Tíminn - 27.10.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. október 1994
5
Stabreyndir um uppbyggingarstarf KSI
Tíminn birti 18. október sl. viðtal
viö þrjá unglingaþjálfara í knatt-
spyrnu á íþróttasíöu undir yfir-
skriftinni „Landsbyggöarpólitík
ræöur vali í yngri landsliöin". í
viðtalinu er réttu máli hallaö svo
að ekki verður hjá því komist að
svara því. Það er með öllu óskilj-
anlegt aö gagnrýni þessara þjálf-
ara skuli að hluta byggjast á rang-
færslum. Auðvitað á gagnrýni rétt
á sér, en slíkar rangfærslur gera
ekki annað en að skaða knatt-
spymuíþróttina og þá menn sem
fara með rangt mál.
í upphafi er rétt ab fram komi,
að val á landsliðsmönnum hefur
aldrei byggst á búsetu eða í hvaöa
félagi leikmenn eru. Allt tal um
kvótakerfi fær því ekki staöist.
Það er hins vegar áhyggjuefni ef
unglingaþjálfarar telja að slíku
kerfi sé beitt við val á leikmönn-
um. Getur verið að öll fræðsla og
kynning KSÍ á þessum málum
hafi farið framhjá þeim? KSÍ verð-
ur að svara þessari spurningu. Við
skulum gera ráb fyrir að svarið sé
jákvætt. Að því gefnu verður nú
reynt að bæta úr því hér með
kynningu á uppbyggingarstarfi
KSÍ.
1. Knattþrautir
KSÍ hefur á hverju ári gengist fyr-
ir knattþrautum fyrir yngstu iðk-
endurna. í ár varð engin breyting
á því. Hins vegar voru teknar upp
nýjar þrautir skv. danskri fyrir-
mynd. Öllum félögum voru send-
ar upplýsingar um knattþrautirn-
ar og skorað á þau ab leggja þær
fyrir sína félagsmenn. Einnig var
efnt til sérstaks knattþrautardags.
Framkvæmdin var því á ábyrgð
félaganna, en tólf krökkum sem
höfðu bestu úrlausnirnar var boð-
ið á landsleik íslands og Svíþjóðar
í haust. Þar sýndu þau listir sínar.
2. Knattspyrnuskóli KSÍ
Knattspyrnuskóli KSÍ var starf-
ræktur á Laugarvatni í ár, eins og
verið hefur mörg undanfarin ár.
Miklar breytingar voru gerðar á
skólanum. Öllum félögum var
boðið að senda í skólann einn
leikmann, fæddan 1980 (á eldra
ári í 4. flokki). Alfarib var falliö frá
því að velja úrvalshóp í skólann,
eins og áöur hafði verið gert. Þá
voru á hverju ári um 30 drengir í
skólanum sem skörubu fram úr í
aldursflokknum. Nú var skólinn
hugsaður sem þáttur í útbreiðslu-
starfi KSÍ sem hefði ekki bein
„Af framansögðu má Ijóst
vera að starfsemi KSÍ, sem
lýtur að uppbyggingu, er
víðtœk og metnaðarfull. Á
þessu ári hafa verið gerðar
miklar breytingar á þessari
starfsemi. Engu aðsíður er
sífellt verið að vegaog meta
starfið innan KSI og í hreyf-
ingunni. Efbetri leiðir finn-
ast eða efúrbóta er þörf,
hika menn ekki við að gera
nauðsynlegar ráðstafanir."
VETTVANGUR
tengsl við drengjalandsliðið. Alls
voru 42 drengir í skólanum í sum-
ar frá jafnmörgum félögum. í
framtíðinni má hugsa sér að efla
Knattspyrnuskóla KSÍ enn frekar.
Hugsanlega þannig að fleiri geti
mætt frá hverju félagi, jafnvel án
takmarkana. Þá má velta fyrir sér
skóla á veturna í tengslum við
skólakerfiö.
3. Úrtökumót KSÍ
Úrtökumót KSÍ var sett á laggirn-
ar í fyrsta sinn nú í sumar. Mótib
leysti Knattspyrnuskóla KSÍ af
hólmi eins og hann var á ámm
áður. Til mótsins voru boðaðir 80
drengir fæddir eftir 31. júlí 1979
og 1980. Valið fór þannig fram,
ab trúnaðarmenn KSÍ völdu bestu
leikmennina á sínu svæði á þess-
um aldri. Á þennan hátt voru
mynduð sex lið: Reykjavík 1,
Reykjavík 2, Vesturland, Norður-
land, Austurland og Suðurland.
Til Reykjavíkur taldist nágrenni
og Suðurnes voru með Suður-
landi. Fylgst var með drengjun-
um í leikjum mótsins og þeir
vegnir og metnir. Úr þessum hópi
veröur síban valinn undirbún-
ingshópur að nýju drengjalands-
libi sem hefur keppni í ágúst á
næsta ári. Rétt er ab taka það fram
aö góður leikmaður, sem var ekki
á þessu úrtökumóti, getur auövit-
að verið valinn í drengjalandslið-
ið, ef landsliðsþjálfara sýnist svo.
Þetta gildir auðvitað almennt.
Leikmabur getur verið valinn í
unglingalandsliö þrátt fyrir að
hann hafi ekki leikið meb
drengjalandslibinu o.s.frv. Ljóst
er, að úrtökumótib tókst vel og
mun festa sig í sessi. Mótiö fer
fram í ágúst þegar aðstæður eru
góðar og leikmenn í sínu besta
formi.
4. Hæfileikamótun KSÍ
Á síðasta ári setti KSÍ á laggirnar
hæfileikamótun — átak í þjálfun
efnilegustu leikmanna okkar.
Meginmarkmiðiö með þessu átaki
er ab efla A-landslið íslands í
framtíðinni. Það á að gera með
því að auka gæði allra þátta í
knattspyrnuumhverfi bestu leik-
manna okkar á aldrinum 14-19
ára, þannig aö þeir verði með tím-
anum frambærilegir á alþjóða-
vettvangi, þar sem miklar kröfur
eru gerðar um leikskilning, tækni,
líkamlegan styrk, einbeitingu og
vilja. Eins og sést á þessu er verk-
efnið stórt og vinnst ekki á einu
eða tveimur árum, heldur yfir
langt tímabil. Til þess að starfa
við hæfileikamótunina voru
ráðnir 5 þjálfarar víðs vegar um
landið, sem eru trúnaðarmenn
KSÍ hver á sínu svæði. Trúnaðar-
menn bera ábyrgð á vali, eftirliti
og hæfileikamótun leikmanna á
svæðunum. Leikmenn komast
inn í þessa áætlun þegar þeir eru
valdir í úrtökumót KSÍ. Aðeins
þeir bestu halda áfram á sínu
svæði. Þeir geta auðvitab dottið
úr hópnum og abrir komið í stað-
inn hvenær sem er. í hæfileika-
mótun KSÍ er því unnið með leik-
menn óháö búsetu og félagi um
allt land. Leikmenn í drengja-
landsliðinu, unglingalandslibinu
og leikmannahóp framtíðarinnar
(16-19 ára) eru í þessu verkefni.
Það er auðvitað von KSÍ að þeir
styrkist við það og yngri landslið-
in nái betri árangri í framtíöinni,
en að gera ráð fyrir ab hæfileika-
mótunin skili sér eba skili sér ekki
í ár er með öllu óraunhæft.
5. Leikmannahópur
framtíöar
í tengslum við hæfileikamótun-
ina hefur verið valinn úrvalshóp-
ur, leikmannahópur framtíðar-
innar. í þennan hóp voru valdir
22 leikmenn á aldrinum 16-21
árs. Valið byggðist á hæfileikum
leikmannanna og árangri þeirra
meb félags- og landsliðum. Hóp-
urinn kemur saman tvisvar á ári,
ab vori og hausti, og gengst m.a.
undir mælingar á ýmsum líkam-
legum þáttum. Þá er fylgst náið
meb þessum leikmönnum í
keppni. Markmibið með þessum
hópi er að A-landsliðsmenn fram-
tíðarinnar nái betri árangri á al-
þjóðlegum vettvangi. Snar þáttur
í því er að senda þessa leikmenn
til erlendra félagsliba til æfinga og
keppni. Þegar hafa 9 úr hópnum
farið utan til æfinga hjá erlendum
félagsliðum.
6. Yngri landsliðin
KSÍ starfrækir tvö landsliö fyrir
yngri leikmennina, drengjalands-
liðið (14-16 ára) og unglinga-
landsliðib (16-18 ára). Á hverju
ári eru valin ný liö sem hafa þessi
verkefni: Drengjalandsliðið tekur
þátt í Norðurlandamóti í ágúst,
riðlakeppni Evrópumótsins að
hausti, æfingamóti ab vori og síð-
an úrslitakeppni Evrópumótsins
ef sigur vinnst í riblakeppninni.
Unglingalandsliðið tekur þátt í
æfingamóti að vori eða hausti,
riðlakeppni Evrópumótsins að
hausti, æfingamóti ab vori og 16
liða úrslitum Evrópumótsins að
vori ef liðið vinnur riðlakeppn-
ina. Á þessu má sjá að verkefnin
eru mikil, enda verða leikirnir um
30 á þessu almanaksári. Valið fer
þannig fram aö trúnaöarmenn
KSÍ fylgjast með leikjum í yngri
flokkunum á sínum svæöum og
mynda sér þannig skoðanir um
leikmennina. Þeirra hlutverk er
auövitað aö koma auga á bestu og
hæfileikaríkustu einstaklingana.
Væntanlega fá þeir ábendingar
víða ab, frá þjálfurum og þeim
sem starfa og fylgjast með ungum
leikmönnum. Þá fylgjast lands-
libsþjálfararnir auðvitað einnig
með leikjum í yngri flokkunum
og taka þátt í æfingum trúnaöar-
manna á svæbunum. Síðan er val-
inn undirbúningshópur (um 25
manna) í hvoru liði og kemur
hann saman fyrstu helgina í júlí á
Laugarvatni. Smám saman verður
síðan til endanlegur landsliðs-
hópur. Það er enn rétt að taka þaö
fram ab þó að leikmaöur sé ekki í
fyrsta undirbúningshóp, getur
hann verið valinn í landslið. í
flestum tilfellum eru notabir
a.m.k. 20 leikmenn í hvoru liði á
hverju ári. í kringum verkefnin
eru undirbúningsæfingar, en fé-
lögin bera eins og gefur að skilja
mesta ábyrgð á þjálfun leikmann-
anna. Hin miklu verkefni lands-
libanna gefa þó þjálfurum þeirra
meiri tíma með leikmönnum og
tækifæri til að leiðbeina þeim.
Leikmaður, sem fer í gegnum
bæbi þessi landslið, fær dýrmæta
reynslu í milliríkjaleikjum sem
styrkir hann mikið og fær hann
til að leggja æ harðar að sér við
iðkun knattspyrnunnar. Ljóst er
að það eflir íslenska knattspyrnu,
en vitanlega verða þeir ekki allir
A-landsliðsmenn, líkt og leik-
menn í yngri flokkum komast
ekki allir í meistaraflokk. Hins
vegar er mikilvægt, að A-lands-
liðsmenn hafi leikið meö yngri
landsliðum, því að þau eru góöur
skóli. Þab hefur sýnt sig að flestir
A-leikmenn okkar hafa leikib með
þeim og því má segja að mark-
miöið með þessu starfi hafi náöst.
Þetta veröur að hafa í huga þegar
árangur liðanna er veginn og
metinn. Þaö ár hefur ekki liðib að
ekki sé deilt á val í þessi landslib,
enda væri annað óeðlilegt. Margir
þjálfarar í yngri flokkunum eiga
það sameiginlegt að þeir telja sig
eiga betri leikmenn en þá sem
hafa verið valdir í hvert sinn. Viö
því er ekkert að gera, en það hefur
oft verið slæmt hve óraunhæfar
hugmyndir margir þeirra hafa.
Ljóst er að aðeins bestu leikmenn
í félagsliði geta hugsanlega átt er-
indi í landslið, en ekki nánast allt
liðið. Góð samvinna milli þjálfara
félagsliða, trúnabarmanna og
landsliðsþjálfara er mikilvæg og
forsenda þess að val á leikmönn-
um takist vel.
Af framansögöu má ljóst vera aö
starfsemi KSÍ, sem lýtur að upp-
byggingu, er víðtæk og metnaðar-
full. Á þessu ári hafa verið gerðar
miklar breytingar á þessari starf-
semi. Engu að síöur er sífellt veriö
aö vega og meta starfiö innan KSÍ
og í hreyfingunni. Ef betri leibir
finnast eða ef úrbóta er þörf, hika
menn ekki við aö gera naubsyn-
legar rábstafanir. Stöðugleiki hef-
ur hins vegar einkennt starfsemi
KSÍ og verður svo örugglega
áfram.
Höfundur er skrifstofustjóri KSÍ.
Brotalamir í brotamálum
Beyg setti að mönnum, þegar sú
fregn barst frá Noregi fyrir
skömmu, að nokkrir sex ára
drengir hefðu gengið svo í skrokk
á stallsystur sinni ab ekki þurfti
um sár ab binda. En það er ekki
bara í útlandinu, sem ógnarat-
burbir eiga sér stað. Samtímis
hörmungunum í Noregi, voru
tveir fullorðnir menn, bábir á þrí-
tugsaldri, að dunda sér viö það,
hér í henni Reykjavík, ab hleypa
rafstraumi á brennivínsdauban
drykkjufélaga sinn.
Þótt ekki sé hægt aö líkja saman
gerbum ómálga barna og fullorð-
inna manna, þá leiða bæði þessi
voðaverk óneitanlega hugann að
því, hver skollinn gangi á í vel-
megunarþjóðfélögum Vestur-
landa. Hefur botnlaus efnis-
hyggja, samfara veruleikaflótta
fólks á vit sjónvarps og mynd-
banda, leitt af sér þvílíkan tilfinn-
ingadoða, aö manndráp og lim-
lestingar séu komin innfyrir mörk
eblilegs lífs hjá einhverjum hópi
fólks?
Ekki verður hjá því komist, að
kanna hvort slíkar vangaveltur
eigi við einhver rök að styðjast.
Og séu þau rök haldbær, þá veröur
ab bregðast vib á viðeigandi hátt.
Frændur okkar annars staðar á
Norðurlöndum hafa þegar gripiö í
taumana. Þannig hefur sænska
sjónvarpið t.d. tekið ofbeldisþátt
nokkurn út af dagskrá. Vitanlega
bera rafstraumsgarpamir í Reykja-
vík fulla ábyrgð gerba sinna, séu
þeir á annað borb sakhæfir. Eigi
að síður væri ráð að sérfróðir
menn freistubu þess að grafast fyr-
ir um hugmyndaheim þeirra,
SPJALL
PJETUR
HAFSTEIN
LÁRUSSON
mótun hans og þróun. Hver veit
nema sú leit gæti vísab á einhverja
þá brenglun í menningu okkar og
samfélagsgerb, sem betra væri að
kunna skil á en loka augum fyrir.
Niburstöður slíkra rannsókna ætti
svo ab birta almenningi og taka til
umfjöllunar vítt og breitt um
þjóðfélagib.
Því veröur ekki í móti mælt, aö
alvarlegum glæpum fer fjölgandi
á íslandi. Refsingar í formi sekta
eða tukthúsvistar viröast koma að
litlu haldi til ab sporna við þessari
þróun. Enda er það svo að meiri-
hluti þeirra afbrotamanna, sem
hljóta dóma, eru síbrotamenn og
oftar en ekki brenglaðir af áfengis-
sýki og eiturlyfjaneyslu.
Vissulega þarf að taka þessa
menn úr umferö, eins og lög gera
ráð fyrir. En það er til lítils, ef þeir
koma jafn vitlausir út og þeir
voru, þegar rimlarnir luktust að
baki þeim.
Þótt einhverjum þessara manna
sé vart viðbjargandi, þá er full
ástæba til að kanna hvort ekki sé
þörf grundvallarbreytinga varb-
andi fangelsisafplánun síbrota-
manna.
Óneitanlega leiða þessar vanga-
veltur um glæpi hugann að þeirri
gerö þeirra, sem hvað mest er
rædd meðal fólks nú um stundir.
Hér er átt vib kynferbisglæpi,
bæði nauðganir og kynferðisleg
not á börnum. Sumir kalla það
síðarnefnda raunar „kynferöislega
misnotkun á börnum", rétt eins
og til sé sú kynferðisnotkun á
börnum sem ekki sé misnotkun.
En þaö er önnur saga.
Dómar þeir, sem hér á landi eru
felldir yfir nauðgurum og kyn-
ferðislegum barnaníðingum, em
svo hörmulega vægir, þrátt fyrir
að lög heimili annað, að efasemd-
ir hljóta að vakna um dómgreind
dómaranna. Og geta menn ekki
verib nokkuð sammála um þaö,
að dómgreindarlaus dómari ætti
eiginlega að svipast um eftir ein-
hverju því starfi, sem hann sé bet-
ur fær um að gegna? ■