Tíminn - 20.01.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.01.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 20. janúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb f lausasölu 150 kr. m/vsk. Samkennd ein- huga þjóðar Sú samkennd, sem grípur íslendinga þegar válegir at- buröir dynja yfir, sýnir að þrátt fyrir allt byggir ein þjóð þetta land og að örlög eins eru örlög allra. Það eru engin ný tíðindi að í einu vetfangi séu stór skörð höggvin í byggðarlag. Maðurinn má sín lítils gegn náttúruhamförum á landi sem á sjó, og sjaldnast gera þær boð á undan sér, þrátt fyrir tækni og rann- sóknir. En viðvarandi slysavarnir og markviss þjálfun björgunarsveita sýnir að menn eru þess fullkomlega meðvitandi að háskinn er til staðar. Þegar stórslys verða, vaknar þjóðin til meðvitundar um hve nátengd hún er. Hundruð manna eru reiðu- búnir að leggja allt að veði til að verða náunga sínum að liði, og sigurlaunin eru þau ein að það takist. Sömuleiðis eru allir reiðubúnir að rétta þeim, sem fyrir þyngstu áföllum verða, hjálparhönd. Þau viðbrögð eru fólki eðlislæg og enginn spyr um fyrirhöfn né kostnað, sem hlýst af því að bjarga fólki í neyð og bæta það tjón sem mannlegur máttur ræð- ur viö. Sem þjóð þörfnumst við umhyggju hvers annars; ab aðstoða þá, sem í nauðum lenda, og að þiggja að- stoð meðbræðra þegar hennar er þörf. En samkenndin mætti að ósekju líka vera til staðar þegar allt leikur í lyndi. Gagnkvæm umhyggja og virðing fyrir hagsmunum og sérkennum landshluta °g byggðarlaga sýnist því miður oft af skornum skammti. Er oft engu líkara en að sumir sjái sér hag í því að ala á tortryggni og úlfúð milli stétta og lands- hluta. Skæklatog um framlög og framkvæmdir eru oftar en ekki dæmi um sérhagsmunagæslu og skort á um- hyggju um afdrif annarra. Byggðarlögum og heilum kjördæmum þykir mjög á sér brotið þegar fiskveiði- kvóti færist á milli landshluta, og ganga klögumálin á víxl um aðgang að gæðum lands og sjávar. Flokkadrættir og karp um lítilsverð málefni og ein- stakar persónur setja mark sitt á þjóðlífiö, og ímynd- uð hagsmunagæslan skeytir hvorki um skömm né heiður þegar verið er að skipta landsins gæðum og afrakstri athafnalífsins milli landsins barna. Þá er oft engu líkara en að margar þjóðir með misjafnar kröf- ur og hagsmuni byggi landið og að hver og ein hugsi aðeins um sinn hag og líti á aðra sem keppinauta um lífsgæðin. Veðurofsi og hamfarir honum samfara leika lands- menn oft grátt og valda mannskaða og eignatjóni. Fréttir um slíka harmleiki berast á örskotsstundu um land allt og í svip eignast ísland eina sál, sem harm- ur og gleði gagntekur á víxl eftir því hvernig tíðindi berast af þeim vettvangi þar sem barist er við nátt- úruöflin upp á líf og dauða. Ef sú samúð og samkennd, sem þannig nær að grípa hugi landsmanna og verður að einlægum vilja til að taka þátt í örlögum annarra og liösinna þar sem þörfin er mest, nær að festa rætur í þjóðarsálinni, væri það óbrotgjarn minnisvarði þeirra sem ekki tókst að bjarga og allir harma. Óveðrum slotar og snjó tekur upp og grundir og hlíðar grænka á ný og flest leikur í lyndi. Þá er hollt að minnast þeirra stunda sem sameina landsmenn um þá vitneskju, að örlög þeirra eru samofin og að þeir bera ábyrgð hver á öðrum hvað sem það kostar. Internet vs. Alþýbublabib Prófkjörsslagir flokkanna eru ab verba hinir skrautlegustu og ýms- um nýjungum beitt í baráttunni um sætin á framboöslistum flokk- anna. Fregnir berast til dæmis af því, aö á Noröurlandi vestra hafi skipulag prófkjörsins hjá fram- sóknarmönnum gert ráö fyrir fær- anlegum kjörstööum, þar sem trúnaðarmenn flokksins ferðist um héruö og í kaupstööunum og spyrji vegfarendur og vinnandi menn hvort ekki megi bjóða þeim aö kjósa. Þetta hreyfanlega kerfi hefur vakið mikla athygli út fyrir kjördæmið og raunar út fyrir raö- ir flokksmanna líka, en sumir segja aö ef allur sá fjöldi, sem kos- iö hefur í prófjörinu, skilar sér sem kjörfylgi í vor, muni Fram- sókn fá alla þingmenn kjördæm- isins, en ekki bara þá tvo sem þeir nú hafa. Internet: „Mobile polling station'7 En þeir eru alltaf mestir og best- ir í Hafnarfiröi. Þessi hugmynd úr Noröurlandi vestra er ekki fyrr komin af stað en Guðmundur Árni snýr kosningabaráttu sinni þannig ab hann sé viöbúinn því ab færanlegir kjörstaöir komi í Reykjaneskjördæmi. Eins og Guö- mundar er von og vísa, þá horfir hann vítt um völl og er ekki bundinn við túngarö kjördæmis- ins, eins og þeir fyrir norðan. Hinn siðmenntaði heimur tölvu- væðingarinnar er leiksvið varafor- manns Alþýðuflokksins. Guð- mundur Árni ber sér á brjóst og reiknar út meö kratísku drambi að úr því framsóknarmenn færöu kjörstaöina um heilt kjördæmi dugi honum, sjálfum krataprins- inum, ekki minna en heimurinn. Internetiö eða „Vefurinn", einn öflugasti tölvubankinn og upplýs- inganetiö á alþjóðlegan mæli- kvarba, er þarafleiöandi orðinn vettvangur prófkjörsbaráttu Guð- mundar Árna, en með því er tryggt aö hann getur náð jafnt til notenda í Ástralíu, Ameríku, Evr- ópu og Japan. Hins vegar munu ekki margir áskrifendur aö Inter- netinu í Reykjanesi, mun færri en t.d. aö Alþýöublaðinu. Sú staö- reynd undirstrikar aöeins fram- sýni Guömundar Árna um nauð- syn þess að bregðast viö þróun- GARRI inni í prófkjörsmálum, ekki síst nýjunginni um færanlega kjör- staöi, sem á Internetinu munu trúlega fá fræöiheitiö „mobile polling stations". Hvers tími er kominn? Garra er ekki kunnugt um hversu öflugt fylgi Guðmundar Árna er á Nýja-Sjálandi eða í Eyja- álfu almennt, en óhætt er aö full- yrða að eftir þetta síðasta útspil mun hann styrkja stööu sína mik- ið á því svæöi. Hér í Reykjavík eru nokkrir aðilar tengdir Internetinu og einn þeirra, sem nokkuð ör- ugglega mun fylgjast meb fram- boösmálum Guömundar Árna á „Vefnum", er tölvugúrúinn og flokksbróbir Guömundar, sjálfur Vilhjálmur Þorsteinsson, formað- ur Félags frjálslyndra jafnaöar- manna. Garri telur að hér séu tímamót á ferðinni hvað prófkjörsbaráttu áhrærir, og þaö veröur fróölegt aö fylgjast meö niöurstööunni, því eftir því sem næst veröur komist notar helsti keppinautur Guö- mundar í prófkjörinu, Rannveig Guðmundsdóttir, afskaplega gamaldags og púkó aðferðir í sinni baráttu. Rannveig styðst mikiö við Alþýðublaðið og svo þab að fá einhverja vini og kunn- ingja til að skrifa lofgreinar um sig í Moggann. Guðmundur Árni heldur sig hins vegar nær ein- göngu á Internetinu, og þaö vek- ur athygli að aðeins einn maður skrifar um hann lofgreinar í blöö- in, en þaö er vinur hans Tryggvi Harðarson. Meö nokkrum hætti má því segja að í prófkjörinu í Reykjanesi fari fram barátta tveggja tíma: Annars vegar er framsækin nú- tíma jafnaðarstefna, sem rekin er í viöamiklum og fjölbreyttum al- þjóölegum tölvubanka — sem getur meira aö segja veriö dálitiö dónalegur, eins og Logi Berg- mann Eiðsson fréttamaður hefur sýnt þjóðinni fram á. Hins vegar er gamaldags-kratísk Alþýöu- blaðs/Mogga baráttuaöferö Rann- veigar. Sigri Guðmundur, er ljóst að tími Rannveigar er liðinn. Sigri Rannveig, er ljóst aö Guömundur getur horft fram til tölvualdar og sagt hin fleygu orö: „Minn tími mun koma." Garri A þorradaginn 1995 Vetur konungur hefur minnt rækilega á sig síöustu dagana og þarf ekki aö fjölyrða um meö hverjum hætti. Þorrinn byrjar í dag og nafn hans er löngum tengt vetrarhörkum. Gamla máltækið „að þreyja þorrann og góuna" er markaö biturri lífsreynslu og það er veðurhljóð í því. Hins vegar getur tíðin stund- um verið gób, og þá eru illviðrin furöu fljót að gleymast, þótt at- burðir síöustu daga séu þar und- antekning. Þeir gleymast ekki. Þótt greinarhöfundur sé á miðj- um aldri, man hann þá tíð að fólk var ekki á miklum ferðalögum yf- ir vetrartímann. Svo var ekki á Fljótsdalshéraði fyrir þrjátíu ár- um, þegar ég kom þangað fyrst. Það var til aö kaupstaðarferð var farin á haustin og síðan var hald- ib að mestu leyti kyrru fyrir fram á útmánuði. Þetta breyttist þó fljótt meb batnandi samgöngum. Veturinn, tími ferðalaga Þótt vegir hafi batnað og tækn- in til að halda þeim opnum séu betri en áöur, er veðurlagið samt við sig og hefur ekki breyst. Venjuleg stórhríö er ekki óalgeng, en veburlag eins og á Vestfjörðum undanfama daga er enginn venjulegur bylur. Slíkt veðurlag og afleibingar þess eru náttúru- hamfarir. Fárviðri sem stendur dögum saman er sem betur fer óvenjulegt í veðurfari, jafn- vel á þessu norðlæga landi þar sem fólkið er ýmsu vant. Batnandi samgöngur, betri snjóruöningstæki og betri farar- tæki en áður hafa gert það að verkum að veturinn er tími ferða- laga ekki síður en sumariö. í hvert skipti sem stórhríð veröur, koma fréttir af fólki sem er veöurteppt hingað og þangað og í hrakning- um, bæöi í byggö og í óbyggöum. Sem betur fer rætist oftast nær úr þessum vandræbum, en oft er Á vföavangi annríki björgunarsveitanna mikib á þessum tíma, og ég verb að segja ab ég ber mikla virðingu fyrir þeim mönnum sem alltaf eru til- búnir aö bregöast við og rétta hjálparhönd og bjarga fólki frá hrakningum. Öbru hverju koma upp umræð- ur um hálendisvegi, og ég minnist einnar slíkrar fyrir nokkrum árum þar sem talaö var um þab í fullri alvöru að leggja veg milli lands- hluta yfir Sprengisand, sem opinn yrði fyrir allan almenning. Eg er einfaldlega þeirrar skoðunar að þeir kappar, sem halda þessu fram, séu komnir dálítiö fram úr sjálfum sér. Það er langur vegur á milli jeppatröllanna meö allan útbúnað og lítilla fólksbíla á einu drifi. íslenskur vetur er einfaldlega ekki þannig að slík- um farartækjum sé treystandi á öræfi landsins. Vebrabrigðin eru svo snögg og veðurhæðin svo mikil í um 1000 metra hæð, að það skilur enginn nema sá sem reynt hefur. Skólafólk og íþrótta- menn á faraldsfæti Eitt af því, sem fylgir nútíma samgöngum, er það aö íþróttafé- lög og nemendur skóla eru á far- aldsfæti allan veturinn. í kringum þetta hefur risib heil ferðaútgerð, bæði leiguflug og rútubílar gera út á þennan markað. Um þetta vil ég segja það eitt, að þaö er vonandi að forsvarsmenn þessara feröa- hópa athugi vel sinn gang, þegar svo viðrar sem nú. Skólafólkið er ungt og vílar ekki mikið fyrir sér, en gamanið getur farið af, ef vandræöi veröa. Þorrablótin Þorrinn, sem byrjar í dag, er ekki síst tengdur þorramatnum og þorrablótunum, sem fariö hafa eins og eldur í sinu um landið. Um þennan sið, ab halda þorra- blót, er ekki nema gott eitt að segja. Það er sjálfsagt að halda gömlum hefðum, og mér er kunn- ugt um að víða, ekki síst í dreif- býli, er mikið lagt í þessar sam- komur og þær þykja góö tilbreyt- ing á þessum tíma. Áreiðanlega verða þorrablótin oft til þess að koma fólki í kynni viö hina gömlu matargerð, súrmatinn, sviðin og allt sem þessu fylgir. Hugboð mitt er að sá matur sé ab veröa sjaldgæfari á boröum fólks hversdagslega. Ab vísu sé ég að súrmatur er á boðstólum í mat- vöruverslunum án þess ab nokkur þorri sé í nánd og bendir þab til þess að varan sé keypt ab ein- hverju marki. ]ón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.