Tíminn - 03.09.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.09.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. september 1994 W Pr y# 7. Kokkunum í Crillinu á Sögu, Karli Davíbssyni og Karli Ásgeirssyni, sýndist nýja íslenska kjötbókin hin áhugaverö- asta. Tímamynd C.S. íslenska kjötbókin, ný handbók fyrir kjötkaupendur komin út: Grunnurinn að staölaöri úrvinnslu á öllu kjöti „Eg vona að bókin geri viö- skipti meö kjöt bæbi einfald- ari og markvissari", sagöi Guðjón Þorkelsson, annar tveggja höfunda nýrrar hand- bókar fyrir kjötkaupendur sem heitir einfaldlega ís- lenska kjötbókin. Bókin hefur ab geyma margs konar upp- lýsingar um allar helstu kjöt- tegundir sem framleiddar eru á Islandi. Sérstakur kafli, meb miklum fjölda mynda, fjallar um hverja kjöttegund, allt frá gæðaflokkun heilla skrokka í sláturhúsi til algengustu kjöt- hluta í smásöluverslun. Mark- aðsnefnd landbúnaðarins átti frumkvæbi að útgáfu bókar- innar, sem á sér fyrirmyndir í öörum löndum. Talsmenn útgefenda, Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins, segja að með kjötbókinni sé í fyrsta sinn lagöur grunnur að staðlaðri úrvinnslu á öllu ís- lensku kjöti, allt frá sláturhúsi til neytenda, í þeim tilgangi að auka fræðslu og skapa vibmið fyrir markvissari viðskipti meb íslenskt kjöt. Með bókinni er m.a. reynt ab koma fastari skipan á nafngiftir ákveðinna hluta kjötskrokksins, meöal annars með myndum og lýsingum á öllum helstu vörum úr hráu kjöti sem í boði eru hér á landi (t.d. klumpur, innlæri, hryggsneiðar, lundir, mínútu- steikur, nautagúllas og svo framvegis). Staðsetningu á skrokk og úrvinnslu er lýst og hver vörutegund hefur fengib sitt tilvísunarnúmer sem hlýtur t.d. að auðvelda öll pöntunar- viðskipti. Meb bókinni er einn- ig lagður grunnur að stöðlun á samsetningu hakks, hamborg- ara og vinnslukjöts. í henni er einnig að finna töflur meb upp- lýsingum um efnasamsetningu (hlutfall próteins, fitu, steinefna og vatns m.a.), nýtingu (t.d. hlutfall beina úr mismunandi stykkjum), þyngd og hlutfall af- urða (slög geta t.d. verið allt frá 10% dilkaskrokks og upp í 18% af feitustu dilkunum, en þar á móti minnkar hlutfall beina talsvert). Þessar töflur byggja á verkefnum sem unnin hafa ver- ið á fæðudeild RALA á undan- förnum árum. Svo dæmi sé tekið af lambs- skrokk, þá kemur í ljós að eftir úrbeiningu verða eftir um 64—65% af beinlausu og fitu- snyrtu kjöti auks 3—6% af vinnsluefni. En fituafskurður og bein eru 32—33%, eða tæplega þribjungurinn af skrokknum. í þessari nýju bók er þannig margan fróðleik að finna; fyrir framleiðendur kjötsins, þá sem slátra gripunum, kjötvinnslu- fólkið, þá sem selja kjötið og þá sem kaupa þaö. Til að byrja með verður bókin eingöngu til sölu hjá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins og kostar þar 3.000 kr. án vsk. og þá væntanlega 3.420 kr. með vsk. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum ab ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntab starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Engjaborg v/Reyrengi, s. 879130 Funaborg v/Funafold, s. 879160 Hagaborg v/Fornhaga, s. 10268 Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860 Staðarborg v/Mosgerbi, s. 30345 Sæborg v/Starhaga, s. 623664 Vesturborg v/Hagamel, s. 22438 Ægisborg v/Ægissíðu, s. 14810 í 50% starf f.h.: Barónsborg v/Njálsgötu, s. 10196 Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290 í 50% starf e.h.: Brákarborg v/Brákarsund, s. 34748 Brekkuborg v/Hlíðarhús, s. 679380 Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860 Seijaborg v/Tungusel, s. 76680 Sæborg v/Starhaga, s. 623664 Ægisborg v/Ægissíðu, s. 14810 i Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Fréttir í vikulok Tveir menn létust í flugslysi Tveir menn úr Reykjavík létu lífið í hörmulegu flugslysi við Borgarnes sl. sunnudag. Þá hrapaði eins hreyfils Cessna vél þeirra á malarrif um 100 metra frá landi. Að sögn sjónarvotta virðist sem flugmaðurinn hafi verið ab klífa mjög hratt upp þegar vélin missti skyndilega afl og hrapabi niður. Fjöldi manns varð vitni að slysinu og dreif að lögreglu, sjálfboðaliða og björgunarsveitarmenn innan nokkurra mínútna. Mennirn- ir voru látnir þegar að var komið. Flest kynferbisafbrot á 8 ára telpum eöa yngri Félagsmálstofnun fékk til meðferðar 40 kynferðisafbrotamál gegn 50 börnum í fyrra. Þar voru 36 stúlkur og 14 drengir. Brotin voru langflest gegn 5-8 ára telpum eða 20 talsins. Að- eins 7 þessara mála voru kærð til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Lobdýrabændur auglýsa eftir fjár- festum Allt stefnir í lokun hjá tæpum helmingi viðskiptavina Fóður- stöðvar Suðurlands vegna skulda. Bankar neita að lána hærri afurðalán en skinnaverö er mun hærra nú en það var og hafa Ioödýrabændur auglýst eftir fjárfestum til að brúa bilið. Sumir loðdýrabændur ganga svo langt að segja að dýr þeirra drepist ef bankarnir muni ekki hækka lánin. Tap í sjávarútvegi eykst Úrvinnsla Þjóðhagsstofunar á ársreikningum bendir til þess ab sjávarútvegurinn tapi æ meir á meöan aðrir atvinnuvegir standi í stað eða auki hag sinn. Eigin fjárhlutfall sjávarútvegar- ins fór niður í 16,8 % sl. ár miðað viö 20,7 árið áður. Málefni fatlabra flutt frá ríki til sveitarfélaga I áfanga skýrslu samrábsnefndar um sameiningu seitarfélaga til félagsmálaráðherra er lagt til að málefni fatlaðara verði flutt frá ríki til sveitarfélags á næstu 4 árum ásamt rekstri grunnskólans. Samhliða verði sveitarfélögunum tryggðir nýir tekjustofnar. Foreldrar skólabarna vilja ekki lengja skólaárib Foreldrar telja ekki rétt að lengja skólaárið í 10 mánuði að óbreyttum forsendum. Þeir telja einsetinn skóla vera forgangs- verkefni og mótnæla því að fellt sé úr lögum ákvæði um há- markfjölda í bekkjardeildum. Makalausir sækja til Félagsmála- stofnunar Alls 1520 einhleypir karlmenn nutu abstoðar Félagsmálstofn- unar í fyrra. Þetta er um um 10% allra einhleypra karlmanna í Reykjavík undir 15 ára aldri. Um 80% af málum sem berast inn á borð Félagsmálastofnunar eru vegna „makalausra" en fólk í sambúð er með 20% hlutdeild. Þetta kemur fram í skýrslu Fé- lagsmálastofnunar. Aukin þjónustugjöld í heilbrigbis- kerfinu Búist er við aukinni greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðis- kerfinu. Hlutur sjúklinga í rekstri hefur vaxið ár frá ári og er nú 16,4%. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir að þetta hlut- fall muni enn hækka, þótt ekki sé sýnt að það verði á næsta ári. Hvalfjaröargöngin verba gerö Jarðgöngin fyrirhuguðu undir Hvalfjörö verða ab veruleika og er búið að opna tilboð í verkið. Göngin verba 5,8 km löng og munu stytta leiðina til Akureyrar um 60 km. Vonast er til ab göngin verði tilbúin á tveimur árum. Niðurstaða um tilbobin mun liggja fyrir 20. september. Nokkrir ferðaþjónustuaðilar í Hvalfirði eru mjög óhressir með þessa niðurstöðu og telja að ferðaþjónusta að vetrarlagi leggist aö mestu leyti niður. Utför Eiríks skipherra Útför Eiríks Kristóferssonar, fyrrverandi skipherra Landhelgis- gæslunnar, var gerð frá Hallgrímskirkju sl. þriðjudag. Mikiö fjölmenni var við athöfnina. Eiríkur var einn af máttarstólpum íslendinga í útfærslu landhelginnar í 12 mílur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.