Tíminn - 06.09.1994, Qupperneq 10
io ISmwim
j 80 ára:
Asgeir Bjamason
fyrrverandi alþingismabur, Ásgarbi
Fyrir ne&an túnib í Ásgarbi er —- óþarfur, því þau tóku mér
allstór stapi, sem talinn er bú-
staður huldufólks. Þab er göm-
ul þjó&trú að ganga á Ásgarðs-
stapa eftir vissum settum regl-
um gefi óskum bornum upp á
stapanum byr til farsældar.
Hvað sem þessari þjóðtrú líð-
ur, hefur starfsferill afmælis-
barnsins verið farsæll og má
með sanni segja að hann hafi
verið óskabarn sinnar sveitar.
En farsæl lífsganga hefur verið
erilsöm, því að á hans herðar
hafa lagst ótrúlega margvísleg
skyldustörf. Auk þess ab vera
stórbóndi, póst- og símstöðv-
arstjóri, hreppstjóri, sýslu-
nefndarmaður og í fram-
kvæmdanefndum fyrir flestar
framkvæmdir í héraöinu, var
Ásgeir þingmaður Dalamanna
1949-1959 og þingmaður
Vesturlands frá 1959-1978. Á
löngum þingferli sínum
gegndi hann ótal trúnaðar-
störfum, var m.a. forseti Sam-
einaðs þings um tíma, í Norð-
urlandaráði, í stjórn Búnaðar-
bankans, í Rannsóknaráði, svo
ekki séu nefnd þau fjölmörgu
störf sem hann innti af hendi
fyrir bændasamtökin.
Af þessari upptalningu, sem
hvergi er tæmandi, gæti
ókunnugur gert sér í hugar-
lund að Ásgeir hafi sóst eftir
völdum, en svo er ekki. Hann
ARNAÐ HEILLA
er einfaldlega yfirburðamaður
og þess vegna þótti mönnum
sem málum væri ekki vel fyrir
komið nema Ásgeir stæði í
stafni. Maður á borð við hann
er stór af sjálfum sér og verk-
um sínum. Sjálfur er hann lít-
illátur og hógvær, en það sem
gerir hann jafn töfrandi og
raun ber vitni er yfirvegun
hans, rósemi og kímnin sem
aldrei er langt undan. Hann er
öfundsverbur, ekki fyrir þab að
hafa safnað auöi sem mölur og
ryð fær grandað, heldur fyrir
þab sem meira er og gulli
betra, góban orðstír.
Frá því ég man fyrst eftir að
hafa lagt eyrun við stjórn-
málaumræðu hef ég ávallt
heyrt talað um afmælisbarnið
með sérstakri virðingu og
hlýju. Það eru ekki mörg ár
síðan ég kynntist honum per-
sónulega. Það var ekki fyrr en í
kosningabaráttu fyrir tæpum
fjórum árum. Þá bankaði ég
fyrst upp á í Ásgarbi, satt að
segja örlítið kvíðin; hvernig
skyldi þessi reyndi heiðurs-
maður taka á móti konu sunn-
an af Skaga, sem var að stíga
sín fyrstu spor sem frambjóð-
andi til Alþingis. Kvíðinn var
opnum örmum, hjonin í As-
garði. Kvöldstundin hjá þeim
var ljósasti punkturinn í kosn-
ingabaráttunni. Þá og oft síð-
an hef ég þegið veislu í Ásgarði
og þegið um leið holl ráð af
vitrum vörum húsbænda og
fróðleik frá libinni tíð. Ásgeir
var vel undir lífsbaráttuna bú-
inn, sprottinn úr jarðvegi sem
er í jafnvægi við lífið og tilver-
una. Hann fékk hagnýta
menntun hérlendis og erlend-
is, sem nýttist honum vel.
Ásgeir er fæddur í Ásgarði,
Hvammssveit í Dalasýslu, 6.
sept. 1914. Foreldrar hans
voru Bjarni Jensson hrepp-
stjóri, fæddur árið 1865, dáinn
árið 1942, og Salbjörg Jónea
Ásgeirsdóttir ljósmóðir, fædd
1871, dáin 1931.
Með fyrri konu sinni, Emmu
Benediktsdóttur, átti Ásgeir
tvo syni: Bjarna, bónda í Ás-
garði, hann er kvæntur Ásdísi
Erlu Ólafsdóttur; og Benedikt,
prófessor í félagsvísindum,
hann vinnur hjá utanríkis-
ráðuneytinu. Ásgeir missti
Emmu þegar drengirnir voru
barnungir.
í yfir 40 ár hafa þau Ásgeir og
Ingibjörg Sigurðardóttir verið
gift. Þau eru samhent og þarf
ekki ab hafa auðugt ímyndun-
arafl til að sjá að án hennar
hefði afmælisbarnið ekki tekið
að sér þau fjölmörgu störf sem
hann sinnti. Í Ásgarð hafa
margir átt erindi. Þótt Ásgeir
hafi fyrir nokkuö löngu dregið
sig út úr skarkala stjórnmál-
anna, er mjög gestkvæmt á
hans heimili. Það er eitthvað
sérstaklega gott sem fylgir
bændahöfðingjanum Ásgeiri.
Maður hefur þab jafnvel á til-
finningunni, þegar gengið er
út úr húsinu í Ásgarði, að gest-
um fylgi farsæll byr, eins og
þjóðtrúin segir um stapann
góba í túninu í Ásgarði.
Kæri Ásgeir. Með þakklátum
huga sendi ég þér og fjöl-
skyldu þinni innilegar ham-
ingjuóskir í tilefni dagsins.
Megi guð og gæfan fylgja ykk-
*ur um ókomin ár.
íngibjörg Pálmadóttir
Ásgeir Bjarnason í Ásgarði,
fyrrverandi forseti Sameinaðs
Alþingis og formaður Búnað-
arfélags íslands, er áttræður í
Björn Einarsson
Björn Einarsson fæddist í
Óspaksstaðaseli 28. desember
1918. Hann lést á Borgarspítal-
anum þann 27. ágúst s.l. og
hafði þá átt við vanheilsu aö
stríba hin síbustu misseri æv-
innar. Foreldrar hans voru
hjónin Pálína Björnsdóttir og
Einar Elíesersson frá Óspaks-
staðaseli. Þar voru þau að hluta
til alin upp og þar bjuggu þau
líka sína stuttu búskapartíö.
Systkinin voru sjö: Þuríður,
hún dó 1932, 15 ára gömul;
Björn, Halla Inga, Jónas, Ingi-
mar, Ingibjörg og Ingvar; þau
tvö síðastnefndu dóu í frum-
bernsku. Björn kvæntist
Gertrud Einarsson 21. janúar
1950. Hún kom frá Þýskalandi
vorið 1949. Þeim varð ekki
barna auðið. Þeirra heimili hef-
ur alla tíð verið í Reykjavík.
Björn var í vinnumennsku í
Hrútafirði á sínum yngri árum,
en byrjaði hjá Vegagerð ríkis-
ins 1940 og vann þar það sem
eftir var starfsævinnar. Vann
hann á jarðýtum víða um land,
en síðustu árin vann hann í
Áhaldahúsi Vegagerðarinnar í
Borgartúni í Reykjavík.
Minningar okkar um Bjössa
frænda eru mjög ánægjulegar.
Þab var tilhlökkunarefni hjá
okkur systkinunum, þegar von
var á Bjössa og Trúll í heim-
sókn til Borðeyrar. Þau voru þá
að koma í heimsókn til ætt-
ingjanna á Borðeyri, Einars afa
og Siggu Ellu systur hans, og
gistu þá ævinlega hjá okkur.
Það var gaman að fá þau norð-
ur, því Bjössi var svo iðinn við
að spjalla við okkur krakkana
og ennþá duglegri við ab stríða
okkur á sinn góölátlega hátt.
Og hvab er skemmtilegra ab
áliti barna en frændi sem
t MINNING
nennir að atast í þeim. Svo
komu þau hjónin ævinlega
með eitthvert góðgæti, ávexti
og sælgæti, úr Reykjavíkinni,
sem við sveitakrakkarnir höfð-
um jafnvel ékki smakkað fyrr.
Eins var alltaf gaman að koma
til Bjössa og Trúll í stóra húsiö
þeirra í Laugalæknum, en
þangaö vorum við oft boðin ef
við vorum á ferðinni í Reykja-
vík. Og veitingarnar, sem þau
buðu uppá, þær voru ekki af
verri endanum, bæði góbar og
rausnarlegar. Eftir vel úti látið
matarboð rölti Bjössi svo með
okkur systkinin í ísbúðina hin-
um megin við götuna og bauð
öllum upp á ís. Við í spariföt-
unum, því að sjálfsögðu vorum
við í sparifötunum í Reykjavík-
urferðum. Þótti okkur mikið til
þessa koma.
Vib þökkum Bjössa frænda
fyrir vinsemdina og glettnina
og vottum Trúll samúð okkar.
Systumar frá Borðeyri
Við systkinin ólumst upp á af-
skekktum bæ, Óspaksstaðaseli,
fremsta býli við Hrútafjarðará,
hjá foreldrum okkar og föbur-
ömmu.
Bróðir minn fór strax ab
vinna sem barn að aldri. Man
ég hann fara með heybandslest
af engjum heima í Óspaks-
staðaseli og vissi ég að slíkt hið
sama gerbi hann á næsta bæ
vegna vinnuskipta. Vel má
vera að bróður mínum hafi
tæplega tekist að jafna þá ná-
grannahjálpsemi sem við nut-
um, en víst er að viljann átti
hann nógan.
Innan við fermingu flutti
hann úr kaupstað á tveimur
reibingshestum slátur og ann-
að sem meb þurfti. Farið var
fetiö, því myrkt var orðið þar
sem leiðin lá fram bakkana
austan megin Hrútafjarðarár.
Hann lagði af mörkum mikið
starf sem barn og unglingur til
hjálpar heimilinu, sem kom
okkur systkinunum til góba
sem yngri vorum. Glaösinna
og smáhrekkjóttur við mig,
Jonna bróður, sem fylgdi hon-
um til kinda eða með hross í
haga.
Vorið 1935 flytjumst viö öll
frá Óspaksstaðaseli. Bjössi er þá
á sautjánda ári. Hann skilur al-
eiguna eftir frammi á dalnum,
veturgamla gimbur, stóra og
gula á lagðinn. Hann vistast
hjá móðursystur okkar Guð-
rúnu og manni hennar Gub-
birni, sem bjuggu þá á Kol-
beinsá í Bæjarhreppi. Síðan fór
hann til systkinanna Guðrún-
ar, Jóns og Guölaugar, sem þá
bjuggu að Bæ og síðan á Valda-
steinsstöðum.
Árib 1940 verða þáttaskil í
ævi Bjössa. Hann ræðst í vinnu
til Vegageröar ríkisins og var
vegagerðarmaður í rúmlega 50
ár. Dagur var ab kveldi kom-
inn, þegar hann kvaddi vinnu-
félagana í Áhaldahúsi Vega-
gerðarinnar í Borgartúni.
Vorið 1940 eða litlu síðar er
hann farinn norbur á Stóra-
Vatnsskarð í fjölmennan
vinnuflokk, er Jóhann Hjör-
leifsson stjórnaði. Hef ég það
fyrir satt ab fyrstu jarðýtunni,
sem Vegagerðin keypti og not-
ub var við vegalagninguna,
hafi Bjössi stjórnab fyrir norö-
an.
Mestur hluti starfsins um
langa ævi var á ýtum Vegagerö-
arinnar, mismunandi aö stærb
og útbúnaði. Heyrnarhlífar
voru í fyrstu óþekktar. Varla
hefur miðstöb til upphitunar
verið í fyrstu ýtunni. Þessi tæki
endastungust og hjuggu á mis-
jöfnu landi. Ekkert fjaðraði til
að draga úr ójöfnunum. Bjössi
vann víða hjá Vegagerðinni við
að ýta upp vegum, á Norður-
landi, Hellisheiði, en síðasta
stórverkib sem hann vann við,
var vegur yfir Skeiðarársand.
Eitt sinn vann hann að vegi á
vestanverbu Vatnsnesinu. Verk-
stjóri hans var Friðrik Hansson,
Saubárkróki. Hann er þekktur
meðal annars fyrir ljóðagerð.
Eitt sumarkveld um helgi biður
Friðrik Bjössa að aka sér á jepp-
anum hans út aö Hindisvík, því
sig langi til að hitta að máli sr.
Sigurð Norland. Jú, þaö var vel-
komið. Fyrir ofan túngarð
stoppar Bjössi bílinn og býst til
að bíða eftir verkstjóra sínum.
Sennilegt er að Friðrik hafi skil-
ið verkstjóratitilinn eftir í sæti
sínu, en skáldið Friðrik gengur
heim tröðina að Hindisvík. Sól-
in er að síga í hafið. Húnafló-
inn glitrar mismunandi sterk-
um litum. Bjössi syngur með
sinni viðfelldnu dimmu röddu
kvæði skáldsins, sem nýverið
var genginn til stofu í Hindis-
vík:
Ætti ég hörpu hljómaþýða,
hreitia, mjúka gígjustrengi,
til þín myndu lög mín líða,
leita þín er einn éggengi....
Prestinum, sem einnig lágu
Ijóð á tungu, og Friðriki hafði
orðið skrafdrjúgt, með veig í
glösum, skáldum samboðin.
Við sólris nýs dags snúa þeir fé-
lagar heim í hin hvítu tjöld,
sem stóðu í beinni röð og snéru
öll dyrum til sömu áttar. Þetta
sumar var eiginkona Björns,
Gertrud Einarsson, ráðskona í
vegavinnuflokknum.
Nú skal litib til baka til vors-
ins 1949. Þá kom hópur af
þýsku æskufólki hingað til ís-.
' “ í 1 • V.'J/cjbk 3 íújpeb'uiórW
Þribjudagur 6. september 1994
dag. Ég heyrði Ásgeirs fyrst
getið fyrir kosningarnar til Al-
þingis árið 1949. Framsóknar-
flokkurinn hafði þá fengið
hann í framboð í heimahéraði
gegn þáverandi þingmanni
Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini
Þorsteinssyni sýslumanni. Var
því ljóst að kosningaúrslit
yrðu tvísýn, en þeir, sem best
þekktu til, sögðu ab Ásgeir
væri sá eini sem fellt gæti Þor-
stein. Niðurstaðan varð líka sú
og sýnir það traustið, sem
Dalamenn báru til unga bónd-
ans í Ásgarði. Hann hafði þá
tekið þar við búi af föbur sín-
um, bændahöfðingjanum
þjóðkunna Bjarna Jenssyni í
Ásgarði, eftir að hafa aflab sér
búfræðimenntunar innan
lands og utan.
Það hefur verið mikið, sem
Ásgeir lagði á sig fyrir sýslunga
sína og Framsóknarflokkinn,
þegar hann tók að sér að
gegna þingmennsku. Það var
mikil röskun á starfi bóndans
að verða að hverfa frá búi
marga mánuði á ári, þegar
vetrarferðir heim voru oft erf-
iðar og ekki fljótfarnar á veg-
um og farartækjum þess tíma.
Þingfararkaup var þá abeins
greitt fyrir þingtímann, þó að
margvísleg erindi, fundir og
ferðalög væru nauðsynleg
annan tíma, og varð það þá að
bitna að fullu á fjölskyldu og
búrekstri.
En að sjálfsögðu voru Ásgeiri
falin fjölmörg önnur trúnaðar-
störf, bæði í heimahéraði og
að heiman. Hann var kosinn
fulltrúi Dalamanna á Búnaðar-
þing árið 1950 og einnig full-
trúi á aðalfund Stéttarsam-
bands bænda, en á þeim vett-
lands til að vinna við landbún-
aðarstörf. Vorib var síðbúið.
Fannir í byggð um Jónsmessu.
En hin bjarta vornótt var fólk-
inu framandi, en fögur. í
hópnum voru systkini, Gertrud
og Georg. Gertrud réðist að
Silfrastöbum í Skagafirði. Bjössi
vann þá við akstur á vörubíl,
sem hann átti að jöfnu á móti
öðrum manni. Hann sá meðal
annars um aðdrætti til vinnu-
flokksins á Stóra-Vatnsskarði.
Þar kynnast þau Gertrud og
Björn og hún flyst til Reykja-
víkur síðla árs 1949. Þau ganga
í hjónaband 21. janúar 1950.
Þeim varð ekki barna auðið.
Þau hefja búskap á Rauðarár-
stíg 5 og búa þröngt. Þar kom
að nokkrir vinnufélaganna hjá
Vegagerðinni bindast samtök-
um og byggja raðhús við
Laugalækinn. Þau Gertrud og
Bjössi eru í þeim hópi. Þar eiga
þau heimili meginhluta síns
búskapar. Síðasta áratuginn eða
svo áttu þau heimili á Klepps-
vegi 120. Gertrud vann alltaf
utan heimilis, lengst af hjá
Kirkjusandi hf. í fiskvinnslunni
og ávann sér viðurkenningar í
starfsgreininni.
Hún hélt heimili af miklum
myndarskap. Oft þurfti
Gertrud ab búa Bjössa að heim-
an til lengri tíma og stundum
án nokkurs fyrirvara, t.d. þegar
hann þurfti í stórhríðarveðrum
ab fara til hjálpar fólki sem sat
fast í bílum sínum í byggð, en
þó fremur á heiöum uppi.
Gertrud vissi á stundinni hvað
bóndi hennar þurfti í að klæð-
ast og hvað af mat og aukafatn-
aði. Það mun engum dyljast,
sem til þekkja, að Gertrud ann-
aðist bróður minn frábærlega
vel. Af alhug skal það nú þakk-
að hér með.
Við þessi þáttaskil vottum við
Stella þér samúð í sorg þinni,
Gertrud. í vitund okkar geym-
um við minningu um dreng-
skaparmann.
.....Jónas Einarsson ■