Tíminn - 18.01.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.01.1995, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 18. janúar 1995 fÍMim 7 Allt komið á fulla ferb Stööin getur tekiö viö fleiri hestum Starfiö á Stóðhestastöö ríkisins er nú komið á fulla ferö. í vet- ur veröa á vegum stöðvarinnar 3 hestar á fimmta vetur og 6 hestar á fjóröa vetur, auk marga fola á annan og þriöja vetur. í fyrra voru 6 hestar á fjóröa vetur og fimm þeirra komu til dóms, en aðeins þrír hlutu framhaldseinkunn. Hestarnir, sem nú er haldið áfram meö, eru: Hjörvar frá Arnarstööum í Flóa; faöir Otur frá Sauðár- króki, móðir Hrafntinna frá Arnarstöðum. Hrynjandi frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi; faðir Stígandi frá Sauöárkróki, móð- ir Von frá Hrepphólum. Sveipur frá Skáney í Reyk- holtsdal; faðir Léttir frá Sauð- árkróki, móðir Svala frá Skán- ey. Það vekur athygli að feður þessara hesta eru allir frá Sauð- árkróki, úr ræktun Sveins Guðmundssonar. Mæður Hjörvars og Hrynjanda eru báðar dætur Hrafns frá Holts- múla, en móðir Sveips er son- ardóttir Blesa frá Skáney. Folarnir, sem nú er verið að byrja með á fjórða vetur, eru 6 sem fyrr segir. Þeir eru: Dagur, leirljós, frá Sigríðar- stöðum í Fljótum; faðir Asi frá Brimnesi, móðir Nótt frá Sig- ríðarstöðum. Friðrik, rauður, frá Sveins- stöðum í A.-Hún.; faðir Garð- ur frá Litla-Garöi, móðir Blesa frá Sveinsstöðum. Ljúfur, ljósrauður, tvístjörn- óttur, frá Torfunesi í Köldu- kinn; faðir Baldur frá Bakka, móðir Virðing frá Flugumýri. Sproti, rauðblesóttur, frá Hæli í Hreppum; faðir Hrafn frá Holtsmúla, móðir Bylgja frá Hæli. Svipur, bleikálóttur, frá Vindási í Hvolhreppi; faðir Ó- feigur frá Flugumýri, móðir Fjöður frá Hnjúki. Ögri, brúnn, frá Sauðár- króki; faðir Angi frá Laugar- vatni, móðir Ösp frá Sauðár- króki. Aðkomuhestar eru nú 7 á stöðinni og er stöðin tilbúin að taka við fleiri hestum til tamningar og þjálfunar. Þab er vonandi að menn noti sér það, því aðstaðan er mjög góð. Sem fyrr er þab Eiríkur Guð- mundsson sem er umsjónar- maður stöðvarinnar, en með honum er í vetur Elías Þór- hallsson. Gób áhrif Stóðhestastöð ríkisins tók til starfa 1973 og var þá til húsa á HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON Litla-Hrauni. Arib 1981 flyst stöðin svo að Gunnarsholti og 1992 kemst hún loks í eigið húsnæði. Búnaðarfélagi ís- lands var falið það hlutverk að reka stöðina fyrir hönd land- búnaðarráðuneytisins og til Hjörvar frá Arnarstöbum. Knapi Eiríkur Gubmundsson. Framtíbarabstaba Stóbhestastöbvarinnar risin. þess ætlast að starfandi væri sérstök kynbótanefnd. Þorkell Bjarnason hrossaræktarrábu- nautur hefur lengst af verið í forsvari af hálfu Búnaðarfé- lagsins, og á engan hallað þó sagt sé ab hann hafi átt hvað mestan þátt í að koma þessari starfsemi á laggirnar. Hann hefur alla tíð boriö hag stöðvarinnar mjög fyrir brjósti. Eins og áður hefur verið rak- ib hér í HESTAMÓTUM, hefur stöðin haft mjög mikil áhrif varðandi uppeldi og meðferö hrossa, auk þess að skila til hrossaræktenda góðum undaneldisgripum. Stöðin hefur notið mikils velvilja Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti, en formaður stjórnar stöðvarinnar er Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri. ■ Hafa skal þaö sem sannara reynist: Leiörétting í athugasemdum framkvæmda- stjóra L.H. vegna viðtals við Jó- hann Þorsteinsson, gleymdist að geta þess þar sem talað er um feil í þinggerðinni, að í gögnum þingsins 1990 er staðfest að um- rædd breytingartillaga var sam- þykkt. Þessa vitneskju hafði Jó- hann Þorsteinsson ekki. Þetta leiðréttist hér mér. Málið út- rætt. Sigurður Þórhallsson Skyldleikarækt III í tveimur síðustu Kynbótahornum hefur verið rætt um skyldleikarækt í íslenskum hrossum og nefnd þar dæmi. Skyldleikarækt hefur lengi viðgengist á íslandi, m.a. vegna afskekktra byggða. í Móbuharðindunum fækkaði hrossum mjög á landinu og foreldrahópurinn var lítill. Þab gefur augaleið að þá hefur skyldleikarækt- un orðið mikil, af illri nauðsyn. Þá er talið að ís- Ienski hesturinn hafi smækkað talsvert. Það mun ekki eingöngu hafa veriö af fóðurskorti, heldur einnig af of náinni æxlun. Nú verður til gamans tekið dæmi af einum hrossastofni, sem mikið kom við sögu hrossa- ræktar framan af þessari öld, þó minna hafi borið á honum nú í seinni tíð. Hér er átt við Hindisvíkurhrossin. Stóðhestar af þessum stofni fóru víða um land og voru notaðir til undaneldis. Ættfaðir Hindisvíkurhrossa hefur verið talinn Stjarni 118 frá Hindisvík. Framan af voru notaðir í stóbinu folar tveggja og þriggja vetra, en frá því um 1920 er farið aö velja „alvöru stóbhesta". Séra Sigurður í Hindis- vík hafbi þá oft þrjá hesta í stóðinu og voru þeir sinn meb hverjum lit, einn brúnn, einn jarpur og einn rauður. Þessir hestar voru frjálsir í hag- anum meö sínar hryssur. Þeir urðu margir full- orðnir og sköpuðu eigin línur í stóðinu. Stóð- hestar voru ekki sóttir ab og því varð skyldleik- inn fljótt mikill í þessu stóbi. Hindisvíkurhross- in voru þekkt fyrir fínt sköpulag og léttleika. Fjörið var oft mikib og hart og fylgdi því stund- um óstýrilæti og geðofsi. Þetta voru yfirleitt Kynbótahornib klárgeng hross og góðir brokkarar, en þó innan um afbragbs töltarar. Einstaka góður vekringur leyndist innan um. Á Vatnsnesinu var uppeldi hrossa nokkuð hart. Hindisvíkurhrossin voru frekar í smærri kantinum. Einnig átti sinn þátt í þessu of náinn skyldleiki. Ekki var vinnukraftur til að sinna þessu stóði eins og þurft hefði, þó framan af hafi Sigurður haft góöa menn sér til aðstoðar. í Hindisvíkurhrossunum kom fram viðkvæmni og harka, eins og áður greinir, og nokkuð var um hrekki í þessum stofni. Þó ströngu úrvali sé beitt innan svo þröngs hóps, sem stóð eins bónda hlýtur að vera, þá lenda menn fyrr eða síöar í þeim miklu erfib- leikum sem skyldleikaræktin veldur. Þetta kom fram í Hindisvíkurhrossum. Þar hefði verið æskilegt ab Ieita að blöndun út fyrir stofninn, en reyna um leið aö varðveita bestu eiginleik- ana. Sá hestur, sem á síðari árum hefur verið nafn- greindastur frá Hindisvík, er Glóblesi 700. Hann var skyldleikaræktaður út af Stjarna 118. Glóblesi var undan Glóa frá Hindisvík og Styggu-Rauðku, sem var undan Glóu frá Hindisvík, en hún var undan Stjarna 118 og Sneglu, sem líka var undan Stjarna. Glói var undan Vakra-Rauð undan Yngri-Stjama, sem var undan Stjarna 118. Stóra-Rauðka frá Hindis- .vík, sem var undan Glóa, fékk síðan vib bróbur sínum Glóblesa 700. Þeirra dóttir er Ör frá Hindisvík, en hennar sonur er stóðhesturinn Hlöðver 1168, en faðir hans er dóttursonur Glóa. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.