Tíminn - 03.09.1994, Page 3

Tíminn - 03.09.1994, Page 3
Laugardagur 3. september 1994 3 I t Börnum skjólstœöinga Félagsmálastofnunar Reykjavíkur fjölgaöi um 22% í fyrra í 3.000 börn: Um 13% allra 3—5 ára barna í skjóli Félagsmálastofnunar Rúmlega 3.000 börn bjuggu á heimilum skjóistæöinga Fé- lagsmálastofnunar Reykjavík- ur á síbasta ári og hafbi þá fjölgab um 22% frá árinu áb- ur. Þetta voru hátt í 12% allra barna í borginni, 16 ára og yngri (alls um 25.600) í fyrra. Hér eru þó ekki meðtalin börn þeirra skjólstæðinga stofnunar- innar sem búa einir, t.d. börn rúmlega 1.500 einhleypra karla í skjólstæðingahópi Félags- málastofnunar (nema að mæð- ur barnanna hafi einnig leitað aðstoðar). Af einhverjum ástæðum eru börn á leikskóla- aldrinum, þ.e. 3—5 ára, hlut- fallslega flest á vegum skjól- stæðinga stofnunarinnar. Rúm- lega 650 af börnunum voru á aldrinum 3—5 ára. En það eru um 13% af öllum þeim tæplega fimm þúsund börnum sem eru á þessum aldri í borginni. Af öðrum aldurshópum er hlutfallið aftur á móti svipað — t.d. 11,5% af öllum 0—2ja ára börnum, en einnig um 11% af 13—16 ára börnum. Þannig að lítið virðist draga úr vanda for- eldranna þótt börnin stálpist og þeir sleppi þar með við að borga stórfé fyrir barnagæslu. Um 160 þessara rúmlega 3.000 barna koma inn í skjólstæð- ingahóp stofnunarinnar á veg- um unglingadeildar (sem sér- staklega sinnir málefnum ung- linga eldri en 12 ára og fjöl- skyldna þeirra), en hin eru á framfæri fólks sem leitar til hverfaskrifstofanna. Skýrslur Félagsmálastofnunar benda til gífurlegs afkomumun- ar barnafólks eftir því hvort einn eða tveir fullorönir eru í forsvari heimilanna. Þannig búa yfir 60% þessara barna með einstæðum foreldrum sínum en innan við 40% á heimilum hjóna eða sambúðarfólks. Enda kemur í ljós að nærri þriðjungur allra (um 5.500) barna á vegum einstæðra for- eldra í borginni finnast í skjól- stæöingahópi Félagsmálastofn- unar, en innan við 6% af (rúm- lega 20 þúsund) börnum hjóna og sambúðarfólks. Skýrslur Hagstofunnar töldu 3.760 einstæða foreldra í Reykjavík á síðasta ári (þar af 206 einstæða feður). Af þeim nutu 1.170 aðstoðar Félags- málastofnunar í fyrra, eða 31%, og þar af voru um 750 sem fengu beina fjárhagsaðstoð, eða um fimmta hvert einstætt for- eldri í borginni. Ekki þarf mikla ómegð til að barnafjölskyldur þarfnist að- stoðar. Af rúmlega 1.800 barna- fjölskyldum í skjóli Félagsmála- stofnunar voru 860 aðeins með eitt barn á framfæri og rúmlega 500 með tvö börn. Alls 35 hjón voru með 4—5 börn á fram- færi og rúmlega 20 einstæðir foreldrar. Fjölskyldur með 6 börn á framfæri voru 3, hvar af tvær höfðu aðeins eina fyrir- vinnu. Drjúgur meirihluti þeirra sem Félagsmálastofnun liðsinnir eru samt barnlaust fólk; tæp- lega 200 barnlaus hjón og um 2.040 einhleypingar, auk skjól- stæðinga öldrunarþjónustu- deildar. ■ Náttúruverndarráö varar viö hugrjiyndum um virkjanir noröan Vatnajökuls: Víötæk umhverfisáhrif Náttúruverndarráð telur brýnt að fram fari ítarlegar rannsóknir á hugsanlegum umhverfisáhrif- um framkvæmda vegna virkj- ana norðan Vatnajökuls. Rætt var um skýrslu iðnaðar- ráðuneytisins „Virkjanir norðan Vatnajökuls" á fundum Nátt- úruverndarráðs í gær og í fyrra- dag. í fréttatilkynningu frá ráð- inu segir að framkvæmdir vegna slíkra virkjana muni hafa í för með sér meiri umhverfis- röskun en nokkur framkvæmd hér á landi hafi haft til þessa. Áhrifin muni ná til svæðis sem nái yfir fjórðung landsins. Þar á meðal séu stór friðlýst svæði og svæði á Náttúruminjaskrá. Umhverfisáhrifum vegna fyrir- hugaðra virkjana má skipta í nokkra flokka. í fyrsta lagi áhrif á einstök svæði. í öðru lagi áhrif á gróður, dýralíf og landslag á hálendi og í þriðja lagi áhrif sem stafa af breytingum á vatnafari og setburði. Síðast- nefndu áhrifin eru.lítt könnuð ennþá. Náttúruverndarráð bendir á að brýnt sé að virkjunarhugmynd- irnar og umhverfisáhrif þeirra verði kynnt fyrir almenningi .■ Af einhverjum ástœbum eru börn á leikskólaaldrinum, þ.e. 3—5 ára, hlutfallslega flest á vegum skjólstœbinga stofnunarinnar. Viörceöur eru víöa í gangi um sameiningu sveitarfélaga: Ovissan um Jöfnunarsjóð hefur hamlandi áhrif A tvinnuleysistrygg- ingasjóöur: Áfram- haldandi greibsl- um hafnað Sveitarfélögin hafna áfram- haldandi greiðsluþátttöku í Atvinnuleysis tryggingasjóð. í því sambandi er vísað til yfirlýsingar fjármálaráð- herra, félagsmálaráðherra og fulltrúa sambandsins frá því í des. í fyrra, þar sem ekki er gert ráb fyrir ab framhald verbi á greibslu sveitarfélaga í sjóðinn árib 1995. í ályktun um samstarf sveit- arfélaga og sjóðsins, sem sam- þykkt var á landsþingi Sam- bands ísl. sveitarfélaga, er hinsvegar lögð áhersla á að þegar greiðslum sveitarfélaga í sjóðinn lýkur í árslok, verði hluta af fjármunum hans áfram variö til að skapa at- vinnutækifæri fyrir atvinnu- lausa. Þá geti þau sveitarfélög, sem þess óska, haldið áfram samvinnu við sjóðinn um slík atvinnuskapandi verkefni. ■ Búist er vib ab sveitarfélögum kunni ab fækka enn frekar en orbib er og víba eru vibræbur í gangi um sameiningu sveitar- félaga. Hinsvegar hefur óviss- an um breyttar reglur Jöfnun- arsjóbs haft hamlandi áhrif á einstaka sameiningartilraun- ir. í skýrslu samráðsnefndar um sameiningu sveitarfélaga kemur m.a. fram að ekki er útilokað að sveitarfélög á noröanverðum Vestfjörðum kunni að samein- ast innan tíðar þegar norður- hlutinn verður orðinn að einu atvinnusvæði með tilkomu jarðganganna. Þá hafa viðræbur og skoðanakannanir um sam- einingu sveitarfélaga farið fram í Árnessýslu, á Héraði, í Skaga- firði, utanverðum Eyjafirði og við Öxarfjörb og Skjálfanda. Sömuleiðis er vibbúið að sveit- arfélögum við ísafjarðardjúp muni fækka á næstunni vegna þess að þau em undir tilskyldu íbúalágmarki. , Hinsvegar hefur óvissan um breyttar reglur Jöfnunarsjóbs sveitarfélaga haft þau áhrif að sameiningarviðræöum hefur verið slegib á frest á einu svæði, Húsavík og austur um Öxar- fjörð. Þab er vegna þess að út- reikningar benda til verulega lægri framlaga úr Jöfnunarsjóði að óbreyttum reglum. En nú- verandi reglur sjóösins virka fremur letjandi á sameiningu stærri sveitarfélaga en hvetjandi á sameiningu fámennari hreppa meb innan við 300 íbúa. Að mati nefndarinnar er brýnt aö létt verði sem fyrst allri óvissu um breyttar reglur Jöfn- unarsjóðsins, en endurskoðun á þeim hefur staðið yfir um nokk- urt skeib. En í tengslum við sameiningarátakið var því lýst yfir af hálfu ríkisstjórnar að reglum sjóðsins yrbi breytt þannig að þær virki hvetjandi á sameiningu stærri sveitarfélaga og að þær breytist síðan í sam- ræmi við færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. í samþykkt rík- isstjórnar var einnig fjallað um nauðsyn þess að styrkja sjóðinri tímabundið svo hann geti tekið þátt í því að jafna skuldastöðu Lögreglan á Subvesturlandi gengst fyrir sameiginlegu um- ferbarátaki þessa dagana í til- efni af því ab skólarnir eru ab hefja starf sitt. Sérstaklega er fylgst meb hraba ökutækja í grennd vib skóla og því ab ökumenn séu vel vakandi vib aksturinn. Ómar Smári Ármannsson ab- stoðaryfirlögregluþjónn . segir sveitarfélaga sem sameinast. Meðal annars meö því að greiða beinan kostnað við sameiningu og vib aðrar aðgerðir er tengjast sameiningu sveitarfélaga. ■ brýnt ab ökumenn hafi í huga að mörg barnanna séu að stíga sín fyrstu skref í umferðinni en jafnframt séu þau gjarnan með hugann við skólann frekar en umferðina. Ómar Smári vill einnig hvetja foreldra til aö fylgja börnum sínum í skólann fyrstu dagana og kenna þeim öruggustu leiðina á milli heim- ilis og skóla. ■ Árlegt umferöarátak lögreglunnar í byrjun skólaárs: Margir nýir í umferðinni

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.