Tíminn - 02.11.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1994, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 2. nóvember 1994 3 Landlœknir mœlir eindregiö meö því aö eldra fólk láti bólusetja sig gegn lungnabólgu: Tilraunir til að bólu- set j a börn lofa góðu Um 20% af innsendum sýn- um á sýklafræöideildir hér- lendis eru penisillín ónæmir og fjölónæmir pneume- ókokkar, samkvæmt erindi sem Vilhjálmur A. Arason hélt á vísindaþingi Félags ís- lenskra heimilislækna um síöustu helgi. Hér á landi er unnih a& bóluefnisetningar- tilraunum fyrir börn gegn þessum sýklum. Erindi Vilhjálms er byggt á rannsókn sem hann og fleiri læknar gerðu á tímabilinu október 1992-nóvember 1993. Nýgengi sýkla sem eru ónæm- ir fyrir penisíllini hefur farib vaxandi víða um heim undan- farin ár, þar á meðal á ísiandi. Aukin sýklalyfjanotkun er tal- in tengjast þessari þróun í heiminum þótt ekki sé vitað nákvæmlega á hvern hátt. Sýklalyfjanotkun íslenskra barna er meiri en gerist á hin- um Norðurlöndunum. í ofan- greindri rannsókn vom rann- sökub yfir 900 börn yngri en 7 ára á fimm stöbum á landinu sem ekki höfðu fengið sýklalyf síbustu tvær vikurnar. í ljós kom að 62% barnanna höfðu fengið sýklalyf á árinu og var meöferðarfjöldinn hæstur hjá yngstu börnunum. Við rannsókn á nefkokssýn- um kom í ljós að ríflega helrn- ingur barnanna (53%) reynd- ist bera pneumókokka og af þeim bám 10% eða 47 börn penisillín ónæma pneumó- kokka. Hlutfallib var hæst hjá yngstu börnunum eða hjá 21% þeirra sem báru pneumó- kokka. Ólafur Ólafsson landlæknir segir að engin einhlít skýring finnist á því hversu mikil sýklalyfjanotkun sé meðal barna hér á landi. Hann segir að læknar hafi sett fram tilgát- ur um að þjóðfélagsaðstæður séu hluti orsakarinnar. „Marg- ir telja ástæðuna vera þá að fólk hafi einfaldlega ekki tíma til að vera með veik börn. Það er líklegt að læknarnir verði fyrir töluverbum þrýstingi frá foreldrum sem vinna bábir mikið og geta lítið verið frá vinnu. Tíðni sýkinga er líka nokkuð há hér á landi." Ólafur segir að þó hafi heldur dregið úr sýklalyfjanotkun á síðustu árum, enda hafi verið rekinn áróður fyrir því að læknar sýndu íhaldssemi í slíkri lyfja- gjöf. „Hér á landi er einnig unnib að bólusetningartil- raunum fyrir börn sem okkur sýnist að lofi góbu um árang- urinn. íslendingar eru auk þess fyrstir þjóða til að bólu- setja eldra fólk gegn lungna- bólgusýklum. Ég vil hvetja eldra fólk til að notfæra sér það, því að þannig má koma í veg fyrir lungnabólgu í mjög mörgum tilfellum. Nauðsyn- legt er að vekja athygli á þessu í kjölfar fregna um þessa ónæmu sýkla." ■ Fundur félaasmálaráö- herra meb fulltrúum reynslusveitarfélaga: Garðabær mætir ekki Forma&ur framkvæmdanefndar um Gar&abæ sem reynslusveit- arfélag hefur ákvebiö a& mæta ekki á fund félagsmálará&herra nk. föstudag. Á fundinn voru boöabir formenn framkvæmdanefnda allra þeirra sveitarfélaga sem hafa óskab eftir aö veröa reynslusveitarfélög. Eins og kunnugt er hefur Guörún Ág- ústsdóttir, formaöur nefndarinn- ar í Reykjavík, tilkynnt aö hún muni ekki mæta á fundinn og óvíst er hvort fulltrúi Hafnarfjarö- ar mæti þangaö. Formaður nefnd- arinnar í Garöabæ er Benedikt Sveinsson. Benedikt er erlendis en Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri segir aö þaö sé ákvöröun Benedikts aö mæta ekki og hann hafi ritaö rábherra bréf vegna þess. „Viö erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni en þaö er spurning hvernig á aö standa að því. Mér sýnist sem þaö geti verið erfitt aö hefja viöræöur viö ríkib á meöan áöur geröir samningar eru ekki haldnir." ■ Erró segist aldrei hafa séö Hafnarhúsiö og segist ekki hafa miklar skoöanir á því hvar Erró-safniö veröur: tt Þarf ekki mína blessun" Erró á Kjarvalsstöbum í gær. Tímamynd CS Verkalýbsfélag Vestmannaeyja: Fákeppni SÍ og SH kemur á óvart Jón Kjartansson, formaöur Verkalýösfélags Vestmanna- eyja, segir aö þaö komi sér á óvart aö heyra þaö a& svokall- a& heiöursmannasamkomu- lag hafi veriö á milli Sölumiö- stöövar hraöfrystihúsanna og íslenskra sjávarafur&a um a& taka ekki viöskipti hvort frá ö&ru. Hann segist ætíð hafa skilið það svo að þessi tvö stærstu út- flutningsfyrirtæki sjávarafaurða kepptust sín í milli um við- skiptavinina. „Hitt er svo aftur annað mál að þeir koma ákaflega samstíga saman að samningaborðinu. Þá er allt í mesta bróðerni hjá þeim," segir Jón. Ásakanir Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, í garð ÍS um að þeir síðastnefndu heföu brotið gildandi heiöursmannasam- komulag þeirra í milli um við- skiptavinina meö kaupunum á 30% eignarhlut Bjarna Sig- hvatssonar og fjölskyldu í Vinnslustöðinni hf. í Eyjum, hafa vakið töluverða athygli. Formaður Verkalýðsfélagsins í Eyjum segir ab það eigi eftir ab koma í ljós hvaða áhrif þessi kaup muni hafa á rekstur fyrir- tækisins og afkomu starfs- manna. Hann segist ekki þekkja Bjarna Sighvatsson og fjöl- skyldu nema aö góðu og telur mestu skipta að fyrirtækið haldi fullum dampi, en þaö er með þeim stærstu í bænum með hátt í 400 starfsmenn í það heila tekib. ■ Þaö er erill í kringum Erró þessa dagana, hvort sem litiö er á veggina á Kjarvalsstöbum sem allir eru þaktir verkum úr gjöfinni er hann fær&i Reykja- víkurborg fyrir fimm árum, ganga hússins þar sem allir em á þönum og keppast viö a& sitja og standa eins og Erró vill, prentsmiöjuna Odda þar sem er veriö a& leggja sí&ustu hönd á prentun mikillar Erró-bókar sem kemur samtímis út á frönsku, ensku og íslensku, eöa Hafnarhúsiö þar sem áformaö er a& hafa Erró-safniö í fram- tíöinni. Þrátt fyrir allan þenn- an eril er listamaöurinn kyrr- látur. Hann segist vera búinn aö læra þaö á Iöngum ferli aö láta ekki ys og þys í umhverf- inu koma sér úr jafnvægi. -Ég hef aldrei séð Hafnarhúsiö, segir Erró þegar hann er inntur eftir því hvernig honum lítist á að myndir hans fari þangað en ekki að Korpúlfsstöðum eins og upphaflega var ætlunin. -Ég hlýt auðvitað að hafa ekið framhjá Hafnarhúsinu en ég hef bara aldrei veitt því neina eftirtekt. Gömul pakkhús hafa reyndar oft reynst vel í sambandi viö mynd- list. Um þaö em mörg dæmi. Nei, ég þarf ekkert aö líta á húsið eöa leggja blessun mína yfir eitt eða neitt í sambandi viö það. Ef satt skal segja þá er mér alveg sama um þetta. Eg er búinn meb mína vinnu og hef engar áhyggjur af framhaldinu. Ég hef bara engan áhuga á svona málum og færi síst af öllu að blanda mér í pólitík á íslandi, enda var gjöfin aldrei meint þannig af minni hálfu aö einhverjar tilteknar ástæöur þyrftu aö vera fyrir hendi. Hins vegar er mjög sjaldgæft að myndlistarmenn eigi þess kost ab koma svo miklu af stómm myndum fyrir á einum stað og ég er þakklátur fyrir aö þaö skuli vera hægt. Það aö verkin fæm hingaö varb mér síöan hvatning til ab fara aö gera enn stærri verk. Ætli ég líti ekki á þetta eins og fólk sem eftirlætur eigur sínar og læmr svo krakkana um aö rífast um reimrnar. -Annars gleymi ég öllu um leið, heldur Erró áfram. -Ég er teygjan- legur persónuleiki, bjartsýnis- maður sem horfir bara til fram- tíðar og á sínar bestu minningar í framtíbinni. Tíminn ræður miklu í lífi mínu. Ég þarf mikinn tíma til aö gera myndir. -Þú ert mjög pólitískur í myndum þínum. Hver er þín þólitík utan myndlistarinnar? -Ég á bágt meö aö þola pólitík. Ég fylgist ekki meö lengur, er alltaf eftir á. En ég er „ekstrem" miöju- maöur, eins langt inni í miöju og hægt er. -Tengsl þín við ísland? -Þau eru eins og fjölskyldutengsl. Mér finnst landar mínir vera eins og fjölskylda mín. Ég met mikils ab geta ferbast um landib, eink- um meb Ara Trausta bróöur mín- um sem vir&ist þekkja hvern stein á þessu landi. Ég kem hing- aö annab slagiö, oftar í seinni tíb en stundum áöur. Einu sinni liöu níu ár án þess aö ég kæmi til landins. Síðast var ég hér í vor, þá með franska útgefandanum að bókinni um mig sem er að koma út núna. Mig langaði til þess aö bókin yröi prentuð hér og Frakkinn var til í tuskið. Hann kom hingaö meö mér og leist svo vel á allt í prentsmiðjunni, vinnubrögðin og allar aðstæbur, að hann taldi sig ekki einu sinni þurfa aö standa yfir verkinu sem hann bjóst þó í fyrstu við aö væri óhjákvæmilegt. Textinn í bók- inni er eftir forseta Franska vís- indaháskólans, Marc Augé. Hann er þjóöfræöingur og þetta er í fyrsta sinn sem hann skrifar um myndlist. íslenska þýöingin er mjög merkileg, af því aö dæma sem ég hef lesiö gæti hún endað meö því að veröa betri en franski textinn, segir Erró. -Líf þitt fyrir utan myndlistina? Hverja umgengstu og hvjtð gerirðu þegar þú ert ekki að vinna? -Ég er sextíu og tveggja ára og í seinni tíb hef ég sífellt meiri ánægju af að umgangast jafn- aldra mín og þá sem eldri eru. Mér finnst þeir skemmtilegri en unga fólkið, kannski af því að þeir hafa séb meira og eru reynd- ari. Þeir sem ég kalla vini mína eru auövitab bara menn sem mér þykja skemmtilegir, gáfaðir og vel að sér. Sumir eru myndlistar- menn en ekki allir. Þaö eru nokkrir rithöfundar sem ég um- gengst talsvert og líka stjórn- málamenn. Við tölum ekki um myndlist. Ég hef ekki gaman af aö tala um myndlist. Mér finnst gaman aö tala um mat og vín, og þá get ég sagt þér frá því aö fyrir nokkrum dögum fór ég aö boröa á veitingastað hér í Reykjavík sem kallaður er Mávurinn. Þar fékk ég bezta kjöt sem ég hef nokkurn tíma bragðað. Þaö var af skarfi. -Á.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.