Tíminn - 08.12.1994, Side 6

Tíminn - 08.12.1994, Side 6
6 Fimmtudagur 8. desember 1994 tjR HÉRAÐSFReTTABLÖÐUM SAUÐARKROKI Alexandersflugvöllur: Klæbning á flug- brautina í sumar Þrátt fyrir aö Flugmálastjórn hafi veriö gert aö beita aö- haldi í framkvæmdum á næsta ári, verður staðiö viö aö leggja bundiö slitlag á Alex- andersflugvöll næsta sumar, eins og flugmálaáætlun geröi ráð fyrir. Ákveðið hefur veriö aö leggja 1200 metra langa braut af 2000 m lengd vallar- ins. Þessi braut á aö duga fyrir þær stæröir áætlunarvéla sem hingað til hafa flogiö á Sauð- árkrók, Fokker 50. Sett veröur klæðning á flug- brautina, eins og gert hefur veriö við brautirnar á Fiúsavík og Siglufirði. Þaö vandamál heyrir því vonandi sögunni til, að aurbleyta valdi vand- ræöum. Meöferöarheimiliö í Stóru- Gröf: Húsnæbib tekib á leigu til þriggja ára Starfsemi deildar Unglinga- heimilis ríkisins í Stóru-Gröf í Skagafirði gengur vel. Þar dvelja nú fjórir unglingar á aldrinum 14-15 ára. Á síðasta ári varö sú breyting aö nú er ekki lengur lokuð deild í Stóru-Gröf, heldur venjulegt meöferðarheimili. í haust var gengið frá Ieigusamningi til þriggja ára á húsnæöinu í Stóru-Gröf og nýlega voru fest kaup á litlu einingahúsi, sem nýtt verður sem kennsluaö- staöa. Skólinn er deild frá Varmahlíðarskóla og hingað til hefur kennslan farið fram í litlu næöi í stofunni í Stóru- Grafarheimilinu. Heibrabur fýrir björgun Nýlega heiöraöi björgunar- sveitin Gró, Egilsstööum, Björn Andrésson á Fellabæ fyrir björgunarafrek, þegar hann bjargaði 5 ára gömlum dreng, Snorra Páli Sveinssyni, frá drukknun þegar hann féll í húsgrunn rétt hjá heimili sínu á dögunum. Á myndinni eru, taliö frá vinstri: Loftur Magn- ússon, form. Gróar, Björn Aridrésson og Baldur Pálsson sem er í stjórn Slysavarnafé- lags íslands. Sjúkralibar í Nes- kaupstab skipta um stéttarfélag Sjúkraliðar í Fjóröungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað hafa sagt sig úr stéttarfélagi bæjarins og sótt um aöild aö Sjúkraliöafélagi íslands. Allir sjúkraliöarnir í félaginu, utan einn, hafa sótt um inngöngu, en þeir eru um 30 talsins og þar af starfa 22 á sjúkrahús- inu. Verkfall sjúkraliöa hefur ekki náð til Neskaupstaðar, en þó hafa sjúkraliðar þar í bæ sýnt samstööu sína meö því aö taka ekki aukavaktir og lagt til sem svarar daglaunum í verkfallssjóö til styrktar þeim sem eru í verkfalli annars staðar. AKUREYRI Dalvík: Um fjögur þús- und í sund fyrsta mánubinn Mjög góð aðsókn hefur ver- iö í nýju sundlaugina á Dal- vík, sem opnuð var 4. október sl. Fyrsta mánuðinn voru sundlaugargestir 3.723, sem myndi samsvara því að 30 þúsund manns á Akureyri færu í sund mánaðarlega. Opiö er frá klukkan sjö á morgnana og til níu á kvöld- in, en á morgnana mætir ákveðinn hópur, Morgunhan- ar, en þeir fylla tuginn. Eini kvenmaðurinn í þeim hópi er Svanfríöur Jónasdóttir, kenn- ari og forseti bæjarstjórnar Dalvíkur. Háskólinn á Akureyri: Samkeppnispróf vib heilbrigbis- deild valda óró- leika Innan skamms ganga nem- endur viö Háskólann á Akur- eyri til prófa. Þeirra á meöal eru nemendur á 1. ári viö heilbrigðisdeild og þar veröa nú í fyrsta skipti svokölluð samkeppnispróf. Þau hafa það í för með sér að fjöldi þeirra nemenda, sem heldur áfram, er takmarkaöur viö 25, en ríf- lega 40 nemendur eru á 1. ári. Þar gilda 25 hæstu meðalein- kunnir þeirra sem standast öll prófin, og því gæti svo fariö aö einhver sem stenst öll próf komist ekki áfram. Nokkur óróleiki hefur verið meðal nemenda meö skipulag námsins, sem þeim hefur ekki fundist nógu fastmótað. Aö sögn Sigríðar Halldórsdóttur, forstööumanns heilbrigðis- deildar, voru þær reglur, sem deildin vildi hafa, samþykktar áöur en skóli hófst. Þær eru eftirmynd þess skipulags sem gildir við námsbraut í hjúkr- unarfræði til Háskóla íslands, en þar eru einnig samkeppnis- próf. í háskólanefnd HA var hins vegar ekki einhugur um hvernig reglurnar ættu endan- lega aö vera, og því voru þær ekki samþykktar fyrr en 10. október. „Þaö er gífurleg spenna í hópnum, sem rekja má til þess aö nú eru samkeppnis- próf haldin í fyrsta skipti viö okkar háskóla. Út frá mann- legu sjónarmiði er þetta mjög eölilegt og ég finn mjög til meö þeim," segir Sigríöur. Gagnrýni nemenda hefur einnig beinst aö því að nem- endur voru teknir inn í deild- ina í ágúst, en umsóknarfrest- ur rann út í júní. Sigríður segir að alla tíð hafi einhverjir nemendur verið teknir inn á deildarfundi í ágúst, enda sé þaö heimilt. Húsavík: Leigubílar starf- ræktir á ný Nú ætti aö vera hægt aö fá leigubíl á Húsavík, en slík þjónusta hefur ekki verið þar í u.þ.b. þrjú ár. Leigubílstjór- arnir eru Sigurjón Þorgríms- son og Eymundur Kristjáns- son og hafa vissa samvinnu sín á milli. Leigubílaþjónustan er opin allan daginn og aö sjálfsögðu á kvöldin og um helgar. Þeir félagar sögðust vona að ríki og bær notfærðu sér þessa þjón- ustu, sem oft ætti aö geta hentað vel. Einnig sögðu þeir hagstætt fyrir fólk, sem væri að fara í skemmtiferðir eöa aðrar ferðir, aö fá sér einfald- lega leigubíl milli staða. Ef bíllinn væri fullnýttur, ætti kostnaður ekki aö vera fyrir- staöa í viðskiptunum. Óhœtt er ab segja ab Dalvíkingar hafi tekib nýrri sundiaug fagnandi. Fyrsta mánubinn komu um 4000 manns í sund. Leigubílstjórarnir á Húsavík: Sigurjón Þorgrímsson og Eymundur Krist- jánsson. Þœr Berglind Hálfdánardóttir og Sif Þórsdóttir voru bábar á dansleiknum og slettu þar œrlega úr klaufunum. Þessir kumpánar eru bábir vib nám í Kaupmannahöfn. Til vinstri er Har- aldur Hannesson frá Akureyri, sem nemur umhverfisverkfrcebi og honum á hægri hönd er Björn Gunnlaugsson úr Mibfirbi. Myndir Sigurbur Bogi Pláhnetan lék fyrir íslendinga í Kaupmannahöfn: Dúndurfjör í Danaveldi Dúndurstemmning ríkti á dansleik íslendinga, sem bú- settir eru í Kaupmannahöfn, sem var haldinn síbastlibib laugardagskvöld. Ofan frá íslandi kom hljómsveitin Pláhnetan meö Stefán Hilm- arsson stórsöngvara fremstan í flokki, en þeir voru staddir ytra í þeim erindagjöröum aö hasla sér völl í tónlistinni á Noröurlöndum. Félag íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn, FÍNK, stóö aö þessum dansleik, en árlega heldur það skemmtun nærri fullveldisdeginum 1. desember. Ab þessu sinni var fjörið þann 26. nóvember. Og ekki var sleg- iö af dampinum á dansleiknum fyrr en um kl. 5 um morgun- inn, en þá er farið að nálgast rismál hjá Dönum. Að sögn Berglindar Hálfdán- ardóttur, sem á sæti í stjórn FÍNK, er starf félagsins nokkuö öflugt og félagsmenn um 200. Haldnar eru nokkrar samkom- ur á hverjum vetri og nú í haust hefur verið haldiö bjór- kvöld og diskótek, auk dans- leiksins góða um síöustu helgi. Þá er félagið aöili aö bandalagi íslenskra námsmanna á Norö- urlöndum, sem starfar fyrst og fremst ab hagsmunamálum, en FÍNK fyrst og síðast að skemmt- analífi. Er félagið nú um 150 ára gamalt. Núverandi formað- ur þess er Björn Gunnlaugsson úr Miðfirði, sem nemur raf- magnsverkfræði í Danmörku. ■ Pláhnetan á annarri plánetu. Sigurbur Gröndal gítarleikari, Stefán Hilm- arsson söngvari er í mibib og rótarinn Hilmar Hólmgeirsson er lengst til hægri á þessari mynd.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.