Tíminn - 23.09.1994, Page 10

Tíminn - 23.09.1994, Page 10
10 MHtíuliIiSifeBlttl Fos'túdagur 2Y. séptember 1994 50 ára: Jón Eiríksson jaröfrœbingur Jón Eiríksson jaröfræðingur er fæddur á Núpi í Dýrafirði 23. september 1944 og því fimm- tugur í dag. Foreldrar hans eru þau Eiríkur J. Eiríksson, prestur þar og síðar þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, og kona hans, Sigríöur K. Jónsdóttir. Aö loknu landsprófi settist Jón í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þar stúdentsprófi vorið 1963. Veturinn eftir stundaði hann nám í lögfræði í Háskóla íslands og hélt því áfram 1965- 1968. Haustið 1969 hóf hann nám í jarðfræði í verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla ís- lands og lauk BS-prófi vorið 1973. Að því loknu hélt hann til framhaldsnáms í jarðfræði í Englandi og lauk þar doktors- prófi árið 1980 frá háskólan- um í Norwich. Á meban á háskólanámi stóð vann Jón við jarðfræðistörf á Orkustofnun sumrin 1971, 1972 og 1975 og árið 1973- 1974. Frá árinu 1978 hefur hann starfað sem sérfræðingur í jarðfræði á Raunvísindastofn- un Háskólans, en einnig verið aðstoðarmaður við rannsóknir sumarib 1972, vorið 1973 og sumrin 1975-1977. Árið 1990 var hann síðan fastráðinn sér- fræbingur í jarðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskól- ans og ári síðar varð hann fræðimaður á sömu stofnun. Að loknu stúdentsprófi var Jón stundakennari í Gagnfræða- skólanum í Vonarstræti vetur- inn 1963-1964, stundakennari í jarðfræbi í Tækniskóla ís- lands veturinn 1973-1974 og háskólanum í Norwich 1975- 1977. Þá var hann stunda- kennari í jarðfræði í Kennara- háskóla íslands veturinn 1977- 1978 og loks stundakennari í jarðfræbiskor, síðar jarö- og landfræðiskor, í verkfræði- og raunvísindadeild, síðar raun- ÁRNAÐ HEILLA vísindadeild, Háskóla íslands 1972-1974 og síðar frá árinu 1977. Þar hefur hann verið ab- júnkt frá 1977. í jarð- og land- fræðiskor hefur Jón kennt ýmsar fræðigreinar og má þar nefna tektónik, loftmynda- túlkun, jarðfræbikortagerð og síðast en ekki síst setlagafræði. Hefur hann ab miklu leyti byggt upp kennsluna í þessum greinum, einkum í setlaga- fræðinni, en hún hefur um- fram annab verib hans sér- grein. Jón hefur verið í ýmsum nefndum og stjórnum innan Raunvísindastofnunar og Há- skólans og má þar nefna tækja- nefnd og húsnæðisnefnd og dómnefnd um fastráðningu í sérfræðingsstöðu. Hann er nú ritari jarð- og landfræðiskorar í raunvísindadeild og varafor- stöðumaður jarðfræbistofu. Jón hefur ekki síður verib ötull í starfi utan stofnunar og var á námsárum í háskóla ritstjóri 1. desember blaðs Stúdentafé- lagsins árib 1968 og formaður Félags frjálslyndra stúdenta 1969-1971. Hann var í stjórn Jarðfræðafélags íslands 1978- 1980 og hefur um árabil verið formaður orðanefndar félags- ins. Þá var hann í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags 1982-1986 og varaformaður 1985-1986 og hefur undanfar- in ár verið formaður hafs- botnsnefndar Vísindaráðs. Rannsóknarstörf Jóns hafa að mestu leyti beinst að grunnrannsóknum. Þar hefur hann komið víöa við, en eink- um skal bent á rannsóknir á jarðlagaskipan, setlögum og steingervingum í Breiðuvík á Tjörnesi og í borkjarna frá Flat- ey á Skjálfanda, rannsóknir á jarðlagaskipan og jarðskjálfta- sprungum á Suðurlandi, rann- sóknir á lögun gjóskukorna og einnig lögun setkorna á ströndum Eldfellshrauns í Heimaey, rannsóknir á lofts- lagi og umhverfisbreytingum í ljósi setlagamyndana frá byrj- un ísaldar, rannsóknir á jarð- lagaskipan og aldri setlaga í nágrenni Reykjavíkur, einkum Fossvogslaga. Einnig hefur Jón rannsakað jarðfræðilegar for- sendur skipulags fyrir Selfoss- bæ. Jón hefur skrifað mikib um rannsóknir sínar og eru sumar greinar hans grundvallarrit í íslenskri setlagafræði. Má þar nefna greinar hans um jarð- lagaskipan og setmyndanir í Breiðuvík á Tjörnesi, en þær byggjast að miklu leyti á dokt- orsritgerð hans. Þar eru í fyrsta sinn birtar niðurstöður rann- sókna á íslenskum setlögum þar sem beitt er ströngustu reglum bergjarðlagafræðinnar og ásýnd, útlit og gerð setlaga ásamt steingervingum notað til þess að túlka myndunarsög- una eftir mjög nákvæma rann- sókn á þessum þáttum. Síðan hafa þessar greinar að mörgu leyti verið fyrirmynd þeirra, sem fengist hafa við rannsókn- ir á íslenskum setlögum. Þá skrifaði Jón ásamt Páli Einars- syni tvær greinar um jarð- skjálftasprungur á Suburlandi. Þær eru að miklu leyti sprottn- ar upp úr samstarfi þeirra í jarðfræðikennslu í Háskólan- um og sýna okkur hvað kennsla og rannsóknir fara vel saman. Nýleg grein um niður- stöður segulmælinga á hraun- lögum á Tjörnesi hefur varpað skýrara ljósi á aldur Tjör- neslaganna og jarðlaga undir Flatey á Skjálfanda. Ásamt Ás- laugu Geirsdóttur hefur Jón Bok um stjómsýslulög Forsætisráðuneytið hefur gefið út bókina Stjómsýslulögin — skýringanit eftir Pál Hreinsson lögfræðing, aðstobarmann um- boðsmanns Alþingis og einn af höfundum frumvarps, er varð að stjórnsýslulögum fyrir rúmu ári og gildi tóku hinn 1. janúar síðastliðinn. í ritinu er leitast við að skýra nokkra helstu þætti stjórnsýsluláganna og er framsetning þess í samræmi við venjubundna efnisskipan lög- fræðilegra skýringarrita. Hver lagagrein er tekin sjálfstætt til umfjöllunar og skýringar og helstu dómar og álit umbobs- manns Alþingis, sem að gagni geta komiö vib túlkun hlutað- eigandi lagagreinar, eru reifuð. Auk umfjöllunar um hinar al- mennu málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar, formreglurn- ar, er vert að benda sérstaklega á að bókin geymir óvenju ítar- lega umfjöllun um hinar al- mennu efnisreglur stjórnsýslu- réttar, þ.e. jafnræðisregluna og mebalhófsregluna. Ritinu er skipt í hluta í samræmi við kaflaskiptingu stjórnsýslulaga og er 377 blaðsíður að stærð. Útgáfa þessi rekur smiðshögg- ið á umfangsmikið kynningar- og fræðslustarf, sem forsætis- ráðuneytið hefur gengist fyrir til að kynna bæði almenningi og starfsliði stjórnsýslunnar efnisatriði stjórnsýslulaga. Er þetta í fyrsta skipti sem forsæt- isráðuneytið hlutast til um ab gefa út eiginlegt skýringarrit til leiðbeiningar um beitingu settra laga. Skýringarritið er fýrst og fremst ætlað þeim starfsmönnum stjórnsýslunn- ar, sem koma að meðferð og töku ákvörðunar um réttindi og/eða skyldur einstaklinga og fyrirtækja, í því skyni að auð- velda og tryggja eftir föngum samræmi í framkvæmd stjórn- sýslulaganna. Ábur hefur komið út á vegum ráðuneytisins bæklingurinn Réttur þinn í samskiptum við hið opinbera, sem borinn var inn á hvert heimili í landinu í því skyni að kynna almenningi meginatriði laganna. Þá voru lögin, ásamt athugasemdum sem þeim fylgdu í mebferð Al- þingis, færð í búning handbók- ar og gefin út undir heitinu Stjórnsýslulögin ásamt greinar- gerð, til að auðvelda þeim, sem kynna vilja sér efni laganna, abgang að þeim. Við meðferð málsins á Alþingi var ennfrem- ur lögð á þab rík áhersla að gildistaka laganna yrði undir- búin og fylgt eftir með nám- skeiðum fyrir starfslið stjórn- sýslunnar, og lauk skipulögðu fyrirlestrahaldi á vegum rábu- neytisins í því skyni á síðasta misseri. Ríkiskaup annast birgðahald og heildsöludreifingu ritsins í umboði útgefanda. ■ birt nokkrar athyglisverðar greinar um upphaf jöklunar og ísaldar á íslandi og einnig um setmyndanir í nágrenni Reykjavíkur, þar sem fram koma nýjar hugmyndir um umhverfið sem setlögin mynduðust í. Hefur mikið ver- ið vitnað til sumra þessara greina. Þá hefur Jón tekið sam- an skrá um rit varðandi Tjör- nes og um íslenskar jökulurðir og jökulberg og einnig kennslubók í setlagafræði til kennslu í Háskólanum. Rit Jóns eru vel samin, skipuleg og læsileg, og ekki spillir fyrir að hann er ágætur málamaður með einkar góð tök á íslensku og ensku. Sá, sem þessar línur skrifar, hefur oft leitað til Jóns, þegar út í málfarslegar ógöng- ur er komið og fátt annað blas- ir við en ólin, lykkjan og snag- inn, og minnist þess ekki að hafa farið bónleiður til búbar. Jón hefur haldið fjölda fyrir- lestra eða kynnt rannsóknir sínar á annan hátt á fundum og ráðstefnum hér heima, á al- þjóbaráðstefnum og við há- skóla, m.a. víða á Noröurlönd- um, í Rússlandi, Frakklandi, Englandi og Kanada. Þá hefur hann tekið virkan þátt í nor- rænu og alþjóðlegu samstarfi jarðfræðinga, m.a. verið skipti- kennari í jarðfræði í Árósahá- skóla í Danmörku og er nú í ritnefnd norræna tímaritsins Boreas, en þar er einkum fjall- að um ísaldarjarðfræði. Árið 1965 kvæntist Jón Sjöfn Kristjánsdóttur handritaverði handritadeildar Landsbóka- safns Steingrímssonar sýslu- manns í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, síðar bæjar- fógeta í Neskaupstað, og konu hans Kristine Gundu Imsland, og eiga þau tvo syni, Brján og Stein. Hér hafa verib raktir stutt- lega nokkrir þættir úr ævi Jóns Eiríkssonar í fimmtíu ár. En hvað um manninn á bak við þessa þætti? Það fer ekkert á milli mála ab Jón er sjálfstæð- ur persónuleiki og ákveðinn í skoðunum. Kom það vel í ljós þegar har.n tók að læra jarð- fræði í háskóla, en mér skilst að föður hans hafi þá síst verið hlátur í huga. Ég held að full- yrba megi að sonur séra Eiríks þurfti að hafa bein í nefinu til þess að hefja nám í jafn ó- prestlegu fagi og jarðfræði. Þrátt fyrir sjálfstæðar skoðanir er Jón mjög félagslyndur. Hann er ákaflega lipur í allri samvinnu og hjálplegur þegar til hans er leitað, hvort heldur sótt er til hans eftir faglegri hjálp eða með svitann á enn- inu, þegar allt situr fast í tölv- unnar dularfullu innviðum og mínir líkar sjá illa eba ekki fram úr hlutunum. Að vísu skal játað undanbragðalaust að ekki þarf alltaf mikið til að svo fari, en þab má Jón eiga að ekki hef ég séb hann missa þolinmæðina yfir tregðu og skilningsleysi samverkamanns eða nemenda, þó ab þar sé stundum af meiru en nógu að taka. Jón er dagfarsprúður og glaðlyndur og hefur næmt skopskyn, en það reynist oft mikill kostur þegar dagsins argaþras er að ná heljartökum á mönnum. Eitt af því, sem vekur fljótlega athygli í fari Jóns, eru öguð vinnubrögð og hvað hann setur sig vel inn í það sem hann þarf að gera. Ag- inn á prestssetrinu á Núpi og nám í lögfræbi gæti hér haft eitthvað ab segja, en trúlega er það þó upplagið sem ræður mestu. Það eru réttir tveir áratugir síðan ég kynntist Jóni fyrst, en með tímanum varb samstarf okkar allnáið. Við höfum unn- ið á sömu stofnun eftir að hann kom heim frá námi og alltaf haft mikil fagleg sam- skipti. Samvinna okkar hefur gengið fyrir sig án árekstra og harkalegra viðbragba, enda verbum við líklega báðir að teljast frekar friösamir, þó að við séum ættaðir að vestan. Þar með er ekki sagt að við höfum alltaf verið hjartanlega sammála um alla hluti, en samt furðu marga. Ég áttaði mig fljótlega á því að Jón er á- gætur ferðafélagi og eru ferðir okkar um landið og út fyrir landsteinana orbnar ófáar og eiga vonandi eftir að verða fleiri. Við höfum farið saman í allmargar rannsóknarferðir, einkum norður á Tjörnes, og oft rifjum við upp þá vinsemd og þann velvilja, sem þær syst- ur Kristín og Fanney Geirsdæt- ur sýndu okkur, þegar við báb- um þær um leyfi til þess að slá upp tjaldi í landi Hringvers þar sem heitir Flekatá. Því hjartans lítillæti, sem þá opinberaöist okkur, munum við seint gleyma og ég er ekki fjarri því að þab hafi gert okkur báða að ögn betri mönnum, og þó að við værum ekki áberandi slæmir fyrir þá má lengi gott bæta. í allmörg ár höfum við farið með jarðfræðinema í námskeið í jarðfræðikortagerð vestur á Barbaströnd og annað hvert ár með nemendur í námsferð norbur á Tjörnes til þess að vera þeim til halds og trausts við kortlagningu set- laga. Þá höfum vib farið sam- an til útlanda og er minnis- stæðust ferð til Sovétríkjanna veturinn 1983, en þangab var okkur boðið af sovésku vís- indaakademíunni. í öllum þessum ferbum hefur verið einstaklega ánægjulegt að vera með Jóni, ekki síst vegna þess að innst inni býr sú vissa að þegar hann er með í för verða ekki þær óvæntu uppákomur sem á stundum birtast manni í líki illra áfalla. Jón var einn af mínum fyrstu nemendum, þegar ég byrjaði að kenna jarb- fræði í Háskóla íslands fyrir um það bil tveimur áratugum, og ég get fullyrt að enginn af nemendum mínum hefur kennt mér jafnmikið og hann, ekki síst á ferðum okkar um landib, og fyrir það langar mig til að þakka honum og varla seinna vænna. Þar með skal ó- sagt látið að ég sé ekki tilbúinn að læra meira eba að ég vilji hér og nú afskrifa okkur báða af því að við erum orðnir svo- lítið eldri en við vorum einu sinni, því enda þótt ýmislegt hafi vafalaust tapast með ár- unum hefur líka sitthvað unn- ist. Fyrir hönd jarð- og land- fræðiskorar Háskóla íslands og jarðfræbistofu Raunvísinda- stofnunar Háskólans árna ég honum allra heilia. Til ham- ingju meb daginn. Leifur A. Símonarson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.