Tíminn - 03.09.1994, Qupperneq 20
Vebrib í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær)
• Suburland til Vestfjarba og Su&vesturmib til Vestfjar&ami&a:
Su&læg átt, gola e&a kaldi og smáskúrir.
• Strandir og Nor&urland vestra, Nor&urland eystra, Nor&-
vesturmib og Norbausturmib: Hæg su&læg e&a breytileg átt og
léttskýjaö.
• Austurland a& Ciettingi og Austurmib: Hæg breytileg átt og
ví&ast léttskýjaö.
• Austfir&ir og Austfjar&amib: Hæg su&læg e&a breytileg átt og
skýja& me& köflum.
• Su&austurland og Su&austurmib: Hæg su&vestlæg átt og smá-
skúrir.
Leikskóladeild Heyrnleysingjaskólans flutt til Dag-
vistar barna meö einu pennastriki. Skólastjóri:
Veröa börnin
svipt málinu?
Skólastjóri Heyrnleysingja-
skólans hefur áhyggjur af því
hvernig máltöku heyrnar-
lausra barna verði háttab í
framtíöinni. Ástæöa þess er
ab í menntamálarábuneytinu
var tekin einhliba ákvörbun í
sumar um ab færa Leikskóla-
deild Heyrnleysingjaskólans
frá skólanum til Dagvistar
barna í Reykjavík.
Á Leikskóladeildinni hafa
heyrnarlaus börn átt öruggan
samastab allt frá eins til tveggja
ára aldri. Þar starfa sérmennt-
abir leikskólakennarar og þar
tileinka börnin sér táknmál,
þar sem fæst þeirra búa viö
táknmálsumhverfi á heimilum
sínum. Leikskóladeildin er því
ab mati Gunnars Salvarssonar
skólastjóra einn mikilvægasti
hlekkurinn í skólastarfinu.
Ákvöröun menntamálaráöu-
neytisins um ab færa leikskól-
ann undir stjórn Dagvistar
barna var tekin eftir aö skóla-
starfi lauk síöastliöið vor og átti
aö ganga í gildi 1. september,
þ.e. áður en kennsla hæfist aö
nýju í haust. Þar sem margt er
enn óljóst um hvernig starf-
seminni skuli háttaö hefur
flutningnum verib frestab til 1.
október. Öllu starfsfólki deild-
arinnar verður sagt upp þegar
af flutningnum veröur og boö-
in endurráðning á þeim kjör-
um sem Dagvist barna býöur.
Gunnar Salvarsson, skólastjóri
Heyrnleysingjaskólans, gagn-
rýnir mjög vinnulag ráöuneyt-
isins. „Þessi flýtir sætir mikilli
furöu. Svona hugmyndir á aö
ræöa heilt skólaár meb öllum
hlutaöeigandi aöilum og stefna
ab breytingu í byrjun næsta
skólaárs. í þessu tilfelli var
hvorki haft samráð viö okkur
né Dagvist barna áður en
ákvörðunin var tekin. Þær við-
ræöur voru teknar upp núna á
síðustu vikum og þetta átti síð-
an ab vera komið í framkvæmd
1. september. Svona vinnur
fólk einfaldlega ekki." Gunnar
segir aö starfsfólk skólans hafi
fariö fram á aö flutningnum
veröi frestað um eitt ár en ekki
fengið jákvæö svör viö því.
„Það hafa ekki fariö fram nein-
ar viðræður um innihald starf-
seminnar, þ.e. í hverju svona
þjónusta á aö vera fólgin. Það
er líka alls óvíst hvort eöa
hversu margt af starfsfólkinu
mun þiggja endurráöningu á
breyttum kjörum. Þaö eru í
stuttu máli sagt allt of margir
lausir endar á þessu máli sem
hefði þurft að vera búiö ab
hnýta áöur en ákvörðunin var
tekin."
Gunnar segir mikilvægt aö
starf leikskóladeildarinnar sé
sérstaklega miðað við þarfir
heyrnarlausra barna. „Vegna
þess hversu fá börnin eru óttast
ég að táknmálsumhverfinu,
sem er þeim nauðsynlegt, veröi
fórnaö fyrir meirihluta heyr-
andi barna sem koma þarna
inn. Ég lít svo á að þaö sé
skylda stjórnvalda aö sjá til þess
að börnin eignist mál. Viö er-
um ekki aöeins aö tala um mál,
heldur tæki einstaklingsins til
að hugsa og forsendur þess aö
hann þroskist vitrænt, félags-
lega og tilfinningalega. Þaö er í
raun óhugsandi í lok 20. aldar
aö börn veröi svipt því tækifæri
aö eignast mál, en það er þaö
sem ég óttast aö veröi gert." ■
Hæsta kaka á íslandi
Björg Kristín Sigþórsdóttir bakarameistari konditori œtlar ab gefa systur sinni, sem œtlar ab gifta sig í dag,
óvenjulega brúbkaupsgjöf. Cjöfin er hæsta brúbarterta sem bökub hefur veríb á íslandi, en stefnt er ab þvíab
hún verbi 2,4 metrar á hœb. Tertan verbur á 11 hœbum fagurlega skreytt hestvögnum og fleiru og fleiru. For-
vitnum gefst kostur á ab skoba herlegheitin íKringlunni ídag á milli 12:00 og 14:00. Á myninni má sjá Björgu,
lengst til vinstri, ásamt abstobarmönnum sínum, Önju Wiese og Rúnarí Felixsyni bakarameistara. vmamyndcs
Skógarþröstum og störrum fjölgaö stórlega meb allri skógrœktinni í Reykjavík á undanförn-
um árum, segir garbyrkjustjóri:
Rifs farib að teygja sig
upp úr lúpínubreibunum
„Eg held aö þaö sé bara gott
berjaár í borginni. Mér er sagt
aö þaö sé miklu meira af rifs-
berjum núna heldur en verib
hefur undanfarin ár og yllirinn
er alveg hlaöinn af berjum víb-
ast hvar", sagöi Jóhann Pálsson
garbyrkjustjóri í Reykjavík. En
Tíminn spuröi hann hvort nú
væri gott „garbaberjaár" í borg-
inni og jafnframt hvorir hafi
rétt fyrir sér; þeir sem kvarta
undan stööugt vaxandi sam-
keppni viö fuglana um berin
sín, eba hinir sem segja ab kett-
irnir séu aö flæma burt alla
fugla úr borginni.
Þjóöleikhúsiö:
Stál í Stál
Ekkert þokast í samkomulag-
sátt á sáttafundi í deilu tón-
listarmanna í Þjóöleikhúsinu
viö samninganefnd ríksins í
gær. Eftir fundinn hjá ríkis-
sáttasemjara þótti mönnum
einsýnt aö þaö þýddi ekkert
aö boöa til frekari samninga-
funda fyrr en eftir helgi.
Eins og kunnugt er þá kemur
boöab verkfall tónlistarmanna
viö Þjóðleikhúsib til fram-
kvæmda n.k. mánudag, 5. sept-
ember. Samninganefnd ríksins
telur hinsvegar ab ólöglega hafi
verið stabið aö boðun verkfalls-
ins og hefur vísaö málinu til Fé-
lagsdóms.
En það eru fleiri óánægöir meö
launin sín hjá Þjóöleikhúsinu
en lausráðnir tónlistarmenn
innan FÍH. Félagar í Þjóöleik-
húskórnum eru einnig afar
óhressir meö sín kjör og hafa
staöhæft aö þau hafi lækkab
töluvert frá því söngleikurinn
„My Fair Lady" var á fjölunum
fyrir tveimur árum. ■
Jóhanmegir aö þrátt fyrir katta-
fárið hafi skógarfuglum stórlega
fjölgaö í Reykjavík á síðustu ár-
um, samfara allri skógræktinni í
borginni.
Hann fræðir okkur líka á því aö
mikiö berjaát fuglanna hafi m.a. í
för meö sér aö þeir sái berjafræj-
unum út um hvippinn og hvapp-
inn. Þannig að trjálundir í út-
hverfum borgarinnar séu nú
orðnir fullir af rifsi. Og sama sé að
segja um lúpínubreiðurnar í
útjöðrum borgarinnar, aö mikiö
af rifsi sé nú að koma upp í þeim.
„Því rifsið er skógarplanta og
niöri í lúpínubreiðunum er um-
hverfi sem líkist skógarbotnin-
um, frjótt land og skyggt þannig
aö rifsiö klárar sig þar. Um leiö og
lúpínubreiöurnar fara abeins ab
hopa og úreldast þá rýkur rifsið
upp".
Jóhann segir mest bera á þessu
þar sem lúpínubreiöur em í ná-
munda viö garða, en telur vafalít-
iö ab viö eigum líka eftir komast í
„rifsberjamó" í Heiömörkina ábur
en langt um líður. Yllirinn eigi ef-
laust eftir aö bjóða upp á þaö líka.
En svo stutt er síöan farið var aö
rækta hann ab einhverju ráði og
hann fór aö gefa eitthvab af berj-
um, aö þess sé varla von aö hann
hafi ennþá fundist úti í náttúr-
unni. En fræplöntur finnist þegar
í görðum og mikið ræktuöum
skógarlundum.
„Berjaþjófana" segir Jóhann
fyrst og fremst skógarþröstinn og
starrann. Starrinn komi í heilum
flokkum, nánast eins og loftárás,
tíni og tíni og fari síðan á brott.
Jóhann segir skógarþröstinn hafa
veriö miklu sjaldgæfari í gamla
daga og starrinn hafi alveg bæst
við. Það séu aðeins um 30 ár síö-
an hans fór að verða vart aö ein-
hverju ráði hér í Reykjavík. Meö
allri trjáræktinni í borginni og
SVR í samkeppni viö sér-
leyfishafa?
Leigir út
vagna
Oddfellowmenn leggja í dag
land undir fót í á öörum tug
strætisvagna sem þeir hafa
tekið á leigu hjá SVR. Yfir-
mabur umferöardeildar SVR
segir ab sérleyfishafar hafi
ekki gert athugasemd viö
þessa aöferb SVR til aö ná sér í
aukatekjur.
Þórhallur Halldórsson yfir-
maöur umferðardeildar SVR
segir ab það hafi tíðkast árum
saman aö leigja út vagna. „Aö-
allega eru þaö skólar, aldraöir,
barnaheimili og félagasamtök
sem nota þessa þjónustu. Þetta
jókst í tíð SVR hf. en ég veit ekki
hvaö gerist núna því þab á eftir
að móta þá stefnu sem á aö ríkja
í framtíðinni." ■
skógræktarsvæðum í nágrenni
hennar hafi varpskilyröi fyrir
skógarfugla aukist mjög. Auönu-
titlingur sé enn einn skógarfugl-
inn, sem fjölgað hafi talsvert á
tímabili, en virðist nú hætt að
fjölga.
„Satt aö segja hef ég lítiö séö af
honum í sumar, því miöur, því
þetta er yndislega skemmtilegur
fugl og eina finkan sem hér hefur
veriö aö einhverju ráöi. Þetta eru
auövitaö mjög skemmtilegir gest-
ir sem gaman er að fá og því alveg
fórnandi í þá nokkrum berjum",
sagöi Jóhann gaiöyrkjustjóri. ■
BEINN SIMI
AFGREIÐSLU
TÍMANS ER
631 • 631