Tíminn - 30.12.1994, Side 3

Tíminn - 30.12.1994, Side 3
Föstudagur 30. desember 1994 3 Hér er vaskur mabur, Árni Ólafsson, aö hlaba bálköstinn á Arnarneshœb í Garbabœ. Brennur um áramót Árni Benediktsson, stjórnarform. Vinnu- málasambandsins: Kvíðvænlegt framundan „Það sem er helst framund- an er verulegur kvíði yfir stöð- unni. Það er alveg ljóst að þeir samningar sem gerðir voru við hjúkrunarfræðinga sl. vor koma til með að hafa mjög víbtæk áhrif á alla kjarasamn- inga," segir Árni Benediktsson stjórnarformaöur Vinnumála- sambands samvinnufélaga. Hann segir að þá verði menn komnir i þá stöbu sem einkennist af fallandi gengi og verðbólgu. Árni segir að verði afar slæm staða að byrja kosn- ingaár til Alþingis á þennan hátt. Hann segir að það ein- kenni ennfremur stöðu kjara- mála á nýju ári að mjög marg- ir verða þá með lausa samn- inga, auk þess sem sjómenn séu ab afla sér verkfallsheim- ilda. Þannig að fyllsta ástæða er til að óttast að það kunni að koma til átaka á vinnumark- aöi. „Ég er ekki í neinum vafa um það að kosningar til Al- þingis hafa áhrif á þetta. Hins- vegar held ég að flestir ábyrgir menn meðal aðila vinnumark- aðarins vilji leggja mikið á sig til þess að verðbólgan fari ekki af stað á nýjan leik og ég vona ab menn vinni þannig úr mál- unum." Árni segist að mörgu leyti vera bjartsýnn á nýja árið. Meðal annars er mun bjartara yfir öllu efnahagsumhverfi Vesturlanda sem muni koma íslendingum til góða. Eiríkur Jónsson, formaöur KÍ: Ávallt bjart- sýnn „Kjarabaráttan er framund- an," segir Eiríkur Jónsson, for- mabur Kennarasambands ís- lands. Hann segist hafa þab sem lífsmottó ab vera bjart- sýnn, „enda hefst ekkert öðru- vísi." „Það bendir allt til þess að það verði hörð barátta og þá ekki bara hjá okkur heldur al- mennt séð." Eiríkur segir að kennarar muni taka ákvörðun um það strax í upphafi nýs árs hvort menn ætla að fara í aðgerðir eða ekki. Hann segist ekkert geta sagt til um það hvort kosningabaráttan fyrir næstu alþingiskosningar muni hafa einhver áhrif á framvinduna í kjaramálunum, enda sé bar- áttan fyrir bættum kjörum al- veg óháð þeim slag sem fram- undan er hjá þeim sem ætla sér á þing. Þar fyrir utan sé það tilviljun ab þetta tvennt beri upp á svipuðum tíma. Ögmundur Jónasson, formabur BSRB: Efst á baugi ab bæta kjorm Ögmundur Jónasson, for- maður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir ab í upp- hafi nýárs muni einstök félög leggja fram kröfur sínar um að launafólk fái að njóta efna- hagsbatans meb bættum kjör- um. Hann segir að heildarsam- tökin muni væntanlega sjá um þau mál er lúta að stjórn- völdum, skattamál o.fl., en hinsvegar sé samningsréttur- inn hjá hverju einstöku aðild- arfélagi. Þetta muni þó skýrast frekar á sameiginlegum fundi sem haldinn verður um mán- aðamótin janúar-febrúar nk. Formaður BSRB segir of snemmt að segja nokkuð til um það hvort til átaka muni koma á vinnumarkaðnum á næsta ári. Hann segir að það muni ráðast mikið af þeim viðbrögðum sem viðsemjend- ur launafólks sýna við rétt- mætum kröfum þeirra um að fá að njóta hlutdeildar í batn- andi efnahag. „Ég er alltaf bjartsýnn," seg- ir formaður BSRB aðspurður um væntingar á nýju ári. Hann segir ab það muni ekki skemma fyrir þótt stjórnmála- menn sýni á sér betri vangann í kosningabaráttunni til al- þingis. Hinsvegar geti þab haft áhrif á stjórnarmyndun eftir kosningar ef kjarasamningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma. Benedikt Davíösson, forseti ASÍ: Árar betur en búist var viö „Það eru lausir samningar og spádómar og tölulegar upplýs- ingar um betri afkomu. Það væri því rangt að vera ekki bjartsýnn við þessar aðstæöur, hvernig sem tekst nú að ná því í höfn," segir Benedikt Davíðs- son, forseti ASÍ. Hann segir að það sé alltaf ástæða til ab óttast átök á vinnumarkaði og ýmislegt sem bendir til þess ab svo kunni að verða. Hinsvegar séu átök á vinnumarkaði aldrei neitt fagnabarefni. Forseti ASÍ segir að staða efnahagsmála sé allt önnur um þessar mundir en gert var ráð fyrir að hún yrði í árlok 1994 þegar núgildandi kjara- samningur var gerður. „Það eru því breyttar for- sendur og við verðum auðvit- að að ætla að það fólk, sem lagt hefur á sig fórnir til að ná þessari betri stöðu, að það fái þá notið ábatans." Benedikt segir mjög líklegt ab það muni hafa einhver áhrif að samningaviðræður um nýjan kjarasamning skuli skarast við upphaf kosninga- baráttunnar til aiþingis. Hann segir að það vilji oft brenna við í kosningabaráttu að þá séu í gangi ýmis yfirboð og kannski líka meiri væntingar hjá launafólki en ella. ■ Að minnsta kosti tólf áramóta- brennur verba í Reykjavík og á Seltjamarnesi á gamlárskvöld. í Kópavogi verða tvær brennur, ein í Garbabæ, tvær í Hafnarfirði og þrjár í Mosfellsbæ, en í Keflavík, Njarðvíkum og Höfnum verða alls sex brennur. Þá verða tvær ára- mótabrennur á Akureyri. Nákvæmar upplýsingar um þab hvenær á að bera eld að bálköst- um þeim sem risið hafa eru ekki tiltækar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík veröúr kveikt í brennum þar, í Mosfells- bæ og á Seltjarnarnesi á milli kl. 19 og 21, en í nágrannabyggbun- um eru tímasetningar öllu ná- kvæmari og þar er hvergi kveikt fyrr en kl. 20 og ekki síöar en kl. 21. Þaö nýmæli er nú tekið upp í brennumálum Reykvíkinga ab einkafyrirtæki efnir aö þessu sinni til sérstakrar brennu á gamlárs- kvöld. Það er Hagkaup sem nú er í óöa önn að hlaða mikinn köst á Geirsnefi, en í tengslum við brennuna verður blysför, flug- eldasýning og loks skemmtidagsr- ká með þjóðlegu ívafi. Reykjavík Aðrar brennur í Reykjavík eru sem hér segir: Á opnu svæði sunn- an Teigahverfis, á Ártúnsholti, á Brennuhóli, sunnan Fylkisvallar, fyrir neðan Fella- og Hólakirkju, í Vatnsmýrinni, við Laugarásveg, norðarlega, fyrir neöan Fossvogs- kirkjugarð, við Skildinganes, upp af Leirubakka í Breiðholti og við Ægisíöuna. Seltjarnarnes Ein brenna verður á Seltjarnar- nesi, á Valhúsahæðinni, svo sem verið hefur í áratugi. Mosfellsbær Brennurnar þrjár í Mosfellsbæ veröa sunnan Teigahverfis, viö Hafravatnsveg í landi Akra og inni í Mosfellsdil, á móts við Lund. Kópavogur Abalbrennan verður í Kópa- vogsdal, vestan við íþróttahús Breiöabliks. Kveikt veröur í henni kl. 20.30. í Leirdal, vestan Stuðlas- els, verður einnig brenna. Hafnarfjörður í Kaplakrika veröur brenna á vegum FH en Haukar standa fyrir brennu við Kaldárselsveg, á móts við kirkjugaröinn. Garðabær og Álftanes Garöabæjarbrennan verður fyr- ir sunnan Arnarnesveg en brenna á Áltanesi verður á móts við Sjáv- argötu. Akureyri Brennan á Bárufellsklöppum er hefðbundiö atriöi hjá Akureyring- um á gamlárskvöld en önnur brenna verbur vestan við Möl og sand. Kveikt veröur í báðum þess- um brennum kl. 20. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ XtÚty /fíufá) Hitaveita Reykjavíkur SÆLGÆTISGERÐIN GÓA HF. fjf ■IVU Félag Reykjavíkur- IID íslenskra borg Mjólkursamsalan simamanna

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.