Tíminn - 30.12.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1994, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 30. desember 1994 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Brautarholti 1, 105 Reykjavík 631600 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Til móts vib nýtt ár Það skiptust á skin og skúrir í þjóðlífinu árið 1994, en það er nú að renna sitt skeið. Ekki verður annað sagt en að það hafi verið gjöfult til lands og sjávar. Hins vegar er framleiðslugeta og tækni við fiskveiðar komin á það stig að ekki er hægt að beita flotanum að fullu, eða nýta alla framleiðslugetu í landbúnaði. Þetta eru sannindi sem ekki þarf að hafa mörg orð um. Hluta af ávinningi ársins í sjávarútvegi má rekja til þess að íslenskir sjómenn hafa sótt harðar á fjar- læg mið en áður. Þessar staðreyndir skapa breyttar aðstæður í sjávarútveginum, sem hefur nú um langt árabil verið stundaður á heimamiðum. Veiðar á al- þjóðlegum hafsvæðum eru hluti af þróun sem stöðvast ekki. Almenningur hér á landi mun tæplega minnast ársins sem er að líða fyrir efnahagslega ávinninga fyrir sig persónulega. Þetta er árið sem skuldirnar og persónulegir erfiðleikar í fjármálum voru sem aldrei fyrr, hjá allt of mörgu fólki. Forgangsverkefni á komandi ári hlýtur að verða að sinna þessum mál- um, gera sér ljósa grein fyrir fjárhagslegri stöðu fólksins í landinu og reyna að bæta þar úr. Það er gjörsamlega óviðunandi ástand að skuldir almenn- ings í landinu vaxi um tugi milljarða króna á hverju ári. Þessari þróun verður að snúa við. Það er niður- lægjandi fyrir einstaklinga og fjölskyldur að geta ekki staðið í skilum með sínar skuldbindingar. Það er mikil ógæfa því samfara. Sem betur fer er grundvöllur til þess að taka á þessu máli. Vilji er allt sem þarf, vilji til kjarajöfnun- ar í landinu. Það er langt í frá að allir búi við harð- ræði í fjármálum. Mismunur á kjörum fólks er gífur- legur. Skiptingin á þjóðarkökunni, ef svo má að orði komast, er það sem skiptir máli. Það er svo, sem betur fer, að landið á ærinn auð. Á íslandi er ríkur vilji til framfara, og haldbesta auð- lindin er í menntuðu og starfhæfu fólki meb þann framfaravilja. Tímarnir hafa breyst og umhverfið sömuleiðis. íslenskt efnahagslíf er hluti af efnahags- lífi umheimsins, og hluta af þeim batamerkjum sem sjá má er hægt að rekja til efnahagsbata í þeim lönd- um sem við höfum viöskipti við. Atvinnulífið tekur þátt í alþjóðlegri samkeppni í ríkara mæli en nokkru sinni. Þetta kallar á endurmat á mörgum sviðum, ekki síst á sviði menntunar. Hún hlýtur að miða að því að undirbúa ungt fólk sem best til þess að taka við þegar sótt er inn á nýjar brautir. Það er ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að yngri kynslóðin valdi ekki þessu verkefni, ef vel er búið í haginn fyrir hana. Framtíðin býður upp á mikla möguleika, en heimur óheftrar alþjóð- legrar samkeppni er harður og miskunnarlaus á köfl- um. Vinningarnir geta verið stórir og töpin sömu- leiðis. Tíminn óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum góbs og gjöfuls árs og þakkar góð samskipti á liðnu ári. Megi nýtt ár færa landsmönnum jöfnuð og réttlæti og ný tækifæri. Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins: Vib áramót Nú er 50. afmælisár hins ís- lenska lýðveldis senn á enda. Á liðnum 50 árum hafa ís- lendingar náð ótrúlegum ár- angri á flestum sviðum þjóð- lífsins og í dag eru aðstæður í íslensku samfélagi með þeim bestu í heiminum. Framfarir hafa orðið hraðari en nokkurn gat órað fyrir við lýðveldis- stofnun. Þjóðin hefur alla möguleika til að lifa í landinu innihalds- ríku og hamingjusömu lífi, ef tekist er á við vandamál líð- andi stundar af framsýni, skynsemi og réttlæti. Tækifær- in blasa víða við og til að nýta þau þarf í ríkara mæli en áður að huga að stööu íslands í al- þjóðlegu samstarfi. Norburlanda- samstarfiö Norðurlöndin hafa nú tekið afstöðu til aðildar að Evrópu- sambandinu. Þrjú Norðurlönd verða aðilar að sambandinu um þessi áramót, en ísland og Noregur hafa ákveðið að standa utan við. Áttatíu af hundraði íbúa Norðurlanda verða aðilar, en aðrir hafa kos- ið að byggja samskiptin við ESB á grundvelli þeirra samn- inga sem áður voru gerðir. Þessi sögulega staðreynd liggur fyrir þrátt fyrir að nær allar byggöir Norðurlandanna nema höfuðborgarsvæðin hafi sagt nei við aðild. Við þessar breytingar verður Norðurlandasamstarfiö mikil- vægara en nokkru sinni fyrr. Það samstarf er lykill íslend- inga að ýmsu ööru samstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Sam- starf Evrópuþjóðanna snertir íslendinga í verulegum mæli vegna mikilla samskipta og viðskipta landsins viö Evrópu. Við þurfum að leitast við að hafa áhrif á þá þróun og nor- rænt samstarf getur orðið mjög þýöingarmikið í því skyni. Þeim mun nánara sem Norðurlandasamstarfið verður, þeim mun líklegra er að ís- lendingar geti haft áhrif á gang mála. Því skiptir skipu- lagt samstarf ríkisstjórna og stjórnmálamanna miklu máli í þessu sambandi. Norðurlöndin hafa byggt upp margar stofnanir, sem vinna á öllum sviðum samfé- lagsins. Þessar stofnanir geta haft miklu hlutverki að gegna í framtíðarsamvinnu í Evrópu. Það er því mikilvægt verkefni á næstu mánuðum að tengja betur saman Norðurlandasam- starfið og Evrópusambandið. Til þess aö það megi vel fara, þarf aö einfalda öll samskipti og koma upp sameiginlegri skrifstofu í höfuðstöðvum ESB. Með inngöngu hinna Norður- landanna minnkar pólitískt vægi þeirra sem eftir standa, og því þarf að vega þaö upp með nánara og breyttu sam- starfi. Sem betur fer eru hinar Norðurlandaþjóðirnar jákvæð- ar í þessu sambandi og nánara samstarf þjóðanna ætti á eng- an hátt að vera í andstöðu við hagsmuni ESB-þjóðanna. Þvert á móti eru þær skuldbundnar til að eiga reglulegt samráð við þær Norðurlandaþjóðir sem standa utan við. Það hlýtur að verða mun einfaldara ef það gerist í gegnum Norðurlanda- samstarfið. Sérstök nefnd ríkis- stjórna og þingmanna á Norö- urlöndunum er nú að störfum til að yfirfara ý>etta mál og er mikilvægt að Islendingar leggi sig alla fram í því starfi. Evrópusambandib Fái Framsóknarflokkurinn ráðið, mun ísland ekki sækja um aðild að ESB. Til þess að sú stefna breytist þurfa forsendur að gerbreytast, sem engin teikn eru á lofti um. Afstaða ESB til sjávarútvegsmála er al- gjörlega óviðunandi fyrir ís- lendinga. Þessi afstaða ein og sér útilokar aðild, þó margt annað komi til. Að vísú stend- ur til að endurskoða sjávarút- vegsstefnuna fyrir árið 2002, en væntanleg aðild Spánar og Portúgals að þessari stefnu ger- ir það ólíklegra að breytingar veröi þar á. Mismunandi afstaða Norð- urlandanna mun áreiðanlega hafa umtalsverð áhrif á sam- vinnu þjóðanna á komandi árum. í því geta falist margvís- legar hættur sem umgangast þarf af framsýni og varkárni. Þessi nýja staða getur gefið ís- lendingum ný tækifæri, ef rétt er á spilunum haldið. Þau tækifæri snúast um að ná meiri og betri árangri á þeim sviðum sem við teljum að skipti meginmáli fyrir velferð og framtíð þjóðarinnar. Nýting þessara möguleika verður eitt höfuðverkefni ís- lenskra stjórnmála á næstu árum. ísland verður áfram að- ili að innri markaði ESB og verður þannig áfram þátttak- andi í víðtæku samstarfi Evr- ópuþjóðanna. Það gefur okkur mikla möguleika á samstarfi á sviði vísinda, rannsókna, menntunar og jafnframt á ýmsum sviðum sem varða hagsmuni atvinnulífsins. Með því að standa utan við ESB þurfum við ekki að eyða dýrmætum kröftum okkar fá- mennu stjórnsýslu í pólitísk átök og málamiðlanir, skækla- tog skrifræðisins eða hags- munadeilur mjög ólíkra þjóða ESB. í stað þess geta íslending- ar, stjórnmálamenn, stjórn- sýsla, atvinnurekendur og for- ysta launþega einbeitt sér að því að gera íslenskt þjóðfélag betra, mannlífið fallegra og efnahagslífið kraftmeira. Þaö verður hið mikla og sögulega verkefni þjóðarinnar á kom- andi árum. En forsenda þess er að við stillum saman strengi okkar, vilja og getu. Við verð- um okkar eigin gæfu smiðir eins og ávallt áður. Hlutskipti íslendinga er í raun öfunds- vert: að eiga fágætt land og verðmæti sem óðum verða fá- tíðari með öðrum þjóðum. Kreddum hafnaö Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð hafnað stjórnmálaleg- um kreddum og öfgum sem dunið hafa yfir samtíð okkar, og í stað þess verið bjargfastur fulltrúi raunsæis og festu í ís- lenskum stjórnmálum. Flokk- urinn hefur verið formælandi stjórnmálaviðhorfa sem byggja á íslenskum veruleika og íslenskum gildum. Stjórnmálaöfgar okkar aldar hafa skilið stóran hluta Evrópu í þrígang eftir í rúst á síðustu 80 árum. í þessum átökum hafa 70 milljónir manna legið eftir í valnum, stór hluti um- hverfis Austur-Evrópu hefur verið eyðilagður og þar á margt fólk í dag vart til hnífs og skeiöar. Fasisminn og kommúnisminn standa nú af- hjúpaðir sem hrikalegustu blekkingar og mistök mann- kynsins. Á íslandi áttu þessar stefnur marga liðsmenn. Það er sorgarsaga sem ekki er á- stæða til að rifja upp hér. Ég leyfi mér að halda því fram að Framsóknarflokkurinn sé eini félagshyggjuflokkurinn á íslandi sem aldrei hefur brugðist stefnu sinni og köllun og hefur alltaf haft félagslegt framtak, jöfnuð, lýðræði og umburðarlyndi í öndvegi í starfi sínu. Félagslega sinnað fólk á íslandi ætti því ekki að vera í erfiðleikum með að gera upp hug sinn í því umróti stjórnmálanna sem nú gengur yfir. Þetta segi ég sérstaklega nú, vegna þess að með hinu endanlega skipbroti hug- myndafræði öfgaafla til hægri og vinstri er nú í fyrsta skipti í langan tíma lag til aö samein- ast í nýrri framfarasókn undir merkjum Framsóknarflokks- ins. Á hann getur félags- hyggjufólk í landinu treyst. Síst af öllu þurfum viö á aö halda nýjum flokkum með gamlar hugmyndir. Það hefur verið margreynt áður og alltaf endað í uppgjöf og brostnum vonum. Gæfa Framsóknarflokksins er sú að hann stendur á göml- um merg, en innan hans gerj- ast alltaf og mótast nýjar hug- myndir. Á síðasta flokksþingi var mörkuð þróttmikil stefna á öllum sviðum þjóölífsins. Flokkur sem sameinar áratuga reynslu og nýjar hugmyndir sem byggðar eru á hugmynda- fræði, sem hefur sannað gildi sitt í löngu og farsælu starfi, á mikið erindi við þjóðina. Trúum á okkur sjálf Boðskapur Framsóknar- flokksins í dag byggir á trú á getu okkar sem einstaklinga og þjóðar. Til þess að leysa úr læðingi þann kraft sem býr með íslensku þjóðinni þurfum við aö horfa til nýrrar aldar með kjarki og reisn. Framsókn- arflokkurinn hefur sett sér þaö mark að byggja upp þjóðfélag jafnaðar, samvinnu og velferð- ar. En slíkt samfélag verður aldrei byggt upp nema allir taki þátt og hafi álíka tækifæri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.