Tíminn - 05.11.1994, Page 7

Tíminn - 05.11.1994, Page 7
Laugardagur 5. nóvember 1994 7 Ingibjörg Davíbsdóttir: Hvers eiga bömin aö gjalda? Fyrir skömmu birtist í einu dag- blaöanna viðtal viö virtan, er- lendan afbrotafræðing, þar sem hann lét hafa eftir sér að glæpa- tíðni á íslandi væri í rauninni engu lægri en í Bandaríkjunum. Þetta álit sérfræðingsins ætti raunar ekki að koma neinum á óvart sem fylgist með fréttum af þessum málum hérlendis. Nær daglega eru til umfjöllunar frétt- ir af margskonar glæpum, árás- um og líkamsmeibingum þannig að það hálfa væri nóg. Og næstum jafnoft er gengið framaf meðaljóninum þegar birtir eru dómar í viðkomandi sakamálum. Morðingjar eru dæmdir til allt að 16 ára fangelsisvistar og ein- staka ofbeldismaður getur þurft ab sitja inni í nokkur ár, hafi hann náð að limlesta fórnar- lambið nægilega mikib. Fangels- isdómar nauögara og annarra öfugugga eru hins vegar mældir í mánubum. í mörgum tilfellum er um skilorðsbundna dóma að ræða, þá þarf sá seki ekki að sitja af sér dóminn, svo fremi sem hann brýtur ekki af sér á skil- orðstímanum. Nýlega var kveð- inn upp dómur í einu slíku máli. Þar var um að ræða karlmann sem hafði beitt ungan dreng kynferðislegri misnotkun að tveimur yngri drengjum ásjá- andi. Fyrir þetta hátterni fær sá seki 10 mánaða fangelsisdóm og þar af 7 mánuði skilorösbundna. Því miður er þetta ekki eins- dæmi. Nærri því hvern einasta dag les eða heyrir maður um aðra og viðlíka dóma fyrir þess- háttar glæpi. Ekki eykst nú virð- ing almennings fyrir dómskerf- inu, þegar dómarnir eru svo oft á tíðum mildabir í meðferð Hæstaréttar. Samkvæmt þessu virðast ís- lensk lög ekki meta kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum eöa nauðganir meiri glæp en meðal ávísanafals. Ingibjörg Davíbsdóttir Þegar betur er að gáð, þá er það kannski ekki svo undarlegt að lögin tryggi ekki rétt barna betur en raun ber vitni. Börn hafa hingað til ekki verið talin sjálfstæðar persónur með til- heyrandi réttindum, heldur sem hluti af persónu og réttindum foreldra sinna. í annan stað þá er það athyglisvert ab allflestir dómarar eru sama kyns og kyn- ferðisafbrotamennirnir sjálfir. Þessi staðreynd gefur tilefni til hugleiðinga um hvort ekki sé rétt að breyta samsetningu þess hóps sem dæmir í viðkomandi málum. Ég er ekki frá því að fjölgun kvenna í dómarasætum myndi leiða til réttlátari refsinga í slíkum málum. í þessu samhengi er líka at- hyglisvert að skoða þær kenn- ingar um tilurð nauögana, að mikill hluti þeirra sé fórnar- lömbunum sjálfum að kenna. Þ.e.a.s. að konur bjóði í rauninni upp á það að vera nauðgað sök- um þess hve æsandi þær klæðist og liggi oft á tíðum vel við nauðgun, sökum áhrifa áfengis. Það væri gaman að sjá eða heyra útskýringar á sambærilegum glæpum gagnvart börnum og á hvaða hátt þau bjóða hættunni heim. Er það kynæsandi klæðn- aðurinn eða hin eggjandi fram- koma, sem leiðir kynferðisaf- brotamennina til glæpsins, eða gæti það hugsast að um afbrigði- lega hegðun væri að ræða? Eg tel að fyrir löngu sé kom- inn tími til að skerpa hressilega á refsiviðurlögum varöandi nauðganir og aðra kynferöislega misnotkun. Og að sjálfsögðu al- gjörlega án tillits til aldurs eöa kyns fórnarlamba. Það getur ekki verið réttlætanlegt að verö- launa slíkt óeðli með hlægilega lágum dómum, sem eru ekkert annað en hreinasta vanvirða og móðgun við þá, sem í þessari hræðilegu ógæfu lenda og bíða þess sjaldan eða aldrei bætur. Höfundur er BA í stjórnmálafræbi og þátttakandi í prófkjöri Framsóknarflokks- ins í Reykjavík. Valgerbur Sverrisdóttir: Höldum konu í baráttusætinu í síðustu alþingiskosningum munaði litlu að Framsóknar- flokkurinn fengi tvo þing- menn kjörna í Reykjavík. Ásta R. Jóhannesdóttir skipaði ann- að sætið á framboðslista flokksins, eins og flestum er kunnugt. Nú um helgina mun full- trúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík velja frambjóöend- ur flokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Það er mjög mikilvægt, aö konur fái góða kosningu í prófkjör- inu og að valinn verði traustur fulltrúi í annað sætið — bar- áttusætið. Ásta Ragnheiður hefur sann- að það á tólf ára ferli í Fram- sóknarflokknum, ab hún er Helgi Pétursson: Nú um helgina göngum við reykvískir framsóknarmenn til kosninga í prófkjöri. Sú þunga ábyrgð er lögð á herðar okkar í fulltrúarábinu ab velja sigur- stranglegan lista flokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingis- kosningar. Fyrir tæpum fjórum árum munaði litlu að við næðum inn tveimur þingmönnum í Reykjavík. Til þess að ná því takmarki nú, þurfum við að velja dugmikla frambjóðendur í efstu sæti listans. Ásta R. Jóhannesdóttir, sem býður sig fram í 2. sætið, er slíkur fulltrúi. Hún er núver- andi varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík og hefur starfað um árabil innan flokksins. Ásta Ragnheiður er þjóð- kunn af störfum sínum hjá Ríkisútvarpinu og Trygginga- stofnun ríkisins. Innan Fram- sóknarflokksins er hún kunn af dugnaði og baráttugleði, sem oft smitar út frá sér. verðugur fulltrúi flokksins á Alþingi. Hún tók þátt í próf- kjöri flokksins fyrir alþingis- kosningar árið 1983 og á því kjörtímabili kom hún fyrst inn á þing sem varaþingmað- ur Reykvíkinga. Ég hef starfað með Ástu frá því að hún kom fyrst til starfa í flokknum. Hún hefur barist af krafti fyrir þörfum úrbótum í mennta- og menningarmál- um. Ásta hefur starfað að menntamálum innan þing- flokksins og hún hefur setib í útvarpsráði sem fulltrúi Fram- sóknarflokksins um árabil. Ásta hefur einnig látið um- hverfis- og velferbarmál til sín taka á Alþingi. Hún var fyrst allra til að vekja máls á aðgerð- í kosningabaráttunni fyrir borgarstjórnarkosingamar í vor vann hún mikið og óeigin- gjarnt starf fyrir Reykjavíkur- Valgerbur Sverrisdóttir listann. Ásta vann að fjáröflun fyrir listann og sá ásamt öðr- um um undirbúning glæsilegs happdrættis okkar. Hún sat einnig í kynningarnefnd Reykjavíkurlistans, sem kom saman daglega og átti stóran þátt í sigri okkar í Reykjavík. Ásta Ragnheiður er Reykvík- ingur í húð og hár. í starfi sínu sem deildarstjóri upplýsinga- deildar Tryggingastofnunar ríkisins hefur hún samband við fjölda Reykvíkinga á hverj- um degi. Hún gjörþekkir vandamál þeirra, sem minnst mega sín, og hefur barist á Al- þingi fyrir ýmsum úrbótum í velferðarmálum. í Ástu R. Jóhannesdóttur á Framsóknarflokkurinn verð- ugan fulltrúa, sem á erindi á Alþingi. Hún er hæfur fram- bjóbandi í baráttusætið í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúl. um til verndar ósonlaginu á Alþingi, en slík ákvæði eru nú komin í lög. Nýlega átti hún sæti í nefnd um eflingu heim- ilisiðnaðar á vegum forsætis- ráðuneytisins, en áhrifa frá vinnu þeirrar nefndar hefur gætt í uppbyggingu atvinnu- lífs kvenna um allt land. Ásta Ragnheiður hefur víð- tæka reynslu af stjórnmálum og þjóðmálum, sem nýtist henni vel í starfi á Alþingi. Hún hefur starfað ötullega í Landssambandi framsóknar- kvenna og var í stjórn sam- bandsins í átta ár. Af þrettán þingmönnum Framsóknarflokksins eru að- eins tvær konur. Landssamband framsóknar- kvenna hefur lengi barist fyrir auknum hlut kvenna innan flokksins. Það er nauðsynlegt ab fleiri konur séu sýnilegar í forystu flokksins, ef hann á ab auka fylgi sitt. í könnun, sem Félagsvísindastofnun gerði í síðustu viku, kom í ijós að mun færri konur en karlar styðja Framsóknarflokkinn. Flokkurinn nýtur stuðnings 20% karla, en aðeins 13,5% kvenna. í prófkjöri flokksins í Reykjavík eru að þessu sinni sex konur í framboði. Hér á fulltrúaráðið möguleika á að rétta hlut kvenna innan flokksins og veita þessum frambjóðendum brautárgengi. Ásta R. Jóhannesdóttir er eina konan sem sækist eftir öðru sætinu á listanum í Reykjavík. Hún á möguleika á að stækka hóp framsóknar- kvenna á Alþingi. Ég vil hvetja fulltrúaráðið til að tryggja henni örugga kosningu í bar- áttusætið. Höfundur er alþingismabur. X'ffXlXvX'XvX'^X'x'XvX'X'x’x'ivXvvl'X’XvX^XvXXvX'X'X'X'X'XvXX'XvXvXvXvX-X'X'X'XvX'X'X'X'X'X'XvX'X'X'X-XvXvXv FORKÖNNUN 1 1 x; j:j: 1 I :S; Rafmagnsveitur ríkisins og Rafmagnsveita Reykjavíkur hafa í samstarfi unnið að undirbúningi á endurnýjun viðskiptakerfa sinna. Um er að ræða hugbúnað sem notaður er til að halda utan um upplýsingar sem varða viðskiptamenn og orkusölu til þeirra. Þar á meðal er meðhöndlun upplýsinga varðandi gerð orkureikninga, mælabúnað og mælaálestur, heimtaugar, innheimtu og fleira sem snertir samskiptin við viðskiptavini orkuveitna. Aðilum, sem bjóða slíkan hugbúnað, er bent á að nálgast má gögn um málið á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118 Reykjavík, og hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, til 16. nóvember n.k. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS tAUGAVEGI 118 • 105 REYKJAVÍK SlMI 91-605500 • BRÉFSlMI 91-17891 I ;;;! I 1 Ástu í baráttusætið Helgi Pétursson ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.