Tíminn - 28.12.1994, Síða 9

Tíminn - 28.12.1994, Síða 9
Miövikudagur 28. desember 1994 8ÍfNÍIf9f UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÓND . . . Níu skotn- ir í S-Afríku Durban - Reuter Þrír vopnaðir menn réðust á mánudag inn á sveitaheimili í héraöi sem eingöngu er byggt Zúlú-mönnum, og skutu þar til bana níu manns, þar af fimm börn. Talið er að árásin sé liður í hernaði Inkata-hreyfingarinnar á hendur Afríska þjóðarráðinu, en á þessu ári einu munu um sextán hundruð manns hafa fallið í þeim átökum. Sl. áratug hafa meir en tíu þúsund manns falliö, en þrátt fyrir vonir manna um að lát yrði á drápun- um eftir fyrstu lýðræðislegu kosningarnar á svæðinu sem efnt var til í apríl sl. hefur óöld- in haldið áfram. ■ Fann vík- ingagull meb málm- leitartæki Kaupmannahöfn - Reuter Tilkynnt hefur verið um merk- an fornleifafund í nánd við Ramlöse sem er skammt frá Friðriksborg á Sjálandi. Um er að ræða sjóð frá víkingaöld, alls um 450 gripi, sem flestir eru úr gulli og silfri. Af mynt og arm- hringum er mikið í þessum sjóöi, sem er hinn fjórði mesti frá víkingaöld er fundist hefur í Danmörku. Það var áhugamaöur um forn- leifafræði sem fann sjóðinn með málmleitartæki. Danska þjóð- minjasafnið vill ekki meta þenn- an fund til fjár. ■ Hér má sjá eina at flugfreyjunum úr vélinni á Orly tlugvelli i gœr. Hun var miour sm ems og eoniegt er, ertir a0 hafa gengiö í gegnum slíka þraut. Reutermynd Flugrániö: • / Sjalfsmorös- árás á París? Konur deyja fyrr af völa- um alnæmis Chicago - Reuter Alnæmi dregur konur fyrr til dauða en karla, auk þess sem þær eru líklegri til að fá lungnabólgu sem er algengasta dánarorsök þeirra sem sýkjast. Vísindamenn segja að meiri líkur á alnæmis- tengdri lungnabólgu meðal kvenna heldur en karla kunni að stafa af því aö þær hafi síður að- gang að læknishjálp, enda sé fjár- hagsleg afkoma þeirra bágari auk þess sem félagslegur stuðningur standi þeim síður til boða. Þessar upplýsingar grundvall- ast á rannsókn sem gerð var á vegum Minneapolis-háskóla á fimmtán mánaða tímabili. Rann- sóknin tók til alnæmissjúklinga í 17 heilsugæslustöðvum víðsveg- ar um Bandaríkin, 768 kvenna og 3.779 karla. í ljós kom að fram- vinda sjúkdómsins er svipuð hjá báðum kynjum eftir að þeir sýkj- ast fyrst af alnæmisveirunni. Hjá mörgum alnæmissýktum karl- mönnum kemur fram bandvefs- krabbamein sem kennt er viö Kaposi, en það er sjaldgæft meðal kvenna. ■ París - Reuter Líkur benda til þess að flugræn- ingjarnir fjórir sem voru yfirbug- aðir um borð í Air France- þot- unni í Marseille á mánudag hafi skipað sjálfsmorðssveit er átti að varpa sprengjum á Parísar-borg eða jafnvel að brotlenda henni á fjölförnum stað, aö því er frönsk stjórnvöld skýrðu frá í gær. Þetta Líkamsrækt gegn beinþynningu Chicago - Reuter Rosknar konur geta unnið gegn beinþynningu og dregið úr líkum beinbrota með því að stunda erfiðar líkamsæfingar tvisvar í viku, 45 mínútur í senn, samkvæmt niður- stöðum rannsóknar sem sagt er frá í nýútkomnu vikuriti Amerísku læknasamtakanna. Niðurstöðurnar sæta tíðindum þar sem hér er í fyrsta sinn mælt með tiltekinni og sértækri meðferð gegn brotum á beinum í hrygglengju og mjöðm- um kvenna sem komnar eru til ára sinna. Þéttni beina er ekki annað en lið- ur í þessu vandamáli, segir Miriam Nelson, stjórnandi rannsóknarinn- ar sem gerð var á vegum Tufts-há- skóla, en hún telur ástæöu til að ætla að jafnvel sé mikilvægara að styrkja vöðva og jafnvægi, í því skyni að koma í veg fyrir byltur sem hafa beinbrotin í för með sér, en að styrkja sjálf beinin. Þátt í þessari rannsókn, sem tók eitt ár, tóku 39 konur á aldrinum 50-70 ára. Þeim var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn stundaði erfiða líkamsþjálfun samkvæmt forsögn en hinn breytti ekki háttum sínum varðandi líkamlega áreynslu. I stuttu máli varð niðurstaðan sú að hjá þeim konum sem fóru í þjálfun jókst bein- og vöðvamassi til muna en hjá hinum rýrnaði hvort tveggja. Um helmingur allra kvenna yfir fimmtugu fær beinþynningu og hlutfallið hækkar í tæp 65% er þær ná 65 ára aldri. Beinbrot sem rekja má til beinþynningar hafa gífurleg- an kostnað í för með sér og í Banda- ríkjunum einum má ætla aö bein útgjöld sem hljótast af þessu nemi um tíu milljörðum dala á ári hverju. Með aldrinum minnkar hvíta í beinunum. Þau verða stökk og því brothættari eftir því sem árunum fjölgar. Beinþynning er margfalt al- gengari hjá konum en körlum og konur af kynþætti negra fá hana síður en konur af hvítum kynþætti. Til að vinna gegn beinþynningu er mælt með kalkbætiefnum og fæði sem hefur að geyma mikið af kalki. Þá skiptir kalkupptaka líkam- ans verulegu máli en til að tryggja hana er nauðsynlegt að fá nóg af d- fjörefni, sem gnótt er af í þorskalýsi. var staðfest af farþegum sem voru um borð í þotunni, enda liggur fyrir að endanlegur áfangastaður flugræningjanna var París. Þá liggur fyrir að frönsku víkinga- sveitarmennirnir sem réðust um borð höfðu vitneskju um að flug- ræningjarnir hefðu komið fyrir dýnamiti undir farþegasætum áð- ur en ráðist var til atlögu. Þotan sem var af Airbus-gerð var tekin herskildi í Algeirsborg á aðfangadagsmorgun. Áður en þaöan var haldið til Marseilles höfðu flugræningjarnir drepið þrjá farþega, en þegar víkinga- sveitarmenn náðu þotunni á sitt vald á mánudag drápu þeir flug- ræningjana fjóra áður en þeir frelsuðu 169 gísla, auk áhafnar þotunnar. Tuttugu og fimm hlutu minniháttar meiðsl í árásinni, þrettán farþegar, þrír úr áhöfn og níu víkingasveitarmenn. Tveir hinna frelsuðu gísla telja að auk flugræningjanna fjögurra hafi a.m.k. tveir farþegar um borð í þotunni verið í vitorði með þeim, en yfirvöld vilja enn sem komið er ekki tjá sig um þetta. Ekki er ljóst hve margir farþeg- anna eru farnir sína leið en nokkrir farþegar eru enn í yfir- heyrslum í gistihúsi einu i Mar- seilles, enda stendur rannsóknin enn sem hæst. Skæðustu öfgasamtök múslima í Alsír, sem kenna sig við vopn og íslam, segjast hafa staðið fyrir þessu flugráni. í gær voru fjórir kaþólskir prest- ar myrtir í bænum Tizi-Ousou, nyrst í Alsír, og er taliö að þar hafi veriö um hefndaraðgerö að ræða af hálfu hryðjuverkasamtakanna sem segjast hafa staðið fyrir flug- ráninu, vegna flugræningjanna fjögurra sem létu lífið er franska víkingasveitin lét til skarar skríða í gærmorgun. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN VINNINGAR 3. 4o(5 4.: FJÖLDI UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA 72 2.740 1.995.990 347.130 8.310 500 Helldarvinningsupphæð: 4.311.440 BIRT MED FYRIRVARA UM PRENTVILLUR <u- L VIÐSKIPTAMANNA iNKAOG SPARISJÓÐA ■r . Blindrafélagið SAMTÖK BLINDRA OC SJÓNSKERTRA Á ÍSLANDI Jólahappdrætti Blindrafélags- ins, dregib 20. desember 1994. Vinningsnúmer eru: 9850 12901 12979 14150 7813 8863 9947 1194 3477 4618 9789 8904 533 1079 1166 14878 6902 8741 8858 4311 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17. tn Lokun 2.janúar og eindagar víxla. Afgreiðslur banka og sparisjóða verða lokaðar mánudaginn 2. janúar 1995. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, desember 1994 Samvinnunefnd banka og sparisjóða

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.