Tíminn - 17.12.1994, Blaðsíða 5
mmm
Tímamynd CS
Atvinnuleysi er önnur hliðin á misrétti
Jón Kristjánsson skrifar
Laugardagur 17. desember 1994
8Mn$i
—
.
- -4 -IT'wíSf
Ástandiö á Alþingi þessa dagana er nokk-
uð óvenjulegt. Málefni, sem varöa fjár-
hag ríkisins, eru til umræöu eins og
ávallt á þessum tíma, en annars er lítiö
um aö vera. Þaö liggja ekki fyrir Alþingi
nein átakamál frá ríkisstjórninni önnur
en þau sem nefnd eru hér aö framan.
Ástæöan fyrir þessu er einfaldlega sú
aö stefna ríkisstjórnarinnar viröist vera
sú ein aö þrauka til vorsins og hafast sem
allra minnst aö. Öll málefnavinna virðist
nú miða viö þaö hvaö stjórnarflokkun-
um kemur vel í kosningum frekar en
stefnumörkun til langs tíma.
Þetta er nokkuð mikil fullyrðing, en
hún á viö rök að styðjast, og þarf ekki
nema skoöa framvindu síðustu vikna til
þess að sannfærast um það.
Tafir og verkleysi
Vinna til undirbúnings löggjafar hefur
tafist mjög og allt þar til um síðustu
helgi var tekist á um þab milli stjórnar-
flokkanna hvernig ætti aö standa ab
skattafrumvörpum sem eru fylgifrum-
vörp fjárlaga og varða tekjuhliöina. Taf-
irnar voru meðal annars vegna þess aö í
ágúst síðastliðiö sumar var í raun búiö að
ákveba þingkosningar 1. október og ráö-
herrar ríkisstjórnarinnar voru með hug-
ann viö þaö. Eftir aö kosningar voru
blásnar af, hófust hinar hatrömmu inn-
anflokksdeilur í Alþýbuflokknum sem
lömuöu ríkisstjórnina langt fram eftir
hausti.
Yfirlýsingar
Þegar lokiö var viö að berja saman
samkomulag stjórnarflokkanna um
skattamálin var gefin út yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar, sem meðal annars var
kynnt til þess aö greiða fyrir kjarasamn-
ingum. Þessi yfirlýsing var kynnt meö
nokkrum lúðraþyt, og lét utanríkisráö-
herra svo um mælt aö þetta væri besti
dagurinn til þessa í stjórnarsamstarfinu.
Þessi yfirlýsing var kynnt fjárlaganefnd
Alþingis síðastliöinn mánudag eftir aö
hafa veriö umfjöllunarefni fjölmiðla um
helgina. Ég varð harla undrandi er ég
fékk yfirlýsinguna í hendur. í henni voru
í raun aðeins fá atriði sem festa mátti
hendur á. Þaö var m.a. aö framlengja há-
tekjuskattinn, afnema skattlagningu á
15% af útgreiddum lífeyri og afnema
hinn svokallaöa „ekknaskatt".
Þaö þarf ekki mikinn speking til þess
að sjá hvernig þessar breytingar hafa
orðiö til. Þingflokkur Alþýðuflokksins
hefur í skelfingu sinni farið fram á aö
framlengja hátekju-
skattinn til þess að
halda andlitinu og láta
líta svo út að einhver
snefill af jafnaðar-
mennsku væri eftir í
þeim flokki. Sjálfstæöis-
flokkurinn hefur krafist
afnáms „ekknaskatts-
ins" á móti, til þess að
halda andlitinu gagn-
vart eignafólki í landinu.
Abgerbir eftir kosningar
Sum atriöi yfirlýsingarinnar eru ekki
mikils virbi. Enn einu sinni er fjár-
magnstekjuskatti frestað, og áform eru
um ab leggja hann á um næstu áramót.
Það eru einar litlar kosningar í millitíö-
inni, en nú bregður svo viö aö stjórnar-
andstaöan er allt í einu kölluö til í þessa
vinnu. Hins vegar vill ríkisstjórnin setja
forskriftina að henni, þótt umboð henn-
ar verði runnið út um næstu áramót.
Sýnt hefur veriö fram á að hækkun
skattleysismarka, sem kveöið er á um í
yfirlýsingunni, er blekking. Yfirlýsingar
um viðræður viö orkufyrirtæki um lækk-
aö orkuverð eru heldur ekki innihalds-
miklar. Sömuleiöis yfirlýsingar um frum-
varp um aö nota vexti af höfuöstól Iðn-
þróunarsjóðs til þess aö stuðla aö ný-
sköpun. Hvers vegna í ósköpunum rann
þetta upp fyrir stjórnarliöum nú þegar
einn mánuður er eftir af þingtímanum?
Stjórnarandstaöan á Alþingi hefur talaö
fyrir daufum eyrum um nýsköpun allt
kjörtímabiliö.
Framkvæmdaátak
Eitt atriði yfirlýsingar ríkisstjórnarinn-
ar er um átak í vegamálum, sem að sögn
nemur 1.250 milljónum króna á næsta
ári. Mikið hefur verið gert úr áhrifum
þessa á atvinnulífiö í landinu. Hér er
ekki allt sem sýnist. Viöbótarfjármagnið
er ekki eins mikiö og stjórnarliöar vilja
vera láta. Með góðum
vilja er þó hægt ab
koma upphæðinni í
700 milljónir króna.
Vegasjóbur hefur tekið
aö sér rekstur ferja og
flóabáta upp á um 550
milljónir króna og því
er alltaf gleymt þegar
um þessi mál er fjallað.
Atvinnuþáttur þessara
framkvæmda er verulega ofmetinn hvab
varöar fjölda starfa, þótt þær geti veriö
mikilvægar fyrir verktakafyrirtæki og
samfélagslegur þáttur þeirra sé afar mik-
ilvægur.
Hin mannfreku verkefni
Vandinn í atvinnumálum hérlendis
stafar einkum af því að fjárfestingar eru í
lágmarki. Fjárfestingar geta veriö margs
konar, t.d. einkavæöing og endurnýjun
vélbúnaöar og tækja. Hins vegar hafa
byggingaframkvæmdir ávallt veriö ríkur
þáttur í fjárfestingu hérlendis og þegar
hún dregst saman, veröa iðnaðarmenn
og byggingarverkamenn einna fyrst fyrir
baröinu á uppsögnum og atvinnuleysi.
Þáttur rfkisvaldsins
Ríkisvaldiö getur komiö hér á móti
meb því að leggja rækt við viðhaldsverk-
efni, sem eru mikil hjá því opinbera. Þau
eru mannfrek og henta vel þeim hópi
fólks, sem veröur fyrir barðinu á sam-
drætti í fjárfestingum. Ótrúlegt tómlæti
er um þennan þátt mála í fjárlagafrum-
varpinu. Fjármagn hefur verið skert til
Húsfriðunarsjóös ítrekaö og fjárveitingar
til viðhalds almennt eru af skornum
skammti.
Þáttur sveitarfélaga
Sveitarfélögin í landinu hafa mörg lagt
mjög ab sér í atvinnumálum. Þaö á ekki
síst þátt í því, hvað staöa þeirra hefur
versnab á síðasta kjörtímabili. Þessi at-
vinnumálaþátttaka hefur ýmist verið sú
aö ráðast í framkvæmdir eða styrkja fjár-
hagsgrundvöll fyrirtækja. Því miöur
þverr nú geta sveitarfélaganna í þessum
efnum og þess er ekki ab vænta aö þau
geti eflt stuðning sinn viö atvinnulífiö.
Brábabirgbalausnir
Viðhaldsverkefni hjá hinu opinbera
eða vegagerðarátak eru tímabundnar
lausnir í atvinnumálum. Aörar og varan-
legri veröa aö koma til, ef takast á aö
leysa atvinnuvandann til frambúðar. Það
er nokkuö samdóma álit aö í nútíma
samfélagi, tækni- og tölvuvæddu, séu
rannsóknir og menntun undirstaöa
þeirrar nýsköpunar sem þarf aö veröa.
Rannsóknaþátturinn er bæöi hlutverk
Háskólans og atvinnulífsins í landinu.
Hinn tvíþætti vandi
Sá vandi, sem er uppi í þjóöfélaginu, er
í megindráttum tvíþættur. Önnur hlið
hans er atvinnuleysið. Hin hliðin er vax-
andi fátækt og misrétti. Þetta er því miö-
ur oft einkenni á þjóðfélögum þar sem
atvinnustarfsemin brestur.
Meginverkefni stjórnmálamanna á að
vera ab fást við þessi mál, en því miður
verður að segja aö aögeröir þær, sem ríkis-
stjórnin hefur boðaö, eru fálmkenndar
og bera fremur svip af hræðslu vib kosn-
ingar fremur en langtíma stefnumótun. ■
BMenn
málefni