Tíminn - 27.10.1994, Síða 4

Tíminn - 27.10.1994, Síða 4
4 9ímtom Fimmtudagur 27. ágúst 1994 HmIwii STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Heilbrigðiskerfið í vanda í fjárlagafrumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi fyrir árið 1995, er gert ráð fyrir útgjöldum til heilbrigð- ismála og tryggingarmála uppá um 43,3 milljarða króna. Heildargjöld ríkissjóðs eru áætluð 115,9 milljarðar króna. Til þessa málaflokks fara því gíf- urlegar fjárhæðir miðað við heildarútgjöldin. Hins vegar segja þessi útgjöld ekki alla söguna um kostnað við heilbrigðiskerfið. Hlutur heimilanna í landinu í kostnaði við heilbrigðisþjónustu hefur farið vaxandi frá árinu 1991 og nemur nú um 16,4%. Það er því að vonum að horft sé á hvernig hægt er að reka heilbrigðis- og tryggingarkerfið á sem hag- kvæmastan hátt. Hitt ber að undirstrika að það er ekki einvörðungu hægt að leggja mælistiku framleiðni á þennan málaflokk. Fá mál eru viðkvæmari. Heilbrigðis- og tryggingarmál eru drjúgur hluti af velferðarkerf- inu. Það skiptir því miklu máli að markmiðin séu skýr, og það má aldrei falla í þá gryfju að fram- kvæma skipulagslausar aðgerðir án þess að mark- miðin séu ljós. Markmiðið hefur hingað til verið að allir eigi kost á heilbrigðisþjónustu og fullkominni aðhlynningu í veikindum án tillits til efnahags og tryggingakerf- ið myndi öryggisnet um einstaklinginn þegar eitt- hvað bjátar á í lífinu eða starfskraftar þrjóta. Þetta er sá hugsjónalegi grundvöllur, sem liggur að baki þessum miklu útgjöldum, og það má ekki missa sjónar af honum. Hitt er svo annað mál, að það er ekki sama hvern- ig þessum markmiöum er náð, og það verður að huga að því að reka þetta kerfi með hagkvæmni, þannig að unnt sé á pólitískum vettvangi að verja það. Þær skoðanir hafa verið uppi að sjúklingar ættu að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu í auknum mæli og tekjutengja ætti þessar greiðslur. Það er veiga- mikil breyting á þeim hugsjónagrundvelli sem kerfið byggir á, og það leiðir í sjálfu sér ekki til sparnaðar eða hagkvæmni að velta kostnaðinum yfir á sjúklingana. Miklu máli skiptir aö aðgerðir til sparnaðar í heil- brigðiskerfinu séu vel ígrundaðar og undirbúnar. Því miður virðist mikið skorta á það á undanförn- um árum. Sparnaðaraðgerðir eru ákveðnar í tengsl- um við fjárlagagerð með stuttum fyrirvara og ónógum undirbúningi og ganga ekki eftir. Svo var raunin á þegar fjárlög voru afgreidd um síðustu áramót. Heilbrigðisráðuneytið biður um 1,4 milljarða króna í fjáraukalögum og er hluti þeirrar fjárhæðar vegna þess að sparnaður, sem áformaður var, hefur ekki gengið eftir. Það er því mikið verk að vinna í þessum málaflokki, því sýnt er að allur sá fyrir- gangur, sem verið hefur á undanförnum árum í að- gerðum, hefur ekki skilað árangri í lækkuðum heildarútgjöldum til heilbrigðismála, en á hinn bóginn stórauknum útgjöldum einstaklinga. Prófkjörsslagur samherjanna Nu er tími skynsamle|ra ál^ar^na! Á hjcsiu miss'etum vctð* icjy mlkilviegum miUflokkunj IslcndmRJ Paðv* *ð lclA* wm ■séZ&íM '"“'iií/iisTs n--------^ýumjagf Spenningurinn magnast í próf- kjöri sjálfstæbismanna í Reykja- vík, enda rennur stóra stundin upp um næstu helgi. Slagurinn er þó langharðastur um efstu þrjú sætin, ráðherrasæt- in. Sennilega er Davíð Oddsson þó næsta öruggur í fyrsta sætið, enda hefur hann ekki blandað sér mikiö í baráttuna. Hins vegar eru ýmsar útgáfur til um annað sætiö, sumir segja ab Friörik muni ná því sæti átakalaust, enda hefur enginn gefið út yfirlýsingu um að hann ætli sér að steypa fjármála- ráðherranum núverandi og vara- formanni úr þessu gamla sæti. Aðrir fullyrða að ákveðnar klíkur í flokknum séu búnar að gefa út veiðileyfi á Friðrik, og er bent á ab Friðrik sjálfur sé farinn aö verða nokkuð taugaveiklaður vegna þessa, eins og sjáist best á því að varaformaburinn og stuðnings- menn hans eru nú farnir að taka virkan þátt í baráttunni með sím- hringingum og fleiru. Þriöja sætiö — ráöherrastóll? Harðastur er þó slagurinn um þriðja sætið, því gera má ráð fyrir að það sé næsta öruggt ráðherra- sæti, ef Sjálfstæöisflokkurinn lendir í ríkisstjórn á næsta kjör- tímabili. Þab eru einkum þeir Geir H. Ha- arde og Björn Bjarnason sem slást um þetta sæti, eins og menn hafa séö á auglýsingum í íhaldsmál- gögnunum Mogga og DV. Þab er sérstaklega fróðlegt að fylgjast með hvernig þessir frambjóðend- ur níða skóinn hvor af öðrum, með kurteislegum hætti þó. Björn hefur ákvebið forskot með því að hann var í þriðja sætinu síðast og það mál eða slagorð, sem hann hefur ákvebib ab stilla upp gegn Geir, er: „Þekking á utanríkismál- um!" Samkvæmt orðanna hljóö- an er það þá eitthvað sem Björn hefur framyfir hina frambjóðend- urna, ekki síst Geir H. Haarde. Og Björn er ekki á flæöiskeri staddur í kosningabaráttunni, því auk allra blaðaauglýsinganna hefur hann sent blað, litprentað á 110 gramma glanspappír í A5-broti til allra sjálfstæðismanna í bórginni, GARRI þar sem Björn er dásamaður og mannkostir hans tíundaðir. Eftir þetta eru menn nú farnir að kalla framboð Björns glansgæjafram- boðið, eða framboð til utanríkis- ráðherra. Trabant-framboö Geir H. Haarde hefur hins vegar haldið sig vib blaðaauglýsingarn- ar og ekki borist alveg jafn mikið á og Björn í þessum efnum. Slag- orö Geirs er þó athyglisvert og upplýsandi, því hann segir: „Nú er tími skynsamiegra ákvarbana!" Þess vegna vill Geir komast í 3. sætið og hann segir ab það sé „lykilatriði að velja til forystu stjórnmálamann sem lætur skyn- semina ráða ferbinni". Þessi yfir- lýsing segir talsvert um álit Geirs á Birni Bjarnasyni — Geir segir aö tími sé kominn til ab skipta um mann í þribja sætinu og fá þang- að einhvern sem lætur skynsem- ina ráða. Þegar borin eru saman glansblöð Björns og svart/hvítar auglýsingar Geirs og það sett í samhengi við slagorð Geirs: „Skynsemin ræbur", væri ekki óeðlilegt að kalla framboð Geirs Trabant-framboðið, en Trabant- eigendur voru einu sinni meb klúbb sem hét „Skynsemin ræð- ur". Ekki er gott að spá um hvorn þeirra félaga, þann sem skortir þekkingu eða þann sem skortir skynsemi, sjálfstæðismenn eiga eftir að velja í hið eftirsótta þriðja sæti. Hitt er þc ljóst að hvorki Geir né Björn hefur til að bera þaö næmi gagnvart almennum kjósendum sínum sem Salóme Þorkelsdóttir hefur í sinni próf- kjörsbaráttu á Reykjanesi. Salóme kynnti sérstakt baráttumál sitt í prófkjörinu í grein sem hún skrif- aði í Morgunblaðið í gær. Þetta mál á eflaust eftir að afla henni mikils fylgis hins almenna sjálf- stæðismanns í Mosfellsbæ og eins má búast við að íhaldssamir sjó- menn og útgerðarmenn við sjáv- arsíðuna á Suðurnesjum muni kunna að meta slíkt baráttumál. Baráttumál Salóme fei að bæta húsnæðiskost Alþingis og að mörkuð verði stefna í húsnæðis- málum þingsins! Garri Siðvæðing ur böndunum Ekki er vonum seinna að rann- sóknarlögreglan fari að láta til sín taka í siðvæðingunni miklu, sem kollsteypa mun stjómkerfinu áð- ur en langt um líður. Það, sem rannsaka á, er framlag skattgreið- enda í Hafnarfiröi til menningar- mála, samkvæmt kröfu núver- andi æðstrábenda bæjarins. Þar sem hlutverk rannsóknarlög- reglunnar er að koma upp um glæpsamlegt atferli, er augljóst að listahátíðin í Firöinum var skipu- lögð glæpastarfsemi þar til annað veröur sannað. Dómsmeðferð fjölmiðla á málinu er í fullum gangi og hvergi nærri lokið. Að gera meöferb pólitíkusa og menningarspíru á opinberum fjármunum að lögreglumáli mun draga á eftir sér svo langan klepra- hala, að flestum verður orðið ómótt löngu áður en öll sakarefni verða lögb á borbiö. Hverjir þola rannsókn? 37 milljón króna meðgjöf bæjar- sjóbs með flottri listahátíö er titt- lingaskítur miðað viö það sem önnur skipulögð glæpastarfsemi kostar skattborgarana. Ef málatilbúnaöur núverandi ráðamanna í Hafnarfirði væri gerður að almennri reglu, og aula- skapur og kostnaðarauki vegna ónógrar reiknikunnáttu og ófor- sjálni kærður til lögreglunnar, myndu margir stórglæpamenn veröa dregnir fyrir dómstóla til að standa fyrir máli sínu. Þolir þjóðvegahátíðin síðan í sumar lögreglurannsókn? Er ein- hver tilbúinn að láta þá svara til saka, sem vanmátu hvem einasta kostnaðarlið, sem fé var veitt til, og bera ábyrgð á því að ríkissjóður varð að punga út með helmingi hærri upphæö en veitt voru til hátíðarinnar? Hvert fóru þeir peningar og hverjir skrifubu upp á reikningana og hver gaf heimild til að opinber sjóður stæði undir óráðsíunni? Koma upphæðirnar fram á skattskilum þeirra sem við þeim tóku? Þetta eru spurningar sem bæjar- stjórn Hafnarfjarðar ætlar að láta lögregluna spyrja þá, sem hún tel- Á víbavangi ur bera ábyrgb á órábsíu listahá- tíöar þar í bæ. Hverjir græba á brublinu? Kostnaður vegna hátíðahalda er hverfandi í þeirri hít, sem óábyrg- ir kjánar bruöla peningum í án þess aö þurfa að gefa nokkra skýr- ingu á hvab af þeim varð og enn- þá síöur hverjir græddu á illa grunduðum fjárútlátum úr sjóð- um almennings. Framkvæmdastjóri listahátíðar í Hafnarfirði fékk sem svarar sex vikna launum ríkisbankastjóra fyrir sinn snúð, samkvæmt ófull- komnu uppjöri. Nú mun hann sæta lögreglurannsókn og vænt- anlega ákæru fyrir bruðl meö al- mannafé og heimtað að hann op- inberi gögn til að gera grein fyrir tapi listahátíöar. Þarf ríkisbankastjóri aö svara til saka og sýna fram á hann hafi gegnt skyldu sinni, þegar upp kemst að útlánatöp, sem hann er valdur að, skipta milljörbum? Er nokkru sinni rannsakab hverjir græða á tapi bankanna? Abyrgð stjórnenda peningastofnana kemur fram í því að þeir hækka vexti og þjónustugjöld til að mæta eigin mistökum og kasta meb því öllum syndum bak við sig. Aöskiljanlegir opinberir sjóðir, sem ganga undir ýmsum nöfn- um, eru í umsjá manna, sem aldr- ei þurfa að standa fyrir máli sínu þegar fé er uppurib og lánin skila sér ekki til baka með eðlilegum hætti. Ríkisendurskoðun er farin ab glugga í einstöku mál til að at- huga hvort fjárflæði út úr opin- bera kerfinu sé alltaf með lögleg- um hætti. Misbrestur er einstaka sinnunr á því, en siðferðileg álita- mál eru ekki á könnu endurskoð- enda og er það, sem gert er upp- skátt um misferli, heldur þoku- kennt. En séu rannsóknarlögregla og saksóknari réttir aðilar til aö fara í saumana á fáránlegum skilagrein- um listahátíðar í Hafnarfirði, er full ástæða til aö lögregla og dóm- stólar fari að skera úr um hvers vegna og í hvers þágu opinberar kostnabaráætlanir eru snarbrjál- aðar og láti þá menn svara til saka, sem eru berir að því að sóa opinberum fjármunum í van- hugsaba kostnaðarliði, eða hvort um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Þar með færi líka siðvæö- ingin úr öllum böndum. Þeir Guðmundur Árni og Arnór hátíöarstjóri eru varla einu menn- irnir sem ekki kunna fótum sín- um forráö í meðferb opinberra fjármuna. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.