Tíminn - 27.10.1994, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 27. október 1994
að útvarpið gegndi miklu hlut-
verki við að tengja saman
byggðarlög og bæta samskipti
þeirra á milli og þar með mann-
lífið. Óskaði hann starfseminni
allra heilla.
Þá var boðið upp á kaffi og
pönnukökur.
Finnbogi Hermannsson, for-
stöðumaður svæöisútvarpsins,
stjórnaði svo útsendingu að af-
loknu ávarpi útvarpsstjóra til
hlustenda. Ræddi Finnbogi við
fólk frá Bíldudal, Tálknafirði og
Patreksfirði. Þá var bein útsend-
ing á viðræðuþætti Finnboga
við þrjá fulltrúa úr sveitarstjórn-
um á svæöinu.
Útsendingar svæðisútvarpsins
verða þrjá daga vikunnar —
miðvikudaga, fimmtudaga og
föstudaga — frá kl. 18.35 til
19.00.
Reykjavíkurborg:
Auglýst eftir fimm
hönnuðum
........ ....-------------------------------------■;---1' "3..........i........"l,M '•"'"•VV","..................
Borgarráö hefur samþykkt að
auglýsa eftir hönnuðum til að
hanna innréttingar í leigu-
íbúöir í eigu Reykjavíkurborg-
ar. Fimm hönnuðir úr hópi
umsækjenda verða valdir til
aö gera tillögur um innrétt-
ingalínu og einn þeirra síðan
valinn til að þróa og full-
hanna sína hugmynd. Eftir
smíði frumgerðar veröur
smíöin boðin út á almennum
markaði.
Samþykktin var gerð að tillögu
samstarfshóps á vegum Sam-
taka iðnaðarins, borgarverk-
fræðings og Félagsmálastofnun-
ar. Markmið verkefnisins er að
þróa og prófa nýtt verklag við
hönnun, útboð og smíði inn-
réttinga fyrir Reykjavíkurborg.
Litið er á verkefnið sem tilraun,
sem geti í senn stuðlað aö inn-
lendri atvinnusköpun og hag-
kvæmum rekstri borgarinnar.
Gert er ráð fyrir að hver hönn-
uöanna fimm fái kr. 150 þús-
und fyrir sína tillögu og ber
þeim að skila henni innan fjög-
urra vikna frá vali hönnuöa. Til-
lögurnar eiga að felast í innrétt-
ingum í eldhús og baðherbergi,
auk fataskápa í svefnherbergi og
hol. Trésmiðja Reykjavíkur ann-
ast smíði á frumgerðum innrétt-
inga þess hönnuðar, sem verður
fyrir valinu, og eftir það verður
smíðin boðin út á almennum
markaði. Reykjavíkurborg mun
síðan semja við lægstbjóðanda
um smíði tiltekins fjölda inn-
réttinga.
Reiknað er með aö verkefnið
kosti fimm milljónir króna og er
inni í þeirri tölu kostnaður við
verkefnisstjórnun, launaða til-
lögugerð, hönnunarlaun, smíöi
frumgerðar, útboðsgögn og aug-
lýsingar.
Olíuleki á Akureyri
Frá Þórbi Ingimarssyni,
fréttaritara á Akureyri:
Nokkur olía lak í fiskihöfnina á
Akureyri um síðustu helgi.
Veittu starfsmenn hafnarinnar
olíubrákinni eftirtekt, þegar þeir
komu til vinnu á mánudags-
morgun. í fyrstu var ekki vitað
um hvaöan olían hefði komið,
en nú er ljóst að mistök um
borð í fiskibát, sem lá í höfn-
inni, urðu olíulekans valdandi.
Engum var gert viðvart um
óhappið og því var ekki unnt að
bregðast fyrr við og hefja
hreinsun, en að sögn ívars Bald-
urssonar hafnarvarðar gekk
greiðlega að hreinsa olíuna úr
höfninni, þegar hafist var
handa, og ekki er talið aö neinar
verulegar skemmdir hafi orðib
af hennar völdum.
Samkvæmt upplýsingum rann-
sóknarlögreglunnar á Akureyri,
sem fékk málib til meðferðar,
var verið að dæla olíu á milli
tanka í fiskiskipi, sem lá í um
höfninni um helgina. Annar
tankurinn yfirfylltist við það
verk, þannig að nokkurt magn
af olíu fór í sjóinn.
Hópur fulltrúa, sem sóttu abalfund Samtaka bœjar- og hérabsfréttablaba á Neskaupstab um síbustu helgi.
Abalfundur Samtaka bœjar- og héraösfréttablaöa var haldinn á Nes-
kaupstaö um síöustu helgi. Ómar Caröarsson:
Mörg blöð eiga und-
ir högg ab sækia
Blaðamenn af öllu landinu
sóttu aðalfund Samtaka bæj-
ar- og hérabsfréttablaba, sem
haldinn var á Neskaupstað
um síbustu helgi. Voru þar
reifub hagsmunamál þessara
blaba, en að sögn Ómars Garð-
arssonar í Vestmannaeyjum,
formanns samtakanna, eiga
þau mörg undir högg ab
sækja.
Ómar segir að tekjur hérabs-
fréttablaða — rétt eins og tekjur
annarra fjölmiöla — hafi farið
minnkandi. Auglýsingar hafi
dregist saman og mörg blöb hafi
bmgðist við þeirri þróun með
því að dreifa þeim ókeypis og
selja þau þess í stab. Nokkur
blöð hafi hætt starfsemi sinni,
en farið þó af stað aftur, s.s.
Skagablaðið á Akranesi og Fjarð-
arpósturinn í Hafnarfirði. Segi
þab hve miklu hlutverki blöð af
Aö skipta um dekk, umfelgun og jafnvœgisstilling:
Rúmlega 13% mismunur á verði
Samkeppnisstofnun hefur
kannað verb á vetrardekkjum
og hvað það kostar að skipta
um dekk. Athuguð voru verð
hjá 17 fyrirtækjum á höfuö-
borgarsvæöinu. í könnuninni
var gert ráð fyrir skiptingu á
dekkjum, umfelgun og jafn-
vægisstillingu á fjórum hjól-
börðum.
I niðurstööum Samkeppnis-
stofnunar kemur fram að
lægsta verð á skiptingu, um-
felgun og jafnvægisstillingu á
fjórum dekkjum var 3.300 kr.
Hæsta verð hins vegar var
3740 kr., þannig að mismunur
á hæsta og lægsta verði var
13,3%. Ef um jeppa var að
ræða, þá var þessi aðgerð öll
mun dýrari. Lægsta verð var
4.300 og það hæsta 6.160, eða
um 43% verðmunur.
Það vekur hins vegar athygli
ab mjög lítill verðmunur virð-
ist vera milli staða á nýjum og
sóluðum hjólbörbum milli
staba.
Þetta á við um flestar gerbir
dekkja, og er minnsti verð-
munur milli sambærilegra
dekkja á nýjum, stórum Mich-
elin- dekkjum, eða um 0,8%
þar sem þeir voru dýrastir og
þar sem þeir voru ódýrastir.
Sólaðir hjólbarðar eru hins
vegar miklu ódýrari en nýir og
er verðmunur á sóluðum hjól-
börðum mestur 7,8%.
þessu tagi gegni í hverju samfé-
lagi.
Þrjú ný blöð hafa að undan-
förnu gengið í Samtök bæjar- og
hérabsfréttablaða. Þab eru Ey-
firska fréttablaðiö, sem gefið er
út á Dalvík, Dagskráin á Selfossi
og loks hinn endurvakti Fjarðar-
póstur í Hafnarfirði.
Dr. Sigrún Stefánsdóttir, frétta-
maður og fjölmiðlafræbingur,
flutti á fundinum eystra erindi
um efnistök í blaðamennsku og
ekki síður útlit blaða. Sagöi
Ómar menn hafa veriö ánægða
með mál Sigrúnar og ekki síður
góðan viburgjörning heima-
manna þar eystra. Var einnig
ákvebið að aðalfundur samtak-
anna yrði á næsta ári haldinn á
Selfossi, en þar eru gefin út
Sunnlenska fréttablaðið og Dag-
skráin.
Stjórn samtakanna skipa Ómar
Garðarsson, ritstjóri Frétta í
Vestmannaeyjum, Kristín
Gestsdóttir á Eystra-Horni, sem
gefib er út á Höfn í Hornafirði,
og loks Elma Gubmundsdóttir á
Austurlandi á Neskaupstab.
-SBS/Selfossi
Stækkab útsendingarsvæbi RÚV á Vestfjörbum
Frá Sigurbi Viggóssyni,
fréttaritara Tímans á Patreksfirbi:
Þann 19. október s.l. uröu tíma-
mót í útvarpsmálum Vestfirb-
inga, þegar fyrstu útsendingar
frá svæðisútvarpinu á Vestfjörð-
um nábust á suðvesturhluta
Vestfjarða, þ.e. Vestur-Baröa-
strandarsýslu. Um leið var
minnst fimm ára afmælis RÚV á
ísafirði.
Svæbisútvarp RÚV bauö for-
ráðaaðilum sveitarstjórna og at-
vinnufyrirtækja á hinu nýja
hlustunarsvæði að vera vib þeg-
ar útsending hófst úr ráðhúsinu
á Patreksfirði. Heimir Steinsson
útvarpsstjóri ávarpaði gesti ábur
og ræddi m.a. abdraganda þessa
áfanga. Hann sagði ab stefna út-
varpsins væri að ná enn frekar
til áheyrenda sem víbast um
landiö og að svæðisútvarp væri
libur í þeirri stefnu. Taldi hann
Utvarpsstjórí flytur ávarp í tilefni áfanga í útvarpssendingum á Vestfjörbum. Athöfnin fór fram í rábhúsinu á Pat-
reksfirbi.