Tíminn - 23.09.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.09.1994, Blaðsíða 16
Vebrlb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.B0 í gær) • Suburland, Faxaflói, Subvesturmib og Faxaflóamib: Vestan og norbvestan kaldi eba stinningskaldi. Skúrir. • Breibafjörbur og Breibafjarbarmib: Subvestan stinningskaldi í fyrstu en síban norbaustan kaldi. Skúrir. • Vestfirbir og Vestfjarbamib: Snýst í vaxandi norbvestanátt, stinn- ingskalda eba allnvasst síbdegis. Skúrir. • Norburland eystra og Norbausturmib: Snýst í norbvestan golu eba kalda meb vaxandi skúrum síbdegis. • Austurland ab Clettingi, Austfirbir, Austurmib oq Austfjarba- mib: Vestan kaldi eba stinningskaldi og skúrir á stöku staö á morgun. Húsavík: Kolbeinsey ÞH breytt Umtalsverbar breytingar hafa verib gerðar á ísfisktogaranum Kolbeinsey ÞH frá Húsavík og m.a. hefur verib settur heil- frystibúnabur um borb í togar- ann. Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, segir ab fyrst í staö sé ætlunin aö heilfrysta um borö bæöi grálúöu og karfa á erlenda markaöi og þann hátt sé hægt aö auka tekjur útgeröarinnar. Hann segir aö þessi breyting muni ekki hafa áhrif á störf fiskvinnslufólks því önnur skip verði fengin til að afla hráefnis fyrir landvinnsluna. Kostnaöur vegna þessara breyt- inga á Kolbeinsey ÞH nam um 70 milljónum króna og var verkið unniö í Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík. ■ Miklar framkvæmdir hófust á lób Austurbæjarskóla í haust eftir ab lóbin hafbi stabib óhreyfb í allt sumar. Nokkur minniháttar slys hafa orbib á lóbinni frá því ab skólastarf hófst og m.a. sat átta ára drengur fastur í röri á lób skólans í meira en klukku- stund ábur en tókst ab losa hann. Foreldrafélag Austurbæjarskóla fundaði um máliö í gærkvöldi. Einar Valur Ingimundarson, for- maður foreldrafélagsins, átti fyrir fundinn von á að þar yrðu samþykkt mótmæli og þeim komið á framfæri viö viðeigandi yfirvöld. Einar Valur segir aö foreldrar séu mjög ósáttir við tímasetningu framkvæmdanna og í raun hafi ekki verið forsvar- anlegt aö hefja starf í skólanum í haust. „Þab hafa orbið nokkur smávægileg slys á lóðinni og meöal annars festist átta ára Stólpar þessarar „Apa-rólu" eru festir niöur í steinrör sem grafiö er íjöröu. Þaö var í slíku röri sem drengur festist. drengur í röri á lóðinni um dag- inn og það tók klukkustund að ná honum út. Það segir sig sjálft að slysahætta er alltaf fyrir hendi þegar fullt af ungum börnum eru innan um þunga- vinnuvélar. Sömu söguna er að segja af raflögnum í skólanum, framkvæmdir við þær hófust heldur ekki fyrr en skólinn var að byrja. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur og að mínum dómi hefðu stjórnendur skólans átt að neita að hefja skólastarfið á meðan ástandið er svona. Þá hefði verið settur virkilegur kraftur í verkið." Einar Valur gagnrýnir hvernig staðið var að útboði í fram- kvæmdirnar. „Þetta er auðvitað fullkomið klúður hjá þeim borg- aryfirvöldum sem sáu um út- boðiö. Lægsta tilbobinu í verkiö var tekið án þess ab nokkuö væri hirt um að kanna hvort verktakinn gæti staðið við það. Grunur leikur á aö gölluö felga hafi valdiö banaslysi í Sundahöfn í gœr: Einn lét lífiö og tveir slösuðust Þegar menn áttuðu sig á því að tilboðið gekk ekki upp voru allir hinir sem buðu í komnir í önn- ur verk. Fyrir vikib stóð lóbin óhreyfð í allt sumar." Samkvæmt upplýsingum frá borginni féll verktakinn, sem fékk verkið upphaflega, frá samningnum, m.a. vegna þess að hann gat ekki útvegaö við- eigandi tryggingar. Áður en til- boðum er tekið er reynt að afla umsagna um viðkomandi verk- taka en hafi hann ekki unnið ábur fyrir Reykjavíkurborg, eins og í þessu tilfelli, reynist slíkt oft erfitt. Framkvæmdum á lóbinni er aö mestu lokið, aðeins er eftir frá- gangur í kringum plöntur og að mála línur á leikvelli. ■ BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 631 • 631 Einn mabur lést og tveir slösub- ust í vinnuslysi í Sundahöfn rétt fyrir hádegi í gær. Mennirn- ir voru ab skipta um dekk á stórum lyftara þegar slysib átti sér stab. Mennirnir voru ab losa dekk á stórum gámalyftara þegar skyndi- lega varð sprenging í dekkinu vegna bilunar. Felgan brotnaði í tvennt og dekkiö þeyttist í mann- inn. Við höggið kastaðist mabur- inn tvo til þrjá metra og lenti undir lyftara sem stóð þar. Talið er að hann hafi látist samstundis. Mabur sem stóð vib hlið lyftar- ans fékk hluta úr felgunni í and- litið og hlaut alvarlegan augn- áverka. Þriðji maðurinn sem sat á lyftaranum rifbeinsbrotnabi við kastið. Orsök slyssins er í rannsókn hjá Vinnueftirlitinu. Dekk lyftarans eru um 1,7 metri að þvermáli og varð loftþrýstingurinn í dekkinu til að sprengja felguna. Grunur beinist því að því að galli hafi ver- iö í felgunni og hefur hún verið send til rannsóknar hjá Iðntækni- stofnun og stendur til að láta kanna ástand fleiri felga eftir slys- ið. Samkvæmt upplýsingum eftir- litsmanns Vinnueftirlitsins hafa slík slys orðib áður við umfelgun en ekki við það eitt ab dekk er los- að. ■ TVOFALDUR1, VINNINGUR Samtökin „ Stöövum unglingadrykkju Falliöfrá kærunni í kjölfar breyttrar tímasetningar á unglingarokktónleikunum sem fyrirhugaðir eru í Kapla- krika í Hafnarfirði á morgun, hafa samtökin „Stöbvum ung- lingadrykkju" ákveðið ab falla frá kæru þeirri, á hendur sýslu- manninum í Hafnarfirði, sem samtökin höfðu þegar lagt fram. Kæran beindist að þeirri ákvörðun sýslumanns að leyfa tónleika fyrir börn, 14 ára og eldri, sem hefjast áttu klukkan 20 og standa fram yfir kl. 22, en þá lýkur leyfilegum útivistar- tíma barna yngri en 16 ára. Kvikmyndafélag íslands hf., sem stendur fyrir tónleikunum, ákvað í framhaldi af kærunni ab hefja tónleika kl. 18.00 svo þeim yrði lokið fyrir klukkan 22.00. í kjölfar kærunnar setti sýslumaöur það sem skilyrði fyrir tónleikunum að þeim yrði lokib fyrir tilsettan tíma, en samtökin taka það skýrt fram að fallið sé frá kæru í trausti þess að staðið verði við öll skil- yrði fyrir tónleikahaldinu. í fréttatilkynningu frá samtök- unum „Stöbvum unglinga- drykkju", segir að samtökunum sé ljóst að mikill fjöldi barna undir 14 ára aldri hafi þegar keypt sér miba á tónleikana og að gæta verði þess aö þeim verði ekki hleypt inn. Þá telja þau skylt að endurgreiöa ung- lingum á þeim aldri sem keyptu miðanna í góðri trú að engin aldurstakmörk giltu á tónleik- ana. ■ Unniö er aö breytingum á skólalóöinni viö Austurbœjarskóla, m.a. meö stórvirkum vinnuvélum. Tímamyndir c: Foreldrar barna í Austurbœjarskóla hafa áhyggjur af slysahœttu á skólalóöinni: Barn fast í röri í heila klukkustund

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.