Tíminn - 28.12.1994, Page 10

Tíminn - 28.12.1994, Page 10
10 WfifattÍlMBMr Mi&vikudagur 28. desember 1994 ÍÞRÓTTIR • KRISTJÁN CRÍMSSON • ÍÞRÓTTIR Hver á ab hljóta nafn- bótina íþrótta- mabur ársins? Ágústa Johnsen þolfimikennari „Mér finnst Martha Ernst- dóttir hafa skarab framúr á þessu ári og mæli meö henni. Annars finnst mér aö Sigrún Huld Hrafnsdóttir, íþrótta- maður fatlaðra, hefði átt ab koma til greina." Atli Eövaldsson knattspyrnukappi „Árangur snókerspilaranna er rosalega góður og stendur upp úr eftir árið og Jóhannes yrði vel að þessum titil kom- inn." Hreinn Halldórsson, fyrrum kúluvarpari og þre- faldur íþróttamaður ársins „Að mínu mati koma þrír íþróttamenn til greina ab hljóta nafnbótina: Pétur Guð- mundsson, Magnús Scheving og Jóhannes R. Jóhannesson." Sigurbjörn Báröarson, íþróttamaöur ársins 1993 „Ég mæli með Magnúsi Scheving fyrir hvað hann er frábær íþróttamaður og Sig- urbi Sveinssyni fyrir hans framlag og stórkostlega keppnismennsku á árinu í handboltanum." Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ „Mér finnst erfitt að gera upp á milli íþróttamannanna ab þessu sinni. En ég vel Vöndu Sigurgeirsdóttur í fyrsta sætið, bæði fyrir þab ab vera frábær leikstjórnandi og leikmaður með Breiðablik og fyrir að gera liðið að stórveldi í kvennaknattspyrnunni." Unnur Stefánsdóttir, formaöur umbótanefndar ÍSÍ um kvennaíþróttir „Ásta B. Gunnlaugsdóttir er þarna fremst í flokki. Ég tel hana hafa staöið sig alveg frá- bærlega vel á þessu íþróttaári, bæði meb Breiðabliki og landsliðinu." Þorsteinn Hallgrímsson, golfari ársins í fyrra „Magnús Scheving er að mínu mati íþróttamaður árs- ins og óhætt að segja að hann hafi verið landi og þjóð til mikils sóma. Hins vegar kem- ur mér á óvart að Sigrún Huld Hrafnsdóttir, íþróttamaður fatlaðra, skuli ekki vera á topp 10." íþróttafréttamenn tilkynna annab kvöld hver hlýtur nafnbótina íþróttamaður árs- ins 1994. 10 íþróttamenn koma til greina og þeir eru þessir: Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður, Ásta B. Gunnlaugsdóttir knattspyrnu- mabur, Geir Sveinsson hand- knattleiksmaður, Jóhannes R. Jóhannesson snókerspilari, Jón Arnar Magnússon frjáls- íþróttamaður, Magnús Sche- ving þolfimimaður, Martha Ernstdóttir frjálsíþróttamaður, Pétur Gubmundsson frjáls- íþróttamabur, Sigurður Sveinsson handknattleiks- maður og Vanda Sigurgeirs- dóttir knattspyrnumaður. Leikmenn Blackburn hafa ástœbu til ab fagna þessa dagana í ensku knatt- spyrnunni, því libib er í efsta sœti úrvalsdeildarínnar og vinnur hvern leikinn aföbrum. Á mánudag unnu þeir Man. City og gerbi Alan Shearer eitt markanna í 3-1 sigri, en hann er til vinstri á myndinni. Nokkrir leikir verba í kvöld í enska boltanum og þar mœtir m.a. Blackburn libi Leeds og Man. Utd leikur vib Leicester. NM í keilu fer fram hér á landi / febrúar: Gagngerar breytingar í Keilusalnum í Öskjuhlíð „Það er búib að taka upp allar brautirnar og verið er að setja svokallaðar undirlínur, þannig að kúlurnar koma undir braut- unum. Þá er verib að setja nýja boltamóttakara í gagnið og svo er tölvuskor, sem reyndar er ekki nauðsynlegt fyrir Norður- landamótiö. Það er gert ráð fyr- ir að þetta verði allt saman til- búið innan hálfs mánaðar," sagði Haraldur Sigursteinsson, formaður Keilusambandsins, en þessa dagana er veriö að undir- búa Keilusalinn í Öskjuhlíð undir Norðurlandamótið, sem fer fram 1.-4. febrúar. Eftir þeim upplýsingum, sem Tím- inn hefur, þá nemur kostnaður- inn við þessar framkvæmdir um 10-15 miljónum króna. Haraldur sagbi ab 71 erlendur keppandi hafi tilkynnt þátttöku í mótið. „Þaö verður margt stórmennið í keilunni sem mætir á mótið, og má þar nefna karlalið Svía sem sigraði á heimsbikarkeppni í Malasíu í sumar, og Finna sem urbu númer þrjú í sömu keppni. í kvennaflokki koma Danir meb sitt sterka lið, en kvennalið þeirra hafnaði í þriðja sæti í Malasíu. Við erum því með gríbarlega sterk lið á heims- mælikvarða á þessu móti. Hvað varðar einstaka keppendur, þá kemur hingab Norbmaðurinn Tove Torgerson, sem er heims- bikarmeistari einstaklinga. Þab er mikil lyftistöng fyrir íþrótt- ina hér á landi að fá þessa topp- spilara hingab og keppa við þá á heimavelli." Island kom á óvart í fimm manna liðakeppn- inni á síöasta NM-móti og nábi þá bronsi, sem er eini verð- launapeningurinn sem ísland hefur náð. „Þeir ætla okkur alltjent örugglega ekki annan verðlaunapening í þeim flokki," sagði Haraldur að lok- um. ■ Enska knattspyrnan: Merson oftast kippt útaf Paul Merson hjá Arsenal, ;:em ný- lega viöurkenndi kókaínnotkun sína, er sá leikmaður ensku úr- valsdeildrinnar sem hvað oftast er skipt útaf. í hvert skipti sem Arsenal ætlar að skipta leikmanni inná, hlýtur Merson að svitna, því líkurnar eru miklar á aö það verði hann sem verði kippt útaf. A ferli sínum hefur Merson nefnilega verið skipt útaf 64 sinnum, en næstur er framherj- inn Paul Walsh hjá Man. City, en honum hefur 61 sinni verið kippt af velli. Aðrir frægir kappar eru David Rocastle (58 sinnum), Stuart Ripley hjá Blackburn (57 sinnum), Micky Hazard hjá Tot- tenham (55 sinnum) og Steve McMahon hjá Swindon (52 sinn- um). Þjálfarinn hirti öll verblaunin Ma Junran, aðalþjálfari kín- versku frjálsíþróttakvennanna, sem slógu í gegn í fyrra, fékk öll verðlaun sem íþróttakon- urnar unnu til á stórmótum. Þessu hélt dagblaðið Liberation Daily fram í gær. Blaðið sagði að Ma ætti þrjá Mercedes-Benz bifreiöar, en þeirra unnu íþróttakonurnar til á HM í Stuttgart í fyrrasumar. Að auki hefði Ma eytt 825 þúsundum bandaríkjadala af 1200 þúsund- um í æfingabúðir í Kína, sem íþróttakonurnar höfðu sömu- leiðis unnið til á mótum. ■ 1 NBA- * úrslit Denver-Seattle ... Chicago-New York..... Cleveland-Boston .. Miami-Houston ..... Washington-Orlando Minnesota-LA Clippers Milwaukee-Newjersey Phoenix-Dallas ..... Portland-Philadelphia Seattle-Sacramento .... ..105-96 107-104 123-102 ..88-101 121-128 ...82-81 ..101-97 139-113 ..94-101 123-103 Sta&an Austurdeild Atlantshafsriöill (sigrar, töp, hlutfall) Orlando .21 5 80.8 New York .12 12 50.0 New Jersey.... .12 17 41.4 Boston .10 16 38.5 Philadelphia . .10 16 38.5 Miami ...8 16 33.3 Washington . ...7 17 29.2 Mibriðili Cleveland .18 8 69.2 Indiana .15 8 65.2 Charlotte .14' 11 56.0 Chicago .13 12 52.0 Atlanta .11 15 42.3 Detroit ...9 14 39.1 Milwaukee .... ...8 17 32.0 Vesturdeild Mibvesturribill Utah Jazz .18 8 69.2 Houston .15 9 62.5 San Antonio . .13 9 59.1 Denver .13 11 54.2 Dallas .12 11 52.2 Minnesota .. 6 19 24.0 Kyrrahafsribill Phoenix .20 6 76.9 Seattle .17 8 68.0 LA Lakers .15 8 65.2 Portland .12 11 52.2 Sacramento .. .13 12 52.0 Golden State ...9 15 37.5 LA Clippers .. ...3 23 11.5 Oakley frá í 8 vikur Charles Oakley, stjörnuleikmað- ur New York Knicks, gekkst und- ir aðgerð á tá hægri fótar í gær og er talið að hann verði frá í a.m.k. 8 vikur. Þetta eru slæmar fréttir fyrir New York Knicks og ekki til að auka líkurnar á bættu gengi liðsins í NBA-deildinni, en liöið er nú aðeins með 50% vinningshlutfall. „Sársaukinn er bara of mikill," sagði Oakley eft- ir að hafa gert 20 stig fyrir liðiö á jóladag, sem dugði ekki til, því liðið tapaði þá fyrir Chicago. „Það er eins gott ab ljúka þessu af," sagöi hinn 31 árs gamli Oakley. Hann lék 268 leiki í röð með Knicks frá 12. apríl 1991 til 17. desember síðastliðinn, þegar hann missti af leik Knicks og Sacramento. Oakley hefur gert 12.5 stig að meðaltali í vetur og hirt 11.1 frákast að meðaltali. ■ Schneider íþróttamabur arsins í Sviss Skíðadrottningin Vreni Schnei- der var kjörin íþróttamaöur árs- ins í Sviss, ásamt Tony Romin- ger sem þrisvar hefur hampað titlinum í „Tour of Spain" hjól- reiðakeppninni. Þetta var í þriðja skiptið sem Schneider vinnur til þessara verblauna, en síðast var hún íþróttamaður árs- ins 1989. Svissneskir íþrótta- fréttamenn sjá um þetta kjör, sem fór fram á mánudag. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.