Tíminn - 30.12.1994, Page 6
6
8tmim
Föstudagur 30. desember 1994
Hér, í Betrunarhúsi Kólumbíu fyrir sakakonur, tekur Susan út refsingu sína ábur en dómur fellur í málinu. Sam-
fangar hennar hóta henni ítrekab lífláti.
Hataöasta kona Bandaríkjanna upplifir víti innan veggja fangelsisins:
Veröur „réttlætinu"
fullnægt af samföng-
um morökvendisins?
„Morðmamman", eins og Sus-
an Smith er kölluð eftir að
hafa drekkt sonum sínum
tveimur, ver dögunum ein í
rammgerbum einangrunar-
klefa, talar við sjálfa sig og þyl-
ur upp úr biblíunni. Þá starir
hún klukkutímum saman á
ljósmyndir af sonum sínum
tveimur, sem hún drekkti fyrir
skemmstu af óljósum ástæb-
um.
Þrátt fyrir að vera í einangr-
unarvist nú, hafa Susan borist
ótal morðhótanir og eru þær
raddir háværar að einhver
verði til þess að „fullnægja
réttlætinu" áður en málið
verður tekib fyrir á æðstu
dómstigum.
„Þú átt eftir að fara sömu
leiö og synir þínir, tíkin þín.
Nema að þú átt eftir að enda
líf þitt í klósettskál, en ekki
stöðuvatni eins og strákarnir
þínir." Þetta er dæmi um
morðhótun sem tókst ab
koma til Susan, en hún er
mjög illa farin, að sögn heim-
ilda innan fangelsisins, og
geðheilsa hennar nánast farin.
Susan er hatabasta kona
Bandaríkjanna um þessar
mundir. Enginn veit hvað
henni gekk til, þegar hún festi
syni sína tvo, Michael, 3ja ára,
og Alex, 14 mánaða, í bíl sín-
um og lét hann renna út í
stöðuvatn skammt frá heimil-
inu, þar sem drengirnir
dmkknuðu án þess að geta sér
björg veitt. í fyrstu kenndi
hún kærasta sínum, Tom
Findley, um morbib, sagði að
hann hefði viljað hafa hana
eina og út af fyrir sig, barn-
lausa. Síðan dró hún þá sögu
til baka og sagði ab faðir
drengjanna og fyrrverandi eig-
inmaður Susan, David Smith,
hefði eyðilagt líf hennar með
því að skilja vib hana og hún
hefði viljað hefna sín á hon-
um með athæfinu.
Þab er ekki síst hvernig mál-
ið fór af stað sem almenningur
í Bandaríkjunum hatar Susan
svo mjög. í fyrstu bjó hún til
sögu þar sem hún sagði að
ókunnur maður hefði rænt
drengjunum og fylgdist þjóð-
in með 9 daga umfangsmikilli
leit alríkislögreglunnar að sól-
argeislunum hennar tveimur.
Þjóðin stóð meb henni og
fylgdist spennt með leitinni.
Því var það tvöfalt reiðarslag,
þegar Susan dró fyrri framburb
sinn til baka og viðurkenndi
ab hafa banað drengjunum.
Síðan hefur allt verið á móti
henni. Meðal annars fann
hún að því við fangelsisyfir-
völd er hún fór fyrst í einangr-
ildarmanna sem gæta hennar.
Þab er erfitt að gera sér í
hugarlund hvað fær 23 ára
gamla móður til að drýgja slíkt
voðaverk. Bent hefur verið á
Michael og Alex.
SAKAMAL
unarvistina, 4. nóvember sl.,
að hún mætti ekki hafa hár-
lakk meb sér til ab halda útlit-
inu í lagi. Fangaverðir bentu
henni á að vist hennar innan
rimlanna ætti ekki eftir ab
verða nein sæluvist, og hún
ætti að hafa áhyggjur af ein-
hverju öðru en hárinu á sér.
Smátt og smátt virbist Susan
svo hafa horfst í augu við
hrylling gerba sinna og nú er
sem fyrr segir geðheilsu henn-
ar hætta búin, að sögn heim-
að Susan hafi átt við sálræn
vandamál að stríða eftir sjálfs-
víg föður hennar og er talib að
sjálf hafi hún gert tilraun til að
svipta sig lífi fyrir nokkrum ár-
um. Samt sem áður fullyrba
þeir sem umgengust hana að
þeir hafi ekki séð annaö en að
hún hegðaði sér dagsdaglega
jafn eðlilega og hver annar, og
geðrannsókn gefur sakhæfi
hennar til kynna. Hvaða dóm
sem Susan hlýtur svo að lok-
um, þá er ljóst að líf hennar
verður óbærilegt fram að þeirri
stundu, er hún fylgir sonum
sínum tveimur yfir móbuna
miklu.
Susan Smith er hatabasta kona Bandaríkjanna um þessar mundir. 90%
vilja sjá hana enda líf sitt í rafmagnsstólnum.
Fangelsi eða líflát
9 af hverjum tíu Bandaríkjamönnum vilja aö Susan
Smith veröi tekin aflífi, efhún veröur fundin sek um
moröiö á sonum sínum tveimur.
Samkvæmt nýlegri könnun
vilja 90% Bandaríkjamanna að
Susan Smith láti líf sitt í raf-
magnsstólnum eftir að hafa
myrt syni sína tvo — ef hún
verður fundin sek um glæpinn.
Þetta eru sláandi tölur, því
dauðarefsingin hefur almennt
verið umdeild í Bandaríkjun-
um, en nú virðist þjóðin á einu
máli um að réttlætinu verði að-
eins fullnægt með lífláti henn-
ar.
Spurt var hvort þeim fyndist
réttlát refsing fyrir Susan að sitja
í fangelsi til dauöadags eða
dæmast til dauöa. Af 13.000
manns sem svörubu töldu
87,5% aðspurðra að hún ætti
dauðarefsingu skilið. ■
Mennirnir 1 lifi Susan
David
Þáttur Davids Smith, fyrrverandi
eiginmanns, og Toms Findlay, kær-
asta Susan, er umdeildur í þessu
skelfilega sakamáli. Ljóst er að Sus-
an er áhrifagjörn aö eðlisfari og því
er talið mögulegt aö þrýstingur frá
Tom hafi ýtt á hana að stytta
drengjunum aldur. Hann neitar
hins vegar staðfastlega að vera slíkt
illmenni og segir sögu Susan upp-
spuna.
Það rennir stoðum undir að Tom
sé blóraböggull í málinu, að
skömmu eftir að Susan ásakaði
hann um að hafa knúið sig til
verknaöarins, breytti hún fram-
burði sínum og sagði það David,
fööur drengjanna, að kenna hvern-
ig komið væri málum. David yfirgaf
Susan á sínum tíma og gætu höfn-
unarviðbrögö hennar hafa brotist
út í drápinu á sonum hennar, e.t.v.
til aö hefna sín á David. David hef-
ur verið niðurbrotinn eftir atburö-
inn og varla í ástandi til að tjá sig
um eitt né neitt. „Líf mitt er ónýtt.
Ég sé ekki tilgang með að lifa því,"
sagði hann skömmu eftir að útför
drengjanna fór fram.
Tom