Tíminn - 02.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1994, Blaðsíða 2
2 HfYanitm n Mi&vikudagur 2. nóvember 1994 Tíminn spyr... Er sameiginlegt frambob Al- þýbubandalags, Kvennalista og jóhönnu, eins og Birting leggur til, raunhæfur kostur? Jóna Valger&ur Kristjánsdóttir, aiþingisma&ur Kvennalista frá Vestfjör&um: Þab er ekki raunhæft eins og sta&an er í dag því engar umræö- ur hafa fariö fram um þaö mál. Þessar raddir heyrbust í sumar en þetta var aldrei rætt í botn. Auö- vitaö er horft til þess sem Reykj- avíkurlistinn fékk áorkaö en hvort þaö tækist fremur nú en endranær aö mynda einhverja breiöa samstööu veit ég ekki. Auk þess er hér ekki talað um samflot allra annarra flokka en Sjálfstæö- isflokks eins og þegar Reykjav- íkurlistinn bauö fram, þannig aö þá er enn erfiöara um vik. Innan Kvennalista eru raddir bæði meö þessu og á móti. Sigur&ur Pétursson, formaöur Jafnaöarmannafé- iags íslands: Ég segi já. Þaö ætti að vera það ef vilji er fyrir hendi. Sameiginlegt framboö eða samstarf fyrir næstu kosningar væri aö mínu mati mjög æskilegt til aö skapa valkost fyrir ríkisstjórn meö nýjum áherslum fyrir næstu kosningar. Mör&ur Árnason, félagi í Birtingu: Já, þótt aubvitaö beri eitthvaö á milli í málefnum þá held ég aö þaö sé ekkert stóralvarlegt og mér finnst aö kjósendur eigi í raun og veru kröfu á að forystumenn þessara hreyfinga jafnaöar og jafnréttis setji flokkahagsmuni og hugleiöingar um einstakar persónur til hlibar. Ef sta&iö væri aö svona framboöi af framsýni og heibarleika þá gæti það fengiö meira fylgi en Sjálfstæöisflokkur- inn. Þaö væri ekkert óeðlilegt að næsti forsætisrábherra kæmi úr þessum hópi, t.d. Jóhanna eba Kristín Ástgeirsdóttir. Félagslegar íbúbir standa aubar í Eyjum Frá Þorsteini Cunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum: Félagslega íbúðakerfið í landinu á undir högg að sækja. í Eyjum standa nú t.d. 12 félagslegar íbúbir aubar og er kerfib orðið mikill baggi á bæjarfélaginu þar sem bæjarsjóbur skuldar um 300 milljónir. A síðustu 12 mánuð- um hafa farið 5 félagslegar íbúbir á uppboð og sér ekki fyrir end- ann á vandræðaganginum á þessu kerfi. Það hefur verið rekib sem fyrirtæki innan bæjarsjóbs og viðskiptafært án þess að það hafi verið rekstrarleg ábyrgb á því. Búib er ab ákveba að greiða stóran hluta af lánum niður á 18 árum. Þetta þarf að taka úr bæjar- sjóði til ab gera rekstrarreikning- inn upp á núlli. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofunum í Eyjum er allur gangur á ástandi íbúðanna Vestmannaeyjar. sem em tómar en reynt að hafa þær þokkalegar þegar þeim er út- hlutað. Kostnaður bæjarins vegna auðra íbúba hefur ekki verið reiknabur út en áætlað er aö hann nemi a.m.k. 1-1,5 millj- ónum á ári. Til þess ab geta komist inn í fé- lagslega kerfib má umsækjandi ekki eiga húsnæði fyrir, tekjur þurfa ab vera innan marka sem Húsnæðisstofnun setur, lágmark 815.000 á ári, hámark fyrir ein- stakling 1.693.471 kr. Hámark fyrir hjón er 2.116.839 og síðan viðbót fyrir hvert barn kr. Sjúkrahúsfólk rœbir vandamálin á rábstefnu: Skúffusamkomulög og skababótakröfur Skúffusamkomulög sjúkra- húsa ví&a um land viö starfs- fólk þeirra veröa til umræöu á ráöstefnu Landssambands sjúkrahúsa sem haldin ver&ur í Háskólabíói á laugardag. Þar munu yfirmenn sjúkrahús- anna einnig ræ&a nýtt og nokkuö áberandi vandamál í rekstri sjúkrahúsanna, stór- auknar kröfur' sjúklinga, sem telja sig hafa oröiö fyrir lækna- mistökum á sjúkrahúsum. Skúffusamkomulag kalla menn ýmiskonar sérkjarasamn- inga ýmissa stétta, sem ekki er svo mjög flaggað. Ráðgaröur hf. hefur gert könnun á skúffu- samningum ýmiskonar og munu þeir kynntir á fundinum. „Þetta er að mínu mati stór- merk ráðstefna þar sem upp veröa tekin stórmál sem aö sjúkrahúsunum steðja. Manni finnst stundum að sumt fólk sé að „fiska" eftir bótum," sagði Jóhannes Pálmason, formabur Landssambands sjúkrahúsa, í samtali við Tímann í gær. Jóhannes sagði ab ýmis sjónar- mið kæmu til álita þegar svo- nefnd skúffusamkomulög væru skoðuð, byggðasjónarmiö og annaö sem réttlætti staðarupp- bætur og annað. Jóhannes er framkvæmdastjóri Borgarspítal- ans. Hann sagbi ab hjá því sjúkrahúsi væru menn ef til vill hvaö mest berskjaldaöir fyrir gagnrýni sjúklinga, ekki síst þeirra sem koma á slysadeild. Þar fara um garð meira en 40 þúsund manns á ári á ýmsum stigum og í ýmsu ástandi. Sagbi Jóhannes það ekki skrýtið þótt einhverjir þeirra kæmu fram meö skaðabótakröfur. ■ 154.286. Félagslega kerfið þykir mjög þungt í vöfum vegna þess að allt þarf ab fara í gegnum Hús- næðisstofnun og allar ákvarðanir bornar undir hana. Hinsvegar segja lögin að félagslega húsnæð- iskerfið sé á ábyrgð sveitarfélags- ins og þetta þykir ekki samrým- anlegt. íbúðir í félagslega kerfinu þykja of dýrar vegna þess að grunnurinn er byggingarkostn- aður og síðan framreiknað með vísitölu. íbúðir á frjálsum mark- aði hækka ekki samsvarandi þessu og eru því mun ódýrari en félagslegar íbúðir. Sem dæmi taldi mabur, sem fékk úthlutaða félagslega íbúð fyrir skömmu á 6 milljónir, sig geta fengiö sam- svarandi íbúð á almennum markaði á 5 milljónir. Fyrning upp á 1,5% verður einnig að telj- ast of há gagnvart íbúðareigend- um en gæti samt reynst of lág þegar verðið er borið saman við verb á frjálsum markaði. Mikil hreyfing hefur verið á íbúbum í félagslega kerfinu síð- astliðna 12 mánubi samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstof- unum. Alls hafa 12 íbúðir verið innleystar og 9 íbúöum úthlutað. „Eigendur" félagslegra íbúða í Eyjum sem Tíminn ræddi við kvarta mikið yfir bakreikningum og allt of dýrum íbúðum. Þá hef- ur fallið aukakostnaður á kaup- endur vegna endurbóta á fjölbýl- ishúsunum sem húsfélögin sjálf standa straum af. 7 9. þing Sjómannasambandsins: Tekist á um nýjan formann Eitt helsta mál 19. þings Sjó- mannasambands íslands, ver&ur aö kjósa nýjan for- mann í staö Óskars Vigfússon- ar sem gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Óskar hefur veriö formaöur SSÍ í 18 ár og er jafn- framt forma&ur Sjómannafé- lags Hafnarfjaröar. Þingið verbur sett í dag og því lýkur á föstudag, en þaö er hald- ið á Hótel Sögu. Rétt til setu á þinginu eiga rúmlega 60 þing- fulltrúar, víðs vegar af landinu. Þegar hafa tveir gefið kost á sér, þeir Svævar Gunnarsson, for- maður Sjómanna- og vélstjóra- félags Grindavíkur, og Sigurður Ólafsson, formaður Sjómanna- félags ísfirbinga og bæjarfulltrúi krata á ísafirði. Konráð Alfreðs- son, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, hefur verið nefndur sem hugsanlegt varaformanns- efni Svævars en Konráð bauð sig fram gegn sitjandi formanni á síðasta þingi sambandsins. Þá er ekki útilokað að fleiri muni gefa kost á sér til formanns, en for- manns- og stjórnarkjör fer fram á morgun, fimmtudag. Af öðrum málum þingsins eru atvinnu- og kjaramál sjómanna, auk öryggis- og tryggingarmála. Nýveriö tókust samningar á milli SSÍ og LÍÚ og eru þeir til umfjöllunar í aöildarfélögum Sjómannasambandsins. Skiptar skobanir hafa verið um þennan samning og m.a. hefur Vél- stjórafélag íslands og Far- manna- og fiskimannasam- bandiö hafnaö honum fyrir sitt leyti. Þá hefur atvinnuleysi fariö vaxandi meðal sjómanna vegna síminnkandi aflaheimilda flot- ans. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.