Tíminn - 27.10.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.10.1994, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. október 1994 ■ DNA-rannsóknir hafa endanlega leitt í Ijós ab Anna Anderson getur ekki hafa veriö rússneska prinsessan An- astasía Nú herma fjölmiðlar ab loksins sé kominn á dag- inn allur sannleikurinn um Önnu Anderson, konu sem varöi meirihluta ævinnar til ab reyna að sanna ab hún væri An- astasía, ein af dætrum Nikulásar 2., síðasta Rússakeisarans. Eins og kunnugt er tóku bolsévíkar hann og fjölskyldu hans af lífi í Jekater- ínbúrg í júlí 1918. Mörgum þóttu fullyrbingar Önnu Anderson (sem lést í Bandaríkjunum 1984) um aö hún væri keisaradóttirin myrta ósennilegar, en margir uröu til aö leggja trúnab á þær og sagnfræð- ingum gekk illa aö sanna að þær væru uppspuni. En nú á ab hafa verib sannaö endanlega með DNA-rannsóknum aö Anna And- erson hafi ekki getab verið sama manneskja og Anastasía prinsessa og stórhertogaynja. „Dapurleg og andstyggileg sagay/ Þetta gerðist þannig ab rannsök- uð voru blóösýni úr Filippusi her- toga af Edinborg og fjölskyldu þýskrar bóndakonu, Margarete Ellerik, sem var náfrænka Önnu, auk sýna úr líkama og hári henn- ar sjálfrar. Niöurstöbur þeirra rannsókna uröu m.a. aö þau Anna og Filippus hafi ekki getað veriö skyld. En amma Anastasíu var langamma hertogans. Áriö 1920 var Anna dregin upp úr síki í Berlín, þar sem hún hafði reynt aö svipta sig lífi. Til skamms tíma var ekkert meö vissu vitaö um ævi hennar fram til þess at- burðar. Nú hafa víötækar rann- sóknir bætt úr þeim vitneskju- skorti og þar með afhjúpað „mesta skröksöguhöfund aldar- innar", eins og þaö er orðab í grein um þetta í Sunday Times. Hin raunverulega saga á bak við skröksöguna er „dapurleg og þeg- ar allt kemur til alls andstyggi- leg", stendur í sömu heimild. Áminnstar rannsóknir voru einkum verk MPR, sjónvarps- stöövar í Múnchen, og var maður að nafni Maurice Philip Remy oddviti hóps þess er aö rannsókn- inni vann. Hin raunverulega saga Önnu Anderson er samkvæmt niöurstöbum rannsóknahóps þessa sem hér segir: Anna, sem upphaflega hét Franzisca Schanzkowska, fæddist 1896 í Borrek, smáþorpi norðar- lega á svæbi því, sem meðan þab var hluti af prússneska konungs- ríkinu og síban síöara þýska keis- aradæminu hét Vestur-Prússland, en var kallab Pólska hlibið á árun- um milli heimsstyrjalda, er þaö hafbi verib innlimað í endurreist pólskt ríki. Aö Franziscu stóð efnalítiö bændafólk. Áhöld kunna ab hafa verib um hvort þab fólk taldist þýskt eöa pólskt aö þjóðerni, eins og algengt var á því svæbi, og mætti vera aö þaö heföi ekki haft ákvebnar hug- myndir um þaö sjálft. Kennarar Franziscu í bemsku þóttust merkja hjá henni „óvenjulega greind". 1914 var hún orbin vinnukona í Berlín. Skröksaga aldarinnar Rússneskir flóttamenn „Hana langaöi til aö veröa leik- kona, eitthvab sérstakt," segir Waltraud von Czenskovski, frænka hennar sem býr í Ham- borg. „Hún ætlabi sér aö vinna sér inn nógu mikið af peningum í Berlín til þess að hún gæti komist til Englands." í staöinn varb Franzisca ástfang- in og trúlofaðist. Unnusti hennar féll á vesturvígstöðvunum 1916. Hún var þá í vinnu í skotfæra- verksmiðju og varð skömmu síöar verkstjóra þar óvart aö bana, meb því að missa handsprengju. Hún tók þaö svo nærri sér að hún var lögö inn á geðsjúkrahús. Hún var útskrifuð þaban áriö eft- ir, var um tíma vinnukona á bóndabæ, en oftast niburdregin og lá langtímum saman í rúminu. Svo varö hún aftur ástfangin. Hún var fljót til aö ímynda sér að hún væri þaö, segir frændfólk BAKSVIÐ DACUR ÞORLEIFSSON hennar, og gerði sér stööugt von- ir um ab einhverjir karlmenn freisuöu hana frá öllum áhyggj- um og leiðindum. Líklegt er talið ab ástarsorg hafi valdið því ab hún kastabi sér í síkið í Berlín. Hún neitaði aö segja til nafns, er henni var bjargað, og var lögð inn á gebsjúkrahús. Það var upp úr því sem hún fór að nefnast Ánna Anderson. Eftir ab hún haföi verib útskrifuö af sjúkrahúsinu bjó hún um tíma meö Rússa, sem flúiö haföi land sitt undan bolsévíkum. Hjá hon- um fékk Anna aðgang að bókum um rússnesku keisarafjölskyld- una, sá mikib af myndum af henni og auk þess var á þaö heim- ili stöbugur straumur rússneskra flóttamanna, kunningja sambýl- ismannsins. Eitt af helstu um- ræðuefnum þeirra voru keisara- fjölskyldan og örlög hennar. Þaö var á grundvelli þess fróðleiks sem Franzisca-Anna breytti sér í Anastasíu. Ingrid Bergman, Elsass-hundar Það gekk upp og ofan fyrir henni í því hlutverki næstu áratugi, en drjúgan uppslátt fékk hún 1956 meö kvikmyndinni Anastasia, þar sem Ingrid Bergman lék Önnu- Anastasíu. Bíógestir grétu unn- vörpum af hluttekningu. Mynd- inni lauk aubvitaö meb því að sannað var aö Anna væri Anastas- ía; annaö hefði bíógestum varla líkaö. Þegar á þriöja áratugnum gerö- ust ýmsar manneskjur, sumar rík- ar, sem trúbu sögu Önnu, til þess ab taka hana upp á sína arma og á þesskonar hjálparhellum og trú- girni þeirra lifbi hún síban til ævi- loka. Hún misnotaði þab fólk gróflega og lék þaö illa. 1959 bjó hún í Svartaskógi í Þýskalandi hjá Adele nokkurri von Heydebrand, sem þá var 78 ára. Adele var veik og þurfti oft aö fara á salernið, sem var utan viö skógarhúsið, sem þær bjuggu í, en Anna, sem ásamt með öðru var ofsóknar- brjáluö, læsti útidyrunum. Það leiddi eitt sinn til þess aö Adele varö aö gera þarfir sínar innan- húss. Anna trylltist og sigaði á hana þremur Elsass-hundum. Mánuði síðar fannst Adele látin úti í garöi. 1968 fluttist Anna alfarin til Bandaríkjanna og giftist þarlend- um sagnfræöingi, John Manahan í Charlottesville í Virginíu. Gest- um þeirra ofbauð sóbaskapurinn á heimilinu, þar á mebal hunda- saur út um allt. Anna, sem stöð- ugt lék rússneska stórhertogaynju (og trúöi því kannski sjálf aö hún væri það), var yfirlætisleg og hrokafull og hellti móögunum yf- ir hvern þann sem ekki sýndi henni næga viröingu, aö hennar mati. Mann sinn umgekkst hún af jafnvel enn meiri frekju og ókurteisi en aðra, en hann tók því öllu með þolinmæöi. Sumir trúa sögu hennar enn. „Ég virði vísindin, en ég trúi ekki niö- urstöbum þeirra," segir Richard Schweitzer, bandarískur lögfræö- ingur. „Hún heföi ekki eytt tveimur mínútum meö pólskum verkamanni." Líklegasta skýringin á slíkri trú- girni er kannski þörf mannsins fyrir ævintýri. ■ Anna Anderson (í miöju), Filipp- us hertogi (efst til vinstri), Marg arete Ellerik, frænka Önnu (efst til hægri), og Anastasía keisaradóttir (neöst til hægri)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.