Tíminn - 06.09.1994, Qupperneq 5

Tíminn - 06.09.1994, Qupperneq 5
Þribjudagur 6. september 1994 5 BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Brögö aö því oð ný- búar í Svíþjóö, sem taka sœnsk lög og siöi framyfir siöi og reglur þjóöa sinna, sœti aökasti og jafn- vel ofsóknum af hálfu síns fólks Dómstólar nýbúa Sumir nýlega innfluttra þjóð- ernisminnihluta frá þribja heiminum í Svíþjóð hafa komið sér upp eigin dómstólum, einkum í félags- og fjölskyldu- málum. Þeir, sem ekki hlíta „ráb- leggingum" eða úrskurbum dómstóla þessara, sæta gjarnan hótunum, aðkasti og „öbrum refsingum" af hálfu fólks af sama þjóðerni, að sögn sænska blaðs- ins Svenska dagbladet. Sem dæmi um það segir blabib frá tyrkneskri konu, búsettri í einni af útborgum Stokkhólms, er sætti misþyrmingum og ásök- unum um framhjáhald af hálfu eiginmanns síns, sem einnig var tyrkneskur. Hún fór fram á skiln- ab og fékk hann, samkvæmt úr- skurði sænsks dómstóls. En eig- inmaður hennar vísaði málinu til „ráðs" Tyrkja búsettra þar í borgarhlutanum. Ráðib dæmdi úrskurð sænska kerfisins ógildan. Klámfengin bréf Undir það tóku Tyrkir í borgar- hlutanum sem einn mabur, einnig skyldmenni fráskildu konunnar. Eftir þetta sniðgengu þeir hana, virtu hana ekki viðlits. Nema hvað hún varð fyrir móbg- unum, aðkasti og beinum hótun- um. Æpt var ab henni á götu og henni bárust bréf með klám- fengnu orðbragði. Þessu lauk svo að hún féll saman og var lögð inn á geðlækningadeild sjúkra- húss eins. Riyadh Al-Baldawi, geðlæknir og yfirlæknir á Beckomberga- sjúkrahúsi, sem sjálfur er „in- vandrare" (innflytjandi, nýbúi), segir að nokkuð sé um að nýbúar séu lagðir inn á sjúkrahús af völdum úrskurða dómstóla af því tagi sem hér um ræðir. í dóm- stólum þessum eða ráðum sitja „öldungar" þjóðernishópsins, klerkar og aðrir áhrifamenn í hópnum. Meb eigin athugunum og fyrir- spurnum til starfsbræðra víða um land segist Al-Baldawi hafa komist að raun um að Assýringar, Sýrlendingar, Tyrkir, Arabar og ír- anar hafi slíka dómstóla. í tveim- ur fyrstnefndu hópunum eru kristnir menn frá Vestur-Asíu, í hinum múslímar. Nýbúi einn í Hallonbergen, út- borg frá Stokkhólmi, lenti í fyrra í deilum við landa sinn út af fjár- málum. Dómstóll þjóbernishóps þeirra dæmdi hann til að greiða hinum deiluaðilanum fjárhæð nokkra, að öðrum kosti myndi fólk hópsins hætta viðskiptum í verslun sem hann rak. Þar sem flestir viðskiptavina manns þessa voru landar hans, hefði slíkt haft í för með sér gjaldþrot fyrir hann. Ung kona tyrknesk í Södertalje var í ástarsambandi við sænskan pilt. Faðir hennar kærði hana fyr- ir það til dómstóls Tyrkja þar í borg. Hún var dæmd til að fara til Tyrklands og dveljast þar í marga mánuöi. Frá Múhameð til Lúthers Áður hafa orðið, bæði í Svíþjóð og víðar á Vesturlöndum, atvik sem benda til þess að múslímum sé einkar vibkvæmt mál ab þeirra kvenfólk labist ab innfæddum karlmönnum. Fyrir nokkrum ár- um varð hjónaband sænsks karl- manns og íslamskrar stúlku frá Bosníu fjölmiblamál nokkurt í Svíþjób. Ofan á hjónabandið hafði stúlkan ákvebið ab taka lút- herstrú, ekki af því að hún væri trúub með einu eða öðru móti, heldur til að leggja áherslu á rétt sinn sem einstaklings, sænskum lögum og siðum samkvæmt. Fjölskylda hennar tók þessu mjög illa og karlmenn fjölskyld- unnar réðust á mann hennar og misþyrmdu honum. Lögregla og félagsmálastofnanir Svíþjóðar segjast standa ráðafáar frammi fyrir vanda þessum. Sam- heldni þjóðernishópanna er mikil og kemur m.a. fram í því ab dómstólum þeirra og sérstaklega úrskurðum dómstóla þessara er haldið leyndum. Yfirvöld frétta yfirleitt ekkert af þessu fyrr en einhver hrynur saman sálrænt af völdum umræddra úrskurða og aðkasts og ofsókna í framhaldi af þeim. Áðurnefndur Al-Baldawi segir að sumt af þessu fólki þori ekki einu sinni að segja læknum allt af létta. Lögregla segir að út frá gildandi lögum sé erfitt að Þríöjaheimsfólk flyst til Vesturíanda fremur til aö hafa þaö betra en þaö haföi í ættlöndunum en til þess aö veröa Vesturíandamenn. gera nokkuð í slíkum málum, fyrr en fyrir liggi að fólk hafi orð- ið fyrir ótvíræbum hótunum eða misþyrmingum. Þá fyrst sé ljóst að hægt sé aö kæra málið til dómsmálakerfisins. Einn presta sýrlenska safnaðar- ins í Södertálje viðurkennir fyrir Svenska dagbladet að söfnuður- inn hafi sinn eigin dómstól, sem prestur kallar „fribarhóp". Dóm- stóll þessi hafi réttarhöld og haldi sig við reglur Biblíunnar, en einnig abrar reglur sem haldið sé leyndum. Ekki síst reyni dóm- stóll þessi að jafna ágreining milli hjóna. Leiði slíkur ágrein- ingur til skilnaðar, úrskurði dóm- stóllinn að eiginmaðurinn megi ganga í hjónaband aftur, en ekki eiginkonan. Haldið í hópsjálfsímynd Charles Westin, prófessor við Rannsóknastofnun Stokkhólms- háskóla um mál innflytjenda, segir þetta ástand stafa af því að fólk af hinum ýmsu innflytj- endaþjóðernum hafi safnast saman í vissum útborgum, sem minni á gettó. Það aðlagist því ekki sænska samfélaginu, heldur lifi áfram eftir siðum ættlanda sinna. Einstaklingar, sem kannski vilji rísa gegn þessu, eigi erfitt um vik. Stefna sænskra stjórnvalda hef- ur jafnan verið að koma í veg fyr- ir slíkar gettómyndanir, en ekki náð í því nema takmörkuðum ár- angri. Svíar og annað fólk af evr- ópskum uppruna forðast borgar- hluta þar sem mikið er um þriðjaheimsfólk og nýbúar frá þriðja heimi virðast flestir vilja búa innan um sitt fólk. Flest það fólk hefur komiö til Svíþjóbar til að hafa það betra en þab hafbi í ættlöndunum, en ekki af því að þab hafi áhuga á að verða Svíar. Ótti við að glata hópsjálfsímynd, sem nátengd er trú eða þjóðerni, virðist vera drjúg ástæða til þess ab nýbúar frá þriðja heimi streit- ast á móti aðlögun ab nýja sam- félaginu, hvort heldur er í Sví- þjóð eða annarstaðar í vestan- verðri Evrópu. Hér er um ab ræða þróun í þá átt að hinir ýmsu þjóbernishópar myndi eigin samfélög, er taki eigin lög og reglur fram yfir lög nýja landsins og myndi þar með ab vissu marki það sem kallað er „ríki í ríkinu". ■ Hvenær var Ynglingatal ort? Claus Krag: Ynglingatal og Yngllnga- saga. En studie i historiske kilder. 285 bls., Universitetsforlaget. Ynglingasaga Heimskringlu er byggð á Ynglingatali, eignuðu Þjóðólfi úr Hvini. „Upphaf Yng- lingatals mun glatað. Má heita óhugsanlegt, að kvæðið hafi í öndverbu hafist með fyrstu vís- unni, sem Hkr. færir til og segir frá Fjölni." Svo farast Bjarna Ab- albjarnarsyni orð í formála út- gáfu sinnar á Heimskringlu (ís- lensk fornrit, 1941, bls. xxxi). Merkur norskur sagnfræðingur og málfræðingur, Claus Krag, birti 1992 bók um Ynglingatal, en um hana sagði í ritdómi í Historisk Tidsskrift, 2. hefti 1993: „í umfjöllun þessari fær- ist (Krag) í fang gagnrýna sögu- lega athugun á Ynglingatali, kvæbi sem að hans mati kann að vera merkust einstök heim- ild um sögu Noregs fyrir 1000 ... Claus Krag er þannig fyrsti sagnfræbingurinn í nær hundr- Fréttir af bókum að ár, sem leggur Ynglingatal fyrir sig. Með rýningu Ynglinga- tals og annars hlutgengs texta reynlr hann að ganga úr skugga um, hve traust sé sú viðtekna aldursákvörðun, að kvæbið sé frá lokum 8. aldar (eða upphafi 9. aldar). Þá vakna líka sjálfkrafa spurningar um þá hefb að kenna þab Þjóðólfi úr Hvini." „í upphafi sækja öðru fremur að Krag efasemdir, í sönnum anda Lauritz Weibull, um hina hefðbundnu aldursákvörðun Ynglingatals. Fyrir lesendur set- ur hann í sagnfræðilegum for- mála sínum fram öndverða skoðun: Ynglingatal er ekki verk Þjóbólfs úr Hvini, satt að segja alls ekki skáldakvæði frá víkingaöld, heldur samantekt (produkt) íslenskra lærdóms- manna kringum 1100, upp- runnið í umhverfi því sem mót- aði afstöðu íslendingasagna til Ynglinga." „Krag gerir skilmerkilega grein fyrir umræðum um aldur kvæb- isins í hinum sagnfræðilega 1. kapítula sínum: Sophus Bugge taldi kvæðið vera frá síöari hluta 9. aldar, en Finnur Jóns- son og Gustav Storm færðu hann óðar til rétts vegar og nokkru síöar sonur hans, Aleks- ander Bugge. ... Samt sem ábur gekk Gustav Neckel 1908 skrefi lengra en Sophus Bugge og dró þær hinar sömu ályktanir og Krag setur nú fram... í hinu mikla verki sínu, Studier över Ynglingatal, sem út kom 1939, tók sænski málfræðingurinn Walther Akerlund röksemdir Neckels til meöferðar auk ann- arra og komst að þeirri niður- stöbu, að Ynglingatal væri ekta skáldakvæöi frá öndverðri vík- ingaöld." „Enginn getur vænst augljósr- ar tímabrenglunar (anakron- isme) í kvæði, sem merkir fræöi- menn hafa fínkembt í meira en hundraö ár, án þess að festa á þeim sjónir.... Getið skal einnar þeirra fjögurra tímabrenglana, sem Krag reynir að sýna fram á, „eldsins og höfuðefnanna fjög- urra" (bls. 47, nmgr.): Af mörg- um kenningum um eld í Yng- lingatali verður Krag starsýnt á tvær „ættliða" umskriftir, saevar niör og Fomljóts sonr. Eftir langa og skarplega röksemdafærslu ... þykir honum „nær einsýnt", ab Fornljótr standi fyrir fjórðu höf- ubskepnuna, jörð. Og Krag klykkir út á því, að öll ættartala Fornljóts sé óhugsanleg án bak- sviðs hinnar kristnu kenningar um höfuðskepnurnar fjórar, „sem farið var ab breiða út á ís- landi og á Norðurlöndum í lok 11. aldar og á fyrstu áratugum 12. aldar (bls. 58)."

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.