Tíminn - 06.09.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.09.1994, Blaðsíða 7
isaniajqa. ,o luysD-Jio Þribjudagur 6. september 1994 Nú er mótavertíðin á enda hjá hestamönnum þetta áriö. Oft vill svo verða á landsmótsári að önnur mót falla í skugga þess. Aðsókn að héraðs- mótum var léleg í ár, ef Kaldár- melar eru undanskildir. íslands- mótið í hestaíþróttum, sem fram fór í Kópavogi, hefði mátt fá mun meiri aðsókn. Það mót fór vel fram og var Hestamanna- félaginu Gusti til sóma. Aðsókn að mótunum leiðir hugann að því hvort ekki þurfi að taka mótahaldið til endurskoðunar. Reyndar hefur þab oft borið í orð innan Landssambandsins án þess ab það leiddi til nokkurr- ar niðurstöðu. Til að koma þessu máli í um- ræðu, set ég hér fram hugmynd- ir að breyttu fyrirkomulagi. Breytingin varðar ekki dagskrá mótanna, heldur heildarskipu- lag fyrir landið. Landinu skipt í 6 svæbi Gert er ráð fyrir því að landinu sé skipt í 6 svæði. Á hverju svæði sé aðstaða fyrir stórmót (eins og síðsumarsmótin hafa verið köll- uð). Svæðin verða þessi: 1. Vest- urland-Vestfirðir meb móts- svæði á Kaldármelum. 2. Norð- urland vestra með mótssvæði á Vindheimamelum. 3. Noröur- land eystra með mótssvæði á Melgerðismelum. 4. Austurland með mótssvæði á Stekkhólma. 5. Suðurland með mótssvæði á Gaddstaðaflötum. 6. Reykjavík og Reykjanes með mótssvæði í Víðidal. Árlega yrðu haldin mót á þess- um svæðum og félögin fengju rétt til þátttöku eftir úrtöku í heimafélagi. Ákveðinn yrði há- marksfjöldi þátttakenda í hverri grein. Kappreiðar yrðu á öllum mótunum og væru þær opnar og með álitlegum peningaverð- launum. Þannig gætu menn tek- ið þátt í kappreiðum margar helgar sumarsins. Athuga þyrfti að fá fyrirtæki til að standa und- ir verðlaunum og koma jafn- framt á veðbanka. Kynbótahross kæmu fram á þessum mótum og hefðu þau verið forskoðuð áður og þá full byggingardæmd, en endanlegur hæfileikadómur yrði á mótinu. Mótin hefjist fyrr Þessi mót gætu hafist snemma vors og yrði þá byrjað á móti á svæði 6, Reykjavík og Reykjanes. Þetta yrði fyrsta stórmót hvers sumars og því yrði samfara stór kynbótasýning, einkum hvað stóðhesta varðar. Þetta mót yrbi haldið fyrstu helgi í júní. Næsta mót yrði á svæði 5, Suburland, og yrði haldið aðra helgi í júní. Þriðja mótib yrði á svæði 1, Vesturland-Vestfirðir, þriðju helgi í júní. Fjórða mótið yrði á svæði 2, Norðurland vestra, fyrstu helgi í júlí. Fimmta mótið yrbi á svæbi 3, Norðurland eystra, aðra helgi í júlí og síðasta mótib yrði á svæði 4, Austur- land, þriðju helgi í júlí. Úrtaka félaganna þyrfti að sjálfsögðu að fara fram fyrir hvert mót. ís- landsmótið í hestaíþróttum færi svo fram að þessari mótalotu lokinni síðustu helgi í júlí. Á- gústmánuð væri svo hægt að nota í íþróttamót og frjáls fé- lagamót. Mótanefnd LH myndi ekki raða öðrum mótum niður og félögunum því frjálst hvenær þau héldu sín félagsmót. Hér- aðssýningar myndu halda sinni stöðu, en vera þó samferða stór- mótunum eftir því sem hægt yrði. Hvab meb landsmót? ■Auövitab eF hægt að hugsa sér íjljvjti*, t i * * 7 ■ :: : ■ Breytt skipulag í mótamálum abra niðurröðun mótanna, en með þessu fyrirkomulagi er gert ráð fyrir að fjórðungsmótin féllu niður. Landsmótin yrðu svo haldin fjórða hvert ár til skiptis á Suður- og Norðurlandi. Að mótinu á Norðurlandi myndu standa svæði 1, 2 og 3, en að mótinu á Suðurlandi svæbi 4, 5 og 6. Landsmótin yrbu haldin um sömu helgi og verið hefur og yrði þá að hnika stórmótum til Höfub 6,5 og’lœgra: -Mjög gróft og hlutfallslega stórt höfuð. -Mjög slæm eyrnastaða og illa gerð eyru. -Mikið frávik frá beinni neflínu. -Mikill ófríðleiki. Einkunnin 6,5 eða lægra er gefin ef einn ofantalinna galla lýta höfuðiö í afar ríkum mæli en fátt prýðir. Einnig gæti einkunn á þessu bili komið til þótt gallarnir séu ekki í afar ríkum mæli hver og einn, séu þeir fleiri en einn og fátt prýði, sjá einnig upptalningu við einkunn 7,0. 7.0: -Ófrítt svipljótt höfuð. -Þungt (holdugt) höfuð. -Djúpir, þykkir kjálkar. -Smá augu sem sitja djúpt. -Slæm eyrnastaða. -Nokkurt frá vik frá beinni neflínu. -Mjög stutt munnvik. Sambærilegar reglur gilda um einn galla eða fleiri og lýst var hér ab ofan (einkunn 6,5 eða lægra). 7.5; -Þokkalegt gallalítið höfuð, hvergi gott. -Góbir þættir í höfuðgerðinni geta vegið upp nokkur lýti. 8.0: -Myndarlegt höfuð, svipmikið, má vera nokkuð gróft eba hlutfallslega stórt ef það er að öðru leyti gallalítið. -Svipgott höfuð, gallalítið. -Mjög frítt höfuð, en með einhvern galla í talsverðum mæli. 8.5: -Mjög myndarlegt, svipmikið höfuð. -Frítt, fínlegt höfuð. 9.0: -Frítt og fínlegt, gallalaust höfuð. 9,5-10: -Mjög frítt og fínlegt höfuð: Eyrun þunn og fínleg, hæfilega lokuð og vel sett. Stórt, opið og næmt auga og falleg augnaumgjörb. Húðin þunn og fínhærð. Kjálkarnir þunnir og hæfilega grunnir og góð gleidd á milli þeirra. Neflína bein og nasir flenntar. HEJTA- MOT lýARI ARNORS- SON það árið eba ef til vill að fella þau niður í þeim landshluta sem landsmótib yrði hverju sinni. Hér er um róttækar breytingar að ræða og settar fram til þess að koma málinu í almenna um- ræðu. Þetta er líka sett fram til ab byggja upp stærri heildir, sem gæti leitt til sameininga á félög- um, sem myndu þá starfa deild- skipt. Þátturinn „Hestamót" er opinn fyrir skoðanaskiptum um þessi mál. ■ KYNBÓTAHORNIÐ Hvab er á bakvib tölurnar? Þegar hross koma í dóm, velta menn oft fyrir sér hvað sé á bak- við þær tölur sem hrossin fá, hvort heldur er fyrir sköpulag eða hæfileika. Árið 1992 kom út bókin Kynbótadómar og sýning- ar, sem Búnaðarfélag Islands - hrossaræktin gaf út. Þar er fjallað um framkvæmd kynbótadóma og sýninga, auk þess sem stigun- arkvarði einstaklingsdóma er birtur, en hann hefur hlotið endanlegt samþykki Hrossarækt- arnefndar Búnaðarfélags íslands. Þátturinn hefur fengið leyfi höf- undar bókarinnar, Kristins Hugasonar, til að birta valda kafla úr henni. Bókin skiptist í þrjá meginkafla: I. Framkvæmd kynbótadóma og sýninga. II. Stigunarkvarði einstaklings- dóma. III. Einkunnir og verðlaunastig. Hvab er dæmt? Þeir eiginleikar, sem dæmdir em í byggingardómi, em: Höfuð, Háls, herðar og bógar, Bak og lend, Samræmi, Fótagerð, Rétt- leiki og Hófar. Eiginleikar í hæfi- leikadómi em: Tölt, Brokk, Skeið, Stökk, Vilji, Geðslag og Fegurð í reið. Það er naubsynlegt fyrir alla þá, sem fást við ræktun, að eignast þessa bók. Þátturinn „Hestamót" mun framvegis verða með þátt sem nefnist Kynbótahornið. í Kynbótahorninu munu birtast í næstu blöbum stigunarkvarðar hinna ýmsu eiginleika. í þessum þætti verður f jallað um stigunarkvarba fyrir höfuð. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.