Tíminn - 17.12.1994, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.12.1994, Blaðsíða 19
Laugardagur 17. desember 1994 19 Vönduð Mattheusar saga Mattheus saga postula. Ólafur Halldórs- son bjó til prentunar. Stofnun Arna Magnússonar á íslandi 1994. cxlvii + 86 bls. Mattheus saga postula er varð- veitt heil í þrem handritum, en óheil í mun fleiri. Sagan er ætt- uð úr frönsku safni postula- ✓ sagna, sem talið er hafa verið sett saman á 6. eða 7. öld, og er það hald þeirra, sem fróbastir eru um söguna og feril hennar, að hún hafi verið meðal þeirra rita, erlendra, sem einna fyrst bámst til íslands. Það mun hafa verið skömmu eftir kristnitöku og mun Mattheus saga hafa ver- ið meðal fyrstu erlendra rita, sem snúib var á íslenska tungu. Elstu handritabrotin, sem varð- veita söguna, eru frá síðari hluta 12. aldar, en elsta heila handrit BÆKUR JÓN Þ. ÞÓR hennar er frá fyrra helmingi 13. aldar. í þessari útgáfu er elsta heila handritið, AM 645 4to, lagt til grundvallar og er útgáfunni svo háttað, að texti þessa handrits er prentaður stafréttur á vinstri síðu í opnu og lesbrigði neðan- máls, en á hægri síðu eru sam- ræmdir textar úr öðrum hand- ritum og latínutexti. Meb þessu móti sér lesandinn fljótt þann mun, sem er á textum handrit- anna, og áttar sig jafnframt á frumgerð sögutextans. Dr. Ólafur Halldórsson hefur haft veg og vanda af því að búa söguna til prentunar. Hann rit- ar ítarlegan inngang, þar sem hann gerir nákvæma grein fyrir þeim handritum, sem geyma Mattheus sögu, og fjallar um varðveislu textans. í inngangs- orðum Ólafs kemur fram, að til- drög þessarar útgáfu má rekja til námskeiðs í textafræði, sem hann hafði umsjón með í Há- skóla íslands veturinn 1990-91, og tóku stúdentar þátt í undir- búningi útgáfunnar. Þessi útgáfa er öll afar vönduð og frágangur ritsins með mikl- um ágætum. Er ekki að efa að þessi bók verður kærkomin öll- um þeim, sem fást við rann- sóknir á íslenskum mibalda- fræðum. Hugsað til framtíðar Þegar maður flettir blöbunum, ekki síst er kosningar til Alþing- is eru framundan, og rekst á grein sem gengur þvert á al- menningsálitið og bendir á að allir stjórnmálaflokkar séu á rangri leið með því að stefna að stöbugt meiri hagvexti og meiri framleiðslu, þá verður tæplega hjá því komist að menn nemi staöar og hugleiði, hvað sé rétt í þessari gagnrýni. Ég á að sjálfsögöu við greinar Harðar Bergmanns um stöðug- an hagvöxt, sem stærstu stjórn- málaflokkarnir hafa ab stefnu- marki. í grein, sem hann skrifar. í LESENDUR Tímann 1. des. s.l., segir hann mebal annars: „Keyrsla framleiöslu- og þjón- ustumaskínunnar hjá okkur og í hinum ríkari heimshluta yfir- leitt er það áköf að allir markað- ir eru yfirfullir og orku- og hrá- efnaflæðið í gegnum efnahags- kerfið er komið yfir mörk hins hagkvæma og skynsamlega. Þannig að auðlindaþurrb og mengun grefur undan lífs- grundvelli ríkra þjóða sem fá- tækra." DAGBÓK Lauqardaqui* M desember 351. dagur ársins -14 dagar eftir. 50. vika Sólris kl. 11.18 sólarlag kl. 15.30 Dagurinn styttist um 1 mínútu anum, þær Birna Ragnarsdóttir og Katla Björg Randversdóttir, syngja einsöng og tvísöng og Garðar Snæbjörnsson og Elsa Herjólfsdóttir leika á fiðlu. Hall- dóra Ingimarsdóttir og Ólöf Júlí- usdóttir leika tvíleik á flautu og gítartríö, sem skipab er Ómari Erni Arnarsyni, Magnúsi Guð- jónssyni og Þóri Sigurðssyni, leikur nokkur lög. Minningar frá bernskujólum flytur Elín Jóns- dóttir. Nemendur í Dansskóla Hermanns Ragnars sýna dans. Jólaljóð les Valdimar Lámsson leikari. Dagskránni lýkur með hugvekju sem Bára Friðriksdóttir guöfræðinemi flytur. Abventusamkoma sjúkraliba í Kópavogs- kirkju Sjúkraliðar hafa í samrábi við sóknarprest Kársnesprestakalls ákveðib að koma saman við messu á abventu, í Kópavogs- kirkju á morgun kl 14.00.. Prestar við guðsþjónustuna verba: Ægir Sigurgeirsson, sókn- arprestur Kársnessóknar, og Baldur Kristjánsson, sóknarprest- ur Höfn, sem predikar. Organisti er Örn Falkner. Söngur: Kvartett Kópavogs- kirkju. Einsöngvarar Björn Björnsson og Gubrún Lóa Jóns- dóttir sjúkraliði. Guösþjónustan er öllum opin. Allir velkomnir. Happdrætti Bókatíb- inda 1994 Happdrættisnúmer laugardags er 72332, sunnudags 46092, og mánudags 52266. jóiahátíb á Eibistorgi Á morgun, sunnudag, mun út- gáfufyrirtækið Fróbi hf. standa fyrir jólahátíð á Eibistorgi og mun hátíðin hefjast kl. 14. Fram koma ýmsir þekktir skemmti- kraftar og má nefna þá Bubba Morthens, Pálma Gunnarsson og Ómar Ragnarsson. Einnig mun Gáttaþefur líta við, syngja og gefa krökkunum glaðning frá Nóa-Síríus. í bókabúð Eymunds- son munu sextán abilar, sem senda frá sér bók á árinu, árita bækur sínar. Jólaglebi í Gjábakka Mánudaginn 19. des. verður jólagleði fyrir eldri borgara í Kópavogi í Gjábakka. Dagskráin hefst með borðhaldi kl. 12.30 þar sem snætt veröur af marg- réttuðu jólahlaöborði frá Kaffi- húsinu á Skemmuvegi. Siguröur Geirdal bæjarstjóri ávarpar samkomuna. Þá munu nemendur úr Nýja tónlistarskól- Mótettukórinn: Abventutónleikar end- urteknir Mótettukór Hallgrímskirkju hélt aðventutónleika sína sunnudaginn 4. des. sl. undir stjórn Harðar Áskelssonar. Tón- leikarnir hafa hlotiö einróma lof gagnrýnenda og áheyrenda og hefur nú verið ákveðið að þeir Þab liggur í hlutarins eðli og í samræmi við heilbrigða skyn- semi aö vaxandi hagvöxtur á sín takmörk, og þegar að þeim takmörkum er komið, er gengið á auðlindir jarðar, í hverju sem þær felast, og gatan liggur inn í öngstræti fátæktar og að efna- hagslegu hruni. I þessu sambandi skal það að vísu viðurkennt að það er um- deilanlegt hvar mörkin liggja á hverjum tíma, en vegurinn til baka verður erfiður og því erfið- ari sem lengra er komið af réttri leið. G.Gr. verði endurteknir annað kvöld, sunnudag, vegna fjölda áskor- ana. Á efnisskránni er gömul kirkjuleg tónlist. Tónleikarnir verba í Hallgríms- kirkju annað kvöld og hefjast kl. 21. Aðgöngumiðar veröa seldir í kirkjunni og kosta 1000 krónur. Norræna húsið: jól í höllinni Eitt vinsælasta jóladagatal, sem danska sjónvarpið hefur framleitt, heitir Jól í höllinni. Norræna húsið hefur fengið það til sýningar og verða sýndir fjórir þættir í einu og er fyrsta sýning- in á morgun, sunnudag, kl. 16. Þættirnir verba síðan sýndir á sama tíma, eða kl. 16 á mánu- dag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og á föstudag, Þor- láksmessu. Abgangur er ókeypis fyrir börn og fullorðna. Málþing í Odda í tilefni af útkomu bókarinnar Náttúrusýn, greinasafn um sið- fræöi og náttúm, gengst Sið- fræðistofnun Háskólans fyrir málþingi í stofu 101 í Odda, í dag, laugardag frá kl. 14- 17. Er- indi flytja: Páll Imsland jarö- fræbingur, Vilhjálmur Árnason heimspekingur, Róbert H. Har- aldsson heimspekingur, og Þor- varður Árnason, líffræðingur og kvikmyndagerðarmaður. Jólasýning í Gallerí Fold Mánudaginn 19. desember verður opnuð í baksal Gallerís Foldar, Laugavegi 118d (gengið inn frá Rauðarárstíg), sölusýn- ing á verkum fimmtán lista- manna sem galleríið selur fyrir. í kynningarhorninu hanga acr- yl- og grafíkmyndir eftir Tryggva Ólafsson. Gallerí Fold er opið 19.-22. des. kl. 10-22, á Þorláksmessu til kl. 23 og á að- fangadag til kl. 12. Fréttir í vikulok Nýjar tillögur ríkisstjórnarinnar til kjarajöfnunar Ríkisstjómin hefur komið sér saman um leiðir sem eiga að stuðla aö aukinni atvinnu, stöbugleika og kjarajöfnun. Það, sem helsta athygli vekur, er að hætt verður við að afnema há- tekjuskattinn, hækkun skattleysismarka, átak í vegamálum, ekknaskattur verður felldur niður, lækkun húshitunarkostnað- ar og hertar aðgerðir gegn skattsvikum. Ekki eru allir á eitt sáttir um gæði þessarar yfirlýsingar og þykir stjórnarandstöbunni sýnt að sumt, sem ríkisstjórnin lof- ar, muni ekki koma fram fyrr en í tíð næstu ríkisstjórnar og því séu slíkar staðhæfingar hæpnar. Þá er gagnrýnt ab ekkert sé gert til að stemma stigu við því mikla atvinnuleysi sem orðið er viðvarandi í þjóðfélaginu. Aðilar vinnumarkaðarins hafa þó lýst yfir ánægju sinni með tillögurnar. Siv vann á Reykjanesinu Siv Friðleifsdóttir hlaut 1. sæti Framsóknarflokksins á Reykja- nesi í prófkjöri þar um síðustu helgi. Hjálmar Árnason hlaut annað sæti, en Drífa Sigfúsdóttir varb þriðja. Alls greiddu 3.560 manns atkvæði sitt í prófkjörinu. 5/V Friöleifsdóttur fagnaö sem sigurvegara íprófkjörinu um síöustu helgi. Tímamynd: Norburlandskjördcemi eystra: Guömundur öruggur í fyrsta sætinu Guömundur Bjarnason mun áfram leiða lista Framsóknar- flokks í Norðurlandskjördæmi eystra. Valgerbur Sverrisdóttir alþingismaður hélt einnig öðru sætinu, en Jóhannes Geir Sig- urgeirsson varð þriðji. 1000 manns misstu vinnuna í nóv- ember Atvinnulausum fjölgaði um rúmlega 1000 frá október til nóv- ember, eöa um rúmlega 22%. Skráð atvinnuleysi jafngildir því að 5600 manns hafi ab meðaltali verið án atvinnu í mánuöin- um. Nauösynlegt aö draga úr þorskveiö- um Samstarfsnefnd um bætta umgengni um auðlindir sjávar telur ab beinar þorskveiðar verði að minnka og auka þannig svigrúm þorsks sem meðafla. Þetta muni sporna vib útkasti fisks og löndun framhjá vigt. Metár í útflutningi fiskafuröa Allt útlit er fyrir að yfirstandandi ár verði metár í útflutningi sjávarafurða hjá Sölumibstöð hraöfrystihúsanna. Þab nemur nú rúmum 25 milljörðum króna, en var 19 milljarðar á sama tíma í fyrra. 8% veltuaukning í iönaöi Bætta afkomu atvinnulífsins, ekki síst í almennum iðnabi og matvælaiðnaði, má m.a. rekja til þess að almenningur leggur meiri áherslu á að velja íslenskt. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs nam veltuaukningin 8 prósentum. I ✓ " Peningaþvottur á íslandi Rannsóknir hafa leitt í ljós ab erlent fyrirtæki hefur notað ís- lenska banka til ab þvo peninga sem tengjast umfangsmiklu fjársvikamáli í Belgíu. Aukin bjartsýni um sínkverksmiöju Aukin bjartsýni ríkir um sínkverksmiðju eftir fund forráða- manna Zinc Corporation of America. Ef af verður, mun ís- lenska verksmiðjan hefja framleibslu árib 1998.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.