbyggingu matvæla-
iðnaðar. Tíminn spurði Einar
hvaba kosti Skagafjörður hefði
umfram önnur landssvæbi í
þessu samhengi.
„Það eru ekki margir staðir á
landinu sem eru meb öflugan
sjávarútveg, öflugan landbúnab
og öflugan iönab. Skagafjörður
og Eyjafjöröur eru tveir af fjórum
eba fimm svæðum landsins sem
uppfylla þessi skilyrði. Þegar ég
flutti til Saubárkróks árið 1981
var tvennt sem vakti sérstaka at-
hygli mína. Annars vegar hvab
það voru margar búöir hérna, en
þær voru þá 35, og hins vegar aö
sennilega væru abeins þrír eða
fjórir aðrir staöir á landinu þar
sem sjávarútvegur og landbúnab-
ur væru jafn sterkir. Þaö sama
gildir í Eyjafiröi og þar er aubvit-
aö allt í stærra sniöi, en hlutfall
þessara greina miðaö við mann-
afla er mjög svipað á þessum
tveimur stöðum. I mínum huga
hefur Sauðárkrókur því alltaf ver-
iö matvælasvæði og ég hef verið
þeirrar skoöunar að menn ættu
að nýta sér það á einhvern hátt."
— Mun uppbygging matvœlaiðnað-
ar í Eyjafirði draga úr möguleikum
Skagfirðinga á þessu sviði?
„Þetta er svipuð hugmynd og
verið er aö vinna að á Akureyri
núna en ég sé ekki að það þurfi að
minnka möguleika okkar. Þaö er
mjög gott fyrir okkur að fá t.d.
Háskólann á Akureyri sem vítam-
ínsprautu inn í þetta. Að mínu
áliti er hann sá aðili sem stendur
á bak viö þessar hugmyndir þar
og hefur átt mestan þátt í ab ná
þeim gegnum kerfib. Ég held að
það styrki okkur Skagfirðinga
líka, því í mínum huga er allt
Norburland eitt svæði og þróun á
einum stað hlýtur jafnframt ab
koma öðrum í fjórðungnum til
góða. Það verbur ab viðurkennast
að ef það er einhver staður á land-
inu sem liggur beint við að efla
matvælaibnað á, er það Eyjafjörð-
urinn. En í höfuðatriöum gildir
nákvæmlega það sama um Skaga-
fjörðinn nema hvað hér er allt
minna í sniöum. Ég held því að ef
þessi þróun verði í Eyjafirðinum
getum vib tekið þátt í því verk-
efni aö efla matvælaiðnaö á öllu
Norðurlandi. Hugsanlega getur
fjölbrautaskólinn hér tengst inn í
þetta og nemendur stundab und-
irbúningsnám hér áður en þeir
halda áfram í Háskólanum á Ak-
ureyri. Ég lít þannig ekki á Akur-
eyri sem neina ógnun við Sauðár-
krók eins og sumir halda kannski,
bæði á Akureyri og hér."
— Telurðu þá jafnvel vœnlegra fyr-
ir Skagfirðinga að sama þróun verði
í Eyjafirði?
„Eg held ab það sé miklu betra
fyrir okkur að byggja upp mat-
vælasvæði hér í tengslum við
Eyjafjörðinn og NÓrðurland í
heild en í samvinnu við Reykja-
vík. Þótt Reykvíkingum sé illa við
Einar Svansson
Tíminn
spyr...
að eitthvað flytjist út á land er al-
veg ljóst að Akureyri og Eyjafjörð-
urinn eru mjög sér á báti í þessu.
Það finnst hvergi á landsbyggð-
inni svagði sem er sterkara að
þessu leyti. Ég lít á það sem góða
stefnubreytingu í stjórnkerfinu
að það skuli vera samþykkt að
eitthvað sé flutt út á land og tel
að þetta sé vísir að einhverju
meiru sem geti komið bæbi Eyja-
fjarbarsvæðinu og öðrum svæb-
um í nágrenninu til góða. Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðarins
hefur unnib að hugmyndum um
matvælagarð í Reykjavík en það
næst oft enginn árangur í þessum
rannsóknarapparötum sem verið
er ab setja upp í Reykjavík. Það er
staöreynd, ab minnsta kosti hvað
varðar sjávarútveginn."
— Álíturðu þá að byggð í Skaga-
firði eigi eftir að eflast í framtíð-
inni?
„Þessi svæði sem eru sterk í mat-
vælagreinum hljóta að verða
vaxtarsvæöi í framtíðinni. Þá er
ég ekki að tala eingöngu um Eyja-
fjöröinn heldur líka önnur svæði
sem hafa sömu kosti eins og til
dæmis Skagafjörðinn. Það byggist
einfaldlega á því að ef menn ætla
að byggja upp þjónustu, rann-
sóknir eða menntun í kringum
þennan iðnaö verða að vera öflug
fyrirtæki á staðnum í þessum
greinum.
Hér í Skagafirði höfum við ýmis-
legt sem er ekki í Eyjafirði eins og
t.d. Bændaskólann á Hólum. Þar
er öflugt fiskeldi og miðstöð
rannsókna í silungseldi á land-
inu. Við höfum því einhver
tromp á hendi og verðum í fram-
tíðinni að auka samvinnu við
Eyjafjarðarsvæðið eins og hefur
verið ab gerast frá því að Háskól-
inn á Akureyri tók til starfa."
— Þú virðist líta á Háskólann á
Akureyri sem miðpunktitm íþessari
umrœðu.
„Ég tel að stofnun Háskólans á
Akureyri sé eitt mikilvægasta
skrefið sem stigið hefur verið í
skólamálum á íslandi í lengri
tíma. Það hefur orðið greinileg
breyting á Norburlandi frá því að
hann kom til. Hann hefur t.d.
virkað mjög hvetjandi til sam-
starfs milli abila, því menn hafa
verið að vinna að sameiginlegum
verkefnum í samvinnu vib Há-
skólann. Sá áhugi og kraftur sem
er í skólamönnum vib Háskólann
smitar út frá sér og er mjög fersk-
ur.
Hann er líka miklu nær atvinnu-
lífinu en við höfum séð áður án
þess að ég sé að kasta rýrð á Há-
skólann í Reykjavík. Þetta er ein-
mitt eins og við, sem erum í at-
vinnulífinu, vildum sjá þetta. Þá
er ég sérstaklega að tala um Sjáv-
arútvegsdeildina sem ég þekki
best til." ■
s
Arlega falla til um 900 tonn af landbúnaöarplasti sem þarfaö eyöa:
Umhverfisgjald á
landbúnabarplast?
Össur Skarphéöinsson um-
hverfisráðherra segir a& þab
velti á afstöðu Sambands ísl.
sveitarfélaga hvort lagt verði
á sérstakt umhverfisgjald við
kaup á landbúnaðarplasti,
eða sorphiröugjald verði
hækkað til að standa straum
Félag dagvörukaupmanna hef-
ur óskab eftir því að Sam-
keppnisstofnun skeri úr um
hvort mismunun á kjörum
ýmissa innflytjenda og iðnfyr-
irtækja gagnvart viðskiptavin-
um sínum standist ný sam-
keppnislög. Lögfræðingur fé-
lagsins afhenti Samkeppnis-
stofnun erindib í gær ásamt
af kostnaði við ab eyba því.
Ráðherra segir að hann muni
hlíta ákvörðun sambandsins
því honum sé sama hvor
leiðin verði farin. Hinsvegar
komi ekki til greina að ríkis-
valdið taki þátt í þessum
kostnaði.
gögnum sem Verðlagsnefnd
Félags dagvörukaupmanna
hefur safnað undanfarna mán-
uði. Mikill hiti er í dagvöru-
kaupmönnum vegna þessa
máls og líta þeir svo á að niður-
staða Samkeppnisráðs skipti
sköpum um þaö hvort minni
matvörukaupmenn geti haldið
áfram rekstri sínum. ■
Talið er að á hverju ári falli til
um 900 tonn af landbúnaðar-
plasti hérlendis, eða 700 tonn
af rúllubaggaplasti og 200
tonn af áburðarpokum. Á veg-
um umhverfisráðuneytisins
hefur um nokkurt skeib verib
unnið að athugun á því hvern-
ig hagkvæmast sé að standa að
eyðingu plastsins og hafa m.a.
ákveðnir aðilar lýst yfir áhuga
á að nýta þetta plast til endur-
vinnslu eða brenna því í sorp-
brennslu.
Á grundvelli tilraunaverkefn-
is sem unnið var á Suðurlandi
er talið að kostnaður vib að
safna saman öllu því landbún-
aðarplasti sem til fellur árlega
hérlendis og koma því á þann
stað sem því verður eytt eða
endurunnið, sé um 7-9 krón-
ur á kílóiö......... ■
Hiti í kaupmönnum
Talið er ab um 900 tonn af landbúnabarplasti falli til á ári og spurningin
er hvort umhverfisgjald verbi lagt á þab.
Prestvígsla í Dómkirkju
Prestvígsla verður í Dómkirkj-
unni á sunnudaginn. Þá mun
biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, vígja Carlos Ferre,
guðfræðing, til prestsþjónustu
í Kolfreyjustaðarprestakalli í
Austfjarðaprófastdæmi.
Vígsluvottar verba: séra Þor-
leifur Kjartan Kristmundsson,
fráfarandi sóknarprestur á Kol-
freyjustað, sem lýsir vígslunni,
séra Jóna Kristín Þorvaldsdótt-
ir, sóknarprestur .í Grindavík,
séra Hjalti Gubmundsson
dómkirkjuprestur er jafnframt
þjónar fyrir altari og séra Yrsa
Þórðardóttir sem er eiginkona
vígsluþega. Þetta er í fyrsta
sinn á Islandi sem kona er
vottur við vígslu eiginmanns
síns og finnast sennilega fá
dæmi um slíkt erlendis.
Dómkórinn syngur við at-
höfnina sem hefst kl. 10.30.