Tíminn - 30.12.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. desember 1994
5
Halldór Asgrímsson, formabur Framsóknarflokksins.
Tímamynd CS
Slíkt þjóðfélag verður heldur
aldrei að veruleika nema fólk
skynji sameiginlega hagsmuni
sína og standi saman. Því mið-
ur hefur margt gerst í valdatíð
núverandi ríkisstjórnar sem
hefur orðið til þess að við höf-
um fjarlægst það samfélag sem
við óskum að búa í.
Þegar kreddunum hefur nú
vonandi veriö rutt úr vegi í ís-
lenskri þjóðfélagsumræðu,
ætti að vera auöveldara að ná
samstöðu um þær áherslur í
þjóðarbúskapnum sem skipta
mestu máli. Til þess þurfum
við líka að endurskoða þá
starfsemi og það skipulag sem
hagsmunastreita og hug-
myndafræði kreddunnar leiddi
af sér.
Grundvallaratriðið í slíkri
hugmyndafræðilegri endur-
skoðun er að hagsmunir at-
vinnurekenda og launþega
fara saman í flestum atribum.
Boðberar öfganna þreyttust
aldrei á að halda því fram að
hagsmunir þessara þjóðfélags-
afla væru andstæðir. Því er nú
lag fyrir atvinnulíf og verka-
lýðshreyfingu til að vinna
saman á grundvelli ákvebinna
meginatriða, sem miða að því
ab stækka þjóðarkökuna og
deila henni með réttlátum
hætti. Með sama hætti ber
þéttbýli að vinna með dreif-
býli, starfsmenn fyrirtækja
með stjórnendum og svo
mætti áfram telja.
Öflugt atvinnulíf —
forsenda framfara
Atvinnuleysi og samdráttur í
þjóðartekjum eru helstu
vandamál samfélagsins. Við
megum aldrei sætta okkur við
ab þúsundir karla og kvenna
hafi ekkert ab starfa. Mesta ó-
réttlæti, sem viö stöndum
frammi fyrir, er að fólk, sem
ekkert þráir meira en verk að
vinna, fær ekki tækifæri til að
taka þátt í starfi og uppbygg-
ingu samfélagsins og þar með
ekki tækifæri til að framfleyta
fjölskyldum sínum meb ebli-
legum hætti. Því er ljóst að án
öflugs atvinnulífs verður vel-
ferð og jöfnuður á íslandi
aldrei tryggbur. Atvinnulífið
byggir á framlagi fólks, hug-
myndaauðgi þess og framtaki.
Þótt fjármagnið sé mikil-
vægt, má réttur þess til arbs
aldrei verða meiri en fólksins.
Fólki ber sæti í fyrirrúmi á
þessu sviði. Á það ber ab leggja
þunga stjórnmálalega áherslu.
Það hefur Framsóknarflokkur-
inn þegar gert með því að gefa
kjörorði sínu „Fólk í fyrirrúmi"
ríkt og efnismikið innihald á
síðasta flokksþingi.
Engu að síður verður að
tryggja að nægilegt fjármagn
verði til í þjóðfélaginu sem af-
rakstur arðbærrar atvinnustarf-
semi og sparnaðar með þjóð-
inni. Fjármagnið verður að
nota til að gera atvinnulífinu
kleift ab vaxa og skapa störf
fyrir komandi kynslóbir. í
heimi okkar, sem segja má ab
sé að renna saman í eina við-
skiptaheild, er sparnaður og
aðgangur að fjármagni ein
meginforsendan í samkeppnis-
hæfni þjóba, auk vísinda,
tækni og menntunar.
Maburinn og um-
hverfi hans
Við lifum á öld fjarskipta og
fjölmiðlunar. Heimur forfeðra
okkar, þar sem skilaboð eða
sendibréf milli landshluta bár-
ust á nokkrum vikum og frétt-
ir frá útlöndum á nokkrum
mánuðum, heyrir nú sögunni
til. Upplýsingar og fréttaefni
berast á sekúndubroti milli
heimsálfa. Stöðugt áreiti ríkir
og síbylja upplýsinga og áróð-
urs gefur engin grið.
Vib horfum upp á vaxandi
sálarkreppu hjá þjóðinni. Hún
birtist okkur m.a. í aukinni
glæpahneigð, eiturlyfjaneyslu,
firrtu lífsgæbakapphlaupi og
vaxandi meðvitund fólks um
líf án tilgangs, þar sem gömul
gildi hafa verið fyrir borð bor-
in. Það er brýnt verkefni sam-
tímans að vaka yfir andlegri
velferb þjóbarinnar. Þjóðkirkj-
an, skólar og heimili þurfa á-
samt frjálsum félagasamtökum
að sameinast í átaki til að
vekja þjóðina til vitundar um
verðmæt gildi í mannlegu
samfélagi.
Mannskepnan hefur í reynd
ekki náð að aðlaga sig ab þeirri
byltingu sem orbið hefur á
daglegu lífi og vistfræði jarðar-
innar. Áfram er gengið á auð-
lindir jarðar sem óþrjótandi
væru. Fiskveiðiflotarnir á
heimshöfunum geta t.d. á
skömmum tíma eytt öllum
fiskistofnum með nýrri tækni.
Ábyrgðarleysi og græðgi eru
víba ráðandi og því hefur
tæknin í reynd veriö notuö til
að tortíma auðlindum heims-
ins, í stab þess að koma á sjálf-
bærri nýtingu. Maðurinn hef-
ur því miður ekki alltaf haft
þroska til ab nýta tækniþróun
sér í hag með ábyrga framtíð-
arhagsmuni í huga. Vaxandi
mengun er einnig sorgleg af-
Ieiðing sama fyrirhyggjuleysis.
Mengun ógnar framtíð jarbar
og þrátt fyrir vaxandi alþjóða-
samvinnu blasa gífurleg úr-
lausnarefni við á sviði um-
hverfismála. Mengun, eins og
mörg önnur vandamál sem
heiminn hrjá, á sér engin
landamæri og lausn þessara
mála felst í samvinnu allra
þjóða sem jörðina byggja. ís-
lendingar hafa alla burði til að
láta að sér kveða í slíku sam-
starfi.
Það er í raun stórkostlegt
hvernig manninum hefur tek-
ist að taka tæknina í sínar
hendur og nýta til framfara og
aukinnar velmegunar. Það er
hins vegar afar hættulegt
framtíð mannkyns, ef þróaðar
þjóðir sjást ekki fyrir í sókn
eftir efnislegum ávinningi. Við
verbum alltaf að hafa þab hug-
fast ab á eftir okkur koma nýj-
ar kynslóðir, sem eiga sinn til-
vemrétt.
Áhrif sögu á samtíö
Framrás atburða og sögu er
oft háð svo djúpum straumum
úr fortíðinni að við skynjum
ekki alltaf orsakasambandið.
Sjálfstæðisbarátta okkar á síð-
ustu öld átti til dæmis trúlega
meiri ættir að rekja til frönsku
stjórnarbyltingarinnar en
breytinga á dönsku stjórnar-
skránni. Flestir eru þeirrar
skoðunar aö rekja megi
frönsku stjórnarbyltinguna í
meira mæli til upphafs banda-
rísku stjórnarskrárinnar en ó-
vinsælda Lúövíks 16. Breski
heimspekingurinn John Locke
er einnig talinn hafa haft
meiri áhrif á bandarísku
stjórnarskrána en höfundar
hennar gerðu sér grein fyrir.
Það er því alveg ljóst að þab
er margt sem hefur áhrif á
gang mála og við stjórnmála-
menn gerum okkur ekki alltaf
grein fyrir hvað það er sem
ræbur framvindu hverju sinni.
Við verðum að gera okkur far
um að grípa það besta og
skynsamlegasta, sem fram
kemur, og byggja á því. Al-
þjóðlegir straumar hafa alla tíð
haft mikil áhrif. Hjá því verður
ekki komist og þannig á það
að vera. Hitt er þó hættulegt
að apa umhugsunarlaust upp
eftir öðrum og láta sér nægja
ab kenna öðrum um ef illa fer.
Menn verða að bera ábyrgð á
gerðum sínum og þeim hug-
myndum sem byggt er á. Það
er jafnframt leiður löstur að
kenna ætíð öðrum um þab
sem miður fer og þakka aldrei
það sem vel er gert, en slíkt er
alltof algengt í íslenskri stjórn-
málaumræðu.
Hin styrka stoö
í íslenskum stjórnmálum
hafa Framsóknarflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn verib
höfuðandstæðingar. Mörgum
finnst sú sögulega staðreynd á
margan hátt merkileg. I öðr-
um Iöndum Vesturálfu gekk
stjórnmálabaráttan út á átök
milli fjármagnseigenda og
verkafólks, samkvæmt 19. ald-
ar þjóðfélagsgreiningu Marx
og Engels.
Höfuðsmiður íslensks
flokkakerfis, mér liggur vib að
segja gæfusmiður, leitabi
fanga í menntasetrum Evrópu
í byrjun nýrrar aldar. Þar mót-
uðust hugmyndir um lýðræð-
islega skipan samfélags okkar
og sú niburstaða hans hefur
orðið íslendingum heilladrýgri
en viö almennt gerum okkur
grein fyrir. Framtak Jónasar
Jónssonar um stofnun Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
flokks sem höfuðandstæðinga
íhaldsins á íslandi var hin ís-
lenska leið á tímum mestu
hugmyndafræðilegu átaka sög-
unnar. Sú leið hefur markað
djúp spor í sögu þjóðarinnar.
Alþýðuflokkurinn var í upp-
hafi róttækur verkalýðsflokk-
ur, sem þó bar gæfu til að
hafna einræðishyggju komm-
únismans og starfa með Fram-
sóknarflokknum í mörgum
framsæknum ríkisstjórnum á
þessari öld. Hann hefur breyst
mjög mikið og fjarlægst upp-
runa sinn. Það má því segja ab
sú stoð, sem í raun stendur
eftir í byggingu Jónasar, sé að-
eins ein, Framsóknarflokkur-
inn. Af hverju? kann einhver
að spyrja. Það er vegna þess að
í raun var það eina stoðin sem
stóð í íslenskum jarðvegi.
Meö reisn til móts
viö nýja öld
Það ár, sem er senn á enda,
hefur á margan hátt verið við-
burðaríkt. Kosningar eru
framundan og tekist verbur á
um meginlínur í íslenskum
stjórnmálum. Framsóknar-
flokkurinn mótaði skýra
stefnu á nýliðnu flokksþingi.
Hann mun í kosningunum
berjast fyrir því að efla at-
vinnulífið og útrýma atvinnu-
leysi. Hann mun berjast fyrir
auknu félagslegu réttlæti og
jöfnuði. Hann mun umfram
allt berjast fyrir því að koma
núverandi ríkisstjórn frá og
mynda nýja með breyttum á-
herslum. Við viljum að íslend-
ingar allir geti gengib með
reisn til móts við nýja öld.
Ég þakka íslendingum gott
samstarf á árinu sem er að
líða. Ég þakka flokkssystkinum
mínum það mikla traust, sem
mér hefur verið sýnt, og vona
að mér takist að verða trausts-
ins verður. Framtíðin brosir
við okkur, ef vib höfum
manndóm til að nýta tækifær-
in og takast á við margvísleg
verkefni sem hafa verið van-
rækt. Til þess þarf dug, sam-
stöbu og sterka og samhenta
forystu. í Framsóknarflokkn-
um er kraftmikil sveit karla og
kvenna, sem ætlar sér ab setja
mark sitt á þá öld sem nú blas-
ir viö. Við höfum heitið því að
hafa fólk í fyrirrúmi og mun-
um leita eftir öflugum stuðn-
ingi á komandi árum til aö
koma þeim hugmyndum okk-
ar í framkvæmd.